Morgunblaðið - 06.10.2001, Qupperneq 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 43
✝ Magnea SigríðurBergvinsdóttir
fæddist á Svalbarðs-
eyri hinn 26. febrúar
1917. Hún andaðist á
Hraunbúðum í Vest-
mannaeyjum 1. októ-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Sumarrós Magnús-
dóttir, ráðskona frá
Efri-Vindheimum í
Þelamörk, f. 1. ágúst
1889, d. 18. ágúst
1974, og Bergvin Jó-
hannsson, farkenn-
ari frá Gautssöðum á
Svalbarðsströnd, f. 21. júní 1882,
d. 11. janúar 1965. Eftirlifandi
bræður hennar eru: Jón, f. 12. okt.
1925, býr í Vestmannaeyjum, og
Haukur Berg, f. 12. sept. 1929, býr
nú á Spáni. Látin eru, Jóhann Frið-
berg, f. 2. jan. 1913, Sigrún, f. 20.
ágúst 1914, Helgi, f. 26. ágúst
1918, Jón Pétur, f. 1921, dó korna-
barn, Björn, f. 11.11. 1923, Harald-
ur, f. 28. apríl 1928.
Hinn 13. ágúst 1938 giftist
Magnea Oddi A. Sigurjónssyni
skólastjóra, f. 23. júlí 1911, d. 26.
mars 1983. Árið 1938–’39 fluttu
þau til Neskaupstaðar, þar sem
Oddur fékk stöðu skólastjóra við
gagnfræðaskóla Norðfjarðar, en
einnig stofnaði hann þar Iðnskóla
árið 1942 og kom á fót námi í skip-
og vélstjórn. Á Norðfirði fæddust
Þorsteinn Geirsson og eiga þau
tvær dætur. Sigrún, maki Jóhann
Jóhannsson og eiga þau tvö börn.
Sunna, sambýlismaður Ívar Sigur-
jónsson. Hrafn Óskar, stýrimaður í
Vestmannaeyjum, sambýliskona
Friðrikka Svavarsdóttir. Barn
þeirra er Lind. Börn Friðrikku frá
fyrra hjónabandi og fóstursynir
Hrafns, Björgúlfur Stefánsson.
Hlynur Stefánsson, maki Unnur
Sigmarsdóttir og eiga þau þrjú
börn. Svanbjörg, kennari í Vest-
mannaeyjum, f. 5.okt. 1951, maki
Sævaldur Elíasson. Börn þeirra
eru Hörður, sambýliskona Hulda
Birgisdóttir. Hildur. Hrafn, sam-
býliskona Helga Björg Garðars-
dóttir. Lea, hjúkrunarforstjóri í
Vestmannaeyjum, f. 27. sept. 1955.
Barn hennar og Inga Rúnars Eð-
valdssonar er Sigurlaug Birna
Leudóttir.
Árið 1960 fluttu þau Magnea og
Oddur í Kópavoginn. Þar starfaði
Magnea um tíma á Fæðingarheim-
ili Kópavogs, sem matráðskona og
síðan í Víghólaskóla hjá Oddi
manni sínum, einnig sem matráðs-
kona. Í Kópavogi bjuggu þau til
1978, þegar þau fluttu til Vest-
mannaeyja, en þá bjuggu fjögur af
sex börnum þeirra þar. Eftir and-
lát Odds flutti Magnea aftur í
Kópavoginn, fyrst í þjónustuíbúð
við Sunnuhlíð, síðan á Hjúkrunar-
heimilið Sunnuhlíð, en árið 1994
útskrifaðist hún þaðan og flutti
með yngstu dóttur sinni og dóttur
hennar til Vestmannaeyja.
Útför Magneu fer fram frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum í
dag og hefst athöfnin klukkan
10.30.
börn þeirra. Magnea
var heimavinnandi
húsmóðir enda mikil
vinna og í mörg horn
að líta við að sauma
allar flíkur á sex börn.
Hún var mjög fé-
lagslynd og spilaði
mikið bridge og
keppti hún í tvímenn-
ingi ásamt manni sín-
um.
Börn Magneu og
Odds eru: Rósa Ingi-
björg, stöðvarstjóri Ís-
landspósts, Kópavogi,
f. 10. febr. 1940, sam-
býlismaður hennar er Sigurður
Sigvaldason. Börn hennar og Guð-
mundar Bjarnasonar eru: Oddur
Magni, maki Auður Finnbogadótt-
ir og eiga þau tvo syni og hún son
af fyrra sambandi. Hólmar, látinn.
