Morgunblaðið - 06.10.2001, Side 51
Göngu-
dagur fjöl-
skyldunnar
UNGMENNAFÉLAG Íslands,
LAUF – Landssamtök áhugafólks
um flogaveiki og Landsvirkjun
standa að Göngudegi fjölskyldunn-
ar nú um helgina.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, mun hefja gönguna kl.
12, sunndaginn 7. október í Þrast-
arskógi þar sem Ungmennasam-
band Kjalnesinga, Ungmennafélag
Selfoss og Umf. Vesturhlíð halda
sameiginlega göngu. Þá verður
gengið um Þrastarskóg við Sogið,
u.þ.b. 10 kílómetra austan við Sel-
foss.
Göngudegi fjölskyldunnar er ætl-
að að rækta fjölskyldubönd og
vekja athygli á hollri útiveru. Að
þessu sinni er honum einnig ætlað
að vekja athygli á flogaveiki og
málefnum tengdum þeim sjúkdómi.
Göngudagur fjölskyldunnar á sér
tveggja áratuga sögu innan ung-
mennafélagshreyfingarinnar og
mörg hundruð göngur voru haldnar
á níunda áratugnum.
Mæting er kl. 11.45 við söluskál-
ann sem stendur við Sogsbrú. Allir
velkomnir.
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 51
Í dag kveðjum við
ástkæra frænku okkar
Sigríði Elísdóttur.
Sigga frænka, eins og
við kölluðum hana allt-
af, var okkur ávallt mjög kær. Sigga
starfaði á Hlíðardalsskóla í fjölda-
mörg ár sem húsmóðir, í eldhúsi og
við hin ýmsu störf sem gera þurfti og
sinnti þeim af dugnaði. Hún starfaði á
þessum skóla í fjöldamörg ár en
breytti aðeins til þegar hún gerðist
ráðskona á heimili í Reykjavík í nokk-
ur ár en fór síðan á Hlíðardalsskóla
og vann þar síðustu starfsárin sín.
Þegar við systurnar vorum við nám í
þeim skóla starfaði hún þar sem hús-
móðir á stúlknavistinni og passaði
okkur stelpurnar vel og alveg sér-
staklega fyrir strákunum. Þegar við
systkinabörn hennar eignuðumst
okkar börn var hún þeim ætíð eins og
amma og þótti þeim öllum vænt um
Siggu og sóttu stíft til hennar þar sem
hún bjó á Hlíðardalsskóla og fengu
þau oft að dvelja hjá henni part úr
sumri og áttu þar mjög skemmtilegar
stundir. Hún var mjög þolinmóð og
góð við börnin, kenndi þeim margar
bænir, og hún hafði góðan aga á þeim.
Sigga var mjög trúuð kona og fróð
um ýmsa hluti og hafði oft frá miklu
að segja og margar sögur kunni hún
sem gaman var að hlusta á. Allur
söngur og hljóðfæraleikur heillaði
hana mjög og hafði hún mikinn áhuga
á því að við lærðum að syngja eða að
spila á hljóðfæri og áhuginn var mikill
á námi og starfi allra frændsystkina
hennar. Sigga var mjög nægjusöm
kona, hún var ánægð með allt sem
fyrir hana var gert og gaman var að
gleðja hana.
Við þökkum henni samfylgdina og
biðjum góðan guð að geyma hana.
Esther og Ágústa
Guðmundsdætur.
Nú hefur Sigríður Elísdóttir, eða
Sigga Elís eins og hún var kölluð, lok-
ið lífsgöngu sinni. Hún var fastur
punktur margra okkar sem námum
eða unnum við Hlíðardalsskóla. Ætli
flestir muni ekki ennþá eftir Siggu
með morgunlýsið sem hún svo stað-
fastlega hellti upp í nemendur?
Sigga var alltaf að, annað hvort á
stúlknavistinni, í borðstofu, eldhúsi
eða þvottahúsi. Enginn vinnuveitandi
hefur verið svikinn af þessari lág-
vöxnu og drífandi dugnaðarkonu sem
SIGRÍÐUR ESTER
ELÍSDÓTTIR
✝ Sigríður EsterElísdóttir fædd-
ist í Hafnarfirði 31.
mars 1912. Hún lést
á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja hinn 26.
ágúst síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Aðvent-
kirkjunni í Reykja-
vík 4. september.
var ekki að telja stundir
og mínútur þegar vinn-
an var annars vegar.
Umhyggjan, sem
hún bar fyrir velferð
annarra, var augljós.
Hún ávann sér virðingu
og hlýhug barna sem ól-
ust upp á skólanum.
