Morgunblaðið - 06.10.2001, Síða 44

Morgunblaðið - 06.10.2001, Síða 44
MINNINGAR 44 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Unnur Jónsdóttirfæddist á Egils- stöðum 17. ágúst 1907. Hún lést á Droplaugarstöðum 29. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Bergsson, bóndi og kaupfélagsstjóri á Egilsstöðum, f. 21.5. 1855, d. 9.7. 1924, og Margrét Pétursdóttir húsfreyja, f. 28.3. 1865, d. 16.7. 1944. Systkini Unnar voru: 1) Sigríður, f. 24.5. 1888, d. 9.9. 1888. 2) Þorsteinn, kaupfélagsstjóri á Reyðarfirði, f. 20.7. 1889, d. 13.10. 1976. 3) Sig- ríður, símstöðvarstjóri á Egils- stöðum, f. 26.5. 1891, d. 9.6. 1971. 4) Sveinn, bóndi á Egilsstöðum, f. 8.1. 1893, d. 26.7. 1981. 5) Egill, læknir á Seyðisfirði, f. 17.7. 1894, d. 9.12. 1983. 6) Ólöf, deildarstjóri í verslun KHB á Egilsstöðum, f. 23.6. 1896, d. 22.11. 1985. 7) Berg- ur, bóndi á Ketilsstöðum, f. 6.4. 1899, d. 18.1. 1970. 8) Pétur, bóndi á Egilsstöðum, f. 23.10. 1904, d. 1.8. 1991. Unnur varð gagnfræðingur frá Gagnfræðaskólanum á Akureyri 1926 og sigldi síðan til Kaup- mannahafnar til náms í íþrótta- fræðum við Paul-Petersen Inst- itut. Lauk hún þaðan kennaraprófi í leik- fimi, sundi, almenn- um íþróttum og dansi. Komin heim starfaði Unnur sem leikfimikennari við Austurbæjarskólann 1930–77 og kenndi auk þess í Kennara- skólanum 1929–32, í Kvennaskólanum 1929–30 og hjá KR 1929–34. Auk þess var hún danskennari í Reykjavík 1929–32. Hún kenndi sund á vornámskeiðum í Sundlaugunum á vegum bæjarins 1929–44 og í sundlaug Austurbæjarskóla 1950–58. Unnur sótti námskeið hjá Nordisk Forbund for Kvinde- gymnastik í Danmörku 1930, í Finnlandi 1932 og aftur í Dan- mörku 1934. Námsdvöl í Stokk- hólmi 1947–48. Nám í Kaup- mannahöfn 1965 og 1966 (kynning á kennsluaðferðum). Unnur var einn af stofnendum Íþróttafélags kvenna og formaður þess frá stofnun 1934 til 1947, kennari þess 1934–39. Þá var Unnur heiðursfélagi Íþróttafélags kvenna. Útför Unnar fer fram frá Egils- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. Langur lífsvegur er á enda geng- inn. Unnur Jónsdóttir, afasystir mín, er látin. Hún var yngst níu barna Margrétar Pétursdóttur og Jóns Bergssonar, bónda á Egilsstöð- um á Héraði. Eftir að Unnur lauk gagnfræðaprófi á Akureyri hélt hún til Kaupmannahafnar þar sem hún lærði til íþróttakennara við Poul Pedersen Institut á árunum 1927– 1929. Hún starfaði sem íþróttakenn- ari í Reykjavík frá 1929 til starfs- loka. Henni verður ekki lýst öðruvísi en sem atorkukonu. Hún átti stóran þátt í stofnun Íþróttafélags kvenna árið 1935 og var potturinn og pann- an í byggingu skíðaskála félagsins í Skálafelli sem enn stendur neðan við veginn sem liggur í átt að skíða- svæði KR. Unnur sást varla fara út úr húsi án þess að vera annaðhvort með skíði eða hnakk með sér enda hélt hún alltaf hesta hér í Reykjavík. Hún vílaði ekkert fyrir sér. Lagði sjálf parket á íbúð sem hún eignaðist við Háaleitisbraut, smíðaði bóka- skáp, bólstraði húsgögn og ryðvarði m.a.s. Citroën-braggann sinn sjálf. Þegar