Morgunblaðið - 06.10.2001, Blaðsíða 26
VIKULOK
26 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
VÍSINDAMENN eru að byrja að
ráða fram úr hinum flóknu
tengslum á milli arfbera, eða gena,
og atferlis, til þess að öðlast skiln-
ing á áfengissýki. Standa vonir til
að þetta leiði til áhrifaríkari með-
ferða er geti komið í veg fyrir of-
drykkju.
„Okkar bíður erfitt verkefni,“
sagði dr. Enoch Gordis, fram-
kvæmdastjóri Rannsóknarstöðvar í
ofdrykkju og áfengissýki í Banda-
ríkjunum [National Institute on
Alcohol Abuse and Alcoholism], í
fyrirlestri sem hann nýverið hélt í
Rockefeller-háskóla í New York,
þar sem fyrst var farið að gefa
meþódón við meðhöndlun heróín-
sýki á sjöunda áratugnum.
Gordis benti á að áfengi hafi
áhrif á alla skynnema í líkamanum
og sé því ólíkt öllum öðrum lyfjum
sem hægt sé að misnota. Alkóhól-
ismi er mjög algengur og nýleg at-
hugun á Johns Hopkins-sjúkra-
stofnunum í Baltimore leiddi í ljós
að einn af hverjum fjórum sjúkling-
um sem þar lágu höfðu veikst
vegna drykkju sinnar.
Hvaða arfberi ræður?
Ef áfengissýki getur verið arf-
geng, eins og rannsóknir á tvíbur-
um og fósturbörnum hafa hvað eftir
annað leitt í ljós, hvað er það þá ná-
kvæmlega sem gengur mann fram
af manni? Er um að ræða arfbera
sem stjórnar efninu dópamín sem
er í heilanum og hefur áhrif á það
hvernig maður upplifir nautn? Er
um að ræða arfbera sem gerir
suma einstaklinga síður, eða meira,
næma fyrir þeim sterku efnum sem
mynda alkóhól? Er um að ræða arf-
bera sem ræður því á hverju maður
hefur dálæti? Er um að ræða
blöndu af arfgengum þáttum og öfl-
ugum umhverfisþáttum?
Vísindamenn beina nú leit sinni
að arfberum sem breyta viðbrögð-
um heilans og myndu gera fólk
næmara fyrir áfengi. Líklega er
besta dæmið arfberi er nefnist
aldehyde dehydrogenase 2
(ALDH2). Í ljós hefur komið að um
það bil annar hver Japani hefur
gerð af þessum arfbera. Meðal
fólks sem hefur hann veldur eitt
glas af víni svo mikilli líkamlegri
vanlíðan að það vill ekki drekka.
Það roðnar í vöngum, hjartslátt-
urinn eykst og fólkinu verður flök-
urt. Eitt elsta mótefnið gegn áfeng-
issýki er antabus sem virkar á
ALDH2-arfberann.
„Öðrum hverjum Japana er eðli-
legt að vera í antabus-ástandi,“
sagði dr. David Goldman, einn
helsti vísindamaður Geðheilbrigðis-
rannsóknarstofnunar Bandaríkj-
anna. Hann hefur ásamt samstarfs-
fólki sínu varið mörgum árum í að
rannsaka arfbera í samfélögum þar
sem mikil hætta er á alkóhólisma
og bera kennsl á þá arfbera sem
hættan fylgir. Hver og einn arfberi
sem fundist hefur – alls rúmlega tíu
– hefur sérstök áhrif á heilann og
atferli, að sögn Goldmans. Samt er
niðurstaðan ætíð sú sama: Fólk
drekkur of mikið.
„Sumir drekka vegna þess að
þeir eru kvíðnir, aðrir vegna þess
að þeir eru hvatvísir,“ bætti Gold-
man við. Þessa dagana einbeitir
hann sér að arfbera er nefnist
COMT og er virkur í framhluta
heilans og er talinn ráða miklu um
hvatastjórnun. Goldman er einnig
að rannsaka arfbera sem stjórna
serótóníní, mikilvægu efni í heil-
anum sem ræður miklu um atferli
og tilfinningar.
Arfberar sem stjórna efnunum
dópamíni og endorfíni í heilanum
hafa einnig verið taldir tengjast
áfengis- og eiturlyfjafíkn. Ferli dóp-
amíns virkar á umbun og eflingu og
endorfín eru efni í heilanum er
vekja tilfinningu fyrir sælu og umb-
un.
Er áfengissýki óútreiknanleg
Það virðist oft vera allt að því
óvinnandi vegur að átta sig á áfeng-
issýki, eins og sumar rannsóknir
hafa leitt berlega í ljós. Í nýlegri
tilraun var dýrum, er höfðu öll
sams konar erfðauppbygginu, dreift
á rannsóknarstofur í Albany og
Portland í Bandaríkjunum og Ed-
monton í Kanada og þeim sem með-
höndluðu dýrin var kennt að gera
það á tiltekinn hátt. En í ljós kom
að þau dýr sem var gefið áfengi
hegðuðu sér öðruvísi en þau sem
gátu fengið sér það sjálf. Mismun-
andi arfberar voru virkir í þeim.
Dýrin sem var gefið áfengi drukku
meira í fyrstu. Dýrin sem fengu val
– frelsi – enduðu með því að drekka
meira.
„Það hefur grundvallaráhrif á
niðurstöðurnar hvernig áfengið er
gefið,“ sagði Gordis. „Við verðum
að taka það með í reikninginn.“
Arfgengir þættir
í alkóhólisma
New York. Los Angeles Times.
þeirra þekktustu eru
mjóhryggur eða háls-
liðir (brjósklos), úln-
liðsgöng og ölnargöng
við olnboga. Við brjósklos í
hrygg gengur hluti af liðþófa út
á milli hryggjarliða og þrýstir á
taug sem gengur út úr mænunni.
