Morgunblaðið - 26.08.2001, Side 27
brátt kom í ljós að hann var afbragðs
penni og tekið var eftir skrifum hans.
Hann varð dálkahöfundur, gagnrýn-
andi og skrifaði um mat og drykk í
mörg blöð og tímarit, þar má nefna
Private Eye, The Spectator, The
Times, The New Statesman og The
Daily Mail.
Auberon var fátt óviðkomandi í
bresku þjóðlífi, stjórnmálamenn
fengu sinn skammt, honum fannst
menn ekki kunna almenna mannasiði
lengur, væru illa uppfræddir og mál-
fari fannst honum fara hrakandi.
Skyndibitamenningu kunni hann ekki
að meta og mataðist sjálfur að heldri
manna sið. Hann dró ekki dul á að
honum féll betur samneyti við
menntamenn og yfirstéttarmenn.
Hann skrifaði fyrstu skáldsögu sína
„The Foxglove Saga“ árið 1960, fjórar
fylgdu á eftir en hann sneri sér alfarið
að blaðamennsku aftur eftir 1970.
Árið 1986 stofnaði Auberon mán-
aðarritið Literary Review, mönnum
kom saman um að þar hafi hann náð
lengst í skrifum sínum. Til liðs við
hann kom ungt, vel menntað fólk sem
tilbúið var að vinna hjá honum fyrir
lægri laun en það gat fengið annars
staðar. Starfsemin var inni í miðju
Sohohverfi í London.
Auberon kvæntist stúlku af aðals-
ætt, Teresu dóttur Onslow lávarðar,
þau eignuðust fjögur börn, tvær
stúlkur og tvo drengi. Hann var sagð-
ur góður faðir.
Samstarfsmenn Auberon og fleiri
skrifuðu um hann látinn. Þeim bar
saman um að blaðamaðurinn og per-
sónan sjálf hefðu verið gjörólík, hann
hefði verið afar kurteis, velviljaður og
hlýlegur í samskiptum, gagnstætt því
sem halda mætti af skrifum hans.
Einn orðaði það svo að hann hefði
skipt um ham þegar hann settist nið-
ur með auða pappírsörk fyrir framan
sig.
Dáði föður sinn og hræddist
Þegar Auberon fæddist skrifaði
faðir hans í dagbókina sína: „Laura
hamingjusamari en hún er líkleg til að
verða aftur.“ Eins og þá tíðkaðist
meðal yfirstéttar í Bretlandi voru
ungbörn fengin barnfóstrum til
umönnunar fyrstu árin. Auberon
sagði frá því sjálfur að hann hefði ekki
þekkt móður sína úr þeim hópi
kvenna sem á heimilinu voru fyrsta
árið. Drengurinn var bráðger og þótti
mikill fyrir sér. Hvorugu foreldranna
var sýnt um að veita ástúð. Þekkt eru
ummæli föðurins þegar hann sagði
son sinn barnungan leiðindasegg og
fleira í þeim dúr. Auberon var aðeins
rétt orðinn 6 ára gamall þegar hann
fór á heimavistarskóla.
Hann dáði föður sinn en hræddist
um leið, allar tilraunir hans til að
vinna hylli hans voru unnar fyrir gýg.
Evelyn Waugh var ekki mikið fyrir
börn, hann skrifaði einu sinni í dag-
bók sína, þegar hann kom heim frá
London: „Bron ekki farinn eins og
mér hafði verið lofað.“ Á meðan börn-
in voru heima í jólafríi árið 1945 sat
heimilisfaðirinn ekki til borðs með
fjölskyldunni heldur mataðist á skrif-
stofu sinni. Á nýársdag 1946 skrifar
hann í dagbók sína: „Kaldur nýárs-
dagur, börnin mín þreyta mig. Ég lít
á þau sem ófullkomna fullorðna ein-
staklinga, þau eru framtakslaus, nið-
urdrepandi, léttúðug, gefin fyrir sæl-
lífi og gjörsneydd kímnigáfu.“
Auberon skrifaði sjálfsævisögu
sína „Will This Do?“ sem kom út árið
1991. Þar segir hann að hann hafi átt
hamingjuríka æsku, segir frá ýmsum
strákapörum sínum í skóla, m.a. þeg-
ar hann átti met og var hegnt 14 sinn-
um á einni önn vegna óhlýðni.
En hann segir líka frá atviki sem
gerðist í lok heimstyrjaldarinnar. Allt
var skammtað í Bretlandi, ávextir og
annað ófáanlegt. Stjórnin tók þá
ákvörðun að gefa hverju bresku barni
einn banana. Auberon og tvær litlar
systur hans biðu óþreyjufull eftir að
móðir þeirra kæmi heim með þeirra
skammt. En bananarnir þrír lentu á
diski föður þeirra, hann stráði sykri á,
hellti rjóma yfir og borðaði með bestu
lyst fyrir framan angistarfull börnin!
Evelyn Waugh á ungum aldri.
Laura og Evelyn á brúðkaupsdaginn
árið 1937.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 27
Andi Alheimsins og Heilun Sálar
Langar þig til að finna aukna hamingju, auð, byggja
upp líkama og sál og öðlast góða heilsu.
Þá er tækifærið núna. Tækifærið þitt.
Rahul Patel, einn fremsti kennari, heilari og meistari á sínu sviði,
mun halda fjölbreytt helgarnámskeið dagana 22.–23. september.
Námskeiðið verður þýtt á íslensku.
Hver námskeiðsgestur fær litla gjöf frá Rahul Patel.
Hver námskeiðsgestur getur sótt um bás og kynnt
sínar vörur og þjónustu.
Rahul Patel tekur á móti fólki í einkatíma.
Örfáir tímar lausir.Hringið í Ragnhildi 896 3615.
Knarrarvogi 4 • S. 568 6755
Þúsundir fermetra af fl
ísum
á lækkuðu verði
Gegnheilar útiflísar frá kr. 990.- m
Afgangar frá kr. 600.- m
Verðdæmi: 2
2
ÚTSALA
Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433.
Rýmum fyrir nýjum vörum
Bolir frá kr. 500
Buxur frá kr. 1.790
Dragtir frá kr. 7.900