foreldrar mínir fluttu í sína fyrstu íbúð kom Unnur til að hjálpa og lakkaði gluggakistur og karma. Hún ferðaðist mikið bæði heima og erlendis, var mikill náttúruunnandi og gekk m.a. yfir landið þvert frá Akureyri til Reykjavíkur með tveim- ur samferðakonum. Eftir að hún kom heim frá námi kenndi hún dans og var fyrst til að nota tónlist við leikfimikennslu að mér er sagt. Til er ljósmynd af henni þar sem hún situr mitt í hópi ungra kvenna sem hún kenndi „lancier“ sem var einn þeirra dansa sem hún kenndi mest á þessum árum. Það átti sjálfsagt bet- ur við hana en að reyna að halda aga í stórum barnaskólabekkjum. Þegar hún fór austur á Egilsstaði á sumrin kenndi hún ungum frændsystkinum sínum dansa og mannasiði. Hún æfði þau í kurteisi með því að láta þau þéra afasystur sína sem bjó á heim- ilinu og á þá einn krakkanna að hafa sagt, „nei, ég fer nú ekki að þéra hana Rósu.“ Fyrir utan að reyna að ala börnin upp í góðum siðum eyddi hún sumrum við hestamennsku og veiðar. Hún riðaði sjálf net, lagði þau í Lagarfljót og reykti svo m.a.s. silunginn í reykingakassa sem hún útbjó sjálf og stóð úti á túni. Sumarið sem ég var fimmtán ára fékk ég vinnu í bóka- og snyrtivöru- búð Kaupfélags Héraðsbúa á Egils- stöðum og bjó hjá Unni og Ólöfu systur hennar. Áður en ég kom aust- ur sögðu frænkur mínar sem voru á svipuðu reki og ég við Unni að nú gæti ég farið með þeim á böllinn í sveitinni. Unnur svaraði að bragði að það yrði til lítils því ég hefði bara áhuga á hestum og bókum. Það var ekki alls kostar rétt, en þetta var eins og hún vildi hafa mig og hina krakkanna í fjölskyldunni. Hún lagði líka sitt af mörkum til þess. Eitt sinn þegar ég fór á ball höfðu hún og Olla áhyggjur af því að ég kæmi of seint heim og voru komnar að því að láta lögguna á Egilsstöðum sækja mig þegar ég birtist. Ég spurði þær hvernig löggann hefði átt að þekkja mig í sjón, aðkomumanneskjuna. Olla sem gat komist óborganlega að orði, sagði að það hefði ekki verið mikill vandi þar sem ég hefði verið í samfloti með þeim frænkum mínum Siggu Fanney og Ragnhildi og að þær væru „góðkunningjar lögregl- unnar.“ Unnur reyndi líka sitt til að mennta mig. Hún færði mér upp- hleypt Íslandskort í fermingargjöf til þess að ég lærði örnefni, eins og hún orðaði það. Auk þess gaf hún mér hálsmen sem hún hafði búið til úr silfurbergi úr Helgustaðanámu við Reyðarfjörð, en hún innréttaði herbergi heima hjá sér til að búa til silfurbergsskartgripi. Hún tók mig með sér í ófáa reiðtúra og mér er minnisstætt hvernig hún hálfsjötug konan arkaði um tún og klifraði yfir girðingar eins og ekkert væri til að ná í hestana. Þrátt fyrir reiðbuxur og reiðjakka var hún dömuleg með varalit, lakkaðar neglur og silki- slæðu bundna um ennið eins og Sim- one de Beauvoir. Hún ræddi við mig hugmyndir og málefni eins og við jafningja, en ef henni mislíkaði eitt- hvað gat hún verið fljót að rjúka upp. Þegar ég kom í heimsókn til hennar átti hún til að setja Mozart sem hún unni öðrum tónskáldum fremur á fóninn. Á heimili Ólafar naut ég