Morgunblaðið - 06.10.2001, Blaðsíða 48
MINNINGAR
48 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Guðmundur Eyj-ólfsson, bóndi á
Húsatóftum á Skeið-
um, fæddist þar hinn
23. maí 1917. Hann
lést á Sjúkrahúsi
Suðurlands, 1. októ-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans voru Eyj-
ólfur Gestsson frá
Húsatóftum og bóndi
þar, f. 1883, d. 1976,
og Guðrún Sig-
mundsdóttir frá
Vatnsenda í Flóa,
húsfreyja á Húsatóft-
um, f. 1889, d. 1931.
Systkini Guðmundar voru Helga,
starfsstúlka í Reykjavík, f. 1918,
drengur, f. 1920, d. sama ár, Gest-
ur, garðyrkjubóndi í Hveragerði, f.
1921, d. 2000, Sigmundur, verka-
maður í Reykjavík, f. 1923, d. 1970,
Sigurður Marteinn, bifreiðarstjóri í
Reykjavík, f. 1925, d. 1975, og
Gunnar, verkamaður í Ólafsvík, f.
eiga þau tvær dætur og eitt barna-
barn. 4) Aðalsteinn, bóndi á Húsa-
tóftum, f. 1. maí 1952, kvæntur Ást-
rúnu Sólveigu Davíðsson
ferðaþjónustubónda og eiga þau
tvö börn. 5) Gylfi, húsasmiður á Sel-
fossi, f. 29. okt. 1953, kvæntur Mar-
gréti Stefánsdóttur bankastarfs-
manni og eiga þau þrjár dætur.
Guðmundur ólst upp á Húsatóft-
um og lauk barnaskólaprófi frá
Barnaskólanum á Húsatóftum og
útskrifaðist sem búfræðingur frá
Hvanneyri 1938. Hann og Sólveig
Jóna tóku formlega við búi á Húsa-
tóftum af föður Guðmundar 1942
og bjuggu þar uns Aðalsteinn son-
ur þeirra og Ástrún Sólveig tóku
við af þeim hálfri öld síðar. Guð-
mundur tók þátt í félagsstörfum og
sat m.a. í hreppsnefnd Skeiða-
hrepps í 12 ár og í stjórn Búnaðar-
félags Skeiðahrepps í 40 ár og
lengst af sem formaður þess. Einn-
ig sat hann í stjórn Ræktunarsam-
bands Flóa og Skeiða í tæpa þrjá
áratugi og sá um forðagæslu í efri
hluta Skeiðahrepps til margra ára.
Útför Guðmundar fer fram frá
Skálholtskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14. Jarðsett verður
í Ólafsvallakirkjugarði.
1927, d. 1977.
Guðmundur kvænt-
ist 1942 Sólveigu Jónu
Magnúsdóttur frá
Reykjavík, f. 22. júlí
1912, d. 27. okt. 1999.
Börn þeirra eru: 1)
Guðrún Eygló, hjúkr-
unarfræðingur í
Reykjavík, f. 27. júlí
1943, gift Markúsi Al-
exanderssyni skip-
stjóra. Þau eiga þrjú
börn og tvö barna-
börn. 2) Grétar Magn-
ús, mynd- og hljómlist-
armaður í Hafnarfirði,
f. 14. júlí 1944. Var í sambúð með
Bjarneyju Jónínu Friðriksdóttur
og eiga þau fjögur börn og þrjú
barnabörn. Nú kvæntur Katrínu
Svölu Jensdóttur starfsstúlku og
eiga þau eina dóttur. 3) Ingibjörg
Sigríður, leikskólakennari á Sel-
fossi, f. 13. maí 1949, gift Gunnari
Magnúsi Einarssyni rafvirkja og
Meistarasmiðurinn mikli!
Hátíð er í ljósheimum,
heyrist gleðihjal.
„Varstu vinurinn góði,
að vinna fram á kvöld?“
Ljúfar stundir líða úr stað.
Laufa er bráðum fallin.
Hann fór út að sópa að,
og ausa vatni í dallinn.
Blessaður kallinn.
Mælir hans milda freyja,
frá mörgu er að segja.
Hann er búinn að heyja,
heilbrigt er að deyja.
Meistarasmiðurinn mikli!
Vont er að ganga lengi Vondaþýfið.
Vont er að lifa lengi utan við lífið.
Dimmt er milli dægra.
