Morgunblaðið - 06.10.2001, Qupperneq 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
20 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Japönsk-íslensk
viðskiptaráðstefna
Í GÆR var haldin japönsk-íslensk
viðskiptaráðstefna í tengslum við
japanska daga sem haldnir voru í
Reykjavík í gær og fyrradag. Ráð-
stefnan hófst með ávarpi Halldórs
Ásgrímssonar utanríkisráðherra og
sagði hann að þótt Japan og Ísland
kynnu við fyrstu sýn að virðast æði
ólík væri raunin sú að margt samein-
aði þessi ríki. Þau væru bæði á eyjum
með mikilli eldvirkni, hefðu þróað
hagkerfi og legðu bæði mikla áherslu
á skynsamlega nýtingu sjávarfangs,
þar með talið sjávarspendýra, en á
þessum sviðum ættu ríkin gott sam-
starf. Ýmislegt annað væri líkt með
Japönum og Íslendingum, svo sem
stolt af tungu og menningu og jafnvel
í arkitektúr og húsgagnagerð mætti
sjá að þjóðirnar hugsuðu líkt, hjá
báðum væri einfaldleikinn ríkjandi.
Halldór sagði viðskipti við Japan
mikilvæg Íslandi og að þau væri
hægt að auka, til dæmis hefðu Íslend-
ingar upp á fiskvinnslutæki að bjóða
sem nýst gætu Japönum. Þá vék
Halldór sérstaklega að opnun sendi-
ráðs Íslendinga í Japan, en formleg
opnun stendur fyrir dyrum síðar í
mánuðinum. Halldór sagði hana hafa
verið umdeilda, aðallega vegna þess
kostnaðar sem henni hefði fylgt.
Kaupin á húsnæði undir sendiráðið
muni þó reynast ríkinu hagstæð þeg-
ar fram í sækir. Þá sagði hann að
sumir teldu ríkið litlu geta bætt við
þekkingu íslenskra fyrirtækja á
markaðnum í Japan, en menn gleymi
því oft að ríkið hafi hlutverki að
gegna við að ná fram bættum leik-
reglum í viðskiptum. Í því sambandi
nefndi hann að í Japan væru lagðir
tollar á sjávarafurðir og að vinna
þyrfti að gerð tvísköttunarsamninga
milli ríkjanna.
Næstur tók til máls sendiherra
Japans á Íslandi og sagðist hann telja
að góð samskipti landanna yrðu enn
betri eftir opnun sendiráðanna. Hann
sagðist telja að töluverðir gagn-
kvæmir möguleikar væru í viðskipt-
um ríkjanna, ekki síst í fjölgun jap-
anskra ferðamanna hingað til lands.
Sendiherrann sagði að japanska
útflutningsráðið, JETRO, væri fús-
lega reiðubúið til að aðstoða Íslend-
inga sem hefðu hug á viðskiptum við
Japan, en á mælendaskrá voru ein-
mitt líka fulltrúar frá JETRO, auk
fulltrúa frá Marel og Þróunarbanka
Japans.
Halldór Ásgrímsson hóf
ráðstefnuna með ávarpi.
Morgunblaðið/Þorkell
EISCH Holding SA, sem er í eigu
Bjarna Pálssonar, hefur öðlast
meirihluta í stjórn Keflavíkurverk-
taka hf. en félagið hefur á rúmum
mánuði eignast 50,3% hlutafjár í
Keflavíkurverktökum. Bjarni Páls-
son segir að ekki verði gerðar breyt-
ingar á rekstri Keflavíkurverktaka.
Ný fimm manna stjórn Keflavík-
urverktaka var kjörin á hluthafa-
fundi félagsins í Keflavík í gær.
Stjórnina sitja fyrir hönd Eisch
Holding SA, sem á meirihluta hluta-
fjár í félaginu, Bjarni Pálsson, Krist-
inn Bjarnason lögfræðingur og Sig-
urmar K. Albertsson lögfræðingur.
Fyrir hönd annarra hluthafa sitja
Guðrún S. Jakobsdóttir og Birgir
Guðnason. Í varastjórn voru kjörnir
þeir Stefán Hilmarsson fyrir hönd
Eisch Holding og Grétar M. Magn-
ússon fyrir minnihluta.
