Morgunblaðið - 06.10.2001, Side 59
90 ÁRA afmæli. 8. októ-ber nk. verður ní-
ræður Ólafur Beinteinsson
verslunarmaður, Hvassa-
leiti 58, Reykjavík. Í tilefni
þess tekur Ólafur á móti
fjölskyldu sinni, vinum og
vandamönnum í Skíðaskál-
anum í Hveradölum á morg-
un 7. okt. kl. 16–19.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 59
DAGBÓK
Bjarni Jónsson, listmálari,
sýnir nú í annað sinn á árinu
í Eden, Hveragerði,
vegna forfalla. Sýningin stendur
frá 27. sept. til 14. okt.
Nýjar vörur
Heilsárskápur
Ullarkápur, stuttar og síðar
Stuttir kanínupelsar
Ódýrir gervipelsar
Úlpur — Jakkar
Hattar — Húfur
Silki — Sjöl — Slæður
Kr. 21.900
Kamel
Grátt
Svart
Mörkinni 6, 108 Reykjavík,
sími 588 5518
Opið laugardag kl. 10-15
Bæjarlind 6, sími 554 6300
www.mira.is
Við erum 6 ára
20%
afmælisafsláttur
alla helgina
Opið laugardag kl. 11-16, sunnudag kl. 13-16
Árnað heilla
100 ÁRA afmæli. Nk.mánudag, 8. októ-
ber, verður 100 ára Jóhanna
Jónsdóttir frá Leirubakka í
Landsveit. Af því tilefni tek-
ur hún á móti ættingjum og
vinum á Hrafnistu, Reykja-
vík, kl. 15–17 á morgun,
sunnudaginn 7. október.
70 ÁRA afmæli. Ámorgun, 7. október,
er sjötugur Erlingur Bjarni
Magnússon sölumaður, Sól-
heimum 28, Reykjavík.
Hann, ásamt börnum sínum,
tekur á móti ættingjum og
vinum í samkomusalnum
Kirkjulundi 6–8, Garðabæ,
kl. 16–19 á afmælisdaginn.
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
VOG
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert djarfur og dugandi
og gengur vel þegar þú fæst
við það sem þú hefur
lifandi áhuga á.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það getur hjálpað að bera
málin undir aðra, þegar allt
virðist hafa siglt í strand. Þú
mátt samt vita að lausnin er
mest undir þér komin.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú átt það alveg skilið að
lyfta þér upp, ef þú bara
gætir þess að hóf er best á
hverjum hlut. Leyfðu öðrum
að deila ánægjunni með þér.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Láttu aðra ekki komast upp
með það að svara þér meira
eða minna út í hött. Vertu
ákveðinn en kurteis og hættu
ekki fyrr en svörin fást.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú átt hvergi að láta deigan
síga í starfi þínu fyrir þína
nánustu. Þú mátt ekki setja
þá í óþolandi aðstöðu með
kæruleysi og aðgerðarleysi.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Talaðu svo skýrt að enginn
þurfi að velkjast í vafa um
ásetning þinn. Gættu þess að
gera alls ekkert að óathug-
uðu máli á peningasviðinu.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú hefur ekkert upp úr því
að viðurkenna ekki valdsvið
yfirmanna þinna. Reyndu
frekar að vinna svo að þeir
geti ekki annað en viður-
kennt þig.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú skalt undirbúa alla hluti
vandlega og gæta þess að
þótt ekki fari allt eins og þú
helst kýst þá sé borð fyrir
báru svo enginn skaðist af.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Láttu aðra ekki misnota alúð
þína og umhyggju. Þú þarft
líka að læra að verja sjálfan
þig fyrir ósanngjörnum
ágangi ófyrirleitinna aðila.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Gamall vinur skýtur upp
kollinum og þótt þér finnist
óþægilegt í fyrstu að vera
minntur á eitt og annað úr
fortíðinni skaltu láta sem
ekkert sé.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú þarft að vera á varðbergi
svo þú missir ekki af tæki-
færum til að bæta aðstöðu
þína. Vertu samt ekki of
ákafur, því það getur virkað
neikvætt.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú ættir að gera eitthvað til
þess að brjóta upp vana-
bundinn daginn. Það þarf
ekki svo mikið til þess að til-
breytingin létti þér lífið til
muna.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Reyndu að skilja þá sem
segjast ekki skilja hvað þú
vilt. Breyttu svo máli þínu
svo allir geti séð hvert þú ert
að fara. Sýndu mikla þolin-
mæði.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
HVERNIG á að spila þrjú
grönd? Hermann Lárusson,
einn af bikarmeisturunum í
sveit Orkuveitu Reykjavík-
ur, lagði þessar tvær hend-
ur á borðið:
Norður
♠ G2
♥ ÁK5
♦ DG1032
♣ ÁG4
Suður
♠ Á1073
♥ 10962
♦ Á9
♣ 982
Spilið kom upp í úrslita-
leik bikarkeppninnar á
sunnudaginn. Sagnir voru
lítt upplýsandi: Sterkt lauf í
norður, eitt grand í suður
og þrjú grönd í norður.
