Morgunblaðið - 06.10.2001, Qupperneq 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 45
hentaði sérlega vel í reiðtúra með
unga fólkið.
Sjálfstæði og kraftur voru þættir,
sem voru áberandi í fari Unnar.
Fyrsta minning mín um Unni er
skýr. Þá var að hún var að ríða net
heima hjá sér en þá bjó hún við
Skólavörðustíginn. Sennilega hef ég
þá verið fimm til sex ára. En tilgang-
urinn kom í ljós þegar komið var
austur á Egilsstaði. Þá lagði Unnur
netið út í fljótið frá tanganum fram-
an við bæinn. Og ekki leið á löngu
þar til silungur var í matinn hjá
Siggu og Ollu. Segja má, að þetta
segi margt um Unni. Hún reyndi að
gera sem flesta hluti sjálf. Og gekk
það vel. Þannig innréttaði hún að
miklu leyti íbúðir sínar sjálf. Fyrst á
Miklubrautinni og síðan á Háaleit-
isbrautinni. Og enn nota ég erma-
hnappa, gjöf sem hún bjó til. En um
árabil skapaði hún sér aukatekjur
með framleiðslu og sölu skrautmuna
úr kvartssteinum steyptra í plast.
Um leið og ég þakka Unni fyrir
allt gamalt og gott vil ég bæta við.
Kannski er best að muna eftir Unni
eins og hún var síðast þegar við Lilja
sáum hana. Þá leið Unni minni vel,
svo áberandi var í mikilli afmælis-
og fjölskylduveislu heima hjá Jóni
Þorsteinssyni bróðursyni Unnar og
Lovísu konu hans. Þar var Unnur í
sinni 90 ára afmælisveislu, hrókur
alls fagnaðar og lík sjálfri sér.
Páll Bergsson.
Elsku Unnur mín, nú ert þú von-
andi farin til betri heima, þangað
sem flestir af þínum vinum og nán-
ustu fjölskyldu eru farnir. Það eru
ekki margir sem geta státað af 94
ára ævi, en stundum vill maður
gjarnan fara fyrr. Hvaða líf er að lifa
svo lengi ef við getum ekki lengur
fylgst með líðandi stundu, við kvíð-
um því öll, býst ég við, en samt vilj-
um við að okkar nánustu lifi, þótt við
viljum það ekki sjálf. Kannski er það
mitt samviskubit að hafa ekki litið
oftar til þín síðustu árin, þótt ég
væri alltaf á leiðinni til þín. Þú varst
komin í hugarheim þar sem gömlu
tímarnir voru lifandi en seinni tími
farinn. Ég átti erfitt með að fylgja
því, þar sem það var fyrir minn tíma.
Mínar minningar eru samt enn ljós-
lifandi af þér, Unnur, hinni frjálsu
konu, sem ekki var bundin karli, gat
lifað sínu eigin lífi, stundað sín
áhugamál og ráðskast með sitt eigið
líf, fáséð í þá daga og kannski enn.
Að búa með þér einn vetur þegar ég
var 16 ára, hjálpaði mikið til að gera
mig að femínista, finna að sem kona
þyrftum við ekki að vera undir valdi
karla. Þú varst femínisti, þótt þá
væri það varla til sem hugtak. Auð-
vitað var það erfitt að vera ógift
kona, þurfa að sjá fyrir sér sjálf, þótt
þú hefðir menntun og kenndir stúlk-
um leikfimi og góða siði í Austur-
bæjarskólanum í nær samfell 50 ár.
Ótrúlegt hvað lítið hefur samt enn
áunnist í þeirri baráttu. Þú varst
þróttur hinna íslensku kvenna, mikil
skíðakona, vannst fyrir því, mikill
bridgespilari og tókst virkan þátt í
því fyrir konur í Brigdefélagi
kvenna. Allt þetta kenndirðu mér
unglingnum sem bjó hjá þér í einn
vetur. En þú varst meira, þú varst
fjöldskylduvinur, fylgdir okkur eftir
þótt fjöldskyldan splundraðist, og
hélst tryggð við okkur börn bróð-
ursonar þíns, þótt við flyttum úr fjöl-
skylduhreiðrinu. Þú varst enn með
okkur og tókst virkan þátt í lífi okk-
ar og bauðst aðstoð þína til að hjálpa
til við að koma okkur til manns. Á
Kiðafelli varstu líka alltaf velkomin,
til að eiga með okkur stundir, þess-
ari stóru fjölskyldu, þar sem þú
varst innan um fjölskyldu þína og
vini. Þú varst ein af fjölskyldunni.
