Morgunblaðið - 06.10.2001, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 06.10.2001, Qupperneq 24
ÁRÁSIN Á BANDARÍKIN 24 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ríki Evrópu fórnuðu Tékkóslóv- akíu sökum stundarhagsmuna sinna,“ sagði Sharon. „Ísraelar ætla sér ekki að verða í hlutverki Tékka,“ bætti hann við. Á München-ráðstefn- unni 1938 gáfu lýðræðis- ríki í Evrópu undan kröf- um Adolfs Hitlers og skömmu síðar lögðu þýsk- ir nasistar landið undir sig. Seinni heimsstyrjöld- in skall síðan á ári síðar. Þessi ummæli Sharons þykja hin hörðustu, sem hann hef- ur látið falla í garð Bandaríkja- manna. Aukinnar óþolinmæði gæt- ir í röðum ísraelskra ráðamanna og ekkert lát er á mannfalli í átök- um Ísraela og Palestínumanna. Í liðinni viku féllust Ísraelar á vopnahlé í átökunum við Palest- ínumenn og er vitað að þar réð þrýstingur Bandaríkjamanna mestu. Þá liggur fyrir að Sharon var því vopnahléi andvígur enda hefur hann líkt Yasser Arafat, leið- toga Palestínumanna, við hryðju- verkamanninn illræmda Osama bin Laden, sem talinn er hafa stað- ið að baki fjöldamorðunum 11. september. ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, varaði á fimmtudagskvöld Bandaríkjamenn við því að frið- mælast við arabaríki á kostnað Ísraela. Var Shar- on með þessum ummælum að vísa til þeirrar áherslu, sem Bandaríkjastjórn leggur á að fá hófsöm arabaríki til liðs við alþjóð- legt bandalag gegn hryðjuverkastarfsemi. Orð Sharons fela í sér harkalegustu gagnrýni af hálfu Ísraela í garð Banda- ríkjanna frá því að hryðjuverka- menn gerðu árásir á Washington og New York 11. fyrra mánaðar. „Reynið ekki að friðmælast við araba á okkar kostnað. Við munum ekki sætta okkur við það,“ sagði Sharon og lét ekki þar við sitja heldur bætti við að Ísrelar kynnu að lenda í sömu aðstöðu og Tékkar árið 1938 þegar friðkaup Vestur- veldanna við Adolf Hitler gáfu þeim hinum sama tækifæri til að leggja landið undir sig. „Ég hvet lýðræðisríki á Vesturlöndum og fyrst og fremst Bandaríkin, sem forusturíki hins frjálsa heims, til að gera ekki á ný sömu hörmulegu mistökin og 1938 þegar lýðræðis- „Friðmælist ekki við araba á okkar kostnað“ Ariel Sharon líkir stöðu Ísraela við Tékka árið 1938 Tel Aviv. AFP. Ariel Sharon ENN er margt mjög dularfullt og óútskýrt varðandi hryðjuverkin í Bandaríkjunum en kannski má orða það dularfyllsta af öllu með þessari spurningu: Hvað vakti fyrir hryðju- verkamönnunum? Enginn hefur lýst ódæðisverkunum á hend- ur sér, engar kröfur hafa verið settar fram og ekkert komið fram um hugsanlegan tilgang. Margt má þó lesa út úr skrifum og viðtölum við Osama bin Laden sem öll spjót standa á sem skipuleggjanda hryðjuverkanna. Markmið hans virðist ekki vera það eitt að veikja Banda- ríkin, heldur ekki síður og jafnvel enn frekar að steypa af stóli ríkisstjórnum í arabaríkjun- um. Bin Laden lýsti yfir heilögu stríði við Banda- ríkin 1996 er hann barðist fyrir því að banda- rískt herlið yrði rekið frá Sádi-Arabíu og hann stefnir að því að bókstafstrúarmenn taki völdin í öllum íslömskum ríkjum. „Árum saman héldum við að meginmarkmið hans væru að koma öllu bandarísku herliði burt af Arabíuskaga og þegar það hefði tekist myndi hann lýsa yfir sigri,“ er haft eftir banda- rískum leyniþjónustumanni. „Nú er hins vegar ljóst að þau eru önnur og meiri hvort sem hann trúir því sjálfur að hann geti náð þeim.