Hólmar Ingi, sambýliskona Tina
Dalun og á hann tvö börn frá fyrra
hjónabandi. Elma Bjarney, maki
Þorgils Björgvinsson og eiga þau
einn son. Jóhann Bergvin, skip-
stjóri í Vestmannaeyjum, f. 22.
apríl 1943, maki María Friðriks-
dóttir. Börn þeirra: Lúðvík. Magn-
ea, maki Daníel Lee Davis og eiga
þau tvö börn. Haraldur, maki
Hrefna Óskarsdóttir og eiga þau
tvo syni. Guðmundur Magnús,
skólastjóri í Kópavogi, f. 22. apríl
1943, maki Sóley Stefánsdóttir.
Börn þeirra eru: Stefanía, maki
Elsku mamma. Þá er þessu stríði
þínu lokið. Sem betur fer var það
ekki mjög langt og erfitt á þessum
lokakafla en engu að síður voru úr-
slitin alveg ótvíræð. Vissulega skipt-
ust á skin og skúrir í lífi þínu en þó
vitum við að sólargeislarnir hafa ver-
ið miklu fleiri. Við börnin þín eigum
margs að minnast og þær minningar
munum við geyma með okkur.
Kannski eru okkur efst í huga æsku-
árin austur á Norðfirði en þar fædd-
umst við öll. Þið pabbi höfðuð ekki úr
miklum fjármunum að spila en ykk-
ur tókst að búa okkur gott og heil-
brigt heimili sem við trúum að hafi
reynst okkur góður vegvísir á lífs-
leiðinni. Þú varst „bara húsmóðir“,
sem þýðir á nútímamáli að þú varst
alltaf heima og stjórnaðir heimilis-
haldinu. Við minnumst þess líka að
þér fannst það sjálfsagður hlutur að
um leið og við gátum tekið til hendi
fengjum við, hvert okkar, ákveðin
verkefni á heimilinu. Þetta þótti á
þeim tíma afar sérstakt og oft feng-
um við háðsglósur frá jafnöldrum
okkar þegar við þurftum að ljúka við
heimilisverkin áður en við fórum út
að leika okkur. Mamma, þú varst að
mörgu leyti harður húsbóndi og okk-
ur er ofarlega í minni hve þú varst
hörð á að við kæmum inn á réttum
tíma á kvöldin. Þar þýddi ekkert að
koma inn rúmlega níu ef þú ákvaðst
að útivistin gilti til níu. Ef slíkt gerð-
ist, sem vissulega gat gerst í hita
leiksins, var því svarað af þinni hálfu
með útivistarbanni kvöldið eftir. Við
kunnum lítt að meta þetta á þessum
árum, en kannski hefur þetta kennt
okkur ýmislegt um að stundvísi er
dyggð, sem því miður virðist vera á
undanhaldi í okkar þjóðfélagi í dag.
Þótt oft hafi gustað um pabba fyrir
austan vegna afskipta hans af póli-
tíkinni í Neskaupstað, þá áttuð þið
þar stóran vinahóp, og við vitum að
það hefur ekki síst verið þér að
þakka. Þú varst mjög félagslynd og
heimilið var opið öllum ykkar mörgu
vinum og kunningjum enda voruð
þið pabbi höfðingjar heim að sækja.
Árin okkar austur í Neskaupstað
voru síðustu árin sem fjölskyldan
bjó öll saman því um leið og þið
pabbi fluttuð í Kópavoginn fóru elstu
börnin í ýmsar áttir en hin yngri
voru áfram hjá ykkur. Þetta er að
sönnu lífsins gangur en þrátt fyrir
það áttum við öll alltaf visst athvarf
heima hjá ykkur pabba. Í Kópavogi
tókst þú upp siði nútímakonunnar og
byrjaðir að vinna utan heimilisins.
Fyrst á fæðingarheimilinu hjá Jó-
hönnu Hrafnfjörð, sem matráður og
síðar sem matráður í Víghólaskóla.
