Morgunblaðið - 06.10.2001, Síða 30
LISTIR
30 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
STARFSDAGUR Háskóla Ís-
lands telur nú níutíu árin og ásamt
mörgu sem þar er gert til hátíða-
brigða voru haldnir hátíðartón-
leikar, sem eru einnig upphafstón-
leikar Kammersveitar Reykjavíkur
á starfsárinu 2001–2. Íslensk tón-
verk eru meginuppistaða viðfangs-
efna Kammersveitarinnar á þessu
starfsári og m.a. verða haldnir heil-
ir tónleikar með verkum eftir Þor-
kel Sigurbjörnsson og Hafliða
Hallgrímsson og á dagskrá er
frumflutningur verka eftir Hauk
Tómasson og Jón Nordal. Ashke-
nasy mun stjórna og leika með
Kammersveitinni verk eftir Mozart
og á jólatónleikum sveitarinnar
verða Árstíðirnar eftir Vivaldi
fluttar. Auk þessa hefur Kamm-
ersveit Reykjavíkur á áætlun að
gefa út geisladiska með viðfangs-
efnum liðinna ára og nýjum verk-
um íslenskra höfunda. Þá er næsta
verkefni Kammersveitar Reykja-
víkur ferð til Japans í tilefni opn-
unar sendiráðs Íslands í Tókýó og
þar verður lögð áhersla á flutning
íslenskra tónverka, bæði af hálfu
Kammersveitarinnar og Blásara-
kvintetts Reykjavíkur.
Hátíðartónleikarnir sl. miðviku-
dag í hátíðarsal Háskóla Íslands
hófust með verki eftir Pál P. Páls-
son er hann nefnir Kristallar 2 og
er samið fyrir strengjakvintett og
blásarakvintett. Í þessu verki leik-
ur Páll bæði með gleðina og sorg-
ina og ber tónmálið, sem er marg-
brotið og frábærlega útfært fyrir
hljóðfærin, þess merki, að Páll er
að draga saman í eitt gamalt og
nýtt og var þetta viðburðamikla
verk mjög vel flutt. Verkinu stjórn-
aði Bernharður Wilkinson og
sömuleiðis næsta verki, gaman-
verki eftir Þorkel Sigurbjörnsson,
balletttónlist sem nefnist Af mönn-
um og er samin fyrir fiðlu, kontra-
bassa, klarinett, fagott, trompet,
básúnu og slagverk. Þarna er leik-
urinn með alls konar hrynmynstur
mjög áberandi og því er verkið á
köflum nokkuð kyrrstætt í hljóm-
skipan. Slagverkið (Eggert Páls-
son) er þarna í stóru hlutverki en
tónmál verksins er töluvert frjálst
„impróvíserað“ og nokkuð um
skemmtilegar einleiksstrófur, t.d.
fyrir básúnu (Sigurður Þorbergs-
son), trompet (Eiríkur Örn Páls-
son) og fiðlu (Rut Ingólfsdóttir).
Þetta gamansama verk var afburða
vel flutt.
Styr, konsert fyrir píanó og 16
hljóðfæri eftir Leif Þórarinsson,
var næst á efnisskránni. Þetta verk
er samið 1988, enda er módernism-
inn þarna í öllu veldi sínu, bæði
hvað varðar tónskipan og leik-
tæknibrellur. Magnað verk, sem
var frábærlega flutt af Kammer-
sveitinni, undir stjórn Bernharðs
Wilkinson, og Önnu Guðnýju Guð-
mundsdóttur, sem átti töluvert
langa kadensu, sem var einstaklega
fallega mótuð og útfærð.
Næst á efnisskránni var kvintett
fyrir flautu, klarinett, fagott, víólu
og selló, op. 50, eftir Jón Leifs.
Þetta verk er samið 1960 og þarna
getur að heyra ýmislegt af því sem
einkenndi tónstíl Jóns; þríhljóma í
grunnstöðu og þverstæða tónskip-
an, sem sett var fram á þýðan
máta, eins og í tregafullum „kóral“.
Í síðasta kaflanum mátti heyra
rímnahrynleikinn og þjóðlegar tón-
hendingar, settar fram á þann sér-
staka hátt sem einkenndi mjög
fyrri verk Jóns. Allt var þetta sér-
lega fallega mótað af flytjendum,
einkum fyrri hluti verksins.
Niðurlag tónleikanna var á gam-
ansömu nótunum, Íslenskt rapp
eftir Atla Heimi Sveinsson, snið-
ugur leikur framfærður á skemmti-
legan máta þar sem gert er góðlát-
legt grín að alvörunni sem oftast
einkennir uppfærslu tónverka.
