Morgunblaðið - 26.08.2001, Side 11

Morgunblaðið - 26.08.2001, Side 11
Því meiri sem heildarneyslan er því meiri vandamál hljótist af henni, t.d. í umferðinni og vegna ofnotkunar. Annars höfum við auðvitað mestar áhyggjur af því að neysla unglinga eigi eftir að aukast.“ Þorgerður viðurkennir að greini- lega sé mjög erfitt að fylgja eftir banni um áfengisauglýsingar. „Í mínum huga er alveg ljóst að endur- skoða verður lögin til að hægt sé að framfylgja auglýsingabanninu. Ann- ars finnst mér býsna léleg rök gegn banninu að í öllum erlendum miðlum sé flóð af áfengisauglýsingum. Við Íslendingar getum sagt að við viljum ekki áfengisauglýsingar í okkar miðlum þó aðrir fari aðra leið. Rétt eins og með reykingarnar. Fólki get- ur liðið betur og viljað hafa reyklaust heima hjá sér þó aðrir reyki annars staðar.“ Full þörf á endurskoðun Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir að í framhaldi af við- horfsbreytingu í þjóðfélaginu sé ekki óeðlilegt að efna til málefnalegrar umræðu um stefnumótun í áfengis- málum hér á landi. „Fyrst ætla ég að taka fram að ég er ekki sammála því að nota orðið „haftastefna“ um ríkjandi stefnu eins og gert er í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins sl. sunnudag. Íslendingar tóku lýð- ræðislega ákvörðun um stefnumótun í áfengismálum á sínum tíma. Þjón- usta, verðlagning og aðgengi hefur í framhaldi af því miðast að því að draga eftir fremsta megni úr heildaráfengisneyslu. Á hinn bóginn er alveg ljóst að tvennt hefur gerst með árunum. Annars vegar að emb- ættismenn hafa ekki verið nægilega duglegir að tryggja að lögunum væri framfylgt. Hins vegar hafa viðhorfin breyst og valdið því að full þörf er á því að endurskoða ríkjandi viðmið.“ Þórarinn nefndi veikleika í núver- andi stefnumótum í tengslum við áfengisneyslu. „Annað er að heilsu- gæslan kemur ekki nægilega mikið inn í forvarnir í tengslum við áfengis- og vímuefnaneyslu. Hitt er hversu mikilli orku er eytt í að gera ung- linga að bindindisfólki á sama tíma og neysla hinna fullorðnu eykst. Á sama tíma og áfengisneysla minnkar í löndunum í kringum okkur eykst hún hér á landi. Meiri áherslu þyrfti að leggja á að fá fullorðna fólkið til að drekka minna,“ sagði hann og var í framhaldi af því spurður að því hvort opinberar tölur um áfengisdrykkju á Íslandi væru í raun marktækar, t.d. vegna heimabruggs og smygls. „Við getum fylgst með neyslunni með því að styðjast við tölur frá ÁTVR og Hagstofunni og þróunin gefur auð- vitað vissar vísbendingar. Óvissan er að ég held ekkert meiri heldur en í öðrum löndum, t.d. fara Norðmenn gjarnan til Svíþjóðar til að kaupa sér léttvín og bjór.“ Þórarinn var spurður að því hvort að hann teldi að foreldrar ættu að kynna börn sín fyrir léttvíni og bjór heimafyrir. „Víða erlendis hafa for- eldrar kynnt börn sín fyrir léttvíni og bjór heima. Með því hefur verið talið að dregið gæti úr líkunum á því að börnin misnotuðu áfengi. Hins vegar virðast þjóðfélagsbreytingar hafa valdið því að þessi ungmenni hafa breytt hegðun sinni og drekka líka áfengi í óhófi með vinum sínum utan heimilis. Annars er ekkert ein- hlítt svar til við þessari spurningu. Hver fjölskylda verður einfaldlega að taka ákvörðun um það í samræmi við aðstæður sínar og sögu gagnvart áfengi hvaða stefnu eigi að taka í þessu sambandi.“ Þórarinn segist algjörlega á móti því að selja léttvín og bjór í matvöru- verslunum. „Sem læknir get ég ekki verið sammála því að áfengi verði selt eins og hver önnur neysluvara. Áfengi er annars eðlis og nóg ætti að vera að minna fólk á að langt er síðan sannaðist að áfengisneysla gæti valdið fósturskaða. Áfram væri hægt að halda og nefna í sambandi við unglingadrykkjuna að á meðan taugamót eru að myndast og end- urraðast eins og gerist á unglingsár- unum er áfengisneysla sérstaklega skaðleg,“ sagði hann og var spurður að því hvaða leiðir hann myndi sjálf- ur telja vænlegar. „Ég get nefnt þann möguleika að reynt sé að stýra drykkjunni yfir á léttvín og bjór án þess að auka áfengismagnið, t.d. með aðgerðum eins og opnunartíma og verðlagningu.