“ Nýtt kalífadæmi Bin Laden virðist láta sig dreyma um að draga upp nýtt kort af Miðausturlöndum. Í tveimur trúarlegum tilskipunum frá honum kemur fram að hann telur vestræn ríki hafa skipt arabaríkjunum upp í mörg smáríki til að sundra íslömskum þjóðum og hann gefur í skyn að lokamarkmiðið sé að sameina alla araba í eitt ríki, í eitt kalífadæmi eins og var fyrstu aldirnar eftir dauða spámannsins Mú- hameðs. „Markmið Al-Qaeda, samtaka bin Ladens, er að sameina alla múslima og koma á stjórn sem lyti lögum kalífanna. Þess vegna verður að steypa af stóli næstum öllum ríkisstjórnum í íslömskum löndum og uppræta vestræn áhrif,“ segir sérfræðingur á vegum Bandaríkjastjórn- ar. Um þessar hugmyndir bin Ladens er engin endanleg vissa en það er hins vegar ljósara hvað olli eða varð til að auka hatur hans á Bandaríkjunum. Hann reiddist mjög 1991 er bandarískt herlið, „villutrúarmennirnir“, komu til Sádi-Arabíu, sjálfs fæðingarstaðar íslams, og 1996 varð hann að hrökklast frá Súdan vegna þrýstings Bandaríkjamanna. Þar hafði hann sest að eftir að hafa verið rekinn frá Sádi- Arabíu. Ný heimsskipan? Ýmsir telja að draumar bin Ladens snúist ekki um múslimaríkin ein, heldur hafi hann ekki minni hugmyndir um sjálfa heimsskipan- ina en Hitler og Stalín á sínum tíma. Í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina 1998 talaði hann um eyðileggingu og upplausn Bandaríkjanna. Spáði hann því að þau myndu skiptast upp í mörg smáríki. Í viðtali við CNN 1997 talaði bin Laden um niðurlægingu Bandaríkjanna í Víetnam og Líbanon og alveg sérstaklega í Sómalíu. „Eftir dálitla mótspyrnu lögðu bandarísku hermennirnir á flótta,“ sagði hann um Sómalíu. „Þeir flýðu eftir að hafa lýst yfir að þeir væru mesta herveldi í heimi. Þeir flýðu undan fá- tæku fólki sem átti ekki annað vopn en trúna á Allah.“ Bandarískir sérfræðingar telja að bin Laden stefni fyrst og fremst að því að gjörbreyta arabaheiminum. Hann vilji byrja á Sádi-Arab- íu og loks sameina öll ríkin undir einni bók- stafstrúaðri ríkisstjórn. Augljóst sé að hann vilji binda enda á stuðning Bandaríkjanna við Ísrael en það sé þó ekkert meginatriði að svo komnu máli. Bandaríkin standa í veginum Í trúarlegri tilskipun frá bin Laden 1996 segir hann að tilgangslaust sé að reyna að steypa konungsfjölskyldunni í Sádi-Arabíu af stóli og öðrum ríkisstjórnum í arabaríkjunum fyrr en Bandaríkjamenn hafi verið hraktir burt. Telja margir að með þetta í huga hafi hann ráðist gegn Bandaríkjunum og vegna þess að hann telji þau standa í vegi fyrir valda- töku bókstafstrúarmanna. Hugsast getur líka að bin Laden hafi ráðist á Bandaríkin í því skyni að auka á klofning milli kristinna manna og múslima. Með nokkrum hætti má segja að hann vilji gera þau orð George W. Bush Bandaríkjaforseta að sínum að annaðhvort standi ríki heims með Banda- ríkjunum eða hryðjuverkamönnum. Hver var raunverulegur tilgangur hryðjuverkaárásarinnar á Bandaríkin? Draumurinn um bókstafstrúað kalífadæmi (Heimild: Los Angeles