Morgunblaðið - 06.10.2001, Blaðsíða 58
DAGBÓK
58 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Víkverji skrifar...
VÍKVERJI var staddur í apóteki íverslunarmiðstöð á dögunum.
Var þar stödd ung kona með lítinn
son sinn á að giska þriggja, fjögurra
ára gamlan. Skyndilega gall í snáð-
anum að hann þyrfti nauðsynlega að
létta á sér og var að heyra á orðanna
hljóðan að neyðin væri stór. Þetta var
utan venjulegs opnunartíma og því
voru aðrir hlutar verslunarmiðstöðv-
arinnar lokaðir, þar á meðal almenn-
ingssalerni og voru því góð ráð dýr.
Brá hin unga móðir á það ráð að
leita á náðir starfsstúlku apóteksins
um að leyfa pjakknum litla að bregða
sér á klósett og var ekki annað að sjá
en að mikið fum væri á þeim mæðg-
inum. Starfsstúlkan varð hálfvand-
ræðaleg við bónina en svaraði því til
að lokum að því miður væri það ekki
hægt.
Konunni virtist vera nokkuð
brugðið en gerði aðra tilraun til að fá
starfsstúlkuna til að sjá aumur á
stráksa með því að upplýsa að hann
væri á þeim aldri þar sem næstum
ómögulegt væri að halda í sér. Hann
myndi því líklega pissa á sig fengi
hann ekki að nota snyrtinguna. En
allt kom fyrir ekki, þrátt fyrir for-
tölur ungu móðurinnar varð starfs-
stúlkunni ekki haggað, náðhúsið var
ekki falt.
Stuttu síðar, þegar Víkverji var að
ganga út úr apótekinu, sá hann
mæðginin vera að vandræðast úti á
bílastæði, drenginn hlandblautan og
skælandi og mömmu hans að böggl-
ast við að koma honum úr votum bux-
unum áður en farið væri inn í bíl. Gat
Víkverji einungis reynt að ímynda
sér skömm þess stutta.
Víkverji getur vel skilið nauðsyn
þess að í lyfjaverslunum séu reglur
sem kveða á um að almenningur fái
ekki að nota salerni starfsmanna.
Viðskiptavinir slíkra verslana eru
sjálfsagt misjafnir og jafnvel haldnir
smitandi sjúkdómum eða fíknum. En
að ekki sé hægt að gera undantekn-
ingu á slíkum reglum til að forða lítilli
sál frá bráðri niðurlægingu, finnst
Víkverja nánast ófyrirgefanlegt.
x x x
LÍTIL frétt sem birtist í Morgun-blaðinu vakti athygli Víkverja í
vikunni. Var þar sagt frá íslenskri
konu sem var stödd hjá frændum
vorum í Færeyjum þegar hún varð
fyrir því óláni að renna til í hundaskít
sem óprúttinn hvutti hafði látið eftir
sig í miðaldabænum Kirkjubæ.
Húrraði konan á hausinn með þeim
afleiðingum að skaði á hné hlaust af.
Brást konan að vonum hin versta við
og stefndi eiganda hundsins fyrir
óþrifnaðinn og krafðist hárra bóta.
Dómarar í Þórshöfn, sem höfðu viss-
an skilning á hremmingum þeirrar
íslensku, dæmdu henni svo um 520
þúsund íslenskar krónur í bætur en
það er rúmur helmingur þess fjár
sem konan taldi sig eiga inni hjá
seppa og herra hans.
Víkverji hefur satt að segja ákaf-
lega mikla samúð með málstað landa
síns í þessu máli því hann getur varla
hugsað sér nokkuð ógeðfelldara en
saur á víðavangi. Skiptir þá litlu máli
hvort um er að ræða afurðir hunda
eða manna enda má gera því skóna að
framleiðsluferlið sé nokkuð svipað.
Verður að gera þá lágmarkskröfu til
þeirra sem halda dýr í þéttbýli að
þeir þrífi upp stykkin eftir hina fer-
fættu vini sína, því hvað sem umburð-
arlyndi eigendanna líður er ekki víst
að samborgarar þeirra sýni þessu
sama skilning.
