Morgunblaðið - 26.08.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR
6 SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞORVALDUR Skaftason hefur lagt
allt sitt undir til að gera upp stærsta
eikarbát landsins, Húna II HU-2,
sem hann bjargaði frá eyðileggingu
fyrir sex árum. Skipið, sem er 130
tonn, var smíðað árið 1963 hjá KEA
á Akureyri og var það Björn Páls-
son þingmaður sem lét smíða skipið,
en hann rak útgerð til margra ára.
Skipið var einnig gert út frá Horna-
firði í rúmlega 20 ár.
Þorvaldur keypti Húna II árið
1995 og stóð þá til að bátnum yrði
fargað, en samkvæmt þágildandi
lögum um 0stjórn fiskveiða bar að
farga öllum skipum sem höfðu verið
úrelt. Hann segir að upphaflega
hafi hann viljað koma í veg fyrir að
báturinn yrði skemmdur. „Ég sá al-
veg hvað var að gerast hjá okkur.
Við vorum að eyðileggja öll þessi
menningarverðmæti. Ég var búinn
að vera sjómaður allt mitt líf og gat
bara ekki hugsað til þess að þessi
bátur yrði látinn hverfa og allir sem
sjá hann í dag skilja af hverju. Þess-
ir KEA-bátar bera af því þeir eru
svo fallegir og vandaðir,“ segir
hann.
Báturinn var í mjög slæmu ásig-
komulagi þegar Þorvaldur eign-
aðist hann árið 1995 og segir hann
að eigendurnir hafi verið dauðfegn-
ir að hann vildi fá bátinn þar sem
það hefði kostað 2 milljónir króna
að eyða honum. Þorvaldur vann í
heilt ár við að gera bátinn upp og
hefur hann lagt alls 20 milljónir
króna í að standsetja hann. Hann
var áður trillusjómaður á Skaga-
strönd og hefur selt bæði trilluna og
hús sitt þar til að standa straum af
kostnaði við endurbæturnar.
Dreymir um að opna
veitingastað og safn í bátnum
Þorvaldur segist hafa þurft að
standa í stappi við kerfið í tvö ár til
að fá bátinn aftur á skrá og fá und-
anþágu frá því að bátnum yrði farg-
að. Hann segist alltaf hafa búist við
að fá styrki og aðstoð frá stjórn-
völdum við að varðveita bátinn, en
honum finnst hann ekki hafa mætt
skilningi. „Við erum alltaf að reyna
að berjast fyrir því að fá einhverja
styrki í þetta og það hefur vægast
sagt ekki gengið vel,“ segir Þor-
valdur. „Ég á margar góðar sögur
um það hvenig hefur verði lokað á
mig dyrum þegar ég hef verið að
leita eftir aðstoð.“
Hann segir að hann dreymi um að
opna veitingastað í bátnum síðar
meir þar sem einnig yrði sjóminja-
safn og hefur Þorvaldur komið upp
vísi að sjóminjasafni í lest bátsins.
Síðastliðin fjögur ár hefur Húni II
verið notaður í hvalaskoðun og sjó-
stangaveiði frá Hafnarfirði með
ferðamenn. „Mér finnst að hann
eigi ekki að vera í þessu, hann ætti
að vera varðveittur og ekki í neinni
hættu,“ segir Þorvaldur. Hann seg-
ir að framtíð Húna II í Hafnarfirði
sé enn óráðin, en að hann sé nú í
viðræðum við bæjaryfirvöld um
hvort þau séu tilbúin að aðstoða
hann við að koma þar safni á fót.
Trillusjómaður hefur lagt allt undir
til að varðveita stærsta eikarbát landsins
Morgunblaðið/Jim SmartÞorvaldur Skaftason í stafni Húna II.
Ljósmynd/Þorvaldur Skaftason
Húni II var mjög illa farinn þegar Þorvaldur eignaðist hann fyrir sex ár-
um. Hér er þó búið að mála stýrishúsið.
Vildi ekki
að báturinn
glataðist
VIKAN 19/8 – 25/8
ERLENT
INNLENT
RENATE Künast sjáv-
arútvegsráðherra Þýska-
lands kom í þriggja daga
opinbera heimsókn í boði
Árna M. Mathiesen sjáv-
arútvegsráðherra. Á
fundi þeirra var ákveðið
að auka samstarf land-
anna um umhverfisvottun
sjávarafurða og að koma
skoðanaskiptum landanna
um hvalveiðimál í fast-
mótaðan farveg.