Þú reyndir að kenna mér hesta-
mennsku, en ég þóttist kunna betur
sjálf. Við fórum samt marga góða út-
reiðartúra saman, þú á Þyti og ég á
Ljónslöpp. Nú kveð ég þig Unnur
mín, mín elskulega frænka, sem hef-
ur haft áhrif á að móta mig og marga
aðra af frændsystkinum sínum.
Megi þín bíða betri tímar hinum
megin, þangað sem nánasta fjöl-
skylda og vinir flestir eru farnir.
Þeir hafa tekið á móti þér opnum
örmum.
Guðbjörg Anna
Þorvarðardóttir.
Haustlitir skarta
sínu fegursta í veður-
blíðunni og fjöllin og
jöklarnir inn til lands-
ins blasa við sjónum
manna í tærleika og mildu veðri
haustsins. Það er fagurt að horfa á
fjallahringinn séð úr Álftaveri á
fallegu hausti. Við þessar aðstæð-
ur er vinur minn Hilmar Jón
kvaddur hinstu kveðju og lagður
til hvílu við hlið forfeðra sinna í þá
mold sem hann unni.
Oft verður maður snortinn af
fyrstu kynnum og þau segja manni
mikið um viðmót og hjartalag við-
komandi einstaklings. Fyrst kom
ég að Þykkvabæjarklaustri sem
starfsmaður Mjólkurbús Flóa-
manna, ég gleymi seint þeim mót-
tökum sem ég hlaut og gestrisni
hjónanna var einstök. Nokkuð
varð mér starsýnt á bóndann, en
Hilmar Jón var með hærri mönn-
um, sterklega byggður og örugg-
lega tveggja manna maki að burð-
um. Ég fann að honum svall móður
og var ákafamaður að koma verk-
um áfram, hugurinn bar hann
hálfa leið. Oftar eru kraftamenn
þekktir fyrir að vera harðir í horn
að taka og kaldir í tilsvörum en
Hilmar Jón var hlýr í allri fram-
göngu og fljótt fann ég að hann
var góður við menn og málleys-
ingja og unga fólkið var hænt að
honum.
Jörð sína byggðu þau hjón góð-
um húsum og ráku öflugan rækt-
unarbúskap. Hilmar Jón var af
þeirri kynslóð sem með bjartsýni
og trú breytti íslenskum sveitum á
nokkrum áratugum í alvöru bú-
rekstur og nútíma landbúnað í
fremstu röð. Að vaka eina vornótt
var eitthvað sem vormenn Íslands
HILMAR JÓN
BRYNJÓLFSSON
✝ Hilmar JónBrynjólfsson
fæddist á Þykkva-
bæjarklaustri 22.
október 1924. Hann
lést á heimili sínu 22.
september síðastlið-
inn og fór útför hans
fram frá Þykkvabæj-
arklausturskirkju
29. september.
töldu ekki eftir sér og
sáu árangur erfiðisins
í betri afkomu öllum
til hagsbóta. Vélaöldin
leysti þrældóminn af
hólmi. Ég fann oft að
lífsskoðun Hilmars
Jóns var sú, að menn
ættu að bjargast af
dugnaði sínum, fara
vel með alla hluti og
nýta gæði landsins.
Fjaran og rekinn var
honum huglæg og
glaður var hann þegar
hann sýndi mér
skemmuna sem risin
var úr rekaviðnum af fjörunni.
Hilmar Jón var umtalsgóður um
menn og fyndist honum einhver
beittur órétti snerist hann til varn-
ar og var þar sem annars staðar
tillögugóður og fylginn sér.
Slys og veikindi settu mark sitt
á þennan hrausta mann síðustu ár-
in en aldrei æðraðist hann eða
kvartaði undan hlutskipti sínu.
Trúin var honum brunnur og aftur
og aftur náði hann þreki og varð
vinnufær á ný. Þetta allt þakkaði
hann Guði sínum og miðlaði öðrum
af reynslu sinni.
