Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2001næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 26.08.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.08.2001, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 43 ✝ Karl Sigurðssonfæddist á Akra- nesi 27. nóvember 1930. Hann lést á líknardeild Landspít- alans í Kópavogi 15. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Eðvarð Hallbjarnarson út- gerðarmaður, f. 28.7. 1887, d. 3.7. 1946, og Ólöf Guðrún Guð- mundsdóttir kona hans, f. 30.12. 1894, d. 18.1. 1983. Systkini Karls eru: 1) Magnús Eðvarð, f. 12.7. 1913, d. 2.2. 1946. 2) Sigrún, f. 28.11. 1914, d. 22.2. 1986. 3) Guðrún Lovísa, f. 30.3. 1916. 4) Guðmundur Ásgrímur, f. 20.1. 1919, d. 19.4. 1983. 5) Þórður, f. 2.9. 1920. 6) Aðalheiður, f. 13.1. 1924, d. sama dag. 7) Rafn Eðvarð, f. 20.9. 1928, d. 15.11. 1933. 8) Ólafur Eð- varð, f. 12.1. 1926, d. 13.6. 1964. 9) Leifur, f. 22.7. 1929, d. 19.8. 1998. 10) Agnes, f. 24.11. 1931. 11) Rafn f. 3.10. 1958, börn þeirra eru Þór- arinn Björn, f. 23.6. 1981, Hall- björn, f. 23.9. 1983, Kristinn, f. 29.2. 1988, og Katrín María, f. 10.1. 2000. Karl ólst upp á Akranesi, lauk þar barna- og gagnfræðanámi. Hann fór snemma til sjós, starfaði sem 2. matsveinn og búrmaður á Dettifossi. Hann fór til Kaup- mannahafnar til að læra matreiðslu í Teknologisk Institut og útskrifað- ist árið 1954 með ágætiseinkunn. Á námsárum sínum var hann lærling- ur á Fredriksberg Selskabslokaler. Að námi loknu bjó hann í Reykja- vík. Karl var aðstoðarbryti og bryti á Gullfossi, Brúarfossi og Goða- fossi. Var hann formaður bryta- félagsins í fjögur ár. Árið 1963 fór hann í land, flutti til Akraness og stofnaði verslunina Skagaver og rak hana ásamt Baldri Guðjónssyni í rúm 30 ár. Karl var um fimm ára skeið formaður Kaupmannafélags Akraness. Hann var virkur félagi í Oddfellowreglunni og gekk í stúku nr 3 Hallveigu 1959. Síðar flutti hann sig í st. nr. 8 Egill á Akranesi. Árið 1997 fluttu Karl og Kristín að Gullsmára 7 í Kópavogi. Útför Karls fer fram frá Kópa- vogskirkju á morgun, mánudaginn 27. ágúst, og hefst athöfnin klukk- an 15. Eðvarð, f. 20.8. 1938. Hinn 28.11. 1954 kvæntist Karl Kristínu G. Sigurðardóttur, f. 26.7.1933. Hún er dótt- ir Sigurðar Elíassonar trésmíðameistara í Kópavogi og Maríu Magnúsdóttur konu hans. Fyrir hjónaband eignaðist Karl Sigrúnu Höllu, f. 30.7. 1951, móðir hennar er Álf- hildur Ólafsdóttir, f. 24.8. 1933. Eiginmað- ur Sigrúnar er Krist- ján Sveinsson, f. 6.5. 1949, börn þeirra eru Álfhildur, f. 15.12. 1975, Karl Kristinn, f. 17.2. 1979, d. 10.4. 2000, og Sveinn, f. 7.12. 1984. Synir Karls og Kristínar eru: a) Sigurður, f. 27.6. 1955, kvæntur Ellen Maríu Ólafsdóttur, f. 21.6. 1957, börn þeirra eru Guð- bjartur Ólafur, f. 12.3. 1985, og Kristín Ósk, f. 12.3. 1985; b) Magn- ús Þór, f. 16.2. 1959, kvæntur Margréti Halldóru Þórarinsdóttur, Hljóðnar nú haustblær húsið við rótt. Dvelur við dyrnar drungaleg nótt. Fljúga þá fuglar flestir sinn veg, kvakandi kvíðnir kvöldljóðin treg. Það er vissulega með miklum trega sem ég kveð nú tengdaföður minn, Karl Sigurðsson, hinstu kveðju. Vinskapur okkar varð sterk- ari og einlægari með hverju árinu sem leið og aldrei komu upp vanda- mál í samskiptum okkar á þessu langa árabili. Það eru forréttindi að hafa fengið að ganga í gegnum lífið með vísan stuðning og vináttu slíks manns. Minn tregi er þó fullur þakklætis til Kalla, eins og hann var ævinlega kallaður, því annan eins heiðurs- mann og ljúfling hef ég ekki hitt fyr- ir á lífsleiðinni. Það var einfaldlega þægilegt að umgangast hann og mikið hefur hann kennt mér í af- stöðumati mínu til manna og mál- efna. Kalli var mikill fagmaður, hvort sem um var að ræða verslunarrekst- ur eða vinnu við framreiðslu matar, enda