Morgunblaðið - 06.10.2001, Síða 2

Morgunblaðið - 06.10.2001, Síða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isTyson frá Stjörnunni og formaðurinn segir af sér / B1 Bjarni Jóhannsson frá Fylki til Grindavíkur? / B1 4 SÍÐUR16 SÍÐUR Sérblöð í dag Á LAUGARDÖGUM L a u g a r d a g u r6. o k t ó b e r ˜ 2 0 0 1 BJÖRN INGI Sveinsson, forstjóri verkfræðistofunnar Hönnunar hf., segist gera ráð fyrir umtalsverðum samdrætti á byggingamarkaði verði ekkert af áformum um byggingu ál- vers og virkjana á Austurlandi. Verkfræðistofur og verktakar eru almennt á því að heldur minna sé að gera á byggingamarkaði, en ennþá virðist þó lítið vera um uppsagnir. Ístak sagði upp um 100 manns um síðustu mánaðamót, en fyrirtækið er aðalverktaki Smáralindar. Ástæðan fyrir uppsögnunum er ekki síst að framkvæmdum þar er að ljúka. Byggingafyrirtækið Eykt hf. er aðalverktaki við byggingu stórhýsis Íslenskrar erfðagreingingar í Vatns- mýrinni, en framkvæmdum þar á að ljúka í janúar. Gylfi Gíslason, fjár- malastjóri hjá Eykt, segist gera ráð fyrir að fyrirtækið muni segja upp starfsfólki þegar þessum fram- kvæmdum lýkur, en þar starfa nú á fjórða hundrað manns. Hann segir að minna verði um að vera hjá fyr- irtækinu í vetur en undanfarin ár en reiknar með að þokkalegt verði að gera næsta sumar. Það hittist hins vegar svo á að á stuttum tíma sé ver- ið að ljúka stórum verkefnum eins og Smáralind, hús Íslenskrar erfða- greiningar og Vatnsfellsvirkjun. „Ég reikna með að í haust og vet- ur verði veruleg breyting á þessum markaði. Reyndar er maður farinn að finna fyrir því strax. Fyrir einum mánuði var ekki möguleiki að fá menn í vinnu, en það hefur alveg snúist við núna,“ sagði Gylfi. Sigurður Sveinbjörnsson, hjá byggingafyrirtækinu Sveinbirni Sig- urðssyni hf., sagði að mikið væri að gera hjá fyrirtækinu og engin áform um uppsagnir. Fyrirtækið sér m.a. um byggingu brúar í Grafarholti og byggingu Víkurskóla. Fyrirtækið væri frekar í þeirri stöðu að bæta við sig mannskap en segja upp. „Menn eru náttúrlega að horfa á framkvæmdir á Austurlandi, virkj- anir og álver og síðan stækkun Norðuráls og virkjanaframkvæmdir sem því fylgja. Verði ekki af þessum framkvæmdum er nokkuð ljóst að það má búast við samdrætti,“ sagði Björn Ingi Sveinsson, forstjóri Hönnunar. Hann tók fram að nóg væri að gera hjá Hönnun, en menn sæju kannski ekki eins langt fram í tímann og oft áður. Björn sagði að markaðurinn núna endurspeglaðist nokkuð af því að það væri verið að ljúka við stór verk- efni eins og Smáralind og Vatns- fellsvirkjun. Hann sagði hugsanlegt að aðrir, sem haldið hefðu að sér höndum vegna þenslu á markaðin- um, færu núna af stað með fram- kvæmdir. Skattalækkanir, sem rík- isstjórnin kynnti í vikunni, gætu stuðlað að því. Guðmundur Björns- son, framkvæmdastjóri hjá verk- fræðistofunni Hnit, sagðist skynja samdrátt á markaðinum hér heima. Mikil verkefni væru hins vegar hjá Hnit hérlendis og erlendis og fyr- irtækið gæti bætt við sig verkfræð- ingum í vinnu. Viðar Ólafsson, framkvæmda- stjóri verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen hf., sagðist ekki hafa orðið var við uppsagnir hjá verkfræðing- um þrátt fyrir að verkefnum væri eitthvað að fækka. Gríðarleg þensla hefði verið á byggingamarkaði sl. 4–5 ár. Ástandið hefði að mörgu leyti verið óeðlilegt, en greinilega væri að koma meira jafnvægi á markaðinum. Viðar sagði að talsvert mikið væri að gera í vegagerð. T.d. væri Vegagerðin núna að undirbúa stór gatnamót í Hafnarfirði og fyrir skömmu hefði verið boðin út hönn- unarvinna vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar. Minna að gera á bygginga- markaði en verið hefur „ÉG er ekki enn farin að átta mig á þessu,“ sagði Íris Björk Árna- dóttir rétt eftir að hún hafði verið útnefnd ungfrú Norðurlönd í gær- kvöldi, en fréttamenn kusu