Börnin okkar tala
ennþá um þegar Sigga
átti til að kalla staðar-
krakka inn í eldhús og
gauka að þeim góðgæti
eins og einhverju ný-
bökuðu. „Rúgbrauðið
hennar Siggu var besta
rúgbrauð sem við höfum nokkurn
tíma smakkað.“ Fá meðmæli eins lýs-
andi og sönn og meðmæli barna.
Það eru forréttindi að hafa þekkt
og unnið með Siggu. Hún var kona
sem vildi öllum vel. Samviskusemi og
trúmennska voru hennar aðalsmerki.
Hún sótti mikinn styrk í trúna og bíð-
ur nú upprisunnar, sem henni var svo
hugleikin.
Guð styrki og huggi ættingja og
vini Siggu heitinnar, sérstaklega þá
ungu frændur og frænkur sem hún
unni og annaðist svo vel.
Einar Valgeir Arason,
Karen Elizabeth Arason.
Elsku Sigga mín. Síðustu mánuðir
höfðu verið mjög erfiðir fyrir þig,
veikindin orðin svo mikil og langvar-
andi. Nú ertu sofnuð og þér líður
miklu betur, við getum reynt að
hugga okkur við það. Þú brýndir allt-
af svo vel fyrir okkur Bjarna bróður
að við myndum svo öll hittast þegar
Guð kæmi að sækja okkur. Þegar
mamma sagði Birni Inga að þú værir
sofnuð og hefðir skilið við okkur fór
hann að gráta og sagði „En mamma,
þá sé ég hana ekki aftur og mig lang-
ar svo...“ Þá fór mamma að reyna að
útskýra fyrir honum að við myndum
hittast aftur þegar Guð kemur að
sækja okkur. Þá sagði hann: „Já, en
mamma, það er bara svo ótrúlega
langt þangað til.“ Og svo fór hann
eitthvað að hugleiða þetta og sneri
sér svo við og fór að leika sér. Þannig
að við huggum okkur öll við að við
munum hittast aftur áður en langt um
líður. Við eigum líka góða minningu
frá síðasta skiptinu sem við fórum öll
saman í kirkju en það var á síðustu
jólum. Ég hringdi í mömmu og spurði
hvort þú kæmir ekki örugglega í
kirkju og mamma sagði að hún héldi
það ekki og ég sagði við mömmu að
það væru engin jól án þess að fara í
kirkju, þannig að við hringdum í góð-
an vin okkar, Jón William, og báðum
hann að hjálpa okkur. Hann var svo
elskulegur að gera það. Þú sast og
hlustaðir og varst mjög ánægð. Síðan
seinna um kvöldið komum við aftur
niður á spítala til þín og tókum mynd-
ir af okkur systkinunum og þér og þú
varst svo mikið að spá í hvernig hárið
væri, hvort það væri nógu fínt og svo
hlóstu bara. Ég er mjög ánægð með
að við tókum þig með í kirkju því þér
fannst svo gaman og þetta er minning
sem við eigum alltaf eftir að geyma í
hjarta okkar.
Það koma svo ótal margar minn-
ingar upp í hugann. Þú varst alltaf
mjög trúuð og fórst í kirkju á hverj-
um laugardegi þangað til heilsan
brást. Þú kenndir mér að trúa á Guð
og biðja. Við báðum alltaf bænirnar
áður en við fórum að sofa, þú kenndir
mér svo margar bænir en bænin sem
við báðum alltaf á hverju kvöldi er
Drottinn er minn hirðir og var hún
uppáhaldsbænin okkar. Svo oft á
kvöldin drógum við minnisvers og
lásum upp hvor fyrir aðra.
Svo sátum við oft hjá þér og þú
sagðir okkur sögur úr Hafnarfirðin-
um, þar sem þú ólst upp. Þú sagðir
mér hvernig þú lærðir að lesa og
skrifa, þegar þú varst að passa ömmu
Stínu. Þú talaðir líka svo mikið um
langömmu og langafa og bara hvern-
ig lífið var í gamla daga. Þú sagðir
mér frá Níls manninum þínum og litla
drengnum þínum. Ég sat alltaf stjörf
og hlustaði á sögurnar þínar og svo
spurði ég og spurði um hitt og þetta.
Einn dagur er mér mjög minnis-
stæður og það var 4. ágúst 1988, dag-
urinn sem Bjarni bróðir fæddist. Þú
komst alveg skælbrosandi til mín og
sagðir að það væri sex ára tannlaus
stelpa búin að eignast lítinn bróður og
svo tókstu utan um mig og við vorum
svo ánægðar. Þótt ég hafi bara verið
sjö ára man ég svo rosalega vel eftir
þessu, hvað þú varst virkilega ánægð
og brosið var fast.
Ég gæti endalaust talið upp minn-
ingarnar um þig því þær eru svo
margar skemmtilegar, þú varst svo
góð, vildir allt fyrir alla gera, passaðir
alltaf að öllum liði vel í kringum þig.
