Morgunblaðið - 06.10.2001, Side 28

Morgunblaðið - 06.10.2001, Side 28
LISTIR 28 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ eru rúm tólf ár frá því Benóný Ægisson vann fyrstu verðlaun fyrir barnaleikritið Töfrasprotann í leik- ritasamkeppni, sem haldin var af Leikfélagi Reykjavíkur, og fékk fyrsta verk sitt sett upp í atvinnuleik- húsi. Hið ljúfa líf, leikrit með söngv- um, vann einnig til verðlauna og var sýnt á stóra sviði Borgarleikhússins. Hann hefur samið fjölmörg önnur verk sem hafa verið sýnd í höfunda- smiðjum, áhugaleikfélögum eða í út- varpi og sjónvarpi. Vatn lífsins á það sammerkt með hinum tveimur fyrrnefndu verkum að vera verðlaunaleikrit, það hlaut önnur verðlaun ásamt Undir bláhimni eftir Þórarin Eyfjörð í leikritasamkeppni sem Þjóðleikhúsið efndi til vegna hálfrar aldar afmælis stofnunarinnar. Aðalpersóna leiksins, ungur oflát- ungur, kemur heim frá útlöndum og vill standa fyrir framförum til að bæta hag lands og þjóðar og byggir höf- undur þar að nokkru á sögulegum heimildum. Þessi ungi maður er mjög brothættur persónuleiki og geðbrigði hans og brennivínsþorsti eru athygl- isverðasti þáttur verksins. Það er t.d. aldrei víst að hann sé í stakk búinn að koma draumum sínum í framkvæmd ef svo ólíklega vildi til að hann fengi til þess fullan stuðning þeirra sem ráða. Auk þess bjóðast tvær aðrar túlkun- arleiðir: að áætlanir hans hafi orðið að engu vegna skilningsleysis ráða- manna eða að skapgerðarbrestir aðal- persónunnar hafi valdið því að jafnt almenningur sem valdamenn misstu trúna á hann og því sem hann vildi fá áorkað. Það er eins og höfundur vilji koma öllu þessu á framfæri og taki ekki afstöðu til þess hver skilningur- inn sé réttastur. Þetta áhugaverða viðfangsefni en þannig ekki til lykta leitt. Það verður ekki umflúið að velt sé fyrir sér áhrifavöldum höfundar í verki þar sem svo margt kemur kunn- uglega fyrir sjónir. Sum atriðanna eiga margt skylt með þáttum úr sí- gildum bókmenntum þjóðarinnar eða þjóðsagnaminnum. T.d. sækir atriðið á hinu fljúgandi teppi óneitanlega ým- islegt í Galdra-Loft Jóhanns Sigur- jónssonar; lýsingin á framtíðarborg- inni minnir á framtíðarsýn Arnalds í Sölku Völku Halldórs Laxness; nið- ursetningurinn á sér ótal systur í þjóðsögum og mæðginin á Brú og jafnt heldra fólkið í kaupstaðnum sem vatnsberarnir eru alþekktar klisjur úr bókmenntum frá lokum nítjándu aldar og upphafi þeirrar tuttugustu. Búningarnir ýta enn undir þessa mynd af persónunum, þeir gefa ýkta mynd af muninum á fyrirfólki og al- þýðu, heldri borgarar klæðast ljósum blúndum og híalíni en almenningur dökkum vaðmálsfötum. Verkið einkennist af því að fljótt er farið yfir sögu og hvergi staldrað við til að gefa áhorfendum tækifæri til að velta efninu fyrir sér til hlítar eða til að kynnast persónunum betur. Í stað þess er brugðið upp hálfköruðum svipmyndum af þeim sem leikurunum ferst mjög misjafnlega úr hendi að gæða lífi. Það er óhjákvæmilegt að velta því fyrir sér hverjar fyrirmyndir verksins eru hvað formið snertir. Helst minnir það á hinar ýmsu leikgerðir íslenskra skáldsagna sem hafa tröllriðið leik- húslífi hér á landi undanfarna áratugi. Þar er gjarnan reynt að koma miklu að á sem stystum tíma, fjöldamörgum persónum og ótal atriðum troðið inn í þröngan ramma sviðsverksins og þ.a.l. farið fljótt yfir sögu, sérstaklega ef engu má sleppa. Útkoman hér er brotakennd saga þar sem athyglinni er dreift of víða og persónusköpunin verður of yfirborðskennd fyrir vikið. Aftur á móti er margt fagmannlega gert, leikstjórinn býður upp á margar sniðugar leiklausnir, sem oft á tíðum