Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 2001næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Morgunblaðið - 26.08.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.08.2001, Blaðsíða 1
MORGUNBLAÐIÐ 26. ÁGÚST 2001 193. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 26. ÁGÚST 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 Fyrir tveimur vikum átti sér stað einn af viðameiri íþrótta- viðburðum í Kenýa, úlf- aldakappreiðarnar í Maralal. Dramatískir atburðir áttu sér stað nú í ár sem snerta sigurveg- ara fyrri ára, hinn stolta Idi Lewarani. Ragna Sara Jónsdóttir blaða- maður og Ásdís Ásgeirsdóttir ljósmynd- ari kynntust lífsstíl Samburu-stríðsmanns- ins og úlfaldameistarans Idi og félaga hans rúm- um mánuði fyrir keppn- ina./14 Morgunblaðið/Ásdís Idi Úlfaldameistarinn Sælkerar á sunnudegi Blóm í matinn Fátt er sumarlegra en blóm í fullum skrúða Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 26. ágúst 2001 BÁfengisstefnan 10 Víkingar LIFA ENN Á ENSKRI GRUND 20 Kjörland kræsinna ferðalanga 24 „Það er augljóst að aðgerðin síð- ustu nótt var framkvæmd með sam- þykki Yassers Arafats, alveg sama hvaða samtök lýsa ábyrgð á hendur sér,“ sagði Meir Rosen, náinn ráð- gjafi Ariels Sharons, forsætisráð- herra Ísraels. Rosen sagði að markmið Arafats með árásinni væri greinilega að sýna fram á að Ísraelar ættu einskis ann- ars úrkosti en ganga til friðarsamn- inga við Palestínumenn á meðan átök stæðu. Sharon hefur ítrekað lýst því yfir að ekki komi til greina að hefja friðarviðræður fyrr en átök hafi legið niðri um skeið. Palestínumenn óttast hefndaraðgerðir Samkvæmt upplýsingum ísr- aelska hersins komust árásarmenn- irnir tveir að Marganit-herstöðinni í skjóli nætur og hófu að skjóta á her- mennina. Þeir svöruðu í sömu mynt og felldu annan Palestínumanninn. Hinn reyndi að flýja en var eltur uppi og skotinn. Þetta er mesta mannfall sem orðið hefur í ísraelska hernum á einum degi síðan í febrúar. Þetta var í fyrsta sinn síðan upp- reisn Palestínumanna hófst, fyrir tæpu ári, sem byssumönnum þeirra tekst að komast inn í ísraelska her- stöð, að því er ísraelski herinn til- kynnti í gær. Herinn brást skjótt við og suðurhluta Gaza-svæðisins var lokað, að því er palestínskur emb- ættismaður sagði, og bætti við að ísraelskar herþyrlur væru á sveimi yfir svæðinu. Af ótta við hefndaraðgerðir Ís- raela hafa palestínskar öryggissveit- ir rýmt aðsetur sín í byggingum skammt frá egypsku landamærun- um. Talsmenn PLO-deildarinnar sem segist ábyrg fyrir árásinni segja hana hafa verið svar við árásum Ís- raela á Palestínumenn. Yrði árásum sem þessari haldið áfram uns Ísrael- ar yrðu á brott af svæðum sem þeir hafi hertekið af landi Palestínu- manna. Arafat kenndi í gær Ísraelum um átökin sem orðið hafa í Mið-Austur- löndum undanfarna daga. Sagði hann ísraelsk stjórnvöld nota banda- rísk vopn til árása á þjóð sína, og „sitja um“ palestínsk yfirráðasvæði. Arafat er á hraðri ferð um nokkur Asíulönd og var í Malasíu í gær til að ræða við forseta landsins. Síðdegis átti leið hans að liggja til Bangla- desh. Palestínumenn gera árás á ísraelska herstöð Fimm féllu í skotbardaga Gaza-svæðinu. AP, AFP. TVEIR herskáir Palestínumenn vopnaðir sjálfvirkum rifflum og handsprengjum réðust inn í ísraelska herstöð á Gaza-svæðinu skömmu fyrir dagrenningu í gær og felldu þrjá ísraelska her- menn og særðu sjö áður en þeir voru sjálfir skotnir til bana. Harðlínumenn í undirdeild Frelsissamtaka Palestínu, PLO, lýstu samtökin ábyrg fyrir árásinni, en Ísraelar sögðu að Yasser Arafat, forseti heimastjórnar