Þú varst bara yndisleg í alla staði.
Ég er mjög þakklát fyrir þær
stundir sem við áttum saman. Ég
kveð þig, elsku Sigga mín, með uppá-
haldsbæninni okkar:
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur
hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína
og í húsi drottins bý ég
langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Þín
Ída.
FRÉTTIR
Bridsfélag Reykjavíkur
Föstudaginn 28. september var
spilaður einskvölds Monrad Ba-
rómeter með þátttöku 18 para. Spil-
aðar voru 7 umferðir með 4 spilum
á milli para. Efstu pör voru:
Ómar Olgeirsson – Kristján Sigurðsson+72
Gísli Steingr. – Sveinn R. Þorvaldss. +35
Erla Sigurjónsdóttir – Sigfús Þórðarson
+27
Svavar Björnsson – Björn Svavarsson +17
Kristinn Þórisson – Páll Þórsson +15
Skor Ómars og Kristjáns jangild-
ir 66,1% sem er glæsileg skor og sú
hæsta í vetur á föstudagskvöldum. 9
pör tóku þátt í Verðlaunapottinum
og rann hann allur til Ómars og
Kristjáns, alls 4.500 kr.
4 sveitir tóku þátt í Miðnætur-
sveitakeppninni og varð sveit Bald-
urs Bjartmarssonar hlutskörpust
með 53 vinningsstig, einu stigi á
undan sveit Ísaks Arnar Sigurðs-
sonar. Með Baldri spiluðu Guðlaug-
ur Sveinsson, Árni Hannesson og
Alfreð Kristjánsson.
Á föstudagskvöldum BR eru spil-
aðir eins kvölds tvímenningar,
Mitchell og Monrad Barómeter til
skiptis. Spilurum er boðið að leggja
í Verðlaunapott í tvímenningnum og
að honum loknum geta spilarar
haldið áfram og tekið þátt í Miðnæt-
ursveitakeppni. Spilað er í félags-
heimili Hreyfils, Fellsmúla 26, 3.
hæð, með inngöngu frá Grensás-
vegi. Spilamennska byrjar kl. 19 og
eru allir spilarar velkomnir.
Hausttvímenningi BR lauk
þriðjudaginn 2. október. Mótið var
jafnt og spennandi og ekki ljóst með
niðurröðun í efstu sæti fyrr en í síð-
ustu setu. Halldóra Magnúsdóttir
og Soffía Daníelsdóttir urðu hlut-
skarpastar með +143 stig. Í öðru
sæti urðu Símon Símonarson og
Sverrir Kristinsson með +134 og í
þriðja sæti enduðu Haukur Ingason
og Sigurður B. Þorsteinsson.
Röð efstu para varð þessi:
Halldóra Magnúsd. – Soffía Daníelsd. +143
Símon Símonarson – Sverrir Kristinss.
+134
Haukur Ingas. – Sigurður B. Þorst. +123
Ragnheiður Nielsen – Hjördís Sigurj. +116
Daníel Már Sigurðss. – Stefán G. Stef.+112
Gylfi Baldurss. – Steinberg Ríkarðss. +111
Ísak Örn Sigurðsson – Ómar Olgeirsson
+92
Sverrir G. Krist. – Björgvin M. Krist. +76
Hæsta skor kvöldsins náðu:
Haukur Ingas. – Sigurður B. Þorst. +110
Daníel Már Sigurðss. – Heiðar Sigurj. +67
Una Árnadóttir – Jóhanna Sigurjónsd. +57
Halldóra Magnúsd. – Soffía Daníelsd. +53
Bryndís Þorsteinsd. – María Haraldsd. +37
Veitt verða glæsileg verðlaun fyr-
ir efstu 2 lokasætin og hæstu skor
hvers kvölds frá veitingastaðnum
Þrem Frökkum hjá Úlfari.
Næsta keppni félagsins er 3
kvölda Board A Match-sveita-
keppni. Tekið er við skráningu hjá
BSÍ, s. 587-9360 eða í tölvupósti,
keppnisstjori@bridgefelag.is.
Úrslit úr einstökum keppnum og
almennra upplýsinga um starfsem
félagsins er að finna á heimasíðu fé-
lagsins, www.bridgefelag.is
Aðalspilakvöld BR er á þriðju-
dögum. Spilamennska byrjar kl.
19.30 og er spilað í félagsheimili
Hreyfils, Fellsmúla 26, 3. hæð, með
inngöngu frá Grensásvegi.
BRIDS
U m s j ó n A r n ó r G .