sýnir starfsframi hans sem bryti hjá Eimskipi, m.a. á Gullfossi, að hér fór yfirburða fagmaður. Ég efast ekki um að mótun hans í uppeldi sínu hjá vinnusömum og heiðarlegum foreldrum hafði hér mikil áhrif. Skilaboðin úr foreldra- húsum voru þau að menn skyldu einfaldlega ekki troða öðrum um tær því mun áhrifameiri leiðir væru færar til að skila árangri með natni, iðni og ósérhlífni. Við Sigrún hófum búskap okkar á fertugasta afmælisdegi hans, og svo náin voru samskiptin að ég held að hann hafi komið á heimili okkar hvern einasta virkan dag í afar lang- an tíma á daglegri ferð sinni í bank- ann, drukkið sinn kaffibolla og spjallað um málefni líðandi stundar. Okkur duldist samt aldrei að þetta var hans aðferð til að fullvissa sig um að allt væri í lukkunnar vel- standi hjá dóttur, tengdasyni og litlu fjölskyldunni þeirra. Svífur burt sumar sólar í lönd, kveður létt kossi klettótta strönd, ljósu frá landi leysir sitt band, byltist þung bára bláan við sand. Hann fylgdist mjög spenntur með þegar Álfhildur okkar fæddist og endaði á því að vera viðstaddur fæð- inguna með mér, slík var umhyggj- an fyrir frumburði okkar og dóttur sinni. Hann hélt á Kalla nafna sínum undir skírn án þess að hann vissi hvað hann ætti að heita, fyrr en á því augnabliki sem hann var vatni ausinn, og hann dáði strákinn alla tíð. Sorg hans var afskaplega mikil þegar Karl yngri var hrifinn frá okkur svo snögglega fyrir rúmu ári. Það hafa því orðið fagnaðarfundir þegar þeir hittust á ný vinirnir. Þau systkinin Álfhildur og Kalli unnu hjá afa sínum í Skagaveri og fór ávallt vel á með þeim, og þó að Sveinn okkar ynni ekki hjá afa sín- um fer ekki framhjá neinum manni að afi hans hafði djúp áhrif á hann með umhyggju sinni og elsku. Margs er að minnast frá svo löngu tímabili og hugurinn hvarflar jafnvel aftur til þess tíma þegar skátamótin voru haldin í Botnsdal en þá leituðum við nokkrir skátafé- lagar til Kalla, með leiðsögn varð- andi matvæli, magn þeirra og sam- setningu fyrir skátamótin. Frá því árið 1974 störfuðum við Kalli saman í Oddfellow-reglunni þar sem hann var mjög virkur og sá hann í áratugi um veisluhald og matargerð af sinni alkunnu snilld fyrir stúkuna okkar. Við fórum tveir saman í tveggja vikna ferð til Mallorca og áttum þar dýrðardaga, sem seint gleymast, og einnig er hann fór með okkur fjöl- skyldunni í sumarhús í Hollandi. Endalaust má dvelja við atvik og at- burði sem við gengum saman í gegnum og það er notaleg tilfinning að líta yfir farinn veg okkar Kalla þar sem hvergi glittir í annað en vin- áttu og væntumþykju. Mér er einnig ljúft að minnast heimboðanna til þeirra Kalla og Stínu, bæði á Kirkjubrautina og á Dalbrautina, og einnig er við heim- sóttum þau í sumarbústað þeirra, Karlstungu í Vesturhópi, og fórum saman út á vatn að veiða. Þar var einfaldlega stjanað við okkur, og þegar þau lögðu saman hjónin, hvort sem það var við matargerð, garðrækt eða hvað sem var annað, þá lét árangurinn ekki á sér standa og nutum við fjölskyldan endalaust af þeim mikla nægtabrunni. Undir það síðasta komu mann- kostir Kalla afar sterklega í ljós. Æðruleysið gagnvart hinum óhagg- anlega dómi var einstakt, og ljúf- mennskan og umhyggjan fyrir okk- ur sem eftir myndum standa gaf svo glögga mynd af því heilsteypta ljúf- menni sem hann var. Breiðir svo húmið hljóðlátan væng, milt eins og móðir mjúkri hjá sæng. Fjúka um foldu fölnandi blóm, hlýða á haustsins helkaldan dóm. (Sigríður I. Þorgeirsdóttir) Hafðu heila þökk, kæri vin, minn- ing þín lifir. Kristján Sveinsson. Kvöldroða slær á himininn, litfög- ur ský þjóta um loftið. Við finnum að sumarið er að fjarlægjast, gott sum- ar hér á suðvesturhorni landsins. Það er söknuður í huga, góður vin- ur, Karl Sigurðsson – Kalli í Skaga- veri eins og hann var oftast