góðs af bókasafni Sigríðar systur þeirra Unnar sem hafði verið bóksali og símstöðvarstjóri á Egils- stöðum. Bækurnar komu sér ekki síst vel þegar ég þurfti að kasta þeim þvert yfir herbergið sem ég deildi með Unni beint í rúmbrík hennar til að stöðva hroturnar sem héldu stundum fyrir mér vöku. Öll Egilsstaðasystkinin voru eft- irminnileg. Pétur trúði mér fyrir svörtum heimalningi þetta sumar. Ári síðar sagði hann mér aðspurður að ég hefði sprengt hann með ofeldi, og ég veit enn ekki hvort hann var að gantast eða ekki. Fjögur systk- inanna giftust ekki. Aldrei fannst mér gæta biturðar hjá Unni vegna þessa, nema síður væri. Ólöf systir hennar var falleg, viðkvæmnisleg kona með dökkt hár og glettnisleg brún augu og sá um vefnaðarvöru- deild Kaupfélagsins. Hún fylgdist með tísku, henni fannst mikið til „Jakúlínu Kennedy“ koma og hún setti ekki á sig varalit vegna þess að hún óttaðist að liturinn myndi draga úr æskuroða varanna. Um pabba minn sagði hún að hann væri falleg- astur allra systkinabarnanna og svo bætti hún við: „Hann er líka líkastur mér.“ Eins og Unnur var hún afar velviljuð. Hún sagði eitt sinn við mömmu mína sem var þá með fjögur lítil börn að hún ætti bara að flytjast suður, hjálpa henni með börnin og læra að verða smurbrauðsdama. Olla hefði viljað giftast, en á að hafa sagt um Unni systur sína að hún skildi vel að enginn giftist henni. Eg- ill bróðir þeirra kom líka austur á sumrin og fylgdi honum framand- legur blær. Hann hafði verið trúlof- aður baronessu sem hann kynntist á sænsku skemmtiferðaskipi þar sem hann var skipslæknir. Hann var langur, toginleitur og formlegur í framgöngu þegar hann spurði eftir „fröken Sigríði“ systur sinni. Sigríð- ur var allra uppáhald, ljúf, mild og tíguleg í upphlut hversdags og peysufötum spari. Eftir hana liggja gömul heillaóskasímskeyti sem hún skrautskrifaði þegar hún var sím- stöðvarstjóri. Krakkarnir sóttu mik- ið í Pétur sem hló hneggjandi hlátri og átti hesta sem hétu nöfnum eins og Köttur, Stjörnu-Fákur og Þriggjastjörnu-Fákur. Við höfðum minna af Sveini að segja, hann virt- ist hæglátari en hin systkinin og auk þess hafði pólitísk togstreita hleypt stífni í samband hans og afa um ára- bil. Maður fékk innsýn í liðna lífs- hætti bara við það að fara í bíltúr á sunnudegi með þessu fólki. Ég minnist þess er við fórum með þeim systrum og afa, sem var ævinlega kallaður Þorsteinn kaupfélagsstjóri þótt hann væri löngu kominn á eft- irlaun, að heimsækja fólk á Héraði sem hafði nýlega brunnið ofan af. Fjölskyldan sem hafðist við í bragga eftir húsbrunann beið okkar fyrir ut- an, heimasæturnar með rúllur í hári og slæður bundnar yfir, og inni beið okkar borð hlaðið tertum. Kynnin af þessari aldamótakyn- slóð opnuðu ekki einasta sýn á gamla tíma, heldur leið tíminn líka öðruvísi í návist þessa fólks. Allir þessir kaffitímar, morgunkaffi, eft- irmiðdagskaffi og kvöldkaffi, áttu þátt í því og svo gáfu þau sér oft tíma til að spila við mann á kvöldin. Unnur sjálf var ástríðufullur bridge- spilari. Hún hélt