Morgunblaðið - 06.10.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.10.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Ævintýraland Kringlunnar Ævintýraland barnanna í Kringlunni UM ÞESSARmundir er veriðað opna Ævin- týraland Kringlunnar, mikinn afþreyingarheim barna, þar sem þau eiga að geta unað sér á meðan fullorðna fólkið verslar eða gegnir öðrum erind- um í verslunarkeðjunni. Rekstrarstjóri Ævintýra- landsins er Hólmfríður Björg Petersen og ræddi Morgunblaðið við hana í tilefni dagsins Hver er tilurð þess að Kringlan fór út í þessa framkvæmd? „Kringlan hefur undan- farin ár verið með leikað- stöðu fyrir börn í litlu húsnæði uppi á þriðju hæð. Þessari leikaðstöðu var lokað fyrir um það bil ári, þar sem húsnæðið þótti ekki hentugt og var auk þess illa staðsett. Í kjölfarið var leitað að hentugu húsnæði í Kringlunni fyrir leik- aðstöðu sem nú er fundið. Kringlan hefur breyst úr því að vera einungis verslunarkjarni í það að vera afþreyingarstaður fyrir alla fjölskylduna, þ.e.a.s. verslun, menning og skemmtun fer saman. Viðverutími við- skiptavina í Kringlunni hefur stóraukist undanfarin ár og því teljum við nauðsynlegt að hafa góða aðstöðu fyrir börn á meðan foreldrar versla.“ Hvar í húsinu er svæðið, hversu stórt er það og hver er umgjörðin? „Ævintýralandið er staðsett við Stjörnutorg, þar sem allir veitingastaðir Kringlunnar eru. Heildarsvæðið er um 450 fer- metrar á tveimur hæðum. Einn stærsti hluti Ævintýralands er risakastali á tveimur hæðum sem var sérhannaður fyrir Kringluna. Í kastalanum er slöngurenni- braut sem nær niður í bolta- gryfju, kaðlar og aðrir spennandi hlutir til að klifra í. Síðan er gert ráð fyrir sérstöku horni til að mála og lesa í auk afmælisher- bergja þar sem hægt er að halda afmælisveislur fyrir 8 til 20 börn.“ Hvað er um hönnunina og hönnuðina að segja? „Fengnir voru ráðgjafar til að aðstoða við hugmyndina að svæð- inu. Þeir ráðgjafar eru Premier Créche Services sem er fyrirtæki í Englandi sem sérhæfir sig í ráðgjöf við uppsetningu barna- svæða í verslunarhúsum víða um heim. Sem dæmi um verkefni sem þeir unnu var skipulag barnasvæðisins í Trafford Cent- er í Manchester. Trafford Center er einn skemmtilegasti klasi í Bretlandi. Ævintýralandið hjá þeim hefur hlotið gífurlega að- sókn. Auk þeirra fengum við til liðs við okkur arki- tekta hjá Teiknistofu Halldórs Guðmunds- sonar til að hanna Æv- intýraland sem hent- aði okkur Íslending- um. Það var til dæmis okkar hugmynd að hafa þemað Ævintýra- skóginn, því við það er hægt að bæta ótalmörgum hugmyndum. Leikkastalinn er frá fyrirtæki sem heitir Spider Play sem er í Hollandi og hefur það selt slíka kastala víða í Evrópu.“ Hvað með öryggismál? „Mikil áhersla er lögð á öryggi barna. Til að foreldrar geti versl- að hvar sem er í Kringlunni á meðan barnið er í Ævintýralandi verða notuð GSM-samskipti, þ.e. tekin eru niður GSM-númer, en þeir sem ekki eiga slíka síma fá þá lánaða hjá Ævintýralandinu. Við innritun fá öll börn sérstök belti sem gefa frá sér hljóð ef þau fara út af svæðinu. Við verðum einnig í beinu sambandi við ör- yggisgæslu hússins. Mikil áhersla hefur verið lögð á örygg- ismál ef um bruna er að ræða. Sem dæmi má nefna að á sér- stökum stað á flóttaleið er poki með 70 pör af skóm fyrir börnin ef rýma þarf húsnæðið með litlum fyrirvara. Herdís Storga- ard fór yfir aðbúnað á svæðinu ásamt því að halda námskeið fyr- ir allt starfsfólk um skyndihjálp fyrir börn.“ Um hvaða aldurshópa er að ræða og hvað er gert sérstaklega fyrir börnin? „Öll börn á aldrinum 3 til 9 ára eru velkomin í Ævintýraland. Svæðinu er að hluta til skipt upp fyrir eldri og yngri börn. Á svæð- inu fyrir yngri börnin er minna boltaland auk mikils úrvals af spennandi leikföngum. Eldri börnin leika sér í risakastalanum eða geta farið í þroskandi tölvu- leiki. Öll börnin geta lesið við bókatréð eða málað í málara- horninu. Einkunnarorð okkar eru: Hugur, hönd og hreyfing fyrir börn. Hver er aðgangseyrir og hvers vegna kostar inn? „Innritunargjald í Ævintýraland er 300 krónur fyrir fyrstu klukkustundina. Eftir það kostar 150 krónur á hvorn hálftíma, en hámarksviðvera í Æv- intýralandi er tvær klukkustundir. Mikið hefur verið lagt í svæðið og fengnir starfsmenn með upp- eldismenntun til að starfa með börnunum. Því teljum við sann- gjarnt að borgað sé lágmarks- gjald fyrir barnagæslu sem þessa.“ Hólmfríður Björg Petersen  Hólmfríður Björg Petersen er fædd 17. ágúst 1966. Hún lauk BA-námi í uppeldisfræði frá Há- skóla Íslands árið 1991 og síðan skólasafnsfræði frá sama skóla 1996. Hún hefur starfað sem skólasafnsfræðingur við Breiða- gerðisskóla undanfarin ár, en tekur nú við nýrri stöðu rekstr- arstjóra Ævintýralands Kringl- unnar. Það var til dæmis okkar hugmynd að hafa þemað Ævintýra- skóginn Mín spá passaði bara miklu betur við frumvarpið en þín, Þórður minn. GENGI GJALDMIÐLA mbl.is Súrefnisvörur Karin Herzog Oxygen face
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.