hana jafnframt bestu ljósmyndafyr- irsætuna. Keppnin fór fram í Finnlandi og varð finnsk stúlka í öðru sæti en stúlka frá Danmörku hafnaði í því þriðja. Svanhildur Björk Her- mannsdóttir keppti líka fyrir Ís- land. Stúlkurnar hafa ferðast um Finnland undanfarna ellefu daga og tekið þátt í fjórum sýningum á dag. „Þetta hefur verið mjög gaman, skemmtilegt og spennandi en erfiður tími er að baki,“ segir Íris Björk. Íris Björk er tvítug og starfar í móttökunni hjá Securitas ehf. í Reykjavík. Hún tekur þátt í keppninni Ungfrú Evrópa sem fer fram í Beirút í Líbanon um jólin, en hefur síðan hug á að fara í rekstrar- og bókhaldsnám við Tölvu- og viðskiptaskólann eftir áramót. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Íris Björk Árnadóttir. Skemmti- legt og spennandi Íris Björk Árnadóttir valin ungfrú Norðurlönd AÐALSÖLUDAGUR K-lykilsins er í dag en að sölunni stendur Kiw- anishreyfingin á Íslandi. Stærstur hluti söfnunarfjárins rennur til hús- næðiskaupa fyrir Klúbbinn Geysi. Um 80 manns taka þátt í starfsemi klúbbsins, sem ætlað er að vera fólki, sem glímir við geðsjúkdóma, brú út í lífið að lokinni meðferð eða sjúkrahúsdvöl. Lykillinn var m.a. boðinn til sölu í Kringlunni í gær þar sem meðfylgjandi mynd var tekin. Einnig er hægt að styrkja átakið með því að hringja í söfn- unarsímana 907 2500 (500 krónur) eða 907 2100 (1.000 krónur). Morgunblaðið/ÞorkellSölumenn Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi selja K-lykilinn í dag. Aðal sölu- dagur K-lykilsins HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur frá 28. september sl. um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa átt aðild að umfangsmiklu fíkni- efnamisferli. Manninum var gert að sæta gæsluvarðhaldi til 12. október en að beiðni lögreglu gaf Héraðs- dómur Reykjavíkur út handtöku- skipun vegna hins kærða í septem- ber á síðasta ári. Það bar hins vegar ekki árangur fyrr en hann gaf sig fram við lögreglu nú í vikunni. Rannsókn málsins hófst í maí í fyrra í kjölfar handtöku Hollendings en í fórum hans fundust 94 grömm af kókaíni. Mánuði síðar var annar maður handtekinn við komu til Ís- lands frá Hollandi með 4,8 kíló af hassi. Þriðji maðurinn var handtek- inn í september sama ár með um 10 kíló af hassi. Maðurinn sem um ræð- ir er talinn hafa staðið að baki allra fyrrgreindra fíkniefnasendinga. Gæsluvarðhald vegna gruns um fíkniefnamisferli LÖGREGLAN í Kópavogi kærði í gær tvo ökumenn flutningabifreiða á Suðurlandsvegi vegna ónógs frá- gangs á farmi. Kvartanir höfðu bor- ist frá ökumönnum um að sandur og möl fykju af flutningabifreiðunum yfir á smærri bíla. Lögreglan á Sel- fossi fékk einnig nokkrar kvartanir og ein kæra var lögð fram. Nokkrar flutningabifreiðanna voru að flytja efni úr fjöru við Hraunsland en einnig voru bílar að flytja efni annars staðar frá. Svo virðist sem rok og ofhleðsla hafi valdið því að hluti farmsins fauk yfir aðra bíla sem áttu leið um Suður- landsveg. Lögreglan brást við kvört- unum með því að sitja fyrir flutn- ingabifreiðunum, m.a. á móts við Skíðaskálann í Hveradölum, og munu bílstjórarnir hafa tekið af- skiptum hennar vel, enda ekki ætlun þeirra að valda tjóni. Málin munu fara rétta boðleið í kerfinu. Kærðir fyrir ónógan frágang á farmi vörubíla EKIÐ var á hross á Hólavegi rétt utan við Höfn í Hornafirði í gærkvöldi. Hesturinn drapst samstundis og bifreiðin er mjög illa skemmd en ökumann sak- aði ekki. Að sögn lögreglunnar á Höfn slapp hesturinn út úr girðingu og hljóp upp á veginn fyrir jeppa, sem þar var á ferð skömmu fyrir klukkan tíu í gærkvöldi. Árekstur og útafakstur Harður árekstur varð í Stykkishólmi í gær og bíll fór út af skammt frá Akureyrarflug- velli í gærkvöldi en í báðum til- fellum urðu ekki slys á fólki. Ekið á hross við Höfn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.