Skömmu eftir að pabbi hætti sem
skólastjóri fluttuð þið til Vestmanna-
eyja, þar sem fjögur barnanna ykkar
búa. Því miður áttuð þið pabbi ekki
mörg árin saman í Eyjum, en hann
dó árið 1983. Okkur krökkunum var
það ekki ljóst fyrr en þá hve þið vor-
uð í rauninni samrýnd og gátuð illa
verið án hvort annars. Þú hafðir
misst þinn besta vin og okkur fannst
alltaf að þú gætir með engu móti
sætt þig við þann missi. Þú misstir
heilsuna um tíma og okkur fannst
sem við hefðum misst þig, en svo
birti til í þínu lífi og þú áttir nokkur
góð og vonandi skemmtileg ár. Þar
áttir þú örugglega Leu systur okkar
mest að þakka en hún á heiður skil-
inn fyrir hve vel hún hugsaði um þig
síðustu árin. Við systkinin þökkum
þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir
okkur og vonandi líður þér vel í nýj-
um heimkynnum.
Rósa, Bergvin, Guðmundur,
Hrafn, Svanbjörg og Lea.
Amma á Skjólbraut var ekki eins
og aðrar ömmur. Þegar hún fór út úr
húsi var hún alltaf smekklega klædd,
með alla skartgripina og uppsett
hár. Hún fylgdist vel með nýjustu
tískunni og svaf með svæfil og silki-
slæðu til að rugla ekki greiðslunni.
Hún var með fallegar hendur og vel
snyrtar neglur og þegar Christian
Dior kom með rauða litinn í varalit
og naglalakki greip hún það glóð-
volgt ásamt bláa augnskugganum og
var þetta hennar aðalsmerki allt til
dauðadags. Önnur förðun kom ekki
til greina. Það var ekki út af engu
sem við systur kölluðum hana ömmu
Dior, ekkert annað var nógu gott
fyrir glæsilega konu.
Hún fylgdist ekki eingöngu vel
með tískunni, heldur einnig fréttum,
fjölskyldunni og því sem var að ger-
ast í dægurlagaheiminum. Hún var
óspör á að taka lög upp úr útvarpinu
sem henni fundust skemmtileg svo
hún gæti spilað þau oftar. Í eldhús-
inu fannst henni best að vera með
vatnsglasið, sígarettuna í svarta
munnstykkinu og með fullt af fólki í
kringum sig.
Hún var listakokkur, bjó til bestu
fiskibollurnar í bænum, með miklum
lauk og gulu kryddi, það varð jú að
vera bragð að matnum. Sódakakan
með góða kreminu er ógleymanleg
og amma lumaði yfirleitt á einni í
frysti. Fyrir jólin fékk hún okkur
barnabörnin til að hjálpa sér að baka
og þá voru uppskriftirnar margfald-
aðar. Eftir allt umstangið skyldu all-
ir hjálpast að við að ganga frá og þar
stjórnaði hún harðri hendi. Einni
okkar fannst nóg um og sagðist ekki
nenna að hlusta á „röflið“ í þessari
kerlingu og vildi fara heim. – Nokk-
uð sem gerði hana kjaftstopp þar
sem ekkert barnabarnanna þorði að
andmæla henni. Amma hafði húmor
fyrir þessu og minntist oft á þetta í
seinni tíð.
Ef okkur hlotnaðist sá heiður að
vaska upp mávastellið þurftum við
að meðhöndla það með ýtrustu nær-
gætni og ganga varlega að skápnum
þar sem stellið var geymt.
Hún hafði þann sið að þegar mat-
urinn var á annað borð kominn á
diskinn skyldi hann kláraður, að
leifa mat var bannað í hennar eld-
húsi.
Við vorum alltaf velkomnar með
vinkonurnar með okkur eftir sund á
Skjólbrautina í alþýðubrauð með
sultu eða normalbrauð með smjöri
þar sem allir þurftu að borða skorp-
una þar sem hún styrkti tennurnar
svo vel.
Við erum sammála um að blátt
hafi verið í miklu uppáhaldi hjá
ömmu. Þegar amma og afi fluttu á
Hólagötuna var ávallt gist í bláa her-
berginu, hún var ógleymanleg á
þjóðhátíð með bláa hattinn og svo
var Undir bláhimni uppáhaldslagið
hennar.
Hún var mikil þjóðhátíðarkona og
hennar mottó var að koma síðust úr
dalnum. Hún var hrókur alls fagn-
aðar, glæsileg kona og þannig mun-
um við minnast hennar.