ELDUR kom upp í
skipunum Mánatindi SU
og Bjarti NK aðfaranótt
miðvikudags. Í báðum til-
fellum tókst áhöfninni að
hindra að eldurinn bærist
um skipin.
LÖGREGLAN í
Reykjavík stóð fyrir
slysalausum degi í um-
ferðinni á fimmtudag.
Tilkynnt var um 14
minniháttar óhöpp.
BJÖRK Guðmunds-
dóttir var sæmd frönsku
heiðursorðunni Chevalier
de l’Ordre National du
Merite í París á fimmtu-
dag.
Á FYRSTU sex mán-
uðum þessa árs greindust
fimm manns með HIV-
smit og var meirihluti
þeirra gagnkynhneigður.
Á sama tíma greindist
einn sjúklingur með al-
næmi. Alls hafa 148 til-
felli HIV-sýkingar verið
tilkynnt á Íslandi.
STJÓRN Félags fast-
eignasala hefur beint fyr-
irspurn til félags-
málaráðherra varðandi
nýjar reglur um viðmiðun
lánsfjárhæða, en nýtt
brunabótamat tekur gildi
15. september nk.
Aurskriður og
brúarskemmdir
AURSKRIÐUR féllu á veginn við
Reyðarfjörð í miklu úrfelli sem gekk
yfir Austurland á þriðjudag. Miklir
vatnavextir fylgdu úrfellinu og voru
skemmdir töluverðar. Brúin yfir
Norðfjarðará er stórskemmd og jafn-
vel talin ónýt og talið er að tjón á veg-
um af völdum aurskriðna og flóða sé
allt að sex milljónir króna. Engin slys
urðu á fólki en sex kindur drukknuðu í
Skriðdal.
Fjórir létust
í Veiðivötnum
ÞRÍR karlmenn og ein kona biðu bana
í veiðiskála við Veiðivötn aðfaranótt
sunnudags og er talið að ástæðan sé
kolsýringseitrun sem hefur hugsan-
lega orðið vegna bruna í gaslampa.
Veiðivörður kom að fólkinu látnu í
veiðihúsi um kvöldmatarleytið á
sunnudag. Húsið sem fólkið var í er
um 25 fermetrar að stærð og voru dyr
og allir gluggar lokuð þegar að var
komið. Þegar gas brennur eyðir það
upp súrefni úr loftinu og jafnframt
myndast eitraðar úrgangslofttegundir
og ef loftræsting er ekki nægilega góð
hlaðast efnin upp og geta verið lífs-
hættuleg.
Tap hjá ACO-Tækni-
vali hf. og Íslandssíma
ACO-Tæknival hf. birti fyrsta uppgjör
sitt á föstudag í kjölfar sameiningar
félaganna og nam tap af rekstrinum
fyrir skatta 917 milljónum en tap tíma-
bilsins eftir skatta 664 milljónum. Árni
Sigfússon, forstjóri ACO-Tæknivals,
segir að reksturinn sé augljóslega
langt undir væntingum. Þá var Ís-
landssímasamstæðan rekin með 445
milljóna króna tapi á fyrri helmingi
ársins og hefur þá verið tekjufært
skattalegt tap upp á 189,5 milljónir.
3.999
Reiknibíllinn er
langvinsælasti
fræðsluleikurinn á Íslandi
í dag. Á ferð sinni um
Erilborg læra krakkarnir
að telja,leggja saman,
deila, margfalda og vinna
með hnit svo eitthvað
sé nefnt. Nú fylgir BT
bakpoki, reiknibók,
blýantur, strokleður,
yddari með í
kaupunum.
SKÓLA-
VÖRURNAR
FÁST Í BT
BT KRINGLAN BT SKEIFAN
OPIÐ Í DAG
13-17
FYLGIR
SKÓLA-
BOMBA
Afvopnun skæruliða
að hefjast
NATO samþykkti síðastliðinn mið-
vikudag að senda 3.500 hermenn til
Makedóníu til að hafa eftirlit með af-
vopnun albanskra skæruliða í land-
inu. Hafa þeir verið að koma til lands-
ins á síðustu dögum en deilt er um hve
miklar vopnabirgðir skæruliða eru.