stundum spilakvöld heima hjá sér þar sem var raðað upp þremur eða fjórum borðum. Mér er sagt að henni hafi þótt karlmenn- irnir vera meira spennandi spila- félagar en konurnar því hún sóttist eftir að hafa karla sem makkera. Þarna var hún í essinu sínu, eins og í svo mörgu öðru sem hún tók sér fyr- ir hendur, alltaf heilshugar. Eftir að hún hætti að geta hugsað um sjálfa sig flutti hún, í fyrstu lítt fús, á elli- og hjúkrunarheimilið Droplaugar- staði þar sem hún naut góðrar umönnunar. Henni var vel sinnt af frændfólki sínu, einkum Jóni Þor- steinssyni, Áslaugu Pétursdóttur og Margréti Þorsteinsdóttur, og undi hag sínum brátt vel. Hún missti minnið smátt og smátt, en hélt lífs- þrótti og fagnaði fréttum og heim- sóknum. Ég held að fáir hafi glaðst innilegar yfir bronsverðlaunum frænku okkar Völu Flosadóttur á Ólympíuleikunum en einmitt Unnur. Hún hélt áfram að ferðast en nú bara í huganum og sagði manni oft að hún hefði verið á löngum ferða- lögum, allt suður að Karpatafjöllum. Dauðastríðið var stutt. Ég sé hana nú fyrir mér að njóta dásemda nátt- úrunnar, á hestbaki á leið inn í sól- arlagið. Sigríður Þorgeirsdóttir. Unnur frænka mín var yngst þeirra Egilsstaðasystkina. Hún náði hæstum aldri þeirra en vantaði þó áratug í að jafna metin við ömmu sína, Ólöfu Bjarnadóttur, sem var elst Íslendinga á sinni tíð. Það er langlífi í ættinni og Unnur náði því að taka þátt í rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á langlífi Íslendinga og þótti vænt um. Unnur var atorkumanneskja. Það þurfti engan smáræðis kjark til að drífa sig til Kaupmannahafnar þeg- ar hún var um tvítugt til náms í íþróttaskóla. Hún vissi hvað hún vildi, enda var viljinn hvass og dugn- aðurinn ódrepandi. Hún helgaði líf sitt upp frá því líkamsrækt og mann- rækt. Unnur hefur líklega kennt fleirum Íslendingum leikfimi en nokkur annar. Hún kenndi leikfimi í Austurbæjarskóla og víðar í hart- nær hálfa öld. Ég er enn að hitta konur sem minnast þess með þakk- látum huga að Unnur kenndi þeim leikfimi og sund. Starfið var henni köllun og hún gerði mikið til að halda við þekkingu sinni og færni og sótti námskeið er- lendis fram eftir öllum aldri. Hún var sjálf mikill íþróttamaður, gekk landshorna á milli og kleif hæstu fjöll, skíðamaður góður og beitti sér fyrir byggingu skíðaskála Íþrótta- félags kvenna og átti þar margar ánægjustundir með góðum félögum sínum. Unnur ólst upp við hesta og þegar aldur færðist yfir fór hún aftur út í hestamennskuna. Við fórum í marga reiðtúra og gætti hún þess vel að ég sprengdi ekki hestana og hafði oft orð á því að þetta væri Egilsstað- areið þegar henni þótti ég fara of greitt. Hún var líka alin upp við spil og spilaði lomber þegar á þurfti að halda, en annars átti bridge hug hennar allan og vann hún til fjölda verðlauna í þeirri íþrótt. Hún spilaði oft við okkur feðga, Þorstein bróður sinn og mig, og hafði gjarnan orð á því að við værum illa að okkur í þeirri íþrótt. Hún gat verið ansi stríðin, einlægur vinstrisinni og gerði grín að okkur