Morgunblaðið - 26.08.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 26.08.2001, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 57 Í KVÖLD kl. 21.30 hefjast tónleikar í kjallara skemmtistaðarins Ozio þar sem djasskvartettinn Dúett Plús leik- ur með djasssöngkonuna Þóru Grétu Þórisdóttur í fararbroddi. Henni til fulltingis eru ungir en reyndir djass- leikarar, þeir Þorgeir Jónsson bassa- leikari, Andrés Örn Gunnlaugsson gítarleikari og Birgir Baldursson trommuleikari. Lög í okkar búningi Það verður að segjast að nafn sveit- arinnar er fullfrumlegt fyrir kvartett. „Nafnið er þannig komið til að við Andrés Örn gítarleikari höfum verið að spila dúett saman í tvö, þrjú ár, en síðasta sumar fengum við þá Þorgeir og Birgi til liðs við okkur og þá bætt- ist við dúettinn eins og nafnið segir til um,“ útskýrir söngkonan. „Við ætlum að leika djassstandarda í kvöld sem við höfum verið að setja í okkar búning og þar förum við svolít- ið vítt og breitt,“ segir Þóra Gréta. „Það læðast inn ballöður en lögin ná líka alla leið yfir í fönkið, þannig að dagskráin verður mjög fjölbreytt. Við höfum líka verið að leika okkur að íslenskum þjóðlögum og erum með að minnsta kosti tvö þeirra á dag- skránni. Andrés Örn hefur útsett þau og við höfum leikið þau í sumar, og það hefur komið vel út. Við héldum nokkra tónleika á Mývatni, bæði á kaffihúsinu og í kirkjunni, og síðan á Stykkishólmi. Það var mjög gaman, en okkur langaði samt að enda sum- arið í bænum því Andrés er að fara út eftir helgi.“ Þóra segir þetta því síðasta séns fyrir fólk að sjá og heyra Dúett Plús í sumar, og lofar að kvöldið verði skemmtilegt. Dúett Plús spilar á Ozio Þorgeir, Andrés Örn, Þóra Gréta og Birgir eru Dúett Plús. Förum vítt og breitt Geisladiskahulstur aðeins 500 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.