Úlfur, úlfur
ÉG LAS í DV 3. október að
útburðarmálum hefði stór-
fjölgað hér. Sigurður Helgi
Guðjónsson, formaður Hús-
eigendafélagsins, segist
vilja sjá hér öflug og ábyrg
leigjendasamtök sem gerðu
eitthvað annað en að hrópa
úlfur, úlfur og væla upp
leiguverð með óábyrgum
fullyrðingum um okurleigu
og fantaskap leigusala.
Skilst mér að hann sé að
ráðast að leigjendasamtök-
unum með þessum orðum
og finnst mér það mjög
ómaklegt að ráðast á sam-
tök sem hafa aðstoðað leigj-
endur við að ná fram rétti
sínum.
Því miður hafa margir
leigusalar komið illa fram
við leigutaka sína. Ef þeir
vilja fá hið leigða húsnæði
þá er ýmsum ólöglegum
brögðum beitt til að koma
leigjendum út.
Þeir eru margir úlfarnir.
Því finnst mér að Sigurður
Helgi eigi ekki að hrópa úlf-
ur, úlfur. Mér finnst líka að
fólk eigi ekki að þurfa að fá
vottorð hjá lánstrausti ehf.
til að fá leigt húsnæði. Hvað
segir Persónuvernd um
slíkt?
Borginni ber skylda til
þess að sjá þeim fyrir hús-
næði sem ekki geta keypt
sér eða leigt á þessum al-
menna hryllingsmarkaði.
Hallgrímur Kristinsson.
Lofsvert framtak
Á tÍMUM dægurþrass í
pólitík og öðrum þjóðmál-
um þá er ljós punktur í til-
verunni, opnun listaverka-
safns Tryggva Ólafssonar á
Hafnarbraut 2, Neskaup-
stað. Lofsvert framtak
þeirra Magna Kristjáns-
sonar og Tryggva Ólafsson-
ar sjálfs. Gott innlegg í
menningarflóruna á Aust-
urlandi, einkum með tilliti
til ferðamanna og ekki síður
brottfluttra Norðfirðinga
þegar þeir koma í heimsókn
á æskuslóðir. Þessum
tveimur herramönnum ber
að þakka fyrir að bæta
menninguna í Neskaupstað.
Mig langar að bæta því
við að Tryggvi Ólafsson
flutti ekki beint frá Nes-
kaupstað til Kaupmanna-
hafnar heldur kom hann við
í höfuðborg landsins
Reykjavík svona rétt áður.
Þetta safn, ásamt safni
Jósafats Hinrikssonar sem
Magni Kristjánsson hefur
haft veg og vanda af að
koma á fót í Neskaupstað,
kemur til með að laða ferða-
menn til staðarins. Þökk sé
mönnum sem þora að láta
drauma rætast.
Gunnar G.
Bjartmansson.
Hissa á Skjá einum
JÓN hafði samband við Vel-
vakanda og sagðist hann
vera hissa á forráðamönn-
um Skjás eins að betla pen-
inga hjá áhorfendum. Spyr
hann hvað sé að koma uppá
í þjóðfélagi okkar þegar
svona gerist. Finnst honum
nær að sjónvarpsstöðin
birti ókeypis skjálínu fyrir
hjálparstofnanir.
Dýrahald
Alhvít læða týndist
ALHVÍT læða, tveggja ára,
týndist frá Blesugróf fyrir
2–3 vikum, en þá var hún
kettlingafull. Þeir sem hafa
orðið hennar varir vinsam-
lega hafi samband við
Steinunni í síma 552-0253
eða 692-7772.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Skipin
Reykjavíkurhöfn:
Libra, Tensho Maru No
78 og Laugarnes koma í
dag. Áskell fer í dag.
Fréttir
Stuðningsfundir fyrr-
verandi reykingafólks.
Fólk sem sótt hefur
námskeið gegn reyk-
ingum í Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði,
fundur í Gerðubergi á
þriðjud. kl. 17.30.