framsóknar- mönnunum. Unnur átti fjölda annarra áhuga- mála, var listunnandi, átti falleg málverk, las mikið og átti gott bóka- safn, en líklega átti músíkin mest ítök í henni. Hún spilaði bæði og söng, var góð- ur píanóleikari og lék oft fyrir íbúana á Droplaugarstöðum eftir að hún flutti þangað fyrir áratug síðan, þá farin að heilsu. Hún spilaði jafnan jólalögin heima hjá okkur á aðfanga- dagskvöld og söng milliröddina. Það varð ekkert lát á músíkinni þegar hún kom síðast til okkar á jólunum þótt skrokkurinn væri bilaður, það þurfti bara að setja hana við píanóið, svo spilaði hún og söng 93 ára göm- ul. Hún átti sín uppáhaldsskáld; Mósart og Laxness voru hennar menn. Hún var þó alæta á klassíska músík og bókmenntir, las Norður- landamálin, ensku og þýsku og minnist ég þess að hún gaf mér og otaði að mér heimspekiritum kín- verskra og indverskra höfunda og fékk mig til að lesa Buddenbrooks eftir Thomas Mann sem mér fannst hálfgert torf. Unnur var með fádæmum ætt- rækin og leitaði heim til átthaganna á hverju sumri á meðan heilsan leyfði. Þegar ég man fyrst eftir fyrir sjötíu árum héldu þær heimili á Eg- ilsstöðum, Sigríður föðursystir mín, Margrét amma, Ólöf langamma og Rósa afasystir mín. Rósa var blind og bundin við rúmið og langamma bundin við hægindastólinn sinn en þær héldu báðar viti sínu og minni og voru margfróðar. Það var aðdá- unarvert hversu vel þeim ömmu og Siggu frænku var umhugað um Rósu og langömmu og hversu sam- band þeirra var innilegt. Alltaf var fullt af barnabörnum í kringum þær og aldrei var hastað á okkur þótt við ærsluðumst. Ég beið alltaf óþreyju- fullur eftir að komast uppyfir til þeirra á vorin og síðan biðum við öll eftir Unni frænku eins og vorkom- unni. Hún kom stundum gangandi alla leið að sunnan og það gustaði af henni. Eftir stríðið kom hún keyr- andi á litlum Morris og var þrjá daga á leiðinni. Ég fór einu sinni með henni og þurfti að ýta yfir fjall- garðana. Þá voru langamma og Rósa dánar og þær systurnar Sigríður og Ólöf héldu heimili á Egilsstöðum. Það var fallegt heimili og skrúðgarð- ur Siggu frænku var prýði staðarins. Unnur veiddi silung, Olla matbjó og Sigga frænka stjórnaði mild og blíð, elskuð og dáð af öllum. Gestrisni ríkti þar ofar öllu og alltaf var fullt af börnum. Unnur lét sér mjög annt um syst- ur sínar þegar heilsu þeirra hrakaði. Hún byggði sér íbúð í tvígang hér syðra, vann hörðum höndum við bygginguna, lagði sjálf parket og málaði. Nú voru systur hennar oft hjá henni og eftir að Sigríður dó sá Unnur um Ollu. Dugnaðurinn var alltaf sá sami og umhyggjan líka. Ættrækni hennar náði einnig til bræðrabarna hennar og barna þeirra og það var varla nokkuð til sem hún ekki vildi gera fyrir okkur. Og sama gilti um vini hennar og börn þeirra. Hún tók okkur Lovísu mína að sér þegar við giftum okkur á meðan ég var enn í skóla og lánaði okkur aðra stofuna í tveggja her- bergja íbúð sinni á Miklubrautinni. Ekki var umhyggja hennar minni þegar ég veiktist í upphafi háskóla- náms míns og var lagður inn á Vífils- staðaspítala