glepja hugann frá því sem höfundur vill koma til skila. Í verki sem snýst um persónu sem glatar öllu vegna skapgerðargalla, þ.e. dæmigerðri að- alpersónu í harmleik, ákveður leik- stjórinn að gera sem mest úr spaugi- legum þáttum verksins. Það tekst iðulega en dregur úr áhrifamætti þess og boðskapurinn fer fyrir ofan garð og neðan. Stefán Karl Stefánsson er hér í að- alhlutverki, ungur leikari sem hefur orðið landskunnur fyrir hæfileika sína í gamanleik á örfáum árum. Honum tekst sniðuglega að gera Illuga að hlægilegu stertimenni en nær ekki að túlka sálarkvalir hans þegar syrtir í álinn. Atli Rafn Sigurðarson er tví- stígandi í hlutverki Sigurðar bróður hans, veit ekki hvort hann á að gera hann að búralegri skrípapersónu eða leita á dýpri mið og gerir hvorugt. Í samanburði við þá eru Nanna Kristín Magnúsdóttir og Jón Páll Eyjólfsson alltaf trúverðug sem Ásta og Ingólf- ur, vinir Illuga sem einir standa með honum þegar fer að harðna á dalnum, Nanna Kristín nær ótrúlegri innlifun í túlkun sinni á hinum langkvalda nið- ursetningi. Börnin sem léku bræð- urna og Ástu ung fóru mjög laglega með sín hlutverk. Í smærri hlutverkum komust ýms- ir leikarar á flug og brugðu upp skemmtilegum svipmyndum af liðinni tíð. Má þar helst nefna Margréti Guð- mundsdóttur sem Gunnu vinnukonu, Eddu Arnljótsdóttur, Þröst Leó Gunnarsson og Gunnar Eyjólfsson sem vatnsberana. Heldri persónurn- ar voru mun stífari frá höfundarins hendi og grínið fyrirsjáanlegra. Þann- ig er vart hægt að segja annað en að Tinna Gunnlaugsdóttir, Valdimar Örn Flygenring, Marta Nordal, Jó- hann Sigurðarson, Hjalti Rögnvalds- son, Randver Þorláksson, Kjartan Guðjónsson og Guðmundur Ingi Þor- valdsson hafi leitað á fornar slóðir við persónusköpunina. Sama má segja um Önnu Kristínu Arngrímsdóttur í einsleitu hlutverki móður Illuga. Val- ur Freyr Einarsson átti góðan sprett sem skapheitur tómthúsmaður og Þórunn Lárusdóttir sýndi nýja hlið á sér sem hin forsmáða læknisdóttir. Það er eitt að sækja umfjöllunar- efni sitt til loka nítjándu aldar; það er annað að efnistökin séu frá sama tíma. Hér vantar allan frumleika, jafnt frá hendi höfundar sem leik- stjóra. Hér er allt eins hefðbundið og verða má – nema leikmyndin sem er framúrstefnulegur leikur að formum og litum. Ef leikritið hefði verið frum- sýnt fyrir hundrað árum hefði það þótt tíðindum sæta. Eina erindið sem það á við nútíma- áhorfendur er kannski að minna á hve smekkurinn hefur lítið breyst frá því að kvartað var yfir dönsku söngva- smælki á verkefnaskrá leikhúsanna í bænum í byrjun síðustu aldar. Sem fyrsta leikrit sem frumsýnt er á stóra sviði Þjóðleikhússins á fyrsta leikári nýs árþúsunds vekur það furðu. Leitað til liðinna tíma Morgunblaðið/Jim Smart Stefán Karl Stefánsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir í hlutverkum sínum sem bóndasonurinn og niðursetningurinn á Brú. LEIKLIST Þ j ó ð l e i k h ú s i ð Höfundur: Benóný Ægisson. Leik- stjóri: Þórhallur Sigurðsson. Tón- list: Vilhjálmur Guðjónsson. Lýs- ing: Páll Ragnarsson. Búningar: Filippía I. Elísdóttir. Leikmynd: Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. Leikarar: Anna Kristín Arngríms- dóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Ás- lákur Ingvarsson, Edda Arnljóts- dóttir, Gunnar Eyjólfsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Hjalti Rögnvaldsson, Jóhann Sig- urðarson, Jón Páll Eyjólfsson, Kjartan Guðjónsson, Margrét Guð- mundsdóttir, Marta Nordal, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Randver Þorláksson, Sigurbjartur Sturla Atlason, Snæfríður Ingvarsdóttir, Stefán