Morgunblaðið - 06.10.2001, Síða 38

Morgunblaðið - 06.10.2001, Síða 38
UMRÆÐAN 38 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Þ að eru aðeins nokkrir mánuðir síðan George W. Bush tók við sem forseti Bandaríkj- anna. Á þessum tíma fyrir ári háði hann harða kosninga- baráttu við forsetaefni Demó- krataflokksins, Al Gore. Áherslur Bush í ýmsum málum voru frá- brugðnar áherslum Gores á þann hátt að hann hugði á minni ríkisaf- skipti en mótherji hans. Bush hugði á stórfellda skattalækkun og var kenndur við hugmyndir um minni ríkisafskipti og frelsi ein- staklingsins, með einni undantekn- ingu þó: hann hafði hug á að auka útgjöld til varnarstarfs. Eitthvað heyrðist af áhyggjum stjórnmála- manna í Evrópu í ljósi nýrrar stefnu Banda- ríkjanna í ýmsum mál- um. Bush hugðist ekki undirrita Kyoto- sáttmálann, meðal annars vegna þess að það myndi skaða bandarískt efnahags- líf, samningamenn Bandaríkjanna yfirgáfu viðræður um það hvernig framfylgja ætti sáttmála frá 1972 um bann við sýklavopnum, Banda- ríkjamenn fengu því framgengt að tillaga um takmarkanir á verslun með léttvopn yrði veikt verulega og sendinefnd Bandaríkjanna gekk út af kynþáttaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Suður- Afríku. Gjáin á milli Bandaríkjanna og alþjóðasamfélagsins virtist fara vaxandi á mörgum sviðum og Bandaríkin virtust sjálfum sér næg í ýmsum málum. Fyrir tæpum mánuði áttu sér stað atburðir sem enginn sá fyrir. Hryðjuverkamenn frömdu voða- legasta og mannskæðasta hermd- arverk sem átt hefur sér stað á okkar tímum. Bush kallaði hryðju- verkin árás á frelsið sjálft og hitti þar naglann á höfuðið. Frá því at- burðirnir áttu sér stað hefur stefna Bush á mörgum sviðum tekið u- beygju. Hann tilkynnti í fyrradag að 32 milljörðum íslenskra króna yrði varið til aðstoðar afgönsku þjóðinni, gríðarmiklu fé hefur ver- ið varið til öryggismála – starfs- menn alríkislögreglunnar eiga t.a.m. að sjá um öryggi á flug- völlum, flugfélögin hafa hlotið milljarða í ríkisstyrki og vald lög- reglunnar til eftirlits og valds gegn einstaklingum hefur verið aukið, til að hún geti barist gegn hryðju- verkastarfsemi. Ýmis bandarísk samtök hafa lýst yfir áhyggjum af tillögum stjórnvalda í Bandaríkjunum. Til- lögurnar ganga út á að ýmist yf- irvöldum eða alríkislögreglunni verði látnar í té persónuupplýs- ingar en sú upplýsingagjöf brýtur eins og stendur í bága við stjórn- arskrá Bandaríkjanna. Samtökin telja að tillögurnar séu atlaga að réttindum borgaranna og gangi í raun lengra en nauðsynlegt sé vegna baráttunnar gegn hryðju- verkamönnum. Alþjóðlegu mann- réttindasamtökin Amnesty Int- ernational hafa einnig séð ástæðu til þess að hvetja ríki til að setja ekki lög sem skerða mannréttindi. Í því neyðarástandi sem hefur skapast í Bandaríkjunum og heim- inum öllum eftir árásirnar virðist Bush sjá að hans eina leið sé að styðja þjóðina í gegnum þetta hörmungarástand, treysta sam- kennd hennar og veita stuðning þeim sem á þurfa að halda, jafnvel þótt það kosti gríðarleg fjárútlát ríkisins og skerðingu á ein- staklings- og persónufrelsi. Hann hefur jafnframt sótt styrk og stuðning til annarra ríkja. Ríki Atlantshafsbandalagsins hafa stutt dyggilega við bakið á honum í baráttunni gegn hryðjuverkum og reyndar heimsbyggðin öll að með- töldum ýmsum gömlu fjandvin- unum eins og Kína og Rússlandi. Í ljósi aðgerða Bush vaknar