sannfærður um að ég væri að deyja. Hún reyndist mér sem annað foreldri. Síðan var um- hyggja hennar fyrir mér og mínum hin sama til síðasta dags sem við Lovísa getum aldrei fullþakkað. Hvíli hún í friði. Jón Þorsteinsson. Margar góðar minningar koma í huga minn þegar ég sest og set á blað nokkur orð til að kveðja Unni Jónsdóttur, hana Núnu, mína gömlu vinkonu. Unnur fæddist og var upp- alin á Egilsstöðum á Fljótsdalshér- aði, systir Péturs, Sigríðar, Ólafar, Bergs, Sveins, Egils og Þorsteins. Þau voru öll fólk, sem í huga mínum, og ugglaust fleiri, setti sterkan svip á samtíð sína á Austurlandi. En Unnur fór ung að heiman til náms í íþróttakennslu og kenndi sitt fag alla tíð við Austurbæjarskólann. Móðir okkar systkinanna var lengi samkennari Unnar við Austur- bæjarskólann og kunningsskapur þeirra varð til þess, að við Valgerður systir mín, og þó kannski sérstak- lega ég, urðum þeirrar gæfu njót- andi að fá ung að kynnast Unni, kannski einmitt þegar við þurftum á styrk að halda í stundum dálítið erf- iðri bernsku. Umhyggja og væntum- þykja Unnar var einstök. Þegar for- eldrar okkar komust yfir íbúð við Lönguhlíð eftir nám í Svíþjóð, þá fékk Unnur sér íbúð í næsta húsi við Miklubrautina. Og ég naut tengsla hennar við Egilsstaði þegar eðlilegt þótti að senda ungan dreng í sveit. Sumrin þar urðu sex og í minning- unni sveipuð ljóma. Skíðaferðir á hverjum vetri voru sjálfsagðar, ávallt í skála Íþróttafélags kvenna við Skálafell en þar var Unnur ein af driffjöðrum í uppbyggingu og rekstri. Á kvöldum þar horfði ég á hana og fleiri spila brids og voru það fyrstu kynni mín af þessu ágæta spili. Auðvitað var það Unnur, sem kenndi mér á bíl. Þannig var, að eftir dvöl í Svíþjóð, skömmu fyrir 1950, flutti Unnur bíl með sér heim. Ford Anglía. Af mörgum bílferðum er mér ein sérstaklega minnisstæð. Frá Egilsstöðum til Reykjavíkur. Unnur ók. Margrét Pétursdóttir og ég farþegar. Vegir þá voru ekki sambærilegir við þá sem nú er þotið eftir og við vorum fulla fjóra daga á leiðinni. Fyrsta dagleiðin náði að Sænautavatni á Möðrudalsöræfum og var sofið þar í tjaldi. Eftir við- komu í Möðrudal og söng í kirkju með Jóni bónda þar var næst gist á Akureyri í næsta húsi við Nonnahús. Það þótti mér sérstakt en Nonna- bækurnar hafði ég lesið allar. Við tók dagleið í Miðfjörð, aftur sofið í tjaldi og síðan suður. Þarna brestur mig minni. Verið getur að síðasta dagleiðin hafi náð að Hafnarfjalli og þar höfð þriðja tjaldnóttin. Þetta var ferðalag, sem Unni var eðlislægt að gera að ævintýri í huga ungs sam- ferðafólks. Árin liðu og alltaf var Unnur ná- læg. Við Lilja stofnuðum okkar heimili og ekki leið á löngu þar til börnin fengu líka sinn skammt af umhyggju Unnar. Öll nutu þau sam- vista við hana. Bergur, Þóra Mar- grét, Bjarni Þór og Páll Ragnar deildu með henni tónlistaráhuga og njóta enn. Auðvitað muna þau þó best hestaferðirnar. En Unnur átti lengi hest hér í Reykljavík. Þytur hét hann, rauðleitur hestur, sem UNNUR JÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.