Þetta gerist oftast í mjóhrygg
eða hálshrygg með viðeigandi
sjúkdómseinkennum niður í fæt-
ur eða út í handleggi. Við úlnlið
liggja taugar út í hendi í sina-
göngum (úlnliðsgöngum) sem
stundum þrengjast og þrýsta á
taugarnar. Ölnartaug gengur
niður eftir handlegg, liggur í
skoru sem nefnist ölnargöng
fram hjá olnboga innanverðum
og stjórnar vöðvum í fram-
handlegg, hendi og fingrum auk
þess sem hún sér um húðskyn í
litlafingri og baugfingri. Ef við
rekum olnbogann í og fáum högg
á það sem er stundum kallað vit-
lausa beinið erum við að fá högg
á ölnartaugina og getum fengið
eins og rafstuð niður í litlafingur
og baugfingur. Ölnartaugin
stjórnar m.a. gripvöðvum litla-
fingurs, baugfingurs og stundum
löngutangar. Lýsing bréfritara á
einkennum sínum passar því
mjög vel við truflun á starfsemi
ölnartaugar vegna þrýstings á
ölnartaug við olnboga. Við þrýst-
ing á taug (taugaklemmu)
minnkar blóðrásin til taugarinn-
ar og hún fær ekki súrefni og
næringu og getur ekki losað sig
við úrgangsefni. Við þetta verður
truflun á starfsemi taugarinnar, í
mislangan tíma eftir því hversu
lengi þrýstingurinn stendur yfir.
Ef þrýstingurinn varir í meira
en 40 mínútur geta liðið margar
klukkustundir þangað til eðlileg
tilfinning og máttur eru komin í
Spurning: Spurning mín fjallar
um fyrirbæri sem mér er sagt að
sé kallað „taugaklemma“. Mér
skilst að taugaklemma geti verið
á ýmsum stöðum líkamans, en í
mínu tilviki er þróunin þannig að
4 dögum eftir skurðaðgerð fann
ég fyrir dofa í litla fingri og í
innanverðum baugfingri vinstri
handar. Þegar ég kom heim fór
dofinn vaxandi (allur litli fing-
urinn dofinn) og kom líka í fing-
ur hægri handar. Þó að ég
reyndi að vera eitthvað á stjái
heima kom það ekki í ljós fyrr
en ég fór að vinna eitthvað með
höndunum að máttur í fingr-
unum var skertur. Ég átti (og á
enn) bágt með að skera matinn
minn á diskinum, taka mat-
ardiskinn upp af borðinu, þrífa
mig eftir ferð á salernið, skrifa
(bæði með penna og á tölvu),
nota strokleður, snúa lykli í
smekklás, skrúfa frá (og fyrir)
krana, taka upp, halda á og nota
saumnál o.m.fl. Ég hef hreinlega
ekki fulla tilfinningu og ekki full-
an mátt í fingrunum hvað svo
sem ég er að gera.
Nokkru eftir heimkomuna af
sjúkrahúsinu fór ég í taugaleiðni-
próf sem mér var sagt að hefði
sýnt taugaklemmu í báðum oln-
bogum. Mér leikur því forvitni á
að vita hvort þú getir frætt mig
um orsakir svona fyrirbæris og
hugsanlega lækningu. Eru dæmi
um að svona klemma læknist eða
lagist af sjálfu sér? Ef svo, á hve
löngum tíma? Eru dæmi um að
hægt sé að laga þetta með sér-
stökum æfingum? Eða er jafnvel
hugsanlegt að dofinn og aflleysið
geti orðið varanlegt?
Svar: Það er rétt að tauga-
klemma getur orðið á ýmsum
stöðum líkamans og nokkrir
handlegginn og eftir margra
klukkustunda taugaklemmu geta
liðið margir mánuðir þar til allt
er komið í eðlilegt horf. Það er
einkum tvennt sem getur
klemmt ölnartaug, í fyrsta lagi ef
legið er á bakinu með hendur
niður með síðum eða ef legið er
á handleggnum og í öðru lagi ef
olnboginn er krepptur mikið eins
og þegar talað er í síma. Með-
ferð er helst fólgin í því að forð-
ast að kreppa olnbogann og ann-
að sem getur klemmt taugina og
ef það dugir ekki er oft gripið til
skurðaðgerðar. Sumum finnst
gott að nota hólka, sem fást í
apótekum og íþróttabúðum, en
þeir hindra mikla beygju á oln-
boga og hægt er að fá hand-
frjálsan búnað á símann. Ým-
islegt annað getur gert sama
gagn. Skurðaðgerðir eru af ýms-
um gerðum en ganga flestar út á
það að færa taugina um set við
olnbogann eða taka hluta af
beininu sem getur þrýst á taug-
ina. Eftir slíkar aðgerðir líða oft
4–5 mánuðir þar til grip byrjar
að styrkjast en vöðvar í fingrum
og húðskyn fer oft ekki að lagast
fyrr en eftir 1–2 ár. Þetta getur
tekið enn lengri tíma hjá þeim
sem eru farnir að eldast, við
þekkjum engin ráð til að flýta
fyrir og í verstu tilfellunum næst
ekki fullur bati. Það er því mikið
í húfi að koma í veg fyrir alvar-
lega taugaklemmu.
Hvað er taugaklemma?
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Lesendur Morgunblaðsins geta spurt
lækninn um það sem þeim liggur á hjarta.
Tekið er á móti spurningum á virkum dög-
um milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100
og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok.
Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent
fyrirspurnir sínar með tölvupósti á net-
fang Magnúsar Jóhannssonar:
elmag@hotmail.com.