R a g n a r s s o n
Athugasemd
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Sigur-
geiri Sigurðssyni, bæjarstjóra á Sel-
tjarnarnesi:
„Í Morgunblaðinu í dag (föstu-
dag) er frétt um tillögu er fulltrúar
Neslistans lögðu fram og samþykkt
var í bæjarstjórn Seltjarnarness um
landfyllingu við Norðurströnd á Sel-
tjarnarnesi í framhaldi af ætluðum
landfyllingum Reykjavíkurborgar
við Eiðsgranda.
Með fréttinni birtist mynd af
hugsanlegri landfyllingu sem virðist
vera a.m.k. 14–16 ha. (svipuð og
Valhúsahæð) að stærð en slík land-
fylling hefur ekki verið rædd í bæj-
arstjórn Seltjarnarness. Fulltrúar
meirihluta greiddu atkvæði með til-
lögu Neslista um að benda á svæðið
sem hugsanlegt athugunarsvæði,
sbr. hugmyndir um athugunarsvæði
við Suðurnes Skerjafjarðarmegin.
Engar athuganir hafa farið fram á
svæðinu en þar eru t.d. gamlar varir
og nokkur örnefni sem vert er að at-
huga nánar. Tilefni þessarar at-
hugasemdar er mynd sú er birtist
með fréttinni sem mér finnst líklegt
að sé komin frá Neslistanum, því
ekki er Morgunblaðið komið í land-
vinninga fyrir okkur Seltirninga.“
Aths. ritstj.
Vegna athugasemdar Sigurgeirs
skal tekið fram að kortið sem fylgdi
fréttinni er ekki komið frá Neslist-
anum. Það er unnið af kortadeild
Morgunblaðsins samkvæmt þeim
upplýsingum sem fram koma í sam-
þykkt bæjarstjórnar Seltjarnar-
ness.
Sögustund
í Borgar-
bókasafni
ÞEMA októbermánaðar í barna-
deildum Borgarbókasafns verður Ís-
lendingasögur í aðalsafni.
Jón Böðvarsson mun koma í að-
alsafn Borgarbókasafnsins í dag,
laugardag, kl. 14 og segja börnum og
fullorðnum frá Helgu Bárðardóttur
Snæfellsáss sem rak á ísjaka til
Grænlands. Sögustundir í aðalsafni
eru á sunnudögum kl. 14 og þriðju-
dögum kl. 10 og 13.30.
Opið hús í
Húnabúð
HÚNVETNINGAFÉLAGIÐ í
Reykjavík hefur opið hús í Húnabúð,
Skeifunni 11, sunnudaginn 7. október
kl. 13.30. Dagurinn er helgaður frú
Huldu Á. Stefánsdóttur frá Þingeyr-
um, fv. skólastýru Kvennaskólans á
Blönduósi. Guðmundur Þorsteinsson
frá Steinnesi hefur umsjón með dag-
skrá, sem er m.a. tónlistarflutningur,
einsöngur, leikur á harmonikku og
fleira, segir í fréttatilkynningu.
Allir velkomnir og aðgangur
ókeypis.
VERZLUNARMANNAFÉLAG
Reykjavíkur hefur afhent Krabba-
meinsfélagi Íslands ellefu milljóna
króna gjöf. Markmiðið er að efla leit-
arstarf Krabbameinsfélagsins með
því að aðstoða það við tækjakaup.
Tilefni þessarar mikilsverðu gjafar
er tvöfalt. Á þessu ári varð Krabba-
meinsfélag Íslands 50 ára og Verzl-
unarmannafélag Reykjavíkur 110
ára.
Magnús L. Sveinsson formaður
VR afhenti fulltrúum Krabbameins-
félagsins gjöfina við athöfn í Skóg-
arhlíð 8. Magnús sagði að fjárhæðin
miðaðist við eina milljón króna fyrir
hvern áratug sem VR hefur starfað.
Hann sagði að leitarstarfið væri mik-
ilvægt fyrir félagsmenn VR, ekki síð-
ur en aðra landsmenn. Að hálfu
Krabbameinsfélagsins var þakkað
fyrir þessa rausnarlegu gjöf og sagt
að Krabbameinsfélagið mæti mikils
þann hug sem VR sýnir leitarstarf-
inu og íslenskum konum með þess-
um hætti.
Frá afhendingu stórgjafar VR til Krabbameinsfélagsins, talið frá
vinstri: Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélagsins, Sigurður
Björnsson, formaður Krabbameinsfélagsins, Valgerður Jóhannesdóttir,
fjármálastjóri Krabbameinsfélagsins, Kristján Sigurðsson, yfirlæknir
leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins, Magnús L. Sveinsson, formaður
Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, og Gunnar Páll Pálsson, fjármála-
stjóri Verzlunarmannafélags Reykjavíkur.
VR gefur 11 millj-
ónir króna til að
efla leitarstarf
♦ ♦ ♦