Heilhamrað hægra.
Kviknar snemma hjá kúnum inni í fjósi,
kvígurnar dansa þá baðaðar ljósi.
Gengið er út og hallað hurð.
Hrossin eru fyrir austan skurð,
sáust fram við Stýflu,
síðast með Hnýflu.
Hressilegt er að ríða hart,
um Holt og Bakka á fleygifart.
Búnaðarfélagið besta.
Gleðistundir gesta.
„Sjáðu“ segir syndin
„slæm er ekki myndin
tindilfætt á tindinn,
trítlar hvíta kindin,
tær er litla lindin.“
Vel reiknar þú með þríliðu dæmin þungu,
er þarfnast hjálpar í skóla hjörtun ungu.
Engan tekur aftur slag,
ekkert tekið sporið.
Engan starfa, engan dag,
ekkert sést í vorið.
Lögð er leið með Drengjadæl,
lagt á Kirkjurima.
Vinir vappa þar á hæl,
vild er í hverjum kima.
Lagst er meðal stirðra lima.
Meistarasmiðurinn mikli!
Ekki er ég alveg viss,
………………….iss.
Gylfi Guðmundsson.
Elsku afi.
Takk fyrir allar yndislegu sam-
verustundirnar. Það er sárt að hugsa
til þess að þegar við komum upp að
Húsatóftum verðir þú ekki þar til að
taka á móti okkur. Það eru margar
minningar þegar við hugsum um þig,
elsku afi, og þær minningar munu
geymast að eilífu.
Við viljum þakka þér fyrir allt og
kveðjum þig með þessari bæn:
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesú mæti.
(Höf. ók.)
Guð geymi þig og hvíl í friði.
Linda Ösp Grétarsdóttir,
Guðbjörg Lilja Gylfadóttir.
Geymdu ekki til morguns að gera
það sem þú getur gert í dag! Þessi
orð eru mér ofarlega í huga er ég nú
iðrast þess að hafa ekki verið búin að
heimsækja Guðmund föðurbróður
minn og kveðja hann. Ég hefði viljað
hvísla í eyra hans að hann er mér
kær og sagt honum að í sjálfri mér
finndi ég brot af sjálfum honum og
það gleður mig. Ferjumaðurinn var
búinn að bíða dágóða stund eftir
Guðmundi er lagði svo upp í ferðina
sl. mánudagsmorgunn, en hann hafði
legið á Sjúkrahúsi Selfoss og áður á
sjúkrahúsi í Reykjavík.
Guðmundur er síðastur bræðr-
anna til að kveðja, en eftir lifir systir
þeirra Helga. Hún er næst eftir Guð-
mundi í aldursröðinni. Þá fæddist
drengur, er lést sama ár, þá kom
Gestur svo Simmi, Matti og loks
pabbi minn Gunnar. Þetta eru börn
Eyjólfs Gestssonar og Guðrúnar Sig-
mundsdóttur. Þó er einn ótalinn, en
mér hefur allaf fundist hann Sig-
mundur Ragnar, sonur ömmusystur
minnar, Ingibjargar og Helga Jóns-
sonar, einn úr þessum systkinahópi.
En hann var mikið á Húsatóftum
með móður sinni sem hljóp undir
bagga á heimilinu er mikill skuggi lá
yfir Húsatóftum. Þá átti amma mín
við mikil veikindi að stríða sem að
lokum drógu hana til dauða aðeins 42
ára gamla. Mikil áhrif hefur móður-
missirinn haft á börnin og sett sitt
mark á tilfinningalíf þeirra. Í áttatíu
ára afmæli Guðmundar minntist
hann Ingibjargar og kallaði sína aðra
móður og auðheyrt var hversu kær
og mikilvæg þessi móðursystir hans
var honum.
Ég kynnist Guðmundi ekki í raun
fyrr en fyrir 16 árum er ég bjó um
tíma á Suðurlandi. En ég hafði komið
að Húsatóftum með foreldrum mín-
um og systkinum nokkrum sinnum
sem barn og er það mér í minni að ég
bar óttablandna virðingu fyrir Guð-
mundi sem mér þótti svolítið strang-
ur.