Á einum degi eignaðist ég Hilm-
ar Jón að vini og þótt oft liði langt
á milli funda okkar var hann sann-
ur og hjartahlýr í minn garð. Fyrir
þennan vinskap vil ég þakka að
leiðarlokum.
Eiginkonu og fjölskyldu votta ég
samúð mína.
Guðni Ágústsson.
Elsku Nonni frændi.
Þegar ég sit hérna og skrifa
minningargrein um þig hugsa ég
mikið um þann góða tíma sem ég
átti með þér. Hann var alltof stutt-
ur en samt var það yndislegt að
eiga frænda sem maður kallaði
afa. Frá því ég var ung hef ég allt-
af litið á þig sem afa minn ásamt
Bárði afa. Okkur Ómari fannst
alltaf skemmtilegast að koma í
sveitina til Nonna og Brynju. Þar
var alltaf eitthvað skemmtilegt að
gera, ég man sérstaklega eftir því
þegar við komum þarna eitt skipti
og þú fórst með okkur Ómar á
traktor að laga grindverkið hjá
hestunum. Síðan fórum við inn til
Brynju en þá var hún búin að gera
besta grjónagraut sem ég hef
smakkað og við Ómar vorum send
út í fjós að ná í mjólk. Það var
yndislegt að fá að hitta þig og vera
með þér heila helgi á síðasta ætt-
armóti. Það var alltaf jafngaman
að fá að vita hjá Rósu ömmu að
Nonni frændi hefði hringt og spurt
hvernig uppáhaldsfrænka sín hefði
það. Þú varst alltaf í sérstöku
uppáhaldi hjá mér og þakka ég
guði fyrir það að hafa fengið að
kynnast þér og eyða mínum tíma
með þér þó að ég hefði helst viljað
koma oftar til ykkar Brynju. Nú
ertu farinn upp til langömmu og
langafa ásamt nokkrum af þínum
systkinum og ert örugglega jafn
góður við þau öll og þú varst við
okkur. Á endanum verðum við öll
saman þarna uppi og þá sé þig aft-
ur og við getum gert eitthvað
skemmtilegt saman. Það er ynd-
islegt að hafa fengið að kynnast
þér en ég vildi óska þess að tíminn
hefði verið lengri. Að lokum vil eg
senda þér þetta ljóð:
Ei vitkast sá, er verður aldrei hryggur,
hvert visku barn á sorgar brjóstum liggur.
Á sorgarhafs botni sannleiks perlan skín
þann sjóinn máttu kafa, ef hún skal
verða þín.
(Steingrímur Thorsteinsson.)
Saknaðarkveðja,
Tinna Berg Rúnarsdóttir.
„Sæll, litli minn.“ „Hey, ég er
orðinn tólf, og er meira að segja
stór eftir aldri!“ Maðurinn tók
ekki í höndina á mér þegar ég
rétti hana fram til að heilsa heldur
sagði: „Lofðu mér að sjá á þér
höndina.“ Svo skoðaði hann á mér
höndina, kleip í lófann og tuldraði:
„Þú ert með þykka og góða hönd
en þarft að læra að nota hana á
réttan hátt.“
Þetta var í fyrsta skipti sem ég
hitti hann Hilmar Jón á Þykkva-
bæjarklaustri, eða Nonna eins og
hann var kallaður af þeim sem
stóðu honum nær. Eftir þessi
fyrstu kynni okkar Nonna sætt-
umst við fljótt hvor við annan og
ég fór að koma á Klaustrið sem
vinnumaður í öllum skólafríum þar
til ég var á sextánda ári.
Nonni lagði mikið upp úr því að
ég „ynni mér í haginn“ eins og
hann orðaði það sjálfur því „hrað-
inn kemur síðar“. Stundum var
það ekkert sérlega ljúft að kyngja
mínu unga stolti og gera eins og
Nonni vildi að hlutirnir væru
leystir af hendi. Árangurinn lét þó
sjaldnast á sér standa því „gamli
Jarpur vissi sitt“ eins og Nonni
sagði.
