Morgunblaðið - 06.10.2001, Side 1

Morgunblaðið - 06.10.2001, Side 1
228. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 6. OKTÓBER 2001 BANDARÍSK stjórnvöld gagn- rýndu Ísraela, helstu bandamenn sína í Miðausturlöndum, óvenju harkalega í gær eftir að Ariel Shar- on, forsætisráðherra Ísraels, varaði Bandaríkjamenn við því að friðmæl- ast við araba með sama hætti og Vesturveldin friðmæltust við Adolf Hitler fyrir síðari heimsstyrjöldina. „Ummæli forsætisráðherrans eru óviðunandi að áliti forsetans,“ sagði Ari Fleischer, talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta. „Banda- ríkjamenn myndu aldrei gera neitt til að friða araba á kostnað Ísraela.“ Áður höfðu Ísraelar gagnrýnt ný- lega yfirlýsingu Bush um að Banda- ríkjastjórn liti svo á að Palestínu- menn hefðu rétt til að stofna eigið ríki virtu þeir tilverurétt Ísraelsrík- is. Markmiðið með yfirlýsingunni virtist að tryggja stuðning araba- ríkja við fyrirhugaðar hernaðarað- gerðir í Afganistan. Dagblöð í Ísrael gagnrýndu um- mæli forsætisráðherrans. Yediot Aharonot, söluhæsta dagblað lands- ins, sagði að Sharon hefði farið rangt með staðreyndir og skaðað hags- muni Ísraels. „Hann veikti okkur og móðgaði vini okkar.“ Ráðgjafi Sharons sagði að með ummælunum hefði forsætisráð- herrann ekki ætlað að líkja Bush við Neville Chamberlain, forsætisráð- herra Bretlands fyrir síðari heims- styrjöldina, en honum var kennt um friðkaupin við Hitler. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hringdi í Sharon til að gera honum grein fyrir óánægju forsetans. Skrifstofa Sharons sagði í yfirlýsingu í gærkvöldi að Sharon hefði látið í ljósi þakklæti fyrir vin- áttusamband Bandaríkjanna og Ísr- aels í samtalinu við Powell. Ekkert lát á blóðsúthellingunum Bandaríkjastjórn hefur lýst yfir miklum áhyggjum af ástandinu í Miðausturlöndum og óttast að það geti orðið til þess að múslímaríki leggist gegn fyrirhuguðum aðgerð- um í Afganistan. Fimm Palestínu- menn biðu bana og 17 aðrir særðust í gær þegar ísraelskir skriðdrekar réðust inn á svæði í Hebron á Vest- urbakkanum sem er undir stjórn Palestínumanna. Hópur Palestínumanna skaut Ísr- aela til bana og særði annan í árás úr launsátri á vegi nálægt bænum Tulk- arem á Vesturbakkanum. Óvenju hvöss orðaskipti milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og Ísrael Bush telur um- mæli Sharons „óviðunandi“ Reuters Palestínskur drengur kastar grjóti í ísraelskt lögreglulið í Betlehem. Washington, Jerúsalem. AFP.  Friðmælist ekki/24 FORSETI Úsbekistans féllst í gær á að heimila bandarískum hermönnum og flugvélum að nota herflugvöll í landinu í tengslum við fyrirhugaðar hernaðaraðgerðir í grannríkinu Afg- anistan. Bandaríkjaher sendi þangað þúsund manna fótgöngulið, sem hef- ur fengið sérstaka þjálfun í leitar- og björgunaraðgerðum og þyrluárás- um. Íslam Karímov, forseti Úsbekist- ans, samþykkti þetta á fundi í Tash- kent með Donald H. Rumsfeld, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna. Forsetinn tók þó fram að hann væri andvígur því að herflugvöllurinn yrði notaður til innrásar eða loftárása á Afganistan. Talið er að fótgönguliðinu sé ætlað að sjá bandarískum herflugvélum fyrir vernd á jörðu niðri og taka þátt í leitar- og björgunaraðgerðum í Afganistan. Hugsanlegt er að liðið verði einnig notað til að aðstoða sér- sveitir sem eru þegar komnar til Afganistans. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, var í Pakistan og ræddi við forseta landsins, Pervez Musharraf. Þeir sögðust vera sam- mála um að mynda þyrfti nýja rík- isstjórn í Afganistan, sem tæki við völdunum af talibönum, og hún þyrfti að vera skipuð fulltrúum allra þjóðflokka landsins. Pakistan er nú eina ríkið sem er enn í stjórnmála- sambandi við stjórn talibana. The Washington Post skýrði frá því í gær að bandaríska leyniþjón- ustan CIA hefði greint þingmönnum í Washington frá því að „100 pró- sent“ líkur væru á því að Osama bin Laden og stuðningsmenn hans stæðu fyrir fleiri hermdarverkum í Bandaríkjunum ef gripið yrði til hernaðaraðgerða í Afganistan. CIA hefur einnig fengið gögn sem sýna að Mohammed Atta og fleiri hermd- arverkamenn, sem tóku þátt í árás- inni á Bandaríkin, fóru í þjálfunar- búðir bin Ladens í Afganistan fyrir árásina, að sögn tímaritsins Time í gær. Bandaríkjaher heimilað að nota herflugvöll í grannríki Afganistans Bandarískt fótgöngulið sent til Úsbekistans Reuters Sjónvarpsstöð í Katar sýndi í gær myndir af Osama bin Laden, sem talinn er hafa staðið fyrir árásinni á Banda- ríkin. Sjónvarpsstöðin sagði þetta nýjustu myndirnar af bin Laden sem hefur farið í felur í Afganistan. Bin Lad- en er hér til hægri og við hlið hans er helsti samstarfsmaður hans, Ayman al-Zawahri, leiðtogi Jihad-samtak- anna í Egyptalandi. Ekki er ljóst hvort myndirnar voru teknar fyrir eða eftir hryðjuverkin 11. september. Tashkent, Íslamabad. AP, AFP.  Árásin á Bandaríkin/24-25 BJØRN Tore Godal, varnarmálaráð- herra Noregs, skýrði frá því í gær að hann hefði gefið út fyrirmæli sem heimiluðu norska flughernum að skjóta niður farþegaþotur hefðu flug- ræningjar náð þeim á sitt vald og reyndist það nauðsynlegt til að hindra að þotunum yrði flogið á bygg- ingar eins og í árásinni á Bandaríkin 11. september. „Noregi stafar ekki sérstök hætta af hermdarverkamönnum, en við þurfum að vera við öllu búin,“ sagði varnarmálaráðherrann. Aðeins fjórir menn geta gefið fyr- irmæli um að farþegaþotur verði skotnar niður; varnarmálaráðherr- ann og þrír æðstu yfirmenn norska hersins. „Skilyrðin eru afar ströng,“ sagði talsmaður norska hersins. Yfirmenn hersins þurfa meðal annars að vera algjörlega vissir um að farþegaþotu hafi verið rænt og að allt hafi verið reynt til að ná sambandi við hana og stöðva hana. Fjórar orrustuþotur af gerðinni T-16 hafa verið fluttar á herflugvelli í suðurhluta Noregs til að þær verði sem næst hugsanlegum skotmörkum hryðjuverkamanna, meðal annars ol- íuborpöllum í Norðursjó. Norðmenn leggja til herlið Jens Stoltenberg, fráfarandi for- sætisráðherra Noregs, hefur skýrt frá því að Norðmenn séu tilbúnir að taka þátt í hernaðaraðgerðunum gegn hryðjuverkamönnum og leggja til herlið. Var þetta ákveðið eftir fund leiðtoga norsku stjórnmálaflokkanna. Að sögn fréttastofunnar NTB er líklegt að Norðmenn leggi til freigátu og orrustuþyrlu. Noregur Heimilað að skjóta niður þotur Ósló. AFP, AP. STJÓRNVÖLD í Úkraínu sögðust í gær ekki geta útilokað að flugskeyti hefði fyrir slysni verið skotið að rúss- nesku Antonov-farþegaþotunni sem sprakk yfir Svartahafi á fimmtudag. Með vélinni fórust 76 manns, þar af 64 Ísraelar og var í fyrstu talið að um hryðjuverk hefði verið að ræða. Talsmenn Bandaríkjastjórnar sögðust ekki hafa neinar vísbending- ar um að hermdarverkamenn hefðu átt sök á sprengingunni. Liðsmenn Úkraínuhers voru að æfingum er flugvélin fórst. The Washington Post fullyrti í gær að gervihnattamyndir sýndu að úkraínskt flugskeyti hefði grandað vélinni. Sérfræðingur í Kíev benti á að vegna fátæktar gætu Úkraínumenn ekki haldið vopnum sínum við og því hefði bilun í búnaði flugskeytis getað valdið slysinu. Útiloka ekki slysaskot Sotsí. AFP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.