Stjórnarmenn voru sjálfkjörnir
þar sem önnur framboð, bæði á veg-
um meirihluta og minnihluta, voru
dregin tilbaka. Engar umræður
spunnust á fundinum.
Gott fyrirtæki sem skilar hagnaði
Bjarni Pálsson er eigandi Eisch
Holding, sem hefur á rúmum mánuði
eignast 50,3% hlutafjár í Keflavíkur-
verktökum og gerði í kjölfarið yfir-
tökutilboð í eignarhluti annarra hlut-
hafa. Bjarni sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að engar breyt-
ingar væru fyrirhugaðar á rekstri
eða tilgangi Keflavíkurverktaka í
kjölfar yfirtökunnar enda væri fyr-
irtækið í góðum rekstri.
„Rekstur fyrirtækisins er góður,
það er rekið með hagnaði auk þess
sem mikil þekking og reynsla er í
fyrirtækinu. Markmiðið er að halda
áfram að stuðla að góðum rekstri í
framtíðinni.“
Um ástæður yfirtökutilboðs til
minnihlutaeigenda sagði hann að
verið væri að gefa áhrifalitlum
minnihluta kost á að fara út úr fyr-
irtækinu á góðum kjörum en vissu-
lega hefði hann einnig áhuga á að
eignast fyrirtækið að fullu.
Bjarni hefur lýst vilja til þess að
afskrá félagið af Tilboðsmarkaði
Verðbréfaþings Íslands. Hann segist
þeirrar skoðunar að fyrirtækið, eins
og það er í dag, eigi ekki erindi á
markað. Tilgangurinn með skrán-
ingu hafi á sínum tíma verið að gefa
litlum hluthöfum möguleika á að
koma hlutum sínum í verð en Bjarni
segist, í ljósi breyttra aðstæðna,
munu beita sér fyrir því að það verði
nú afskráð.
Látið er að því liggja í Viðskipta-
blaðinu sl. miðvikudag að tilgangur-
inn með yfirtöku Keflavíkurverk-
taka sé að skuldsetja fyrirtækið,
selja eignir þess og jafnvel að láta
reyna á upplausnarvirði þess. Bjarni
vísar þessu alfarið á bug, hann fari
ekki inn í félagið með það að mark-
miði að hætta rekstri þess eða leysa
það upp.
Ný stjórn Keflavíkurverktaka
Engar breyting-
ar fyrirhugaðar
á rekstrinum
Morgunblaðið/Páll Ketilsson
Bjarni Pálsson, eigandi Eisch Hold-
ing, á hluthafafundi Keflavíkur-
verktaka í gær.
ÚTFLUTNINGSTEKJUR sjávar-
afurða fyrstu sjö mánuði þessa árs
námu um 56 milljörðum króna en
Þjóðhagsstofnun áætlar að útflutn-
ingsverðmæti ársins verði um 112
milljarðar króna. Útflutningsverð-
mæti sjávarafurða var á síðasta ári
um 96 milljarðar króna.
Þetta kom fram á aðalfundi
Samtaka fiskvinnslustöðva sem
haldinn var í gær. Þar sagði Arnar
Sigurmundsson, formaður samtak-
anna, að frá september í fyrra til
ágúst á þessu ári hefðu orðið
nokkrar sveiflur á verðlagi sjáv-
arafurða. Sagði Arnar að miðað við
lækkun krónunnar gagnvart er-
lendum gjaldmiðlum á tímabilinu
mætti áætla að verðlag á mjöli og
lýsi hefði hækkað um 68% frá
sama tíma í fyrra, verð á saltfiski
um 25% og landfrystum afurðum
um rúm 19%. Arnar sagði þannig
ljóst að umtalsverðar breytingar
hefðu orðið á afkomu einstakra
vinnslugreina.
Arnar sagði að samkvæmt út-
reikningum Þjóðhagsstofnunar
hefði sjávarútvegurinn í heild ver-
ið rekinn með 0,5% hagnaði á síð-
asta ári. Þar af hefði saltfisk-
vinnslan verið rekin með 1,9%
hagnaði en rækjuvinnsla með 8,4%
tapi og mjöl- og lýsisvinnsla með
8,6% tapi. Hann sagði hinsvegar
ljóst að á þessu ári hefðu orðið
umtalsverðar breytingar á afkomu
einstakra vinnslugreina. Akoma
mjöl- og lýsisvinnslu yrði þannig
mun betri vegna hækkunar afurða-
verðs en hinsvegar mætti búast
við áframhaldandi rekstrarhalla í
rækjuvinnslu.
Fiskvinnslukvóti
betri en byggðakvóti
Árni M. Mathiesen, sjávarút-
vegsráðherra, vék í ræðu sinni að
umræðum um að fiskvinnslustöðv-
um yrði heimiluð handhöfn afla-
heimilda. Hann sagði að nefndir
sem fjölluðu um framtíðarmögu-
leika fiskvinnslustöðva og endur-
skoðun laga um stjórn fiskveiða
hefðu báðar lagt til að unnt yrði að
skrá aflahlutdeild á fiskvinnslufyr-
irtæki. Árni sagði þetta fyrirkomu-
lag þýða minni fjármagnsbindingu
í fiskvinnslunni þar sem hún væri
þá laus við að fjárfesta í skipum til
þess að tryggja eigin hráefnisöfl-
un, auk þess sem það yrði líklegt
til að stuðla að starfsöryggi fisk-
vinnslufólks í byggðum landsins.
Hann sagði að þessi leið væri mun
betur fallin til að tryggja búsetu-
og atvinnuöryggi en byggðakvóti,
ekki aðeins til skamms tíma heldur
til langframa og undir fána al-
mennra leikreglna. Eftir sem áður
sætti þessi stefnumótun mót-
spyrnu, til dæmis frá sjómönnum
sem teldu sig verr setta ef afla-
heimildirnar væru ekki tengdar
skipum sem þeir eru skráðir á.
Þetta sjónarmið sjómanna sagði
Árni að helgaðist af vörn fyrir at-
vinnuréttindum til skamms tíma
og væri vel skiljanlegt.
Margir vaxtamöguleikar
framundan
Guðbrandur Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Útgerðarfélags Ak-
ureyringa, sagði í ræðu sinni um
framtíðarhorfur íslensks sjávarút-
vegs að mörg spennandi tækifæri
væru framundan. Stjórnvöld
þyrftu hinsvegar að tryggja grein-
inni stöðugleika og hagstæða um-
gjörð. Hann sagði að útvegurinn
gæti í sjálfu sér lifað við auðlinda-
gjaldshugmyndir endurskoðunar-
nefndarinnar, þó ljóst væri að með
þeim færu miklir fjármunir frá
fyrirtækjunum. Nefndi hann sem
dæmi að þrjú stærstu sjávarút-
vegsfyrirtæki Norðurlands, ÚA,
Samherji og Þormóður rammi-Sæ-
berg, þyrftu að greiða á bilinu 300
til 500 milljónir króna ef auðlinda-
gjald yrði að veruleika.
Guðbrandur sagði ótal vaxtar-
brodda framundan í sjávarútvegi.
Þannig væru í sjónmáli tækni-
framfarir í fiskvinnslu sem gætu
tvöfaldað afköst á næstu árum. Þó
að möguleikar til hagræðingar
væru orðnir takmarkaðir í hinu
hefðbundna umhverfi sjávarút-
vegsins, væri enn hægt að auka af-
urðaverðmæti aflans, einkum í
uppsjávarfiski. Mestu vaxtarmögu-
leikarnir fælust hinsvegar í nýjum
greinum, á borð við fiskeldi, líf-
tækniiðnað og í erlendum verk-
efnum. Spáði Guðbrandur því að
velta í nýjum greinum sjávarút-
vegs yrði orðin sú sama og í hefð-
bundnum sjávarútvegi eftir 10 til
15 ár. Hann sagðist binda hvað
mestar vonir við vöxt fiskeldis hér
á landi, framundan væri mikil eft-
irspurn eftir fiski sem aðeins yrði
mætt með eldi. Hann sagði að
hinsvegar vantaði enn stefnumót-
un frá stjórnvöldum varðandi fisk-
eldi í framtíðinni.
Hátt vaxtastig
óhagstætt atvinnurekstri
Margeir Pétursson, stjórnarfor-
maður MP verðbréfa, gagnrýndi
mjög í ræðu sinni á fundinum hátt
vaxtastig á Íslandi sem hann sagði
að væri mjög óhagstætt atvinnu-
rekstri. Sagði Margeir að aukinn
hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi
væri eingöngu tilkominn vegna
aukningar samneyslu eða eyðslu
opinberra aðila. Það réttlætti eng-
an veginn háa vexti. Aukin útgjöld
ríkis og sveitarfélaga gætu ekki
bætt upp þrengingar einkaaðila til
langframa. Sagði Margeir að háir
vextir, auk aukinnar gengisá-
hættu, væru farnir að hafa mikil
neikvæð áhrif. Vaxtamunur milli
Íslands og helstu viðskiptalanda
væri auk þess ávísun á óstöðugt
gengi krónunnar. Reynsla síðustu
mánaða sýndi að ekki væri hægt
að halda uppi gengi krónunnar til
lengdar með háum vöxtum.
Margeir sagðist vonast til að
það vesta væri yfirstaðið á hluta-
bréfamörkuðum. Það kæmi sér
ekki á óvart þó að sjávarútvegur-
inn myndi leiða inn í nýtt tímabil
bjartsýni. Hinsvegar væri ómögu-
legt að spá um hvenær það yrði,
en það yrði örugglega ekki fyrr en
Seðlabankinn lækkaði vexti. Sjáv-
arútvegurinn byggi hinsvegar enn
við marga óvissuþætti. Enn ríkti
óvissa um kvótakerfið, skuldir
greinarinnar væru miklar og staða
á vinnumarkaði væri ótrygg. Enn-
fremur væri viðbúið að sjávarút-
vegurinn mætti síaukinni sam-
keppni frá fiskeldi á komandi
árum.
Ekki tímabært að taka
upp erlendan gjaldmiðil
Þátttakendur í pallborðsumræð-
um á fundinum fögnuðu mjög ný-
legum breytingum stjórnvalda á
skattkerfinu. Einnig því að fyr-
irtækjum væri nú heimilt að færa
reikninga sína í erlendri mynt. Það
gæti orðið grundvöllur þess að fá
erlenda fjárfesta inn í íslenskan
sjávarútveg. Finnbogi Jónsson,
stjórnarformaður Samherja, benti
hinsvegar á að þá þyrfti einnig að
opna fyrir beina erlenda eignarað-
ild í íslenskum sjávarútvegi. Slíkt
myndi styrkja íslenskt efnahagslíf
sem og íslensku krónuna og draga
úr verðbólgu. Þáttakendur í um-
ræðunum sögðu hinsvegar ekki
tímabært að taka upp erlendan
gjaldmiðil í stað krónunnar. Elfar
Aðalsteinsson, forstjóri Hrað-
frystihúss Eskifjarðar, sagði að
aðeins væru 6 mánuðir liðnir frá
því að krónan var sett á flot og
gefa þyrfti ríki og Seðlabankanum
tíma til að aðlagast breyttum að-
stæðum. Umræðan um aðild að
myntbandalagi Evrópu ætti auk
þess ekki rétt á sér á meðan ekki
lægi fyrir pólítísk ákvörðun um
viðræður um aðild að Evrópusam-
bandinu. Gunnar Örn Kristjáns-
son, forstjóri SÍF, benti hinsvegar
á að krónan hefði litla sem enga
vigt í alþjóðlegum viðskiptum,
gengisáhætta fyrirtækjanna væri
því mikil, samfara háu vaxtastigi.
Íslendingar þyrftu því að gaum-
gæfa vandlega stöðu sína utan
Evrópusambandsins, og þar af
leiðandi myntbandalagsins. Már
Guðmundsson, aðalhagfræðingur
Seðlabankans, sagði að helstu
kostir þess að taka upp evru væru
meðal annars að kostnaður við við-
skiptaáhættu myndi hverfa og
skapast myndi greiðari aðgangur
að stórum og virkum fjármála-
markaði. Gallinn væri hinsvegar sá
að hagsveiflur á Íslandi væru ann-
ars eðlis og ekki í tengslum við
hagsveiflur í Evrópu. Það gæti
skapað vandamál og þetta væri því
veigamikill ágalli.
Aðalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva
Bjartara framund-
an í sjávarútvegi
Morgunblaðið/Þorkell
Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, ávarpar aðal-
fund samtakanna sem haldinn var í Skíðaskálanum í Hveradölum í gær.