Morgunblaðið - 06.10.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.10.2001, Blaðsíða 39
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 39 LENGI vel gumaði ríkisstjórnin af því að henni væri að takst það ætlunarverk sitt að lækka skuldir ríkis- sjóðs. Þetta hefur vissu- lega gengið eftir sé mið- að við skuldastöðuna um miðjan síðasta ára- tug. Hitt er áhyggjuefni hvernig skuldir sveitar- félaga hafa vaxið, að ekki sé minnst á skuldir heimila og fyrirtækja í landinu. Sú ógnarmynd sem blasir við þegar töl- ur eru settar á blað hef- ur eflaust orðið þess valdandi að ríkisstjórn- in gerist nú hógværari í tali um ár- angur varðandi niðurfærslu skulda. Eins og sjá má á með- fylgjandi töflum og stöplariti sem er sett saman á grunni upplýs- inga frá Þjóðhagsstofn- un hafa skuldir annarra en opinberra aðila tvö- faldast sem hlutfall af vergri landsframleiðslu á einum áratug. Þetta á bæði við um skuldir heimilanna og skuldir fyrirtækja. Upphæðirn- ar sem hér er um að tefla eru hærri en menn hafa vanist að nefna. Þjóðhagsstofnun áætlar skuldir heimilanna á þessu ári sex hundruð sjötíu og fimm milljarða króna og skuldir fyrirtækjanna eitt þúsund fjörutíu og fimm milljarða króna. Heildarskuldir þjóðarinnar nema nú eittþúsund níuhundruð tuttugu og fimm milljörðum króna samkvæmt áætluðum tölum Þjóðhagsstofnunar fyrir þetta ár. Vissulega er að mörgu að hyggja þegar rætt er um skuldastöðu, hvort sem er hjá hinu opinbera eða fyrir- tækjum og heimilum og væri æskilegt að hafa einnig upplýsingar um eigna- myndun og eignastöðu. Það breytir þó ekki hinu að þessar skuldir eru orðnar geigvænlegar og miðað við það vaxtastig sem við búum við er ósennilegt að fyrirtæki og heimili hlaði upp skuldum ef eignir þeirra bjóða upp á annað. Í þessu sambandi er einnig rétt að benda á að þær við- miðanir sem hér er stuðst við eru verg landsframleiðsla sem mælir um- fang efnahagsstarfsemi í landinu og það hlýtur að verða okkur öllum til umhugsunar þegar skuldir þjóðarinn- ar eru orðnar 259% af þessari stærð. Sjá töflu og graf. Sú kenning hefur verið í tísku á síð- ustu árum að háir vextir myndu slá á útlán lánastofnana. Samkvæmt þess- ari þróun virðist þessi kenning ekki standast og er eðlilegt að spurt sé hvort skort hafi annað stýritæki sem einfaldlega heitir heilbrigð skynsemi. Eitt er víst að við þessar aðstæður þarf að fara varlega ef forðast á hrun. Það er ekki að undra að krafist sé vaxtalækkana. Undarlegt má heita ef Seðlabankinn og reyndar lánastofn- anirnar sjálfar hafa ekki forgöngu um að færa vexti niður því ella er sýnt að vaxtapíningin mun koma þeim í koll þótt síðar verði. Aðþrengdur skuldu- nautur reynir þó að borga; sá sem orðinn er gjaldþrota greiðir að sjálf- sögðu ekki skuldir sínar að öðru leyti en því að þrotabúið gengur upp í skuldir. Stöðugleiki fjármálakerfisins og þar með efnahagslífsins alls er í húfi. Skuldasprenging Ögmundur Jónasson Skuldir Undarlegt má heita ef Seðlabankinn og reynd- ar lánastofnanirnar sjálfar, segir Ögmundur Jónasson, hafa ekki forgöngu um að færa vexti niður því ella er sýnt að vaxtapíningin mun koma þeim í koll. Höfundur er alþingismaður og form. BSRB. ÞJÓÐHAGSSTOFNUN 5.10.’01 Áætl. Áætl. Áætl. 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 Verg landsframleiðsla m.kr. 368.474 399.248 400.417 412.039 438.822 451.372 483.966 524.679 577.406 623.437 673.660 742.414 783.372 Skuldir ríkissjóðs m.kr. 119.343 137.530 166.116 195.569 213.924 232.586 239.246 241.564 237.793 225.967 228.530 291.195 265.930 Skuldir sveitarfél. m.kr. 15.850 17.489 20.441 25.163 31.804 35.566 35.699 38.387 43.308 46.063 49.539 53.049 56.595 Skuldir hins opinb. m.kr. 134.542 154.183 185.638 220.084 245.071 267.611 274.447 279.351 280.460 271.455 277.469 343.644 321.925 Nettó sk. hins opinb. m.kr. 70.514 79.251 106.511 143.179 165.494 179.298 191.522 196.530 180.713 146.978 161.062 204.175 203.004 Skuldir ríkissjóðs % af VLF 32,4 34,4 41,5 47,5 48,7 51,5 49,4 46,0 41,2 36,2 33,9 39,2 33,9 Skuldir sveitarfél. % af VLF 4,3 4,4 5,1 6,1 7,2 7,9 7,4 7,3 7,5 7,4 7,4 7,1 7,2 Skuldir hins opinb. % af VLF 36,5 38,6 46,4 53,4 55,8 59,3 56,7 53,2 48,6 43,5 41,2 46,3 41,1 Nettó sk. hins opinb. % af VLF 19,1 19,9 26,6 34,7 37,7 39,7 39,6 37,5 31,3 23,6 23,9 27,5 25,9 Skuldir heimila 170.726 211.270 237.367 262.529 289.054 317.914 350.717 386.200 442.600 510.600 599.100 675.100 Skuldir fyrirtækja 264.005 285.168 315.438 335.134 332.062 327.328 359.187 420.700 509.400 661.300 816.600 1.045.900 Skuldir þjóðarbúsins 505.245 575.689 659.316 740.842 786.610 824.540 901.426 1.003.430 1.132.713 1.318.878 1.576.762 1.925.175 Skuldir heimila % af VLF 46,3 52,9 59,3 63,7 65,9 70,4 72,5 73,6 76,7 81,9 88,9 90,9 Skuldir fyrirtækja % af VLF 71,6 71,4 78,8 81,3 75,7 72,5 74,2 80,2 88,2 106,1 121,2 140,9                   3  "+ #4 5 6  78  09       3  "+ #4 5 :; <  09           3  "+ #4 5 =;2 09             3  "+ #4 5 >  94 09 #4 5 $; 5  ;2 =   :;   5 2;      ? 9   ;            3  "+ #4 5 4  09          3  "+ #4 5 =  ?@ 7;  09         3  "+ .; 4 5 =  ?@ 7;  09 Heimilisiðnaðarfélag Íslands, Laufásvegi 2 kynnir starfsemi sína og Heimilis- iðnaðarskólans frá kl. 12-17, á Löngum laugardegi. Sýndir verða þjóðbúningar og handverk þeim tengd. Einnig verða til sýnis ýmis vinnubrögð t.d. tóvinna, útskurður, vefnaður, spjald- vefnaður, knipl, baldýring o.m.fl. Laufásvegi 2 Toppárangur með þakrennukerfi þakrennukerfi Fagm enns ka í fyrir rúmi BLIKKÁS EHF. SKEMMUVEGUR 36 200 KÓPAVOGUR SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111 Söluaðilar um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.