“ Óhófið skaðlegt Einari Thoroddsen, vínáhuga- manni og lækni, finnst óskiljanlegt að léttvíni og bjór skuli ekki vera stillt upp hliðina á öðrum landbún- aðarvörum í almennum matvöru- verslunum. „Ég get ekki skilið af hverju ég þarf að fara sérstaka ferð út í sérverslun til að kaupa áfengi fyrst áfengi er á annað borð selt í verslunum. Hver er í raun munurinn á því að selja áfengi í sérverslun og venjulegri verslun? Sumir vilja halda því fram að ekki eigi að stilla áfengi upp við hliðina á annarri matvöru í verslunum af því að áfengi sé skað- legt. Gleymum því ekki að rétt eins og áfengi getur flest verið skaðlegt í óhófi. Frakkar þorðu ekki að ganga gegn vilja páfans með því að drepa kardinála fyrir 200 árum síðan. Eftir talsverðar vangaveltur var ákveðið að loka þá alla inni í landsins feg- urstu höllum og bjóða upp á dýrindis veislumáltíðir alla daga. Að lokum réð lifrin ekki við álagið og kardinál- arnir gáfu upp öndina hver af öðr- um.“ Einar sagðist gera ráð fyrir því að einkum væri óttast að ungmenni undir lögaldri fengju afgreiðslu í vín- búðum. „Eins og bent hefur verið á er þarna ákveðin hætta fyrir hendi eins og reyndar er í vínbúðunum núna. Börn og unglingar reyna að fá afgreiðslu eða fá einhverja eldri til að kaupa fyrir sig áfengi. Áfengi hef- ur haft skelfilegar afleiðingar fyrir tiltekinn hóp fjölskyldna út um allan heim og engu virðist skipta hvort frjálsræði ríkir þar í sölu áfengis eða ekki. Þannig að þeir sem ætla að eyðileggja fyrir sér eiga ekki í nokkrum vandræðum með að ná í áfengi,“ sagði Einar og lagði áherslu á að engu virtist skipta hvort áfengið væri selt í sérverslunum eða almenn- um verslunum. „Af hverju má þá ekki löglegt áfengi vera í almennri sölu eins og áfengi heimabruggarans í Breiðholtinu.“ Hvað með auglýsingabannið? „Að fara í kringum bannið er orðið eins konar áhugamál eins og skattsvik á Íslandi. Fyrir utan að auglýsingar berast einfaldlega áfram um loftin blá með allri tiltækri tækni. Mér finnst svona yfirdrepsskapur og dá- lítil hræsni í gangi,“ sagði Einar og viðurkenndi að aðeins væri verið að reyna að halda í lögin. „Yfirvöld verða bara að átta sig á því að grund- völlurinn fyrir lögunum er ekki leng- ur fyrir hendi. Þetta er svona eins og að ætla að fara að anda í kafi í sund- lauginni.“ Einar var spurður að því hvort að hann teldi að foreldrar ættu að kynna fyrir börnum sínum hóf- drykkju inni á heimilunum. „Ég á svo ung börn sjálfur að ég hef ekki gert upp við mig hvaða leið ég ætla að fara hér heima. Aftur á móti get ég ekki ímyndað mér að heima- kennsla breyti nokkru um drykkju- siði barnanna á fullorðinsárunum. Upplag barnsins skiptir mun meira máli, þ.e. hvort að barnið er veikt fyrir eða ekki. Þegar einstaklingur kemur í heiminn er mjög erfitt að ætla að fara móta hann svo einhverju nemi. Þú breytir ósköp litlu hvað sem þú tuðar og röflar.“ Einar víkur talinu að verðstýringu á áfengi. „Bent hefur verið á að sum- ar léttvínstegundir séu 60 til 70% dýrari á Íslandi heldur en í Svíþjóð. Yfirvöld hafa svarað því til að verðið sé svona hátt vegna óhollustunnar. Þegar lagðar eru fram niðurstöður rannsókna um að léttvínsdrykkja sé ekki eins óholl og haldið hafi verið er aðeins bitið saman tönnum hvæst: „Hún snýst nú samt.