Morgunblaðið - 06.10.2001, Síða 61

Morgunblaðið - 06.10.2001, Síða 61
FÓLK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 61 FIVE skorti alltaf svolítið sem aðrar viðlíka sveitir höfðu og hafa enn fram yfir hana. Stíl. Á meðan Westlife og Backstreet Boys hafa keyrt duglega inn á englaradda-/ballöðusviðið á smekk- legan hátt og NSYNC eru orðnir- ...ja...bara vel svalir á nýjasta verki sínu Celebrity hafa Five alltaf litið út eins og tætingsleg útgáfa af New Kids on the Block og í seinni tíð eins og skugginn af East Seventeen (sem voru nú aldrei neitt sérstakir heldur). Kingsize ber þessa merki að nokkru leyti. Það er engu líkara en grafið hafi verið fálmkennt í ein- hverja kistu og hinum og þessum gerðum af strákabandalögum hafi verið hent tilviljanakennt inn á band. Five fara „hörðu“ leiðina í stráka- poppinu og er spekin ágætlega út- máluð á umslaginu. Því er það svo að hljóðbútar frá AC/DC eru notaðir en einnig harðir, en þó ekki um of, hipp- hopptaktar og lagaheiti eins og „Rock The Party“ og „Breakdown“. En ballöðurnar eru þarna líka svo og spænsku gítararnir. Semsagt allt til þess að þóknast væntanlegum mark- aðshópi. Verst er að útfærslan á þessu öllu er í klénara lagi; söng- raddir strákanna eru veikar og óper- sónulegar og allur pakkinn lyktar af undarlegu metnaðarleysi og óðagoti. Ekki fallegur svanasöngur það.  Tónlist Fimm, dimma- limm Five Kingsize BMG Svanasöngur þessarar vinsælu bresku strákasveitar. Arnar Eggert Thoroddsen BROSTE - HAUST 2001 Blómahúsið, Akranesi Huggulegt heima.... er heitast í dag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.