Kammersveit Reykjavíkur lék
frábærlega vel og má sérstaklega
tiltaka flutninginn á verkunum eft-
ir þá Pál P. Pálsson og Þorkel Sig-
urbjörnsson og einnig tvo fyrri
„þætti“ kvintettsins eftir Jón Leifs
og ekki síst frábæran flutning á
Styr eftir Leif Þórarinsson, þar
sem Anna Guðný Guðmundsdóttir
lék með miklum tilþrifum. Auð-
heyrt var á þessum tónleikum að
sveitin ætlar sér stóran hlut á
þessu starfsári, bæði með tónleika-
haldi og hljóðritun íslenskra verka,
sem sveitinni hafa borist á liðnum
árum úr kistuhandraða íslenskra
tónskálda, verka sem Kammersveit
Reykjavíkur á töluvert í og mynda
góðan kjarna í menningarsafni ís-
lenskrar tónlistar.
Hátíð í háskóla
TÓNLIST
H á t í ð a r s a l u r H á s k ó l a
Í s l a n d s
Kammersveit Reykjavíkur flutti
fimm íslensk verk. Einleikari: Anna
Guðný Guðmundsdóttir. Stjórn-
andi: Bernharður Wilkinson. Mið-
vikudaginn 3. október.
KAMMERTÓNLEIKAR
Jón Ásgeirsson
BÓK og kvikmynd um 100 ára sögu
íslenskrar fjölskyldu í Árborg í
Manitoba í Kanada, The Gudmund-
son Saga: July 2001, eru í vinnslu og
koma brátt út en fjölmenn niðjahátíð
var haldin í tilefni tímamótanna í Ár-
borg í sumar.
Íslendingar settust fyrst að í Ár-
borg 1901 og á meðal þeirra voru
hjónin Pétur Stefán Guðmundsson
og Guðrún Jóhanna Benjamínsdótt-
ir. Þau voru gefin saman í Húna-
vatnssýslu 1878 og fluttu til Garðar í
Norður-Dakóta í Bandaríkjunum
1883. 1901 færðu þau sig yfir landa-
mærin og settust að í Árborg. Þau
eignuðust níu börn og 58 barnabörn,
en á þriggja daga niðjamótinu í sum-
ar voru 330 manns samankomnir.
Lillian Skulason og Brian Gud-
mundson skipulögðu dagskrána en
niðjamótið fór fram í tengslum við
100 ára afmæli Íslandsbyggðar í Ár-
borg. Sett var upp heimasíða á Net-
inu með níu mánaða fyrirvara og góð
kynning tryggði góða mætingu, en
Norine Gibson hafði upp á öllum í
tíma. Flestir niðjanna búa í Nýja-Ís-
landi, Winnipeg eða nágrenni en
Kamal Hideib fékk verðlaun fyrir að
hafa ferðast lengst – kom til Árborg-
ar frá Japan. Aðrir komu m.a. frá
Texas, Hawaii, Minnesota, Norður-
Dakóta, Pennsylv-
aníu, Bresku Kól-
umbíu, Albertu,
Saskatchewan og
Ontario. Wallace
Duncan Bjarnason,
92 ára, var elstur í
hópnum og fékk
sérstök verðlaun
fyrir það eins og yngsti fjölskyldu-
meðlimurinn, Elizabeth Skulason,
sem var fjögurra mánaða.
Fyrstu 30 mínútur kvikmyndar-
innar eru um búferlaflutninga fjöl-
skyldunnar frá Íslandi og gerð er
grein fyrir hvers vegna Íslendingar
settust að í Manitoba. Einnig er
greint frá lífi fólksins í Norður-Dak-
óta fyrir 1900, landnáminu í Árborg
og því helsta í lífi niðjanna. Sérstak-
ur hluti er um niðjahátíðina í sumar.
Íslendingar til Árborgar fyrir 100 árum
Ljósmynd/Brian Gudmundson
Frá niðjahátíð Gudmundson-fjölskyldunnar í Árborg, en 330 manns
komu saman til að minnast þess að 100 ár eru liðin frá því fjölskyldan
settist að í Árborg í Manitoba.
Saga fjöl-
skyldu á bók
og í kvikmynd
ÞRJÚ ungmenni frá Edmonton í
Kanada lýstu yfir mikilli ánægju
með Snorraverkefnið á Íslandi í
sumar sem leið í haustkvöldverði
Íslendingafélagsins Norðurljósa á
dögunum.
Norðurljós hélt þriðja árlega
haustkvöldverð sinn á haust-
jafndægri og til að fagna komu
haustsins mættu 240 manns, þ. á m.
félagsmenn, fjölskyldur þeirra og
vinir. Félagið bauð upp á kalkún-
aveislu með hefðbundnum hætti,
ásamt hlöðnu eftirréttahlaðborði.
Ýmislegt var haft til skemmtunar
undir borðum, s.s. ræðuhöld og
söngur.
Sérstakir heiðursgestir kvöldsins
voru Eiður Guðnason, aðalræð-
ismaður Íslands í Winnipeg, og eig-
inkona hans, Eygló Helga Haralds-
dóttir. Enfremur þrír styrkþegar
Snorraverkefnisins á vegum Norð-
urljósa, þau Gaia Willis, Daniel
Hallet og Helgi Gunnar Thorvald-
son, sem eru nýkomin frá Íslandi.
Eiður flutti samkomunni kveðjur
frá ríkisstjórn Íslands og styrkþeg-
arnir þrír sögðu frá dvöl sinni á Ís-
landi í sumar. Þeir voru allir ákaf-
lega þakklátir fyrir þetta einstaka
tækifæri og voru sammála um að
móttökurnar á Íslandi hefðu verið
framúrskarandi, jafnt hjá vinum
sem vandamönnum, og sögðust
jafnframt aldrei hafa átt betri
stundir. Krakkarnir hvöttu ungt
fólk til að taka þátt í Snorraverk-
efninu og freista þess að komast til
Íslands.
Ljósmynd/Robert Berman
Bob Rennie, formaður Íslendingafélagsins í Edmonton, færir Eiði
Guðnasyni, aðalræðismanni Íslands í Winnipeg, og Eygló Helgu Har-
aldsdóttur, eiginkonu hans, gjöf frá Norðurljósum.
Ánægja í Edmonton
með Snorraverkefnið
HALLVEIG Thorlacius, brúðuleik-
ari, sýndi barnasýninguna „Minnsta
tröll í heimi“ samtals 10 sinnum í
Halifax og Ottawa í Kanada í liðinni
viku, en í fyrra var hún með um 130
sýningar í Bandaríkjunum og Kan-
ada.
Hallveig hefur verið með leikhúsið
Sögusvuntuna síðan 1984. Í fyrra
spennti hún upp regnhlífina og flaug
á vegum landafundanefndar vestur
um haf, þar sem hún skemmti fyrst
og fremst yngstu kynslóðinni vítt og
breitt um Norður-Ameríku. Hún
segir að Halifax og Ottawa hafi orðið
útundan og því hafi hún farið aftur til
Kanada að þessu sinni. Fyrir um ári
sýndi hún m.a. í Skandinavíuhúsinu í
New York, þegar það var vígt, og
verður þar með sex sýningar í des-
ember nk., en í næstu viku fer hún í
tveggja vikna ferð til Svíþjóðar og
Finnlands með sýninguna.
Að sögn Hallveigar var útgangs-
punktur sýningarinnar vestra í fyrra
1000 ára afmæli Snorra Þorfinnsson-
ar og var haldið upp á það með börn-
unum í leikskólunum og skólunum
sem hún heimsótti. Þannig hefði hún
kynnt Ísland og sama hefði verið upp
á teningnum að
þessu sinni. „Ég
kem með litla
körfu fulla af
brúðum og segi
börnunum að ég
sé með fullt af
sögum í vösunum
á sögusvuntunni,
sem ég klæðist,“ segir Hallveig. „Ég
segi þeim að ég hafi komið fljúgandi
til þeirra á regnhlífinni minni til að
segja þeim sögur. Síðan gái ég í vas-
ana og þá koma alls konar ævintýra-
verur upp úr þessum vösum, meðal
annars þessi ósýnilega tröllastelpa
sem lendir í klónum á Grýlu og börn-
in þurfa stöðugt að bjarga henni frá
alls konar hættum. Því eru börnin
mjög mikið með í sýningunni.“
Sýningin tekur um 45 mínútur og
sáu samtals um 700 manns sýning-
arnar að þessu sinni. Í Halifax sýndi
hún í bókasafni, á barnaspítala og í
barnaskóla en í Ottawa var hún með
sjö sýningar fyrir börn á leikskóla-
aldri upp í 2. bekk í fjórum skólum.
Gerry Einarsson, formaður Íslend-
ingafélagsins Vinir Íslands í Ottawa,
skipulagði sýningarnar í Ottawa með
aðstoð frá starfsfólki íslenska sendi-
ráðsins í Ottawa. Gerry segir að ekki
aðeins börnin hafi lifað sig inn í æv-
intýrin heldur hafi kennararnir tekið
fullan þátt í skemmtuninni og verið
jafn fegnir og börnin þegar öll
„hætta“ hafi verið yfirstaðin. „Ég
fyrir mitt leyti skemmti mér jafn vel
á sjöundu sýningunni og á þeirri
fyrstu, ekki síst vegna þess að við-
brögð barnanna voru aldrei eins,“
segir hann og bætir við að allir hafi
hrifist af Leifi heppna og minnsta
trölli í heimi, sem viðstaddir hafi að-
stoðað við að sleppa frá Grýlu. „Hall-
veig endurvekur svo sannarlega ís-
lenska sagnahefð með brúðunum
sínum,“ segir hann.
„Minnsta tröll í heimi“
í Ottawa og Halifax
Að lokinni sýningu í Ottawa. Frá vinstri: Hjálmar W. Hannesson sendi-
herra, Vicki Einarsson, Vera Samol, Hallveig Thorlacius, Gerry Ein-
arsson, formaður Íslendingafélagsins Vinir Íslands, og Neil Wilson,
framkvæmdastjóri alþjóðlegrar hátíðar rithöfunda í Ottawa.
Ljósmynd/Gerry Einarsson
Hallveig Thorlacius í svuntunni
góðu með minnsta tröll í heimi,
sem kanadísku börnin hafa mik-
inn áhuga á.
!"#$%!&'&