“ Meira að segja eru til dæmi um að hófleg léttvíns- drykkja og sérstaklega á rauðvíni geti haft afar jákvæð áhrif á heils- una. Í tilraunum á dönskum elliheim- ilum kom í ljós að fólk hætti nánast að þurfa önnur lyf, gamla fólkið fór að tala saman og starfsfólkið við gamla fólkið. Ekki er því hægt að segja annað en þessari hófdrykkju hafi fylgt heilmikill yndisauki. Það ætti í rauninni að setja yndisauka í stað virðisauka á áfengi.“ Einar viðurkenndi að fólk ætti eft- ir að gráta lokun vínbúða ÁTVR. „Rétt eins og Norður-Kóreubúar eiga eftir að gráta lát leiðtoga síns Kim-il Sung. Ekki af því að þeir elski hann svo mikið heldur af því að þeir örvænta yfir því hvað tekur við. Það getur nefnilega verið erfitt að brenna brýr að baki sér þótt betra taki við.“ Svörum kröfum tímans Hildur Petersen, formaður stjórn- ar ÁTVR, minnir á að stjórnin taki ekki ákvörðun um einkaleyfi ríkisins á sölu áfengis. Þingmenn taki ákvörðun um stefnumótun í áfeng- ismálum þjóðarinnar. „Okkar hlut- verk er að reka fyrirtækið eins vel og nokkur kostur er innan ramma lag- anna. ÁTVR hefur svarað kröfum tímans með því að bæta þjónustu við viðskiptavini. Verslanirnar eru opn- ar lengur, áfengisútsölum fjölgar og áfram væri hægt að telja. Núna er- um við að endurskapa ímynd fyrir- tækisins eins og sjá má í nýjum verslunum í Garðabæ og Spönginni. Viðskiptavinir fyrirtækisins taka eft- ir því að varan er aðgengilegri, tákn- myndinni og litavali hefur verið breytt,“ sagði hún og fram kom að tilraun hefði verið gerð til að bjóða út rekstur áfengissölu á smærri stöðum úti á landi og í Kópavogi. „Þótt til- raunin hafi gengið ágætlega held ég samt ekki að við höldum áfram á þeirri braut.“ Hildur tók undir að rekstur ÁTVR líktist sífellt meir hefðbundnum rekstri fyrirtækis. „Við verðum nátt- úrulega að svara kröfum tímans eins og aðrir. Gleymum því heldur ekki að einkaleyfi gefur ýmsa möguleika. ÁTVR er í stakk búin til að hafa áhrif á vínmenninguna með því að efla áhuga á neyslu léttra vína á kostnað sterkra vína. Þær leiðir sem notaðar hafa verið eru að vekja áhuga á létt- um vínum með því að miðla fróðleik um þau. Má þar nefna veglega verðskrá, feiknarlegt úrval léttra vína í Heiðrúnu, og margvíslegar upplýsingar á vef ÁTVR,“ sagði hún og játti því að neysla á léttvíni og bjór hefði farið vaxandi. „Sala á léttu víni og bjór hefur farið vaxandi á Ís- landi á síðustu tveimur til þremur ár- um. Hins vegar hefur salan á sterka víninu dregist saman. Engu að síður eru fleiri í alkohóllítrar seldir, þann- ig að neyslan hefur aukist nokkuð.“ Hildur sagði aðspurð að rekstur ÁTVR hefði skilað um þremur millj- örðum á ári í ríkiskassann vegna sölu á áfengi og tóbaki en auk þess eru tekin áfengisgjöld af innfluttu áfengi. „Með bættri vínmenningu og ákveðnum skilmálum gagnvart ald- urstakmörkunum gæti ég séð fyrir mér að einkaleyfið yrði afnumið í framtíðinni. Aftur á móti veit ég auð- vitað ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Hvort eða þá hvenær einkaleyfið verður afnumið.“ Tvískinnungur og fordómar Fimm þingmenn Samfylkingar- innar lögðu fram þingsályktunartil- lögu um að skipuð yrði nefnd til að endurskoða reglur um sölu á áfengi veturinn 1999 til 2000. Í þingsálykt- unartillögunni er sérstaklega tekið fram að nefndinni sé ætlað að huga að tvennu. Annars vegar hvort æski- legt sé að leyfa sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum og hins vegar hvort mögulegt sé að hafa áhrif á neysluvenjur Íslendinga með því að breyta verðlagsstefnu á áfengi og bæta aðgengi að þeim tegundum sem stjórnvöld telji æskilegt að Ís- lendingar neyti. Lúðvík Bergvinsson, fyrsti flutn- ingsmaður tillögunnar, segir að til- lagan hafi „dáið“ í nefnd og því ekki komið til afgreiðslu. Hart hafi verið lagt að honum að bera hana fram aft- ur og ekkert sé útilokað