Mannamót
Eldri borgarar í Mos-
fellsbæ, Kjalarnesi og
Kjós. Félagsstarfið á
Hlaðhömrum er á
þriðjudögum og fimmtu-
dögum kl. 13–16.30, spil
og föndur. Jóga á föstu-
dögum kl. 13.30. Kóræf-
ingar hjá Vorboðum, kór
eldri borgara í Mos-
fellsbæ, á Hlaðhömrum
fimmtudaga kl. 17–19.
Uppl. hjá Svanhildi í s.
5868014 kl. 13–16. Tíma-
pöntun í fót-, hand- og
andlitssnyrtingu, hár-
greiðslu og fótanudd, s.
566-8060 kl. 8–16.
Félagsstarf aldraðra,
Garðabæ. Nýtt nám-
skeið; Trésmíði, að gera
við gamla hluti og smíða
nýja, á miðvikudögum,
kl 15.30. Innritun í síma
565-6622 eftir hádegi
Mánudagur kl. 9 leir , kl.
9.45 boccia, kl. 11.15 og
kl. 13 leikfimi, kl. 13
glerskurður. Les-
hringur á Bókasafni
Garðabæjar kl. 10.30.
Tölvunámskeið kl. 15.10.
Þriðjudagur kl. 9 vinnu-
hópur 1 í gleri, kl. 13
málun, kl. 13.30 tré-
skurður og spilað í
Kirkjuhvoli, brids, vist,
lomber og tafl. Miðviku-
dagur kl. 11.15 leikfimi,
kl 13 leikfimi. Tölvu-
námskeið kl. 15.30,
bútasaumur kl. 16.
Fimmtudagur kl. 9.45
boccia, kl 10 keramik,
snyrtinámskeið kl. 9,
spænska kl. 12.15,
vinnuhópur 2 í gleri.
Leshringur á Bókasafni
Álftanesi byrjar 10. okt.
kl. 15. Föstudagur: Jap-
anskur pennasaumur –
nokkur pláss laus. Fóta-
aðgerðastofa opin
mánudag og fimmtudag
kl. 9–14. Upplýsingar
565-6622 e. hádegi sjá
www.fag.is
Félag eldri borgara,
Garðabæ. Kór eldri
borgara í Garðabæ, æf-
ingar mánudaga kl. 17 í
Kirkjuhvoli. Vantar
karla- og kvenraddir,
uppl. í síma 565-6424.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Ganga kl. 10, rúta frá
miðbæ kl. 9.50. Á mánu-
dag verður félagsvist kl.
13.30. Á þriðjudag verða
saumar og bridge. Pútt
á vellinum við Hrafnistu
kl. 14. Skráning stendur
yfir í Óperuna, á Töfra-
flautuna, 21. okt. Tak-
markaður miðafjöldi.
Einnig stendur yfir
skáning í glerskurð.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði,
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin virka daga kl. 10–
13. Matur í hádeginu
Fræðslunefnd FEB
stendur fyrir fyr-
irlestrum og kynningu á
mörgum atriðum sem
snerta heilsu fólks á efri
árum sem nefnist
„Heilsa og hamingja á
efri árum“. Í dag laug-
ardaginn 6. október
mun Ásta K. Ragn-
arsdóttir námsráðgjafi
flytja erindi um breytt
lífsmunstur við starfs-
lok. Síðan mun Magnús
Kolbeinsson yfirlæknir
á Akranesi ræða um
hinn algenga sjúkdóm
gallsteina og nýjustu
tækni við meðferð sjúk-
dómsins. Fyrirlestr-
arnir verða haldnir í
húsakynnum félagsins
Ásgarði, Glæsibæ, og
hefjast kl. 13.30. Á eftir
hverju erindi gefst tæki-
færi til spurninga og
umræðna. Sunnudagur:
Félagsvist kl. 13.30.
Dansleikur kl. 20. Caprí-
tríó leikur fyrir dansi.
