Morgunblaðið - 26.08.2001, Síða 21
legu ívafi sækjast einnig eftir víking-
unum.
Víkingarnir fá ekki borgað fyrir að
mæta en samkoma eins og þessi gef-
ur þeim tækifæri til að stunda tóm-
stundaiðjuna. Margir þeirra búa
einnig til gripi eins og sverð og verk-
færi og markaður er fastur liður í
víkingabúðunum, svo þar gefst þeim
tækifæri til að stunda smá sölu-
mennsku. En víkingalífið er aðeins
tómstundagaman. Það hefur enginn
ofan fyrir sér sem víkingur í fullu
starfi.
Áhugi á leik og sagnfræði
„Má hleypa þessum inn?“ Hvít-
klæddur víkingur stendur vörð við
einar búðirnar og spyr höfðingjann
hvort aðkomufólkið megi ganga í
búðirnar.
Víkingurinn samviskusami heitir
Snorri og höfðinginn er Gyrth Al-
brichtson, fjallmyndarlegur víkingur
í rauðum stakk. „Ég væri víkingur í
fullu starfi, ef ég mögulega gæti,“
segir hann af sannfæringarkrafti og
virðist ekkert hafa á móti því að
leggja 21. öldina til hliðar.
Áhugi rauða víkingsins kviknaði af
sögulegum áhuga. Hann hafði áhuga
á Keltum, en komst að því að það var
meira um bardaga meðal víkinganna
og það var því bardagaáhuginn, sem
dró hann í víkingahópinn. „Ég held
við séum hérna öll af því við höfum
áhuga á sögu, áhuga á að fræðast
meira um þetta tímabil og reyna að
gera okkur í hugarlund hvernig var
að vera uppi á þessum tíma,“ segir
víkingurinn.
Hópurinn hans kallast Hwicce og
er reyndar saxneskur hópur, heitinn
eftir saxneskum ættbálki, sem bjó
þar sem nú er Oxford og þangað á
hópurinn líka rætur sínar að rekja.
Einn Saxanna er Leofric, eða Ljúf-
ríkur sem í daglega lífinu heitir
Chris og er erfðafræðingur við há-
skólann í Leeds. Hann er með hár
niður á bak, sem gæti auðvitað stafað
af því að hann væri gamall hippi, en
það er reyndar til að hafa rétta mið-
aldaútlitið. „Ég veit ekki hvað vinnu-
félögunum finnst um áhugamálið
mitt. Þeim finnst ég kannski eitthvað
skrýtinn, en þeir eru á kafi í fótbolta
og þetta er nú ekkert undarlegra en
sá áhugi,“ segir hann með bros á vör.
Ljúfríkur barst inn í hópinn af
þvíhann spilaði „role play“, eða hlut-
verkaspil, en slík spil eru oft byggð á
sögulegum forsendum. Hann segir
að margir í víkingageiranum komi
inn í þennan heim í gegnum hlut-
verkaspil.
Frá leik yfir í alvarlegar pælingar
Það er á Bryan að heyra að vík-
ingalífið og víkingahóparnir séu
stöðugt að færa út kvíarnar. Þeim
dugir ekki bara að koma saman og
berjast, heldur þarf allt í búningum,
verkfærum og allri umgerðinni að
vera sögulega rétt. „Við hugsum eft-
ir sem áður um að hafa það skemmti-
legt saman, en þetta er einhvern
veginn orðið alvarlegra en áður,“
segir hann. „Það er lögð miklu meiri
áhersla á að kynna sér hlutina og
kynna sér tímabilið, sem um ræðir.“
Með aukinni þekkingu á tímabilinu
segir Bryan að hann hafi áttað sig á
hvað víkingarnar voru í raun
menntaðir. „Þar til fyrir 20-30 árum
vissu mjög fáir af þessum hluta
breskrar sögu. Á Viktoríutímanum
kom upp sú ímynd að víkingarnir
hefðu verið illir og grimmir. Þessari
mynd hafa til dæmis þættir Magn-
úsar Magnússonar um víkingana al-
veg breytt og við vitum nú að þeir
voru góðir handverksmenn og miklir
kaupmenn. Um leið hafa þessar
myrku miðaldar orðið ljósari en áð-
ur.“ Það er komið undir hádegi og
orustugnýr í loftinu. Víkingarnir,
sem streyma yfir hæðardragið niður
á orustuvöllinn bíta reyndar ekki í
skjaldarrendur en eru þó nokkuð
ógnarlegir yfirlitum. Fylkin renna
saman, vopnaglamur fyllir loftið.
Skallagrímur, höfðingi víkinganna
fellur á endanum fyrir höfðingja
Saxanna. Á endanum liggja menn
eins og hráviði um vígvöllinn. Við
getum þó öll varpað öndinni léttar að
hér er barist eins og í Valhöll. Val-
urinn rís allur upp að bardaga lokn-
um og hinum megin við hæðina eru
bílarnir og annað, sem minnir á lífið
handan víkingalífsins.
Séð yfir víkingabúðina við rústir Sarum-kastala.
Skalla-Grímur í lok orrustu ásamt
skósveini sínum.
TENGLAR
..............................................
www.vikings.org.uk.
sd@uti.is
Ljúfríkur er Saxi eins og sjá má á
búningi hans.
„Við hér erum flest
í þessu til að
kynnast sögunni
og upplifa hana og
leggjum mikið á
okkur til að allt sé
rétt sem við
gerum.“
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 21
INNKÖLLUN VEGNA
RAFRÆNNAR SKRÁNINGAR HLUTABRÉFA
Í ÞORBIRNI-FISKANESI HF.
Mánudaginn 3. september 2001 verða hlutabréf í Þorbirni-Fiskanesi hf. tek-
in til rafrænnar skráningar hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. í samræmi við
ákvörðun stjórnar Þorbjarnar-Fiskaness hf. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með
hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í fé-
laginu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignaskráningu
verðbréfa.
Nánar tilgreint verða öll hlutabréf Þorbjarnar-Fiskaness hf. tekin til rafrænn-
ar skráningar, en þau eru öll í einum flokki, nr. 0001- nr. 2000 og gefin út á nafn
hluthafa. Útgáfudags er getið á hverju bréfi.
Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem telja
nokkurn vafa leika á því að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Þorbjarn-
ar-Fiskaness hf, að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til skrifstofu Þorbjarnar-
Fiskaness hf. á Hafnargötu 12, 240 Grindavík. Komi í ljós við slíka könnun að eig-
endaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart fé-
laginu fyrir nefndan dag.
Ennfremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra
hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun
fyrir skráningardag. Gæta skal þess að reikningsstofnun hafi gert aðildarsamning
við Verðbréfaskráningu Íslands hf.
Við rafræna útgáfu ofangreindra hlutabréfa er nafnverð hluta ákveðið ein
króna eða margfeldi þar af.
Að lokinni rafrænni skráningu geta hluthafar falið reikningsstofnun sem gert
hefur aðildarsamning við Verðbréfaskráningu Íslands hf. umsjón með eignarhlut sín-
um í félaginu. Hluthafar munu fá sendar tilkynningar og reikningsyfirlit í samræmi
við ákvæði reglugerðar nr. 397/2000.
Stjórn Þorbjarnar-Fiskaness hf.