í því efni. Um aðdragandann að þingsálykt- unartillögunni segir hann að löngu sé orðið tímabært að taka ríkjandi fyrirkomulag á áfengissölu til endur- skoðunar. Opinber stefna stjórn- valda sé í raun „sáttargjörð“ and- stæðra fylkinga undir lok bannáranna og eigi ekki lengur við. Sú hugmynd að hamla gegn neyslu á sama tíma og áfengissala sé leyfð sé alls ekki í takt við nútímaþjóðfélag. „Sú staðreynd ein sér að ríkið skuli með annarri hendi reka áfengissölu sem ætlað er að skila ákveðinni upp- hæð í ríkissjóð en með hinni standa að ýmiskonar forvarnarstarfi eins og t.d. að reka áfengis- og vímuvarnar- ráð er merkileg þversögn,“ segir hann og telur þennan veruleika end- urspeglast í umræðum um áfengis- mál hér á landi. „Umræðan hefur því miður einkennst af tvískinnungi og fordómum, öfgum á báða bóga, í staðinn fyrir að vera upplýsandi og uppbyggjandi og taka mið af því að áfengi og neysla þess sé eðlilegur þáttur af samfélaginu. Að mínu mati ætti slík umræða að hefjast strax í grunnskóla.“ Lúðvík segir að einkum þurfi að taka mið af tvennu við mótun nýrrar áfengisstefnu. „Í fyrsta lagi að við- urkenna að þjóðin vilji að áfengi sé flutt inn og selt á Íslandi. Í öðru lagi að sátt um að heimila sölu á áfengi geti aldrei byggst á öðru en því að einstaklingum sé treyst fyrir því að fara með og umgangast slíkar veig- ar. Í þeim efnum verði ekki bæði haldið og sleppt. Áfengi er ekki frek- ar en bifreiðar hættulegt eitt sér. Það er ekki fyrr en fólk fer að mis- nota áfengi að hætta steðjar að.“ „Að mínum dómi er alltof algengt að markmið Íslendinga með drykkju sé að verða drukknir,“ segir Lúðvík og leggur áherslu á að slík hegðun beri íslenskri áfengismenningu slæmt vitni. „Þessa staðreynd verð- ur að telja eðlilega afleiðingu ríkjandi áfengisstefnu. Þó er rétt að taka fram að sífellt er orðið algeng- ara að fólk fái sér eitt og eitt léttvíns- glas án þess að ætla sér að verða drukkið. Engu að síður þori ég að fullyrða að hitt er því miður enn mun algengara.“ Þverpólitískt og kynslóðaskipt Á síðasta þingi flutti Vilhjálmur Egilsson ásamt fjórum öðrum þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins frum- varp um að ÁTVR framseldi einka- leyfi sitt á smásölu áfengis til matvöruverslana gegn ákveðnum skilyrðum. „Ríkjandi fyrirkomulag á áfengissölu er löngu orðið tíma- skekkja. Eftir bannárin var reynt að hefta aðgang að áfengi með ríkisein- okun. Verðlagning og erfiður að- Sr. Björn Jónsson: Það verður að framfylgja auglýsingabanni með hörku. Að auglýsendur verði dregnir til ábyrgðar. Þórarinn Tyrfingsson: Sem læknir get ég ekki verið sammála því að áfengi verði selt eins og hver önnur neysluvara. Hildur Petersen: Okkar hlutverk er að reka fyrirtækið eins vel og nokkur kostur er innan ramma laganna. Einar Thoroddsen: Þeir sem ætla að eyði- leggja fyrir sér eiga ekki í nokkrum vandræðum með að ná í áfengi. Vilhjálmur Egilsson: Mestu skiptir auðvitað hvernig foreldrar stjórna heimilum sínum. Ingjaldur Arnþórsson: Ég fagna því að í nýju grunnskólalögunum er gert ráð fyrir að skólarnir verði að sinna forvarn- arstarfi. Þorgerður Ragn- arsdóttir: Sextán ára unglingur neit- ar ekki jafnaldra sínum um afgreiðslu. Sigríður Jóhannesdóttir: Ég tel að það þurfi að láta bæði skólum og for- eldrum í té aðgengilegt og auðskilið lesefni um skaðsemi áfengis. Steingrímur J. Sigfússon: Eitt af því allra mikilvæg- asta í þessari umræðu er að sporna við að neyslan færist niður í yngri aldurs- hópa. Kristinn Tómasson: Áfengisneysla hefur auk- ist síðastliðin hundrað ár vegna aukins frjálsræðis. Lúðvík Bergvinsson: Alltof algengt að markmið Íslendinga með drykkju sé að verða drukknir. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.