Hafa verið nefndar tölur yfir skot-
vopn allt frá 3.000 og upp í 60.000.
Hefur NATO fallist á lægri töluna en
býst við, að taka við í mesta lagi 5.000
skotvopnum frá skæruliðum. Make-
dóníustjórn bindur sig aftur á móti við
hærri töluna en aðrir segja, að fjöldi
skotvopnanna skipti ekki máli. Hér sé
fyrst og fremst um að ræða táknræna
aðgerð og staðfestingu skæruliða á
friðarsamningunum. Á þessu svæði sé
hvort eð er allt fljótandi í vopnum.
Haldið í von um fund
YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, og Shimon Peres, utanríkis-
ráðherra Ísraels, féllust á það í síð-
ustu viku fyrir milligöngu Joschka
Fischers, utanríkisráðherra Þýska-
lands, að ræða saman um nýtt vopna-
hlé. Vonast er til, að af fundinum geti
orði nú í vikunni og þá líklega í Berlín
en síðustu aðgerðir Ísraela þykja þó
hafa spillt fyrir því. Hafa þeir haldið
áfram flugskeytaárásum í því skyni
að drepa Palestínumenn, sem þeir
saka um hryðjuverk, og á fimmtu-
dagskvöld lögðu þeir undir sig hluta
Hebron-borgar á Vesturbakkanum.
Gerðu þeir það að sögn til að hefna
þess, að Palestínumenn skutu á og
særðu ísraleskan dreng í einni af ný-
byggðum gyðinga í borginni. Eyði-
lögðu ísraelsku skriðdrekarnir bygg-
ingar í borginni og upprættu allmikið
akurland fyrir Palestínumönnum.
Palestínumenn í miðborg Hebronar
hafa verið í herkví Ísraela í heilt ár og
stundum ekki fengið að fara út úr húsi
dögum saman.
KONA lést og tveir
drengir slösuðust á Norð-
ur-Spáni er sprengja, er
komið hafði verið fyrir í
leikfangi, sprakk inni í bíl
fjölskyldunnar. Slasaðist
annar drengurinn, aðeins
16 mánaða gamall, mjög
alvarlega og missti sjón á
báðum augum. Yfirvöld
saka baskneska skæruliða
um ódæðið en þeir bera
það af sér. Margt bendir
þó til, að einhverjir stuðn-
ingsmenn þeirra hafi ver-
ið að verki.
MIKIÐ hefur verið um
að vera í Noregi síðustu
daga vegna brúðkaups
Hákonar krónprins og
Mette-Marit Tjessem
Høiby, einstæðrar móður,
sem viðurkenndi á frétta-
mannafundi á miðviku-
dag, að hún hefði ekki
alltaf lifað mjög grand-
vöru lífi. Norðmenn flest-
ir virðast þó hafa fyr-
irgefið Mette-Marit og
stuðningur við kon-
ungdæmið hefur heldur
aukist en hann var kom-
inn niður fyrir 60%.
VERULEGUR hiti er að
færast í baráttuna um það
hver verður næsti leiðtogi
breska Íhaldsflokksins.
Samkvæmt skoðanakönn-
unum hefur Iain Duncan
Smith aðeins forskot á
Kenneth Clarke en Dunc-
an Smith varð fyrir áfalli
nú fyrir helgi þegar í ljós
kom, að ráðgjafi hans og
varaformaður kosninga-
baráttu hans tengdist
óbeint hægrisinnuðum
öfgaflokki. Hefur hann nú
verið rekinn úr Íhalds-
flokknum.
ELLEFU ára drengur varð
undir afturhjóli dráttarvélar á
Dalvík á föstudagskvöld. Hjólið
mun hafa farið yfir annan fót
hans, mjöðm og bak. Hann
slapp þó við alvarleg meiðsl og
er óbrotinn, samkvæmt upplýs-
ingum frá Fjórðungssjúkra-
húsinu á Akureyri.
Að sögn lögreglunnar á Dal-
vík virðist sem drengurinn hafi
ætlað að hafa tal af ökumanni
dráttarvélarinnar en einhvern
veginn fallið undir vélina.
Lögreglan telur mildi að
drengurinn féll á grúfu því verr
hefði getað farið hefði hjólið
farið yfir maga hans en ekki
bak, þar sem bein verja bakið
mun betur en magann.
Ellefu ára
drengur
varð undir
dráttarvél