Morgunblaðið - 06.10.2001, Qupperneq 12
FRÉTTIR
12 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞJÓNUSTA við geðfatlaða utan
stofnana var umræðuefni málþings
sem Vin, athvarf Rauða kross Ís-
lands fyrir geðfatlaða, og Fé-
lagsþjónustan í Reykjavík efndu til í
gær. Aðalfyrirlesari málþingsins
var sálfræðingurinn Paul O’Hallor-
an frá Ástralíu, en hann starfar nú
við Sanisbury Centre for Mental
Health í London. Hann hefur átt
þátt í að móta stefnu um þjónustu
við geðfatlaða utan stofnana.
Paul O’Halloran segir slíka þjón-
ustu hæfa ákveðnum hópi sjúklinga.
Á þessu sviði þurfi heilbrigðisþjón-
ustan og félagsleg þjónusta að
starfa saman; þjónusta þeirra megi
ekki renna um tvo ólíka farvegi.
Hann minnti í upphafi á að mark-
miðum geðheilbrigðisþjónustu hefði
verið lýst þannig að þau væru að
hjálpa sjúklingum með alvarleg geð-
vandamál til að búa við lífsgæði og
umhverfi sem gæfi lífi þeirra til-
gang. Allar ákvarðanir í þeirri þjón-
ustu ættu að taka mið af þessum
markmiðum.
Hver fagstétt hefur eitthvað
til málanna að leggja
Paul O’Halloran greindi frá upp-
byggingu og þróun þjónustu fyrir
geðfatlaða sem byggist á teymis-
vinnu nokkurra stétta og sagði mik-
ilvægt að þjónustan væri þverfag-
leg, hver stétt hefði ákveðna
sérfræðiþekkingu að leggja til mál-
anna varðandi umsjón og meðferð
sjúklinga. Hann lagði áherslu á að
hafa þyrfti í huga líkamlegt ástand
sjúklinganna en ekki síður andlegt
ástand og félagslega stöðu þeirra.
Reyna yrði að koma í veg fyrir fé-
lagslega einangrun sjúklings og
gæta þess að hann þrifist vel í um-
hverfi sínu.
Þá væri og mikilvægt að blanda
fjölskyldunum í málið enda ættu
langflestir geðfatlaðra einhvern ná-
kominn sem gætu sinnt þeim að ein-
hverju leyti. Með hjálp fjölskyld-
unnar væri hægt að draga úr
streituálagi og auka þekkingu á eðli
vandamálsins og meðferðarinnar.
Einnig sagði sálfræðingurinn mik-
ilvægt að fylgja sjúklingum eftir
nógu lengi, margir þyrftu á meðferð
og stuðningi að halda ævilangt og
því yrði hún að vera samfelld og
stöðug. Miða yrði þjónustuna við
hvern og einn sjúkling og því yrðu
menn að gæta þess að sjúklingahóp-
ur hvers teymis yrði ekki of stór.
Hann sagði markmiðið alltaf að
auka lífsgæði og auka hæfni sjúk-
lings til vinnu eða annarrar þátttöku
í þjóðfélaginu. Þá sagði hann að
ekki mætti samt gleyma því að þessi
sjúklingahópur ætti oft við margs
konar önnur vandamál og kvilla að
stríða sem heilsugæsluþjónustan
yrði einnig að sinna hjá þeim.
Tómas Zoëga, yfirlæknir geð-
deildar Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss, ræddi um stöðu og
framtíðarsýn í þjónustu við geðfatl-
aða. Hann sagði aðhaldsaðgerðir að
undanförnu hafa falið í sér fækkun
sjúkrarúma í geðheilbrigðisþjónust-
unni og sagði þróun á geðsjúkra-
húsum undanfarin ár hafa verið þá
að dagvistum fjölgaði, dvalartími
styttist og göngudeildarviðtölum
fjölgaði. Hann sagði orð Davíðs
Oddssonar forsætisráðherra í
stefnuræðu sinni um málefni geð-
sjúkra, kostnað og þjáningar fólks
vegna geðsjúkdóma hafa vakið at-
hygli. Kostnaður vegna málaflokks-
ins væri um 20 milljarðar og 6 til 8
milljarðar til viðbótar ef tekinn væri
með kostnaður vegna áfengisvanda-
mála.
Þá greindi Tómas frá nokkrum
markmiðum í heilbrigðisáætlun til
ársins 2010 og starfi hóps sem skip-
aður var 1997 til að leggja fram til-
lögur um áherslur í geðheilbrigð-
isþjónustu á komandi árum.
Aðalmarkmið eru þau að draga úr
tíðni sjálfsvíga um 25%, úr tíðni
geðraskana um 10% og að geðheil-
brigðisþjónustuan nái árlega til 2%
barna og unglinga til 18 ára aldurs.
Þá er meðal áhersluatriða að sinna
sérstaklega fullorðnum einstakling-
um með langvinna geðsjúkdóma. Í
heilbrigðisáætluninni er stefnt að
því að bæta aðgengi að geðheil-
brigðisþjónustu og fjölga meðferð-
arrúrræðum.