Hermann var í vestur og
kom út með smáan spaða,
kóngur frá austri og drepið
á ás.
Með fjórum tígulslögum
fást átta slagir auðveldlega
og spaðatían er líklegasti
frambjóðandinn fyrir ní-
unda slaginn. En þá þarf
hjálp frá vörninni, auk þess
sem ekki má bruðla með
einu innkomuna heim – tíg-
ulásinn. Í reynd spilaði
sagnhafi tígulás og tígli:
Norður
♠ G2
♥ ÁK5
♦ DG1032
♣ ÁG4
Vestur Austur
♠ D98654 ♠ K
♥ G3 ♥ D874
♦ K7 ♦ 8654
♣ D53 ♣ K1076
Suður
♠ Á1073
♥ 10962
♦ Á9
♣982
Hermann átti slaginn á
kónginn, tók spaðadrottn-
ingu og læsti svo blindan
inni á hjarta. Vörnin fékk
sína fimm slagi í fyllingu
tímans.
Það setur meiri þrýsting
á vörnina ef sagnhafi spilar
smáum tígli í öðrum slag. Ef
austur á tígulkóng og annan
spaða er hann vís til að
drepa og spila spaða, sem er
allt sem þarf. En eins og
spilið er vaxið hefði sagn-
hafi líklega fengið níu slagi
á annan hátt – Hermann
hefði dúkkað tígulníuna í
þeirri von og að austur ætti
ásinn og annan spaða!
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
70 ÁRA afmæli. Sl. mið-vikudag, 3. október,
varð sjötugur Marvin Hall-
mundsson, Engihjalla 9,
Kópavogi. Hann tekur á
móti ættingjum og vinum í
dag, laugardaginn 6. októ-
ber, á milli kl. 17 og 19 í
Lionsheimilinu Lundi, Auð-
brekku 25, Kópavogi.
GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 6. október, eiga 50
ára brúðkaupsafmæli hjónin Gyða Erlingsdóttir og Aðal-
steinn Dalmann Októsson, Framnesvegi 55, Reykjavík. Í til-
efni dagsins verja þau deginum með fjölskyldu sinni.
60 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 6.
október, er sextug Ágústa
Sigurjónsdóttir, Rauða-
gerði 45, Reykjavík. Hún og
eiginmaður hennar, Andrés
Andrésson, taka á móti ætt-
ingjum og vinum á heimili
sínu eftir kl. 20 á afmælis-
daginn.
LJÓÐABROT
GUÐS HÖND
Láttu guðs hönd þig leiða hér,
lífsreglu halt þá beztu:
blessað hans orð, sem boðast þér,
í brjósti og hjarta festu.
Vertu, guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
Hallgrímur Pétursson.
GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 6. október, eiga 50
ára hjúskaparafmæli hjónin Sigrún Laxdal og Sturla Frið-
riksson erfðafræðingur.
STAÐAN
kom upp í
netkeppni
taflfélaga á
Norður-
löndum.
Ingvar Ás-
mundsson
(2.359)
hafði hvítt
gegn Dan-
anum
Martin Bækgaard (2.214). 26. Rc3!
Rb4 Nú virðist sem hvítur hafi leikið
af sér skiptamun en gamli refurinn
hafði séð lengra. 27. Rxd5! Rxd3 27.
...Rxd5 gekk ekki upp vegna 28. Bc4 Be6
29. Hexe6 og hvítur vinnur. 28. He7+
Kg8 29. Rxf6+ Kh8 30. Rxd7 Einnig
kom til álita að leika 30. Rxg5 þar eftir
t.d. 30. ...Bf5 getur hvítur þvingað fram
mát: 31. Rf7+ Kg7 32. Bh6+ Kg6 33.
Rh8+! Kxh6 34. Rg4+ Kg5 35. Rf7+
Kf4 36. g3+ Kf3 37. Rh2# 30. ...Rxd7
31. Hxd7 Hc7 32. Hd8+ Kg7 33. Bxg5
Hb7 34. g3 Hb1+ 35. Kg2 Hb2 36. Be3
Rb4 37. He6 a5 38. Hee8 Rc6 39. Hd7+
Kg6 40. He6+ og svartur gafst upp.
Skákin tefldist í heild sinni: 1. e4 e6 2. d4
d5 3. exd5 exd5 4. Rf3 Bd6 5. c4 c6 6. Rc3
Re7 7. Bg5 f6 8. Be3 Be6 9. Db3 Db6 10.
c5 Dxb3 11. axb3 Bc7 12. b4 Kf7 13. b5
Rd7 14. Be2 b6 15. b4 bxc5 16. bxc5 cxb5
17. Rxb5 Bb8 18. Ha6 Hc8 19. 0-0 Rc6 20.
Bd2 g5 21. Bd3 Rf8 22. He1 Bg4 23. He3
Bf4 24. He1 Bb8 25. h3 Bd7 o.s.frv.
Hvítur á leik.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Það er hann sem bíður ...