Morgunblaðið - 26.08.2001, Side 57

Morgunblaðið - 26.08.2001, Side 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 57 Í KVÖLD kl. 21.30 hefjast tónleikar í kjallara skemmtistaðarins Ozio þar sem djasskvartettinn Dúett Plús leik- ur með djasssöngkonuna Þóru Grétu Þórisdóttur í fararbroddi. Henni til fulltingis eru ungir en reyndir djass- leikarar, þeir Þorgeir Jónsson bassa- leikari, Andrés Örn Gunnlaugsson gítarleikari og Birgir Baldursson trommuleikari. Lög í okkar búningi Það verður að segjast að nafn sveit- arinnar er fullfrumlegt fyrir kvartett. „Nafnið er þannig komið til að við Andrés Örn gítarleikari höfum verið að spila dúett saman í tvö, þrjú ár, en síðasta sumar fengum við þá Þorgeir og Birgi til liðs við okkur og þá bætt- ist við dúettinn eins og nafnið segir til um,“ útskýrir söngkonan. „Við ætlum að leika djassstandarda í kvöld sem við höfum verið að setja í okkar búning og þar förum við svolít- ið vítt og breitt,“ segir Þóra Gréta. „Það læðast inn ballöður en lögin ná líka alla leið yfir í fönkið, þannig að dagskráin verður mjög fjölbreytt. Við höfum líka verið að leika okkur að íslenskum þjóðlögum og erum með að minnsta kosti tvö þeirra á dag- skránni. Andrés Örn hefur útsett þau og við höfum leikið þau í sumar, og það hefur komið vel út. Við héldum nokkra tónleika á Mývatni, bæði á kaffihúsinu og í kirkjunni, og síðan á Stykkishólmi. Það var mjög gaman, en okkur langaði samt að enda sum- arið í bænum því Andrés er að fara út eftir helgi.“ Þóra segir þetta því síðasta séns fyrir fólk að sjá og heyra Dúett Plús í sumar, og lofar að kvöldið verði skemmtilegt. Dúett Plús spilar á Ozio Þorgeir, Andrés Örn, Þóra Gréta og Birgir eru Dúett Plús. Förum vítt og breitt Geisladiskahulstur aðeins 500 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.