Miklar kröfur gerðar
til starfsfólks
Hann sagði starfshópinn vilja sjá
aukið samráð og hugsanlega sam-
einingu heilbrigðis- og félagsmálar-
áðuneyta og nauðsynlegt væri að
styrkja lagalega réttarstöðu ein-
staklinga vegna fyrirhugaðs flutn-
ings á þjónustu til sveitarfélaga.
Einnig leggur hann til að þjónusta
við geðfatlaða utan stofnana verði
bætt.
Í lokin sagði Tómas starf í geð-
heilbrigðisþjónustu gera miklar
kröfur til starfsfólks og fagmennt-
unar, þolinmæði, sveigjanleiki, um-
burðarlyndi og bjartsýni væru
nauðsynlegir eiginleikar og mikil
samvinna á þessum sviðum væri al-
gjör nauðsyn. Hann sagði ýmsa
möguleika fólgna í varnarbaráttu og
sagði yfirlýsingu forsætisráðherra
gefa málaflokknum aukinn byr og
bjartsýni um aukna þjónustu við
geðfatlaða innan sem utan stofnana,
málaflokkurinn hlyti að fá aðra for-
gangsröð en til þessa.
Á ráðstefnunni var kynnt stuðn-
ingsþjónusta við geðfatlaða á vegum
Félagsþjónustunnar í Reykjavík. Er
það m.a. búsetuþjónusta sem felst í
stuðningi við daglegar athafnir, fé-
lagslegri hæfingu, samskiptum við
aðstandendur og meðferðaraðila,
eftirliti með lyfjatöku og fleiru.
Einnig var kynnt starfsemi athvarfa
Rauða krossins, Vinjar, Dvalar og
Laufs.
Málþinginu lauk með pallborðs-
umræðum. Þátttakendur voru Lára
Björnsdóttir, félagsmálastjóri í
Reykjavík, Sigursteinn Másson, for-
maður Geðhjálpar, Ragnheiður
Haraldsdóttir, skrifstofustjóri í heil-
brigðis- og tryggingamálaráðuneyt-
inu, og Anna Valdemarsdóttir,
framkvæmdastjóri Klúbbsins
Geysis.
Þjónusta við geðfatlaða utan stofnana umræðuefni á málþingi
Félags- og heilbrigðis-
þjónusta starfi saman
Morgunblaðið/Þorkell
Nokkuð á annað hundrað manns sótti málþing um þjónustu við geðfatlaða í gær.
Þjónusta við geðfatlaða
utan stofnana var um-
ræðuefni málþings sem
haldið var í gær. Kom
þar fram að þjónusta við
geðfatlaða hefur í aukn-
um mæli færst frá
sjúkrahúsum til margs
konar stofnana, þar sem
byggt er á þverfaglegri
teymisvinnu.
SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra
kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær nýtt frum-
varp til laga er miðar í fyrsta lagi að því að
gera afdráttarlaust refsivert að kaupa ein-
hvers konar kynlífsþjónustu af einstaklingi
undir 18 ára aldri og í öðru lagi að því að
þyngja refsingar fyrir vörslu barnakláms.
„Þetta eru mjög mikilvæg mál sem ég legg
áherslu á að koma sem fyrst í gegnum þing-
ið,“ segir Sólveig í samtali við Morgunblaðið.
Bendir hún á að um sé að ræða hluta af end-
urskoðun hegningarlaga vegna kynferðis-
brota gegn börnum. Því megi vænta frekari
breytinga á þessum lögum á næstunni.
Sé litið á fyrrnefnda tillögu frumvarpsins
er gert ráð fyrir að það varði allt að tveggja
ára fangelsi að kaupa kynlífsþjónustu af ein-
staklingi undir 18 ára aldri. „Samkvæmt nú-
gildandi lögum kann slík háttsemi að varða
við 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga
en þar segir að hver sem með blekkingum,
gjöfum eða á annan hátt tælir ungmenni á
aldrinum 14 til 16 ára til samræðis eða ann-
arra kynferðismaka skuli sæta fangelsi allt að
4 árum,“ segir í minnisblaði ráðherra til rík-
isstjórnarinnar. „Einnig getur greiðsla til
barns fyrir kynlífsþjónustu varðað við 65. gr.
barnaverndarlaga nr. 58/1992, en þar segir að
hver sem hvetji barn til lauslætis eða leiði það
með öðrum hætti á siðferðilega glapstigu
skuli sæta sektum eða fangelsi allt að 4 árum.
Þá er vitanlega það eitt að eiga kynferðisleg
samskipti við ungbörn refsivert. Varðar allt
að 12 ára fangelsi að hafa samræði eða önnur
kynferðismök við barn yngra en 14 ára, en
önnur kynferðisleg áreitni varðar fangelsi allt
að 4 árum, sbr. 1. mgr. 202. gr. almennra
hegningarlaga.“
Í minnisblaðinu segir að með breytingun-
um verði börnum veitt aukin refsivernd mið-
að við gildandi löggjöf þar sem bannið við
kaupum á vændi barna er fortakslaust og
verknaður refsiverður án tillits til þess hvort
barn hafi verið táldregið eða leitt á siðferði-
lega glapstigu. „Einnig felur [nýtt] ákvæði í
sér rýmri refsivernd þar sem aldursmörk
þess ná til 18 ára aldurs í stað 16 ára [...].