sú spurning hvort hryðjuverkamenn hafi ekki eingöngu gert atlögu að frelsinu, heldur einnig að hug- myndum harðra frjálshyggju- manna um lágmarksríkið. Hin útópíska hugmynd frjáls- hyggjunnar gengur út á lágmarks- afskipti ríkisins. Skoðun frjáls- hyggjumanna á ríkinu er samkvæmt Frelsi.is: „Sú, að stofn- un ríkis sé ill nauðsyn. Ríkið er nauðsynlegt til að vernda frumrétt einstaklinganna til lífs og frelsis, sjálfsákvörðunarrétt þeirra. Ríkið er jafnframt skæðasti andstæð- ingur þessara gilda. Með því að ríkið notar vald, neyðir borgarana til að kosta rekstur sinn, leggur skatt á þá alla, er eðlismunur á því og frjálsu félagi. Aðildin að ríkinu er nauðungaraðild, menn velja ekki um það, hvort þeir eru rík- isborgarar eða ekki. Verkefni rík- isins eiga að takmarkast við rétt- arverndina, önnur ríkisafskipti eru ekki réttlætanleg.“ Einangrunarstefnu Bush, þótt um mikla einföldun á flóknu máli sé að ræða, mætti ef til vill líkja við harða frjálshyggjumanninn sem hyggst kjósa að taka ekki þátt í nauðungaraðild ríkisins. Hann byggir sér hús úti í sveit og girðir lóðina vel af til að standa vörð um eigin eignir og rétt. Lágmarksríki frjálshyggju- manna gæti hugsanlega gengið upp við ákveðnar samfélags- forsendur. En innan þess fyr- irkomulags er erfitt að bregðast við atburðum líkum þeim sem áttu sér stað 11. september síðastlið- inn. Þá kemur í ljós þörf ein- staklinganna til að standa saman og finna hagsmunum sínum sam- eiginlegan farveg, að mynda hópa, ríki og ríkjabandalög. Um leið og eitthvað alvarlegt bjátar á hjá manninum í rammgerða húsinu mun hann ekki leita sér hjálpar hjá nágrönnum sínum? Vissulega er sú afstaða frjáls- hyggjumanna réttmæt að ríkið eigi ekki að vasast í ýmsum rekstri, sem aðrir gætu hæglega séð um auk þess sem afskipti rík- isins af málefnum einstaklinga eru á mörgum sviðum of mikil, en erf- itt er að sjá fyrir sér ríki þar sem hver og einn getur tekið ákvörðun um hvort hann lýtur reglum sam- félagsins eða ekki. Spurningin er því hvort atburðirnir 11. sept- ember sýni ekki það eðli mannsins að standa saman þegar á móti blæs og veki þar með spurningar um það hvort lágmarksríki hins harða frjálshyggjumanns geti ein- hvern tímann orðið? Atlaga að frels- inu – og frjáls- hyggjunni? „Í ljósi aðgerða Bush vaknar sú spurn- ing hvort hryðjuverkamenn hafi ekki eingöngu gert atlögu að frelsinu, heldur einnig að hugmyndum harðra frjáls- hyggjumanna um lágmarksríkið.“ VIÐHORF Eftir Rögnu Söru Jónsdóttur rsj@mbl.is JÓHANNA Sigurð- ardóttir alþingsimaður ritar grein í Morgun- blaðið 4. október síðast- liðinn, þar sem hún m.a. ber það á dóms- málaráðherra að hún gangi á svig við lög- reglulögin með sífelld- um niðurskurði til lög- reglunnar í Reykjavík. Máli sínu til stuðnings vitnar hún til draga að ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn verður dagana 11.–14. október næstkomandi, þar sem fram kemur að lands- fundurinn varar við því að gengið verði of nærri réttaröryggi borgar- anna með sparnaði í ríkisútgjöldum á vettvangi löggæslu og dómsmála. Fullyrðir Jóhanna að helsta stofnun Sjálfstæðisflokksins sé með þessu að búa sig undir það að hirta dómsmála- ráðherra vegna slælegrar stjórnunar löggæslumála. Orðin sem Jóhanna vitnar til er að finna í drögum að ályktun um réttar- fars- og stjórnskipunarmál, sem samin eru af réttarfars- og stjórn- skipunarnefnd