Mánudagur: Brids kl.
13. Danskennsla Sig-
valda kl.19 fyrir fram-
hald og byrjendur kl.
20.30. Þriðjudagur:
Skák kl. 13. og alkort kl.
13.30. Miðvikudagur:
Göngu-Hrólfar fara í
létta göngu frá Hlemmi
kl. 9.45. Silfurlínan er
opin á mánu- og mið-
vikudögum kl. 10–12.
Skrifstofa félagsins er
flutt í Faxafen 12, sama
símanúmer og áður. Fé-
lagsstarfið er áfram í
Ásgarði, Glæsibæ. Upp-
lýsingar á skrifstofu
FEB kl. 10–16, s. 588-
2111.
Félag eldri borgara,
Kópavogi. Fé-
lagsfundur verður í
Gullsmára 13 í dag laug-
ardag kl. 14. Dagskrá:
Félagið og störf þess.
Kjaramálin. Önnur mál.
Félagar fjölmennið.
Gullsmári, Gullsmára
13. Vegna ónógrar þátt-
töku fellur kínverska
leikfimin niður um
stundarsakir. Skráning
heldur þó áfram í s. 564-
5260.
Vesturgata 7 Fimmtu-
daginn 11. október verð-
ur Þjónustumiðstöðin
lokuð frá kl 13. vegna
undirbúnings haust-
fagnaðar sem hefst kl
17.30. Söngfuglar, kór
félagsstarfs aldraðra
Reykjavík, verða með
söngskemmtun í tilefni
15 ára afmæli kórsins
sunnudaginn 14. októ-
ber kl 15.30 í Ráðhúsinu.
Allir velkomnir.
Vitatorg. Haustfagn-
aður verður 18. október
kl. 19, Framborinn létt-
ur kvöldverður: Haust-
kabarett, berjaterta,
kaffi. Fjölbreytt dag-
skrá, söngur, gamanmál
og gleði. Lukkuvinn-
ingur. Skráning og upp-
lýsingar í síma 561-0300.
Kirkjustarf aldraðra,
Digraneskirkju. Opið
hús á þriðjudag kl. 11.
Leikfimi, matur, helgi-
stund og fleira.
Félag fráskilinna og
einstæðra. Fundur í
kvöld kl. 21 í Konnakoti,
Hverfisgötu 105, Nýir
félagar velkomnir. Mun-
ið gönguna mánu- og
fimmtudaga.
Sjálfsbjörg, félagsheim-
ilið Hátúni 12. Opið hús
kl. 14.
Úrvalsfólk. Haustfagn-
aður verður á Hótel
Sögu, Súlnasal, föstu-
daginn 19. okt. kl. 19.
Matur, tískusýning, fjöl-
breytt skemmtiatriði.
Aðgöngumiðar seldir
hjá Rebekku og Valdísi,
585-4000.
Bergmál, vina- og líkna-
félag. Opið hús í
Blindraheimilinu,
Hamrahlíð 17, sunnu-
daginn 7. okt. kl. 16.
Skemmtiatriði og mat-
ur. Tilkynnið þátttöku á
kvöldin í síma 864-4070
eða 552-2567. Fjölmenn-
ið.
Kvenfélag Breiðholts.
Félagsfundur verður í
safnaðarheimili Breið-
holtskirkju þriðjudag-
inn 9. okt. kl. 20. Gestur
fundarins verður með
handsaum í flísvörur.
Mætið vel.
Húnvetningafélagið í
Reykjavík, Húnabúð,
Skeifunni 11. Sunnudag-
inn 7. október kl. 13.30
er haldinn hátíðlegur
„dagur Huldu Á. Stef-
ánsdóttur, Þingeyrum,“
skólastýru Kvennaskól-
ans á Blönduósi. Fjöl-
breytt dagskrá, umsjón
Guðmundur Þor-
steinsson frá Steinnesi,
kaffiveitingar. Allir vel-
komnir.
Gerðuberg, félagsstarf.