Bannið er liður í því að vernda börn og spyrna
gegn kynferðislegri misnotkun þeirra sem út-
breidd er víða um heim. Einnig er þetta í
samræmi við alþjóðlegt samstarf á þessu sviði
sem hefur það markmið að vinna gegn kyn-
ferðislegri misnotkun barna.“
Síðarnefnda tillagan í frumvarpi ráðherra
felur í sér breytingu á 4. mgr. 210. gr. hegn-
ingarlaga en með henni er lagt til að refsing
fyrir vörslu barnakláms verði þyngd þannig
að slík háttsemi varði allt að 2 ára fangelsi ef
brot er stórfellt. „Núgildandi ákvæði hegn-
ingarlaganna um vörslu barnakláms er frá-
brugðið hliðstæðum ákvæðum í norrænni
refsilöggjöf að því leyti að refsingar geta ekki
orðið þyngri en sektir,“ segir í minnisblaði
ráðherra. „Á öllum öðrum Norðurlöndum
getur varsla barnakláms varðað fangelsi. Í
Danmörku og Finnlandi geta viðurlög við því
verið varðhald eða fangelsi allt að sex mán-
uðum. Í Noregi og Svíþjóð geta refsingar við
þessum brotum verið fangelsi allt að tveimur
árum, en sé um stórfellt barnaklámsbrot að
ræða getur allt að 4 ára fangelsisrefsing legið
við því samkvæmt sænskum refsilögum.
Bann við því að hafa barnaklám í vörslu sinni
er talið geta dregið úr eða jafnvel fyrirbyggt
kynferðislega misnotkun barna í tengslum við
gerð slíks efnis,“ segir m.a. í minnisblaðinu.
Dómsmálaráðherra kynnir í ríkisstjórninni nýtt frumvarp gegn vændi og barnaklámi
Refsivert að kaupa
kynlífsþjónustu
af yngri en 18 ára
Umboðsmaður
Alþingis
Ákvörðun
ráðuneytis
ekki í sam-
ræmi við lög
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur í
nýju áliti komist að þeirri niðurstöðu
að sú ákvörðun samgönguráðuneyt-
isins að vísa frá stjórnsýslukæru frá
Félagi hópferðaleyfishafa hafi ekki
verið í samræmi við lög. Er þeim til-
mælum beint til ráðuneytisins að
taka mál félagsins fyrir að nýju komi
fram ósk í þá veru.
Málavextir eru þeir að í mars árið
2000 kærði Félag hópferðaleyfishafa
til Vegagerðarinnar meinta misnotk-
un tiltekinna leyfishafa á sérleyfum
og óskaði athugunar og aðgerða af
hennar hálfu. Eftir skoðun á málinu
taldi Vegagerðin hins vegar ekki
ástæðu til aðgerða eða frekari af-
skipta. Þá niðurstöðu kærði félagið
til samgönguráðuneytisins sem vís-
aði síðan kærunni frá á þeim for-
sendum að ekki hefði verið um kær-
anlega ákvörðun lægra setts
stjórnvalds að ræða.
Umboðsmaður Alþingis telur að
Vegagerðin fari með stjórnsýsluvald
á því sviði sem lög um fólksflutninga
ná til. Afgreiðsla Vegagerðarinnar á
málinu hafi síðan verið stjórnvalds-
ákvörðun í skilningi stjórnsýslulaga
og því hafi ráðuneytinu borið að taka
efnislega afstöðu í stað þess að vísa
kærunni frá. Minnir umboðsmaður á
þau markmið stjórnsýslulaga fyrst
og síðast að stuðla að auknu réttar-
öryggi í stjórnsýslunni.
Yfir þúsund
breytingar á trú-
félagsskráningu
Í ÞJÓÐSKRÁ voru gerðar 1.172
breytingar á trúfélagsskráningu
fyrstu níu mánuði ársins. Þetta
kemur fram í fréttatilkynningu frá
Hagstofu Íslands. Svarar þetta til
þess að 0,4% landsmanna hafi
skipt um trúfélag en á sama tíma-
bili í fyrra voru gerðar 1.285 trú-
félagsbreytingar sem samsvarar
0,5% landsmanna.
Í um 54% tilvika var um úrsögn
úr þjóðkirkju að ræða, eða 632 ein-
staklingar, og af þeim kusu 175 að
standa utan trúfélaga, 136 létu
skrá sig í Fríkirkjunna í Hafn-
arfirði, 130 í Fríkirkjuna í Reykja-
vík, 64 í Óháða söfnuðinn og 36 í
Hvítasunnukirkjuna á Íslandi.
Alls voru 161 nýskráningar í
þjóðkirkjuna á fyrstu níu mánuð-
um ársins og eru brottskráðir um-
fram nýskráða því 471 samanborið
við 623 á sama tímabili á síðasta
ári.
♦ ♦ ♦