Við kveðjum elskulega ömmu okk-
ar með þakklæti og virðingu.
Stella, Sigrún og Sunna.
Jæja, amma mín, þá er samvistum
okkar lokið, a.m.k. í bili. Á svona
stundu leitar hugurinn aftur í tím-
ann. Ef ekki hefði verið fyrir árvekni
þína og skynsemi hefðu afleiðingar
veikinda, sem komu upp hjá mér
nokkurra daga gömlum geta orðið
mun alvarlegri; jafnvel á ég þér líf-
gjöf að þakka. Fyrir það fæ ég þér
aldrei fullþakkað. Ég held þó, amma,
að ég geti sagt með góðri samvisku,
að þú hafir verið nokkuð lánsöm í
þessu lífi, þó vissulega hafi á stund-
um blásið á móti eins og jafnan og
ekki allt fallið einsog þú vildir. Fáir
voru glaðari á góðri stund en þú. Þó
minningarnar um þig séu margar
verður umgjörðin, sem þú skapaðir
fjölskyldunni fyrstu dagana eftir að
við þurftum að yfirgefa heimili okk-
ar vegna eldanna á Heimaey í janúar
1973, mér ógleymanleg. Það er
meira en að segja það að fá yfir sig
slíkan hóp; hóp sem sjaldan læðist
með veggjum, og skapa honum um-
hverfi einsog þú gerðir; umhverfi
sem gerði það að verkum að maður
fékk á tilfinninguna að við værum í
tímabundnu leyfi en ekki á flótta
undan náttúruhamförum. Þá var
ómetanlegt að finna skjólið á Skjól-
brautinni í Kópavoginum og finna
um leið hversu fjölskylduböndin eru
sterk þegar á reynir. Þar skipti nær-
vera þín miklu. Eftir þetta fannst
mér ætíð sem Skjólbrautin væri mitt
annað heimili meðan þið afi bjugguð
þar. Fyrir það vil ég þakka. Þegar ég
nú sest niður til að setja hinstu
kveðju á blað er margt sem kemur
upp í hugann. Þau myndbrot eiga
það öll sammerkt að draga fyrst og
fremst upp mynd af manneskju sem
var trú og traust; trú fjölskyldu sinni
og vinum, sem jafnan mátti leita til
þegar þannig á stóð. Slíkir mann-
kostir eru ómetanlegir. Með þessum
fáu og fátæklegu orðum vil ég þakka
þér fyrir allt, amma mín.
Erindi úr ljóðinu Sól eftir Stefán
Hörð Grímsson:
En mynd af bjartleitu blómi
við brjóst mitt ég fel.
Hún er angur míns hjarta
og hlátur lífs míns.
Lúðvík Bergvinsson.
Elsku amma. Ég vil þakka þér
fyrir góðu árin sem þú áttir með
okkur mömmu í Vestmannaeyjum.
Þú varst svo góð að passa mig þegar
mamma var að vinna, ég var heppin
að hafa ömmu alltaf heima hjá mér
og alltaf var hægt að leita til þín ef
eitthvað bjátaði á. Gaman var þegar
við fórum saman til Portúgal og þú
varst allt í einu orðin amma allra
sem voru í sömu ferð. Við sungum
saman og skemmtum okkur vel. Þú
kenndir mér svo margt og ég gleymi
þér aldrei.
Ég veit að núna líður þér vel og þú
ert komin til Odds afa og hann pass-
ar þig fyrir okkur.
Kær kveðja.
Þín ömmustelpa,
Sigurlaug Birna.
Elsku langamma. Ekki sáumst við
oft, vegna þess að þú varst í Vest-
mannaeyjum og við í Kópavogi.
Samt hittumst við alltaf þegar við
fórum til Eyja til að keppa á pæju-
mótinu. Á jólunum fengum við alltaf
heimatilbúnar gjafir frá þér og
fannst manni alltaf jafn skrítið
hvernig þú hefðir búið þessar gjafir
til. Oft fylgdu með gjöfunum pen-
ingar og súkkulaði.
Alltaf hugsaðir þú mikið um útlitið
og varst alltaf með lakkaðar neglur
og uppsett hár. Ég man þegar við
hittum þig úti í Portúgal og þú varst
orðin brún og sæt. Þá var það fyrsta
sem þú sagðir: „Er ég ekki fín og
sæt?“ Hárið var orðið ljóst og húðin
brún, neglurnar rauðar og andlitið
málað í Dior. Þetta fannst þér topp-
urinn!