Í dagsins önn sá ég Nonna
reyna meira á sig en góðu hófu
gegndi, en hugurinn var alltaf til
staðar. Einn daginn komst ég þó
að því hversu seigt var í þessum
gömlu sinum. Við vorum að taka
gamlan heyvagn aftan úr drátt-
arvél. Mjólkurbrúsinn var kominn
undir og ég lét vagninn síga ofan á
brúsann. Skyndilega fékk ég bend-
ingu um að lyfta vagninum og láta
síga aftur. Þegar dráttarvélin var
komin frá spurði ég af hverju ég
átti að lyfta, þá kom í ljós að vagn-
inn hafði sigið niður á mjólkur-
brúsann, og lagst ofan á fram-
handlegginn á gamla mínum. Ég
hrökk við felmtri sleginn, en fékk
vinalegt bros til baka og svarið
var: „Það er allt í lagi, það sprakk
ekki fyrir.“ Framhandleggurinn
var blár í nokkra daga, og var
þetta atvik ekkert rætt frekar.
Þegar ég fór að sækja mennta-
skóla og vinna á sumrin varð æ
minni tími til að kíkja á Klaustrið,
og taka til hendinni við almenn
sveitastörf. Þegar ég var orðinn
fullvaxta hætti ég þó að vera „litli
minn“ og varð í staðinn „litli
stóri“.
Daglegt amstur tekur drjúgan
tíma og ekkert varð af því að þú
fengir að sjá konu mína og dóttur,
eins og stóð til hjá mér helgi eftir
helgi. Nú kveð ég þig með söknuð
í hjarta og þakklæti fyrir það sem
þú og Brynja kona þín gáfuð mér
sem veganesti út í lífið. Dvölin á
Þykkvabæjarklaustri breytti mínu
lífi til hins betra. Guð einn getur
dæmt ævi hvers og eins. Ég veit
að hér eftir verður þitt aðsetur
bjart og fallegt með grónum engj-
um. Þar er hátt til lofts og vítt til
veggja og nóg rúm fyrir menn og
málleysingja. Dag einn verð ég
með þér í samfélagi andans og þar
getum við örugglega fundið okkur
eitthvað til dundurs. Guð blessi þig
og fjölskyldu þína.
Sigurjón Jónsson
og fjölskylda.
✝ Hjörleifur Jó-hannsson fæddist
á Hóli í Þorgilsfirði
13. september 1915.
Hann lést á dvalar-
heimilinu Kjarna-
lundi á Akureyri 2.
október síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Jóhann Sigurðsson
og Sigríður Jónsdótt-
ir. Þau eignuðust tíu
börn: Jónínu, f. 1900,
Sigurð, f. 1903, Mar-
gréti, f. 1905, Ingi-
björgu, f. 1909,
Magnús, f. 1911, Ing-
ólf, f. 1913, og Baldvin, f. 1919,
sem öll eru látin, og Sigurlaugu, f.
1907, og Garðar, f. 1917, sem búa
á Hrafnistu í Reykjavík.
Hjörleifur kvæntist Láru D.
Baldvinsdóttur, f. 19.6. 1917, d.
1.7. 1985, og eignaðist með henni
þrjú börn: 1) Baldur Heiðdal, f.
12.8. 1938, var kvæntur Sigfríði
Ingólfsdóttur. Þau skildu. Dóttir
þeirra er Lára D., maki Óskar Örn
Pétursson. Sonur þeirra er Bald-
ur Ingi. 2) Elsa Heiðdal, f. 21.1.
1940, gift Hjálmari Loftssyni. Þau
eiga þrjá syni,: Hjörleif, kvæntan
Kristlaugu Svavars-
dóttur, Loft og
Hjálmar.
3) Gunnhildur
Heiðdal, f 1.6. 1942,
var gift Þorvaldi
Halldórssyni. Þau
eignuðust þrjú börn:
A) Leif, kvæntan
Sigríði E. Leifsdótt-
ur, þau eiga saman
Kristófer Smára, Ár-
dísi Flóru og Frey-
dísi Ösp. B) Halldór
Baldur (látinn), maki
Ragnheiður Óladótt-
ir, sonur þeirra er
Halldór Kristinn. C) Ásu Láru,
gifta Kristjáni B. Árnasyni, sonur
þeirra er Árni Gunnar.
Sambýliskona Hjörleifs var
Þórunn Jóhannsdóttir, f. 4.11.
1919. Hún var áður gift Baldvini
Ásmundarsyni, en hann er látinn.
Börn Þórunnar og Baldvins eru:
Snjólaug, Heiðar og Jóhann (lát-
inn).
Hjörleifur bjó lengst af í Hrísey
þaðan sem hann gerði út trillu.