Palestínumanna, væri ábyrgur. VINSTRISINNAR í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu, brenna veggspjöld með myndum af ríkisskuldabréfum sem nýlega voru gefin út til að greiða ríkisstarfsmönnum laun. Komu skuldabréfin að hluta til í stað peninga og er hægt að nota þau til að greiða skatta, borga fyrir ýmsa almannaþjónustu og sumar vörutegundir. Útgáfa skuldabréfanna er lið- ur í tilraunum argentínskra stjórnvalda til að afstýra hruni efnahagskerfis landsins. Enn- fremur hafa stjórnvöld samið við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn um umfangsmikla aðstoð. Mótmæli í Buenos Aires Reuters  Draugagangur/14 AUSTUR-TÍMORSKA frelsis- hetjan Jose Alexandre „Xan- ana“ Gusmao batt í gær enda á margra mánaða óvissu með því að tilkynna að hann hygðist bjóða sig fram til forseta lands- ins þegar það fær fullt sjálf- stæði á næsta ári. Gusmao er fyrrverandi skæruliðaleiðtogi og nýtur gíf- urlegra vinsælda á Austur- Tímor, sem hann átti þátt í að frelsa undan 24 ára kúgunar- stjórn Indónesa. Indónesískar hersveitir tóku hann höndum 1992 og var hann pólitískur fangi í Jakarta uns Austur-Tímorar samþykktu í atkvæðagreiðslu undir stjórn Sameinuðu þjóðanna 1999 að segja skilið við Indónesíu. Vildi frekar vera bóndi eða ljósmyndari Fram til þessa hefur Gusmao oft sagt að hann hafi engan áhuga á að verða fyrsti þjóð- höfðingi landsins. Hefur hann sagst frekar myndu vilja verða bóndi eða ljósmyndari, og að fyrrverandi uppreisnarmaður geti aldrei orðið að góðum for- seta. En á fréttamannafundi í gær tilkynnti hann að aðrir stjórnmálamenn í landinu hefðu beitt sig þrýstingi og hann hefði látið undan. Eftir fjóra daga verður kosið til 88 manna samkomu sem leggja á drög að stjórnarskrá, ákveða með hvaða hætti stjórn- arfarið í landinu verði og hvern- ig kjör forseta og þingmanna fari fram. Austur-Tímor hafði verið portúgölsk nýlenda í um 400 ár þegar Indónesar hertóku land- ið 1975. Indónesískir hermenn létu greipar sópa um landið eft- ir atkvæðagreiðsluna 1999 og síðan hefur landið notið sér- stakrar verndar Sameinuðu þjóðanna. AP Gusmao mundar myndavélina í Dili í gær. Hann hefur sagst fremur vilja vera ljósmyndari en forseti. Gusmao tilkynnir framboð Dili. AP. YFIRMENN í breskum fyrir- tækjum, sem hringja heim til undirmanna sinna, geta átt á hættu að vera lögsóttir fyrir mannréttindabrot. Þetta kemur fram í áliti bresku Stjórnunar- stofnunarinnar og greint er frá á fréttavef BBC. Nokkuð hefur verið um það rætt hvort ráðamenn fyrirtækja hafi leyfi til að skoða tölvupóst sem undirsátar þeirra senda frá sér með þeim tækjabúnaði sem þeim er fenginn í vinnunni. Nið- urstaða Stjórnunarstofnunarinnar er sú að þeim sé undir engum kringumstæðum heimilt að lesa tölvuskeyti starfsfólksins. Meiri athygli vekur hins vegar það álit lögmanna stofnunarinnar að stjórnendum sé óheimilt að hringja heim til undirmanna sinna nema skýrlega sé tekið fram í ráðningarsamningi að starf við- komandi sé þess eðlis að hann þurfi að vera tiltækur utan vinnu- tíma. Sé slíkt ákvæði ekki að finna í samningi viðkomandi geti yfirmaður hans átt á hættu að vera kærður fyrir brot gegn frið- helgi einkalífsins. „Mikilvægt er að vinnuveitendur virði friðhelgi einkalífs starfsmanna sinna innan og utan vinnustaðar,“ sagði tals- maður stærstu verkalýðssamtaka Bretlands í samtali við BBC. Bannað að hringja heim
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 193. tölublað (26.08.2001)
https://timarit.is/issue/249463

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

193. tölublað (26.08.2001)

Aðgerðir: