Morgunblaðið - 06.10.2001, Síða 56

Morgunblaðið - 06.10.2001, Síða 56
56 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ENN eru nokkrar umferðarbrýr ljóslausar hér í borg, t.d. Elliða- árbrúin og Gullinbrúin og margar aðrar. Það væri nú gott að fá nokkur umferðarljós á þær takk. Helst tvenn. Mér datt það í hug þegar ég sá nýju brúna við Mjóddina, að það væru nú sennilega breyttir tímar. Hér áður fyrr, þegar umræðurnar um að byggja umferðarbrýr voru að hefjast, var meðal annars rætt um hvað umferðarbrýr ættu eftir að spara, spara t.d. eldsneyti, tíma, raf- magn, viðhaldskostnað og síðast en ekki síst hafa í för með sér fækkun slysa, – vá, allur sá sparnaður. En núna eru brýr byggðar með annars konar hugarfari. Án þess að ég sé viss um að ég hafi endilega rétt fyrir mér sýnist mér þetta líta svona út í dag. Olíufélögin: Hafa þau svona mikil sambönd að þau gátu haft áhrif á hönnun umferðarbrúa, með því að láta hanna þær þannig að um- ferð um þær taki sem lengstan tíma? Jú, því lengri bið, því meira eldsneyti. Skattstjórinn: Því lengur sem atvinnutæki bíða á ljósum og í umferðarteppum, því lengri tími er skrifaður á þau. Orkuveitan: Því fleiri ljós þeim mun meira fær hún greitt. Umboðsmaður (götuvita): Er hann á sérsamningi? Það hlýtur að vera. Tryggingafélögin: Meðan þau geta bent á fjölgun slysa þurfa þau ekki að lækka iðgjöldin. Sennilega gæti ég haldið áfram að telja upp fleiri sem gætu átt hagsmuna að gæta en læt þetta nægja. Ástæðan fyrir byggingu umferðarbrúa með ljósum gæti líka legið hjá verkfræð- ingunum. En það virðist því miður vera alltof algengt hjá þessum mönnum að skólagangan geri þá sljórri. Vonandi þarf ekki að gera fleiri mistök til að læra af þeim, en mér sýnist á þessum brúm sem eru fyrirhugaðar að svo muni ekki verða. Því miður. Að byggja svona brýr er bara að færa vandamálið upp á næstu hæð. HAFNI M. RAFNSSON, Reyrengi 1, 112 Reykjavík. Ljóslausar brýr! Frá Hafna M. Rafnssyni: ÞAÐ eru samviskan og samkenndin sem reka mig og hvetja til að skrifa þessa grein um Kosmodisk sem verkjameðferðarúrræði fyrir þján- ingarbræður og -systur. Stöðugir verkir og bakverkir allan sólarhringinn árum saman eru lýj- andi og niðurdrepandi á sál og líkama. Það vita þeir sem hafa þá. Verkir sem sennilega hafa einhvern læknisfræði- legan merkimiða, en merkimiðinn læknar ekki, því verkirnir eru afleið- ing orsaka. Allt er reynt til að kaupa frið fyrir þeim, hefðbundið og óhefð- bundið. Ný rúm og koddar eru keypt, ný lyf, smyrsl, grös og heilsupillur eru reynd, nýjar meðferðir, nuddtækni, tæki og tól eru reynd, nýjar æfing- ar … Alltaf er haldið í vonina, en fjár- útlátin aukast jafnt og þétt með hverjum mánuði og ári til að fá stund- arfrið fyrir verkjunum, sem bara versna. Hreyfigetan minnkar með hverju árinu og þreytan vegna þessa fjanda markerar andlit, starfsgetu og úthald. Kannski er hjólastóllinn far- inn að birtast úr leyndum skúmaskot- um hugans sem framtíð eða henging- arólin … Óttinn við verkina er farinn að lama bjartsýnina og viljann eins og hægdrepandi eitur. Margir kannast við ofangreinda lýsingu. Þeir voru (eru) þjáningar- bræður mínir og -systur. Ég var (er) ein af þeim þar til ég kynntist fyr- irbærinu Kosmodisk. Ég hafði átt bækling um Kosmodisk í a.m.k. tvö ár áður en ég keypti gripinn. 98% verkja minna hurfu á innan við 12 klst. eftir að ég fór að nota Kosmodisk. Hef haft það á mér 24 tíma sólarhrings æ síðan og get gert allt sem ég gerði tvítug (ja næstum því!) Ég hef gert gagnlegar klínískar prófanir á sjálfri mér með ágætis blindraprófun, því alltaf versnar mér ef ég nota ekki eða gleymi að nota Kosmodisk-beltin. Vinkonu minni, sem er með MS-sjúk- dóm, virðist líða betur þegar hún not- ar Kosmodisk. Eitt sinn fékk hún höf- uðverk og setti töfragripinn yfir enni sér og höfuðverkurinn hvarf. Það fannst mér merkilegt. (Kannski ættu mígrenisjúklingar að íhuga Kosmod- isk?) Kosmodisk er margverðlaunaður gripur fyrir verkjameðferðir. 95% þeirra sem nota Kosmodisk finna fyr- ir mun betri líðan. Kosmodisk hefur einkaleyfi og það þýðir að leynd hvílir yfir tækninni á bak við gripinn. Ég hef þó mínar ákveðnu grunsemdir um hvernig hann virkar. Það á sér bæði eðlisfræðilegar og rafmagnsfræðileg- ar skýringar, þótt ég hafi engar sann- anir fyrir því. Mig grunar að Kosmod- isk dragi úr utanaðkomandi og innri spennu á verkjasvæðum, en verkir/ spenna er orka sem á sér tilfinninga-, eðlisfræði- og rafmagnsfræðilegar skýringar. En aðaltilgangur þessarar greinar er að hvetja þjáningarbræður og -systur til að prófa Kosmodisk í þeirri von að gripurinn megi lina þrautir þeirra eins og hann gerði fyrir mig. Verkjaleysi ætti að spara heim- ilinu heilmikið í lyf og meðferðir. Minni útgjöld fyrir heilbrigðisgeirann gleðja líka ráðherra og ríkisstjórn og verkjalausir dagar gleðja okkur hin og fjölskyldu okkar, sem meðvitað og ómeðvitað er meðvirk í verkjum okk- ar. Kosmodisk má kaupa í gegnum netið www.studio-moderna.com og finna þar Kosmodisk eða hjá innflytj- anda, Stanko J. Jerman, Blönduhlíð 18, Reykjavík, sími 552-4945 /898- 6504. SIGFRÍÐ ÞÓRISDÓTTIR, iðnrekstrarfræðingur og framkvæmdastjóri, Nökkvavogi 17, 104 Reykjavík. Ertu með (bak)verki? Frá Sigfríð Þórisdóttur:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.