Útför Hjörleifs fer fram frá
Hríseyjarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Hann afi okkar er dáinn, hann
þarf ekki að þjást lengur. Hann
var búinn að vera veikur í þónokk-
urn tíma, en barðist eins og hetja
við það sem hann hrjáði. Alltaf
bjuggumst við þó við að hann
myndi sigrast á þessu eins og öllu
öðru. Afi var hagsýnn maður og
kunni vel með peninga að fara.
Hann var mjög duglegur, vann alla
sína tíð mjög mikið, fór á sjó hvern
einasta dag sem gaf og þess á milli
sinnti hann kartöflurækt, fór til
berja og aflaði til heimilisins eins
og mögulegt var.
Í Hrísey sást hann sjaldan öðru-
vísi en hjólandi með bros á vör
með köflótta sixpensarann á höfð-
inu og pípu í munni. Kominn á átt-
ræðisaldur hjólaði hann enn, og
það var það helsta sem hann sakn-
aði þegar hann fór á hjúkrunar-
heimilið Kjarnalund á Akureyri.
Þar dvaldi hann með Þórunni Jó-
hannsdóttur, gömlum vini og dans-
félaga.
Mikið urðum við glaðar þegar
við fréttum af vinskap þeirra, sem
endurnýjaðist á böllum félags
eldriborgara á Akureyri. Þau
fundu hvort annað og eyddu síð-
ustu æviárunum saman, fyrst á
Gránufélagsgötunni og síðan í
Kjarnalundi.
Mikill dansari og léttur í lund,
myndu margir segja um afa, og er
ekki hægt að vera ósammála því.
Andlega hress var hann til síðasta
dags og fylgdist vel með sínu nán-
asta fólki.
Við frænkurnar erum báðar það
lánsamar að hafa fengið að búa hjá
afa í Hrísey og eigum við margar
góðar minningar þaðan. Hann
kenndi okkur margt sem við síðar
ætlum að kenna litlu drengjunum
okkar.
Elsku afi, hvíl í friði, amma hef-
ur ábyggilega verið ánægð að fá
þig til sín.
Þínar
Ása Lára og Lára.
Mig langar til að minnast hans
afa míns í nokkrum orðum.
Ég man hvað mér fannst merki-
legt að eiga afa sem fæddist í
torfbæ. Hann sagði mér oft sögur
af árunum í Fjörðum og af veiðum
og harðri lífsbaráttu þeirra
Fjarðabúa. Hjörleifur afi bjó í
Hrísey mestan hluta ævi sinnar.
Mínar ljúfustu bernskuminning-
ar tengjast veru minni í Hrísey hjá
Hjörleifi afa og ömmu Láru. Afi
minn var sjómaður alla sína tíð og
eitt af því skemmtilegasta sem ég
gerði var að komast á skak með
afa. Hann var aflamaður og fiskaði
oft þegar aðrir fengu lítið. Ég hef
alla tíð verið ákaflega stoltur af
honum afa mínum og ófáar mynd-
irnar teiknaði ég af honum og
bátnum hans þegar ég var barn.
Eftir að amma Lára dó flutti afi
Hjörleifur til Akureyrar þar sem
hann bjó ásamt Þórunni Jóhanns-
dóttur. Afi og Þórunn höfðu sér-
lega gaman af því að dansa gömlu
dansana og stundum sagði ég að
gamni mínu að þau væru miklu
duglegri að stunda böllin en ég,
kornungur maðurinn. Síðustu árin
bjuggu afi og Þórunn svo á dval-
arheimilinu Kjarnalundi.
Elsku afi minn. Mér finnst sárt
til þess að hugsa að nú fer ég ekki
oftar í heimsókn til þín, en ég veit
að minning þín lifir áfram innra
með mér alla tíð.
Guð á hæðum gaf þér ástríkt hjarta,
gæfu, lán og marga daga bjarta.
Nú er sál þín svifin heimi frá,
sett til nýrra starfa Guði hjá.
Vertu sæll! Þig signi ljósið bjarta.
Sjálfur Guð þig leggi sér að hjarta.
Blómgist þar um eilífð andi þinn,
innilegi vinur minn.
(B.B.)
Ástarþakkir fyrir allt, elsku afi
minn.
Hjörleifur
Hjálmarsson.
HJÖRLEIFUR
JÓHANNSSON