Karl Stefánsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Valdimar Örn Flygenring, Valur Freyr Ein- arsson, Þórunn Lárusdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Föstu- dagur 5. október. VATN LÍFSINS Sveinn Haraldsson Fiðlukonsertinn og Fjórða sinfónía Tsjaíkovskíjs voru samin þegar tón- skáldið átti í miklum persónulegum erfiðleikum í lífi sínu. Hann var langt kominn með sinfóníuna, árið 1877, þegar hann fékk bréf frá ungri stúlku, Antonínu Miljúkóvu sem játaði hon- um ást sína og hótaði sjálfsvígi ef hann kæmi ekki til fundar við hana. Tsjaíkovskíj lét til leiðast að heim- sækja hana, en tjáði henni að af sam- bandi þeirra gæti ekki orðið. Um sama leyti var hann að leita sér að efnivið í óperu, og viku fyrir fund þeirra rakst hann á sögu Púshkins um Évgníj Onegin. Hann hrasaði um frá- sögnina af Tatjönu sem sat í angist sinni og skrifaði eldheitt ástarbréf til mannsins sem hún unni; og svo virðist sem sagan hafi minnt hann um of á ástarbréf Antonínu til hans sjálfs. Í það minnsta sá hann sig um hönd, giftist henni, og hóf að semja óperuna um Évgeníj. Hjónabandið var þó al- gjörlega misheppnað og lauk skömmu seinna þegar Tsjaíkovskíj reyndi sjáfur að farga sér. Hann var í taugaáfalli og læknir réð honum að skilja strax við konuna og koma sér á heilsuhæli. Tsjaíkovskíj var sendur til Sviss og ári seinna lauk hann bæði sinfóníunni og óperunni. Hann til- einkaði sinfóníuna Nadezhdu von Meck, sem studdi hann bæði fjár- hagslega og andlega, og sagði henni í sendibréfi, að sinfónían segði sögu ör- laganna og að upphafsstef fyrsta þátt- arins væri tákn þeirra. Óneitanlega er hornakallið við upphaf fyrsta þáttar- ins magnað, og leikur blásaranna í Sinfóníuhljómsveit Íslands var síst til að draga úr ógn örlaganna. Hnitmið- að og nákvæmt var tónninn gefinn fyrir það sem á eftir kom. Tsjaíkovs- kíj hleður fyrsta þáttinn ýmsum öðr- um örlagaminnum. Hnígandi tónstig- ar, skarpar synkópur eins og til þess gerðar að villa um fyrir hlustandan- um og brengla taktskyn hans. Þetta er eins og að segja, að ekki sé allt sem sýnist. Tsjaíkovskíj lætur tréblásur- unum eftir að brjótast í gegnum þungan nið strengjanna með veik- burða dansstefjum, sem hljóma eins og úr fjarska og ná aldrei í gegn. Þetta er stórbrotin tónlist, og hljóm- sveitarstjórinn Myron Romanul gaf ekkert eftir; hann byggði upp mikið drama og spennu í fyrsta þættinum og hljómsveitin lék stórkostlega vel. Auk horna og trompeta voru Einar Jóhannesson og Rúnar Vilbergsson sérstaklega góðir á klarinettu og fa- gott. Óbóstef í upphafi annars þáttar var yndislega leikið af Daða Kolbeins- syni, sem náði úr því allri heimsins angurværð og sellóin tóku undir ein- raddað. Einradda strengir í unaðs- fögrum laglínum, – þar slær enginn Tsjaíkovskíj við. Enn var tréð í stóru hlutverki og Rúnar Vilbergsson tók við aðalstefinu og lék það frábærlega fallega. Pizzicato er einkenni þriðja þáttarins; – plokkaðir strengir, og það var merkilegt hvað hljómsveitarstjór- anum tókst að draga fram miklar andstæður og núansa í dýnamík, því fiðlan er miklu lágstemmdari plokkuð en strokin. Fjórði kaflinn er byggður á rússneska þjóðlaginu um Björkina; „Þerrðu tár þín barn, sagði björkin“, er upphafslína lagsins í íslenskri þýð- ingu og með sanni eru það viðeigandi orð þegar tónlistin rís úr depurð fyrri þáttanna í glæsilegan lokakafla, þar sem allt er gefið í botn. Það var unun að fylgjast með hljómsveitarstjóran- um; hann var nákvæmur, músíkalsk- ur, byggði tónlistina vel upp og náði glæsilega fram drifi og krafti loka- kaflans. Hann laðaði fram úr