Vertu sæl, elsku langamma, og
takk fyrir allt.
Þínar
Íris Hrund og Sóley.
Vorið 1946 kom ég fyrst á heimili
þeirra Odds og Magneu. Það var
austur á Norðfirði. Oddur var þar
skólastjóri. Börn þeirra voru að fæð-
ast þessi árin. Móðir mín var ljós-
móðir í héraði. Hún tók á móti börn-
unum og fylgdist síðan með þroska
þeirra og uppvexti. Með tímanum
varð hún eins og ein af fjölskyldunni.
Eftir rösklega tuttugu ára dvöl á
Norðfirði varð Oddur skólastjóri í
Kópavogi. Því embætti gegndi hann
þar til hann náði eftirlaunaaldri. Þá
fluttust þau hjón til Vestmannaeyja.
Oddur lést vorið 1983.
Þegar þessi góðu hjón eru nú bæði
horfin af sjónarsviðinu sækir að
svipþyrping liðinnar aldar. Bæði
báru þau mikla persónu. Samtaka
voru þau í gestrisni og hjálpsemi við
nauðstadda. En þau voru skemmti-
lega ólík. Oddur var þéttur á velli og
þéttur í lund, hafði ákveðnar skoð-
anir á mönnum og málefnum og stóð
jafnan fast á sínu. Fornar dygðir
voru runnar honum í merg og bein.
Ádráttur hans var traustari en lof-
orð annarra. Hann var í eðli sínu
baráttumaður og naut þess að takast
á við erfið verkefni. Á Norðfjarðar-
árunum áttu stjórnmálin hug hans
næst á eftir velferð skólans. Hann
var jafnaðarmaður að hugsjón og
fylgdi Alþýðuflokknum.
Með glaðværð sinni og fágaðri
framkomu brá Magnea léttum og
frjálslegum svip yfir heimilislífið.
Hún var mikil og góð húsfreyja.
Heimili hennar stóð opið hverjum
þeim sem þangað leitaði. Og þangað
áttu margir erindi, háir og lágir, auk
allra hinna sem komu í erindisleysu
til að þiggja veitingar og njóta sam-
vista við heimafólk. Aldrei var farið í
manngreinarálit. Magnea hafði sér-
stakt lag á að umgangast fólk á öll-
um aldri og af öllum stigum. Þótt
annríkið við heimilisstörfin væri
bæði fjölbreytilegt og tafsamt gaf
hún sér nær ótakmarkaðan tíma til
að samneyta fólki, hlusta á aðra,
vera með öðrum. Engum var svo
dimmt fyrir augum að hann kæmi
ekki auga á björtu hliðarnar í návist
hennar. Meðan þau hjónin áttu
heima á Norðfirði gustaði stundum
um mann hennar í pólitíkinni. Þeir
vindar komu henni aldrei úr jafn-
vægi. Hún uppfyllti í hvívetna kröfur
tíðarandans til að bera sæmdarheit-
ið dama. Allt var það henni áskapað
og eðlilegt.
Magneu var gefinn mikill lífs-
þróttur og mikið starfsþrek. Hún
kunni að meta góðar veigar þegar
það átti við, veitti öðrum vel en gætti
sjálf hófs. Hún tók lífsnautn fram yf-
ir meinlæti og reykti sígarettur að
hætti sinnar kynslóðar. Þegar gesta-
boðum á heimili hennar lauk, en þau
gátu staðið nokkuð lengi, tók hús-
freyjan þegar til við uppþvott og
ræstingu og unni sér ekki hvíldar
fyrr en hver hlutur var aftur á sínum
stað og hvert rykkorn var á braut úr
stofum, eldhúsi og anddyri og allt
fágað og fægt. Útliti sínu, glaðlyndi
og góðri heilsu hélt hún fram undir
hið síðasta er kraftar hennar tóku
loks að þverra með hækkandi aldri.
Hún lifði vel og lengi og hvarf á
braut í fullri sátt við guð og menn.
Erlendur Jónsson.
MAGNEA
BERGVINSDÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við
eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa
skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein-
ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu
tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og
Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
Birting afmælis- og
minningargreina