Times.) AP Enn er unnið að því að hreinsa rústir World Trade Center í New York þó að næstum fjórar vikur séu nú liðnar frá því að árásin átti sér stað. 4.986 eru taldir hafa látist í árásinni hinn ellefta fyrra mánaðar. HUGSANLEGT er, að hryðjuverk- in í Bandaríkjunum leiði til „grund- vallarbreytinga“ á samskiptum stórveldanna, Bandaríkjanna og Rússlands, en samvinna þeirra hef- ur hvorki fyrr né síðar verið jafn náin og nú. „Þessi grundvallarbreyting á samskiptum ríkjanna, sem byggj- ast æ meir á sameiginlegum gild- um, mun ekki aðeins gagnast þeim, heldur öllum heimi,“ sagði Condo- leezza Rice, ráðgjafi Bandaríkja- forseta í öryggismálum, á fundi með bandarísk-rússneska verslun- arráðinu í Washington í fyrradag. Condoleezza bar lof á leiðtoga Rússa fyrir að hafa orðið „fyrstu og einörðustu“ bandamenn Banda- ríkjanna í því stríði, sem nú stæði yfir gegn hryðjuverkamönnum, en haft er eftir bandarískum embætt- ismönnum, að Vladímír Pútín, for- seti Rússlands, hafi orðið einna fyrstur til að hringja í George W. Bush Bandaríkjaforseta eftir hryðjuverkaárásina og bjóða hon- um samstarf og samvinnu. Gagnger umskipti Pútín hefur heimilað Bandaríkja- mönnum að nota rússneskar her- stöðvar í Mið-Asíuríkjunum til árása á hryðjuverkamenn í Afgan- istan og hann hefur leyft þeim að nota rússneska lofthelgi. Auk þess, sem er kannski enn mikilvægara, hefur Pútín lýst yfir, að hann kunni að láta af andstöðu sinni við NATO-aðild Eystrasaltsríkjanna, verði sú breyting á bandalaginu, að áherslan verði meira á stjórnmála- lega samvinnu en hernaðarlega. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, orðaði þetta þann- ig, að á samskiptum Bandaríkjanna og Rússlands væri að eiga sér stað „stórkostleg og söguleg umskipti“, og Rice, sem er Rússlandssérfræð- ingur að mennt, sagði, að ekki væri hægt að hugsa sér „áhrifameiri endi á kalda stríðinu“. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sagði í fyrradag, að ekki mætti „missa af þessu tæki- færi“ til að treysta böndin við Rússa. Í viðtali við CNN kvaðst hann sannfærður um, að Pútín vildi og væri með góðum árangri að auka samstöðuna með vestrænum ríkjum. Efnahagsleg samvinna aukin Rice sagði á fundi bandarísk- rússneska verslunarráðsins, að nauðsynlegt væri að stórauka efna- hagslega samvinnu við Rússland enda myndi það verða til að bæta lífskjörin í landinu. Til þess þyrftu þó Rússar að bæta löggjöfina, bæta fjárfestingarumhverfið og leysa úr læðingi kraftinn í sínu eigin fólki. „Leysi Rússar þetta þrennt af hendi munu þeir verða eitt af mestu efnahagsveldunum,“ sagði Rice. Rice nefndi einnig, að Banda- ríkjastjórn hefði nokkrar áhyggjur af sölu Rússa á kjarnorkutækni til Írans og hún kvaðst ekki alveg skilja stefnu þeirra í Tsjetsjníu. Hún minntist hins vegar ekki á fyrri yfirlýsingar Bandaríkja- stjórnar um, að horfið yrði frá gagneldflaugasamningnum frá 1972. Afleiðingar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september Umbylting í sam- skiptum við Rússa Washington. AFP. AP Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hitti Pútín Rúss- landsforseta í fyrrakvöld. Vel fór á með þeim.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.