hljóm- sveitinni allt það besta sem hún á til, og unun var á að hlýða. Fiðlukonsertinn er eitt þekktasta verk Tsjaíkovskíjs og einn mest spil- aði fiðlukonsert allra tíma, saminn í Sviss eins og fjórða sinfónían. Hljóð- færaleikarinn sem tónskáldið vildi að frumflytti verkið leit á það og af- greiddi það sem óspilandi. En óspil- andi er það ekki. Akiko Suwanai ein- leikari Sinfóníunnar sýndi það svo um munaði. Glæsilegur leikur hennar gerði þetta fallega verk enn nýtt og hljómsveitin lék afburða vel með henni. Inngangur hljómsveitarinnar að kadensu fyrsta þáttar var sérstak- lega hrífandi og hljómaröðin hjá tré- blásurunum í upphafi annars þáttar var jafn fallega leikin. Stjarnan var þó Akiko Suwanai sem lék með miklum og fallegum tón og snillingsfimi; þó með næmi og tilfinningu fyrir dýpt- inni í tónlist Tsjaíkovskíjs. Lokaþátt- urinn var sérdeilis glæsilegur í flutn- ingi hennar og hljómsveitarinnar, allt hnífjafnt en þó létt og leikandi í súrr- andi hraða og fjöri. Hæstu einkunn fær þó hljómsveitarstjórinn, Myron Romanul sem var afburða góður og setti sinn svip á bæði verk kvöldsins með músíkalskri túlkun og fag- mennsku af bestu gerð. Tilfinningaþrung- inn Tsjaíkovskíj TÓNLIST H á s k ó l a b í ó Sinfóníuhljómsveit Íslands lék Fiðlukonsert í D-dúr op.35 og Sin- fóníu nr. 4 í f-moll op. 36 eftir Pjotr Tsjaíkovskíj. Einleikari var Akiko Suwanai, en stjórnandi var Myron Romanul. Föstudag kl. 19.30. SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Bergþóra Jónsdótt ir ERFÐAFRÆÐI er ekki síður orðin fyrirferðarmikil innan mynd- listarinnar en innan siðfræðinnar. Möguleikarnir sem eru í sjónmáli innan greinarinnar kitla óhjákvæmi- lega ímyndunarafl listamanna um leið og þeir valda þeim ákveðnum áhyggjum. Spurt er hvert erfðafræð- in muni leiða mannkynið; hvort hún muni breyta okkur; ef til vill stökk- breyta; eða umbreyta svo lífi okkar og öðru lífi á jörðinni að það verði óþekkjanlegt frá núverandi mynd? Að vísu má segja það listamönnum til hróss að gagnvart vísindum eru þeir sjaldnast bangnir. Þeir geta verið svartsýnir í garð erfðafræðinn- ar og talið hana fara offari gagnvart náttúrulegu ferli lífsins, en oftast mæta þeir henni með vænum skammti af léttlyndi og gamansemi. Það gerir Olga Bergmann í hlutverki doktors B.; erfðafræðings sem lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Með óvenjulegri breidd í efnisvali og efnistökum birtir doktor B. pruf- ur sínar, teikningar og tilbúin skóla- spjöld, sem hún hefur breytt með klippitækni og aukið við með ýmsum útúrdúrum, svo sem smádýrum úr plasti. Teikningarnar eru sérkapí- tuli, því þær gefa betur til kynna en önnur verk þankaganginn að baki þeim stökkbreytingum sem fram fara í list Olgu. Að ósekju mættu teikningarnar vera fleiri, og vissu- lega mætti listamaðurinn gefa sér lausari tauminn í útfærslu þeirra því hún hefur alla burði til þess. Parísarhjól með ýmsum afstyrm- um úr dýraríkinu, sem snýst þegar gengið er framhjá verkinu, undur- fögur tilraunaglös sem geisla í birt- unni inn um gluggann og skondið myndband af stökkbreyttum teikni- og brúðufígúrum gera sýningu Olgu að stórskemmtilegu smátívolí með öllum því gamni og glettum sem slík rannsóknarstofa útheimtir. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Frá sýningu Olgu , „Prufur doktors B.“, í galleri@hlemmur.is. Doktor B. snýr aftur MYNDLIST g a l l e r i @ h l e m m u r . i s , Þ v e r h o l t i 5 Til 7. október. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. BLÖNDUÐ TÆKNI OLGA BERGMANN Halldór Björn Runólfsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.