Sjálfstæðisflokksins. Réttarfars- og stjórnskipunarnefnd er ein af 24 málefnanefndum sem starfa innan Sjálfstæðisflokksins. Hlutverk málefnanefndanna er að annast stefnumótun flokksins í ákveðnum málaflokkum. Þær eru opnar öllum sem áhuga hafa á að vinna við stefnumótun á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar og starfa árið um kring, en ekki aðeins fyrir lands- fund. Sjálfstæðisflokkurinn er flokk- ur þar sem stöðugt á sér stað lifandi umræða um hin ýmsu málefni. Í umræddum drögum að landsfundarályktun er að finna tillögur um ýmis efni er lúta að réttarfars- og stjórn- skipunarmálum. Má þar m.a. finna áskorun um að efla fræðslu á sviði mannréttinda- mála, að friðhelgi einkalífs verði virt í upplýsingaþjóðfélag- inu, og lýst er yfir ánægju með þá breyt- ingu á lögum um með- ferð opinberra mála sem tryggir brotaþola rétt til rétt- argæslumanns. Tilvitnuð aðvörun um að ekki verði gengið of nærri réttaröryggi borgaranna með sparn- aði í ríkisútgjöldum á vettvangi lög- gæslu og dómsmála er ekki ný í landsfundarályktunum Sjálfstæðis- flokksins. Hún hefur verið þar inni með óbreyttu orðalagi um árabil. Um er að ræða almenn varnaðarorð, sem allir geta sjálfsagt tekið undir, einnig Jóhanna Sigurðardóttir. Þessi álykt- un landsfundarins hefur verið virt. Þannig hafa fjárframlög til löggæslu- mála verið aukin jafnt og þétt á und- anförnum árum. Taka má sem dæmi að fjárframlög hækkuðu um 7% að raungildi milli áranna 1998 og 1999, á árinu 2000 var 20 milljón króna hækkun til að fjölga lögreglumönn- um í Reykjavík og samkvæmt fjár- lagafrumvarpi fyrir árið 2002 er um 9 milljón króna hækkun að raungildi á milli ára. Þá eru ótalin sérstök fram- lög til þess að greiða upp halla og til sérstakra málaflokka, svo sem fíkni- efnalöggæslu. Það kom því mér, sem formanni réttarfars- og stjórnskip- unarnefndar Sjálfstæðisflokksins, á óvart að lesa þá fullyrðingu Jóhönnu Sigurðardóttur að landsfundur væri að undirbúa hirtingu á dómsmálaráð- herra með þessari ályktun. Jóhanna virðist vita betur hvað gerist á fund- um í réttarfars- og stjórnskipunar- nefndinni en við sem sitjum þessa fundi. Ég verð því miður að valda Jó- hönnu vonbrigðum með því að upp- lýsa hana um það að engin hirting er í undirbúningi enda engin ástæða til, nema síður sé. En úr því að Jóhanna sýnir störfum réttarfars- og stjórn- skipunarnefndar svona mikinn áhuga og þar sem Sjálfstæðisflokk- urinn er flokkur allra landsmanna er Jóhönnu velkomið að ganga í flokk- inn (við höfum tíma fyrir alla) og taka síðan þátt í störfum réttarfars- og stjórnskipunarnefndar. ,,Vonbrigði fyrir Jóhönnu“ Þórunn Guðmundsdóttir Höfundur er hæstaréttar- lögmaður og formaður réttarfars- og stjórnskipunarnefndar Sjálfstæðisflokksins. Lögreglulögin Jóhanna virðist vita betur hvað gerist á fundum í réttarfars- og stjórnskipunarnefnd- inni, segir Þórunn Guðmundsdóttir, en við sem sitjum þessa fundi. UM árabil hafa sveit- arfélögin, verkalýðs- hreyfingin og samtök leigjenda, námsmanna og öryrkja, knúið á um að skattlagningu húsa- leigubóta verði hætt. Tæplega 40% skatt- ur á bætur til þeirra sem búa við kröppust kjör og eiga ekki hús- næði er einhver ósann- gjarnasta skattheimta sem hugsast getur. Ekki síst þegar litið er til vaxtabóta þeirra sem þó eiga sitt húsnæði og hafa meiri tekjur. Nú hefur ríkisstjórnin til- kynnt að horfið verði frá þessari skattlagningu