kallaður hér á Akranesi – hefur kvatt okkur. Hann var hvíldinni feginn, hafði barist við erfið veikindi um langan tíma, en naut góðrar hjúkrunar síð- ustu vikurnar á heimili sínu og á Líknardeildinni í Kópavogi, en þar fannst honum annað heimili sitt meðan hann dvaldi þar. Hann var yfirvegaður og æðru- laus til hinstu stundar, fyrst og síð- ast þakklátur eiginkonu, fjölskyldu og starfsfólki Líknardeildarinnar, sem annaðist hann af einstakri um- hyggju. Karl var fæddur á Akranesi 27. nóvember 1930. Hann ólst upp í stórum systkinahópi á Akranesi, þar sem sjórinn með öllum sínum margbreytileika var miðdepill dag- legs lífs. Ýmist gefandi mikinn afla og auðsæld, eða ógnandi með því að hrifsa til sín fyrirvinnur heimila og ástvini. Þetta umhverfi mótaði Kalla, eins og aðra unga menn í sjávarplássum. Hann var kraftmik- ill og áræðinn að hverju sem hann gekk. Kalli stundaði almenna vinnu á unglingsárum, lauk gagnfræðaprófi 1947, fór síðan til Kaupmannahafn- ar og lærði matreiðslu. Hann fór ungur í siglingar, sigldi til fjarlægra hafna og kynntist framandi fólki. Hann var um árabil matsveinn og bryti á skipum Eimskipafélags Ís- lands, m.a. í fimm ár á Gullfossi, flaggskipi Eimskipafélagsins, þar sem gómsætur matur og glæsileiki skipaði öndvegi. Voru störf hans þar sérstaklega rómuð. Árið 1963 ákvað hann að segja skilið við sjómennskuna og nýta reynslu sína á nýjum vettvangi. Það ár stofnaði hann, ásamt Baldri Guð- jónssyni, matvöruverslunina Skaga- ver að Kirkjubraut 54 á Akranesi. Árið 1983 byggðu þeir síðan stór- markaðinn Skagaver og ráku það fyrirtæki til ársins 1994, er þeir seldu verslunina og hættu báðir störfum. Leiðir okkar Kalla hafa legið saman á Akranesi um tugi ára. Ég minnist hans fyrst í skátastarfi í hópi ungra pilta og stúlkna sem höfðu hugsjónir og markmið skáta- hreyfingarinnar að leiðarljósi. Þessi hópur lagði stund á markvissa þjálf- un hugar og handa til undirbúnings góðra verka. Farið var í tjaldútil- egur og ferðir um nágrennið til þess að æfa ratvísi, skyndihjálp, kynnast landinu og gróðrinum, en ekki síður til þess að æfa hvaðeina sem komið gæti að liði ef slys bæri að höndum eða annar vandi sem þyrfti að leysa. Á fullorðinsárum störfuðum við sam- an um árabil í Hjálparsjóði skáta á Akranesi. Árið 1980 fluttum við hjónin að Dalbraut 17, en handan götunnar bjuggu þau Karl og Kristín Sigurð- ardóttir, eiginkona hans, Kalli og Stína, eins og þau voru venjulega nefnd. Þau áttu fallegan garð við húsið sitt og voru áhugafólk um garðrækt. Á vorin var Kalli oftast fyrstur í götunni til vinnu í garðin- um. Hann var natinn við gróðurinn, hugsaði vel um tré og blóm, þegar tími gafst til frá annasömu starfi við rekstur stórverslunar, og fús að gefa nágrönnum sínum góð ráð við rækt- unarstörfin. Karl gekk í Oddfellowregluna 1959. Hann gegndi mörgum trúnað- arstörfum fyrir stúkuna nr. 8, Egil á Akranesi, og leysti þau af hendi af al- kunnum dugnaði og samviskusemi. Við Egilsbræður nutum sérstaklega góðs af hæfileikum hans og reynslu sem matreiðslumanns. Hann annað- ist veitingar og gestamóttökur fyrir stúkuna um áratuga skeið af al- kunnri snilld. Sögðu sumir gestir, sem áður sigldu með Gullfossi, að þeir upplifðu á ný glæsiborðin þar. Fyrir fjórum árum fluttu þau Kalli og Stína búferlum í Gullsmárann í Kópavogi. Þá fækkaði samfundum, en alltaf hélt hann sambandi við okk- ur Egilsbræður og sótti fundi eftir því sem heilsan leyfði. Við sendum Stínu og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur um leið og við þökkum Karli Sigurðssyni mikil og góð störf hans fyrir stúkuna okk- ar. Blessuð sé minning hans. Bragi Þórðarson. KARL SIGURÐSSON Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Traust persónuleg alhliða útfararþjónusta. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Blómaskreytingar við öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld Guðmund Inga, Jóhann og Kormák og Heklu. Jóna Björg Sætran. Mig setti hljóðan er ég frétti af sviplegu andláti míns besta vinar og félaga Arnar Sigurbergssonar. Við kynntumst ungir drengir og tengdumst strax sterkum vina- böndum sem hvorki hafa slitnað né slaknað þó árin séu orðin æði mörg. Foreldrar okkar bjuggu í sama húsi að Víðimel 21 þegar við fæddumst og vorum við heima- gangar hvor hjá öðrum frá því ég man eftir mér. Við gengum sam- stiga gegnum bernsku- og æskuár- in og undum hag okkar vel. Sig- urður Jónsson sem lést í hinu hörmulega slysi átti einnig heima á Víðimel fyrstu árin en flutti ungur þaðan. Örn, bræður hans og for- eldrar voru stór þáttur í lífi mínu á uppvaxtarárunum. Margs er að minnast frá bernskuárunum á Melunum. Þar var mikið um að vera fyrir unga at- hafnamenn. Melavöllurinn var handan við götuna og víða græn tún sem óspart voru notuð til leikja og íþróttaiðkunar. Í einum slíkum leik varð Öddi fyrir því óhappi að lærbrotna illa, þá aðeins 6 ára gamall. Þá varð hann að liggja á Landa- kotsspítala í 3 mánuði í gifsi upp að brjósti. Reyndi þá strax á rólyndi hans og þolinmæði því hann kvart- aði ekki. Við krakkarnir í Víðimels- blokkinni heimsóttum hann oft og færðum honum hasarblöð og sæl- gæti. Nutum við þá jafnan gjaf- mildi hans og fórum með meira í maganum af góðgæti en við kom- um með. Í nokkur sumur skildu leiðir tímabundið þar sem við vorum sendir í sveit eins og tíðkaðist í þá daga. Hann dvaldi á Kirkjubóli í Múlasveit í Barðastrandarsýslu en ég á Flateyri við Önundarfjörð. Ég minnist þess að við hittumst aðeins einu sinni í sveitinni er hann kom með foreldrum sínum í heimsókn til Flateyrar. Þegar við kvöddumst brast ég í grát og var það í eina skiptið því ekki leiddist mér á Flat- eyri. Árið 1963 flutti Örn með for- eldrum sínum og bræðrum að Meistaravöllum 7 en nokkrum ár- um áður hafði ég flutt að Birkimel 10B. Samskiptin minnkuðu ekki við það því „Hvað er vík á milli vina“. Eitt sumar unnum við vinirnir í Englandi og deildum litlu herbergi saman í 3 mánuði. Þá þegar hafði hann kynnst Kristínu sem síðar varð hans tryggi lífsförunautur. Þegar skyldunámi við Mela- og Hagaskóla lauk var Örn óráðinn í því hvaða stefnu skyldi taka. Á þessum tíma dreymdi föður hans draum þar sem fram kom að hann skyldi sækja um fyrir son sinn í Kennaraskóla Íslands. Gerði hann það rétt áður en umsóknarfrestur rann út. Ég tel það hafa verið mik- ið lán fyrir kennarastéttina og allt skólastarf í landinu. Þar hafa mannkostir hans og dugnaður nýst til fullnustu í margra þágu. Hóg- værð hans, trygglyndi, glaðværð og glettni markaði spor á lífsleið hans og á þann hátt vann hann sér sess í hugum þeirra sem á leið hans urðu. Undanfarin ár höfum við hist í sundlaugunum á morgnana og þó spjallið hafi verið stutt var það gott innlegg í komandi vinnudag. Þegar við kvöddumst í hinsta sinni föstudaginn fyrir hina afdrifaríku ferð talaði hann um að tíminn væri ekki hentugur og hann mætti varla vera að því að fara sökum anna við undirbúning skólastarfsins. Sam- viskusemi hans var slík að seint verður skarð hans fyllt. Kæru Kristín, Sigurlaug og fjöl- skylda, Guðmundur Ingi, Valur og fjölskylda! Algóður Guð veiti ykkur huggun og styrk í ykkar miklu sorg. Jesús sagði: ,,Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi.“ Magnús J. Kristinsson.  Fleiri minningargreinar um Karl Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.  Fleiri minningargreinar um Örn Sigurbergsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 193. tölublað (26.08.2001)
https://timarit.is/issue/249463

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

193. tölublað (26.08.2001)

Aðgerðir: