Morgunblaðið - 06.10.2001, Síða 25
ÁRÁSIN Á BANDARÍKIN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 25
LÍTIL stúlka fylgist með bæna-
stund múslima í London í gær en
þeir minntust þá fórnarlamba
hryðjuverkanna í Bandaríkjunum.
Margaret Thatcher, fyrrverandi
forsætisráðherra Bretlands, var á
fimmtudag sökuð um að hafa alið
á hatri á múslímum með ummæl-
um um að leiðtogar þeirra hefðu
ekki fordæmt hryðjuverkin í
Bandaríkjunum nægilega.
„Satt að segja er erfitt fyrir
mig að finna orð til að lýsa við-
bjóði mínum á því sem ég sá,“
sagði íhaldsmaðurinn Michael
Heseltine, fyrrverandi aðstoð-
arforsætisráðherra, þegar hann
var spurður um ummælin. Hann
sagði þau aðeins til þess fallin að
kynda undir hatri á múslímum.
Leiðtogar múslíma sögðu um-
mælin „svívirðileg“ þar sem þeir
hefðu verið á meðal þeirra fyrstu
sem fordæmdu hryðjuverkin.
Reuters
Thatcher
sögð kynda
undir hatri
London. AP.
RÍKISSTJÓRN Junichiro Koizumi í
Japan lagði í gær fram tvö lagafrum-
vörp sem gera ráð fyrir að japanska
hernum verði gert kleift að taka þátt
í hugsanlegum hernaðaraðgerðum
Bandaríkjamanna gegn hryðju-
verkamönnum. Breytingarnar
marka tímamót því allt frá stríðslok-
um hefur stjórnarskrá Japans haft
að geyma ákvæði sem banna þátt-
töku landsins í öðrum hernaði en
þeim sem telst beinlínis sjálfsvörn.
Lagafrumvörp ríkisstjórnarinnar
fela í sér að japanska hernum yrði
heimilt að taka við vörnum banda-
rískra herstöðva, sem eru í Japan, og
ferja vopn og vistir til bandarískra
sveita sem tækju þátt í hugsanlegum
hernaðaraðgerðum gegn hryðju-
verkamönnum.
„Þessi lagasetning er afar mikil-
væg því hún felur í sér að við ætlum
að taka höndum saman með þjóðum
heims í því verki að útrýma hryðju-
verkum,“ sagði Koizumi eftir ríkis-
stjórnarfund í gær. Er það vilji
stjórnarinnar að þingið afgreiði lögin
frá sér fyrir lok þessa mánaðar. Þess
má hins vegar vænta að stjórnarand-
staðan, einkum og sér í lagi litlir
flokkar á vinstri væng stjórnmál-
anna, berjist hatrammlega gegn
samþykkt frumvarpanna á þingi.
Máttu þola gagnrýni 1991
Japanir máttu þola nokkra gagn-
rýni þegar þeir kusu að taka ekki
beinan þátt í Persaflóastríðinu 1991,
heldur leggja aðeins til fjárframlög í
baráttunni gegn Írökum. Minnugur
þeirrar gagnrýni hafði Koizumi þeg-
ar lýst því yfir að Japanir vildu fylkja
liði með Bandaríkjamönnum í þeirri
baráttu sem Bandaríkjaforseti hefur
efnt til gegn hryðjuverkamönnum.
Lýsti Howard H. Baker, sendiherra
Bandaríkjanna í Japan, yfir mikilli
ánægju sinni með frumkvæðið í gær.
Átak Bandaríkjanna
gegn hryðjuverkum
Japanar
boða þátt-
töku sína
um stjórnarerindreka að upplýsingarnar, sem
leyniþjónustan bandaríska hefur undir höndum,
séu kannski ekki algerlega nákvæmar, en að
hættan sé samt til staðar. Annar heimildarmaður
sagði hins vegar „100 prósent“ líkur á frekari
árásum.
„Þú getur verið alveg handviss um að til frek-
ari árása myndi koma. Maður verður einfaldlega
að gera ráð fyrir því,“ hafði blaðið eftir Richard
Shelby, sem situr í þingnefnd öldungadeildarinn-
ar sem fer með málefni leyniþjónustunnar.
Gögnin sem alríkislögreglan, FBI, og leyni-
LEYNIÞJÓNUSTAN bandaríska hefur greint
fulltrúum á þinginu í Washington frá því að það
sé „næsta öruggt“ að Osama bin Laden og
bandamenn hans muni efna til nýrra hryðju-
verkaárása gegn Bandaríkjunum ef ráðist verður
í hernaðaraðgerðir gegn Afganistan.
Þetta kom fram í The Washington Post í gær
en blaðið segir leyniþjónustuna hafa áreiðanleg-
ar upplýsingar undir höndum, sem benda til að
bin Laden sé við öllu búinn. Bandaríkjaþingi var
greint frá þessum gögnum á fimmtudag.
The Washington Post hafði eftir ónafngreind-
þjónustan, CIA, búa yfir koma frá breskum og
þýskum stjórnvöldum, frá Afganistan og frá
Pakistan. Þau veita hins vegar engar upplýs-
ingar um hvar hryðjuverkamennirnir myndu
hugsanlega láta til skarar skríða.
Kom fram að stjórnvöld í Bandaríkjunum
veltu nú vöngum yfir því hvernig þau gætu varað
borgara í landinu við hættunni án þess að valda
hjá þeim ofsahræðslu. Yfirvöld hafa einkum ótt-
ast eiturefnaárás þar sem hryðjuverkamennirnir
myndu dreifa lífshættulegum efnum út í and-
rúmsloftið.
Frekari morðárásir
taldar afar líklegar
Washington. AFP.
♦ ♦ ♦