um áramót og er það vel. Þessi aðgerð mun létta undir með fjölda fólks sem þurft hefur að þola miklar hækkanir á leiguverði á hin- um almenna markaði í þenslunni undanfarið. Fyrr á árinu hækkaði ríkisstjórnin hins vegar vexti á lánum til félagslegra leiguíbúða úr 1% í 3,5% og mun það hækka leiguverð í félagslega kerfinu og leiða til umtals- verðrar hækkunar leigu þar á næstu árum. Skattleysi húsaleigubóta mun því draga úr þeim nýju álögum sem rík- isstjórnin hefur lagt á leigjendur í fé- lagslega kerfinu, en ekki verða kjara- bót. Til glöggvunar má nefna að leiguverð íbúðar með 3,5% vöxtum þarf að vera að jafnaði um 15.000 krónum hærra á mánuði en var í eldra kerfi og munu því álögur á hina verst settu aukast til lengri tíma litið, þrátt fyrir skattfrelsið. Hér hefur ríkisstjórnin þó komið til móts við þær kröfur sem gerðar hafa verið. Það hefur hún einnig gert með því að ákveða uppbyggingu 600 almennra leigu- íbúða á næstu fjórum árum, auk uppbygging- ar félagslegra leigu- íbúða. Á þriðjudag út- hlutaði Reykjavík- urborg lóðum fyrir fyrstu 89 íbúðirnar í þessu átaki til tveggja aðila, sem reisa munu, eiga og reka almennt leiguhúsnæði. Hér er um mikilvægt fram- faraskref að ræða, ekki síst vegna þess að nú hasla samtök og fyrir- tæki sér völl á almenna leigumark- aðnum í því skyni að reka öruggt leiguhúsnæði á sanngjörnu verði. Er það von borgaryfirvalda að hér sé vísir að þróuðum almennum leigu- markaði eins og við þekkjum frá ná- grannalöndum okkar. Væri það mik- ilvægur menningarauki því leiguíbúðir á vegum hins opinbera munu aldrei geta fullnægt hinni miklu eftirspurn. Það óöryggi og á stundum okur sem leigjendur á al- menna markaðnum hafa búið við er óþolandi og mun tilkoma leigufyrir- tækja verða mikilvægt aðhald á þeim markaði. Þessar aðgerðir stafa ekki síst af því að árið 1998 lagði ríkisstjórnin niður verkamannabústaðakerfið. Þá lá fyrir að fjöldi eignalauss og tekju- lítils fólks sem fengið hafði úrlausn þar myndi þurfa á leiguíbúðum að halda. Ríkisstjórnin gaf þá fyrirheit um að þeim þörfum yrði mætt með auknu framboði leiguhúsnæðis. Efndir þeirra fyrirheita létu þó á sér standa og óx húsnæðisvandi hröðum skrefum. Sveitarfélögin hafa eftir megni leyst þann vanda sem við þetta skapaðist og hefur borgin þannig keypt 100 nýjar leiguíbúðir á ári. Það hefur þó aðeins mætt brýn- ustu þörfinni. Með átaki um byggingu almennra leiguíbúða og skattleysi húsaleigu- bóta hefur ríkisstjórnin nú loks stigið mikilvæg skref til að mæta þessum vanda og má gera ráð fyrir að fyrstu almennu leiguíbúðirnar komi á markað fyrri hluta árs 2003. Þannig sér fyrir endann á þeirri stöðnun sem varð við lokun verkamannabústaða- kerfisins og almenn skilyrði að skap- ast til að vinna á þeim vanda sem orð- inn er. Sú mikla hækkun sem varð á vöxtum í félagslega kerfinu kallar þó enn á stofnstyrki, eða sambærilegar húsaleigubætur til íbúða fyrir hina lægst launuðu og er ekki útséð um að ríkisstjórnin verði til þess, enda er batnandi fólki best að lifa. Húrra fyrir ríkisstjórninni Helgi Hjörvar Húsnæðismál Með átaki um bygg- ingu almennra leigu- íbúða og skattleysi húsaleigubóta, segir Helgi Hjörvar, hefur ríkisstjórnin nú loks stigið mikilvæg skref til að mæta þessum vanda. Höfundur er forseti borgar- stjórnar Reykjavíkur og formaður Félagsmálaráðs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.