Þriðjudaginn 9. október
kl. 10 kynning á sam-
starfi við Miðberg, m.a.
boðið upp á borðtennis,
innipúttvöll, snóker,
stofnun tölvuklúbbs, að-
gang að tölvuveri o.fl.
Heitt á könnunni.Allir
velkomnir. Umsjón Her-
mann Valsson íþrótta-
kennari. Miðvikudaginn
10. okt. kl. 14. kynning á
Hjúkrunarheimilinu
Sóltúni. Fyrirspurnum
svarað. Umsjón Anna
Birna Jensdóttir hjúkr-
unarforstjóri, vöfflukaffi
í veitingabúð að kynn-
ingu lokinni. „Kátir dag-
ar, kátt fólk“. Föstudag-
inn 12. okt. kl. 19
haustfagnaður á Hótel
Sögu, fjölbreytt dag-
skrá, allir velkomnir,
miðar til sölu hjá fé-
lagsstarfinu. Myndlist-
arsýning Valgarðs Jörg-
ensen opin laugardag og
sunnudag kl. 13–16,
listamaðurinn á staðn-
um. Upplýsingar um
starfsemina á staðnum
og í síma 575 7720.
Lífeyrisdeild lands-
sambands lögreglu-
manna. Fyrsti sunnu-
dagsfundurinn verður á
morgun sunnudag og
hefst kl. 10 í Félags-
heimili LR, Brautarholti
30.
Hallgrímskirkja, eldri
borgarar. Leikfimi
þriðjudaga og föstudaga
kl. 13. Verið velkomin.
Í dag er laugardagur 6. október,
279. dagur ársins 2001. Fídesmessa.
Eldadagur. Orð dagsins: En ég segi
yður, er á mig hlýðið: Elskið óvini
yðar, gjörið þeim gott, sem hata yð-
ur, blessið þá, sem bölva yður og
biðjið fyrir þeim, er misþyrma yður.
(Lúk. 6, 27.-29.)
MIG LANGAR að koma
með smá ábendingu til
hundaeigenda. Ég kom að
lausum hundi fyrir nokkr-
um dögum og tókst mér
að ná honum og setja á
hann ól. Ég leitaði að
nafni og símanúmeri á
fínu leðurólinni hans, en
þar var ekkert. Þarna
hefði ég svo sannarlega
viljað spara þessum eig-
anda bæði fyrirhöfn og
kostnað og láta hann vita
um hundinn. En ég fékk
ekki það tækifæri og kom
honum í hendur hundaeft-
irlitsins. Ég tek fram að
þetta er ekki í fyrsta skipt-
ið sem ég lendi í þessu.
Sagði hundaeftirlitsmað-
urinn að vöntun á merk-
ingum á hundaólum væri
til vandræða. Vil ég biðja
hundaeigendur um að
vera góðir við dýrin sín og
merkja þau vel.
Dýravinur.
Ábending til hundaeigenda
Morgunblaðið/Ásdís
K r o s s g á t a
LÁRÉTT:
: 1 fjörmikil, 8 mergð, 9
ansa, 10 létust, 11 móki,
13 kylfu, 15 hestur, 18
fjarstæða, 21 guð, 22
sprungu, 23 hakan, 24
geðslag.
LÓÐRÉTT:
2 fugl, 3 styggði, 4 krók, 5
dulin gremja, 6 hönd, 7
fíknilyf, 12 nagdýr, 14
sætti mig við, 15 unnt, 16
beindu að, 17 tími, 18
skjótar, 19 yrkja, 20 smá-
korna.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 miski, 4 strák, 7 nýrun, 8 ástúð, 9 ann, 11 roks,
13 ansa, 14 úlfúð, 15 mælt, 17 anir, 20 urt, 22 tækin, 23
Japan, 24 arðan, 25 narra.
Lóðrétt: 1 mænir, 2 skrök, 3 inna, 4 skán, 5 rætin, 6
koðna, 10 nafar, 12 sút, 13 aða, 15 motta, 16 lokað, 18
napur, 19 renna, 20 unun, 21 tjón.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16