Ávallt var tekið vel á móti okkur
þótt mörg værum og ærslagangur
eflaust í aðalhlutverki okkar krakk-
anna. Er ég kynnist Guðmundi
seinna, þá fullorðin kona, þekki ég
aftur strangleikann en læt mér í
léttu rúmi liggja því ég sá að þarna
inni fyrir sló viðkvæmt og hlýtt
hjarta og strangleikinn var skjöld-
urinn. Ég minnist þess er ég ein-
hverju sinni sagði við hann að mér
þætti vænt um hann. Þá lyfti hann
brúnum, brosti kankvís, hvessti á
mig augum og sagði. Ha... mig...
vænt um mig. Hvaða vitleysa, hví
skyldir þú gera það? En það var ekki
laust við að hann væri feiminn við
svona afdráttalausar yfirlýsingar og
ég held hann hafi meira að segja
roðnað örlítið.
Mér þótti alltaf gott að koma að
Húsatóftum og heimsækja Guðmund
og Jónu, spjalla við þau um alla
heima og geima; ferðalögin þeirra til
annarra landa, um börnin þeirra og
mína hagi og systkina minna. Guð-
mundur tók alltaf á móti mér með
vissum brag er ég klappaði á úti-
dyrnar: Dyrunum var lokið upp á
gátt, hann þagði örlitla stund, rétti
aðeins betur úr beinu bakinu, svo
færðist bjart bros yfir frekar breið-
leitt andlitið og hann sagði hátt og
skýrt: Nei... þú hér frænka! Vertu
hjartanlega velkomin! Það var alltaf
einhver æskubragur yfir Guðmundi.
Hann var kvikur, ör og bjartur, en
systkinin fengu öll í vöggugjöf léttan
og lipran líkama og vissi ég að Guð-
mundur var mikill dansari á sínum
yngri árum og sérlega flinkur charle-
ston-dansari. Það sagði hann pabbi
minn mér. Hann minnti mig alltaf á
heimsborgara, hann Guðmundur;
þegar hann var búinn að setja upp
hattinn og frakkinn lá yfir beinum,
breiðum öxlunum, var hann einna
líkastur kvikmyndaleikara frá
fimmta áratugnum. Yfir honum var
reisn og hann svolítið montinn, í
bestu merkingu þess orðs.
Hann var dulur, fjarlægur, en ég
gat ekki betur séð en hann væri sam-
kvæmisljón á mannamótum þeim er
ég sótti með fjölskyldunni og alltaf
þótti mér gaman að hlusta á hann
flytja ræður. Hann var vel máli far-
inn, greindur, minnugur og það átti
við hann sviðsljósið, þar fannst mér
hann vera í essinu sínu.
Hann bjó alla sína tíð á Húsatóft-
um, tók við jörðinni af pabba sínum
og bjó þar sinn búskap með Jónu
konunni sinni og þar ólu þau upp
börnin sín fimm. Samband þeirra
hjóna þótti mér einstakt og þegar
hún var orðin lasburða, farin að
missa minnið, kom glöggt í ljós
hversu umhyggjusamur og næmur
Guðmundur var. Hann var vakinn og
sofinn yfir velferð hennar og sýndi
henni mikinn kærleika og þau leidd-
ust hvurt sem þau fóru, eins og
nýtrúlofuð, og það sást langan veg að
þau elskuðust.
Nú er langri vegferð lokið og
ferjumaðurinn flytur elsku frænda
minn til fundar við gengna ástvini.
Gott er að finna til þakklætis fyrir
góð kynni og gott viðmót og það finn
ég er ég hugsa til þeirra hjóna Guð-
mundar og Jónu á Húsatóftum og
ættmennanna allra.
Helga Guðrún.
Fallinn er nú frá kær frændi og
vinur, sennilega orðinn saddur líf-
daga, en Guðmundur Eyjólfsson lést
1. október sl. eftir baráttu við sjúk-
dóm þann er varð honum að aldur-
tila. Guðmundur var elstur systkina
sinna, barna Eyjólfs Gestssonar,
bónda á Húsatóftum, og konu hans,
Guðrúnar Sigmundsdóttur frá
Vatnsenda í Villingaholtshreppi. Að
þeim báðum stóðu merkir bændur
langt í ættir fram. Á Húsatóftum var
blómlegt athafnaheimili hér fyrr
meir, var þar m.a. barnaskóli sveit-
arinnar. Eyjólfur og börnin urðu fyr-
ir þeirri miklu sorg að Guðrún féll frá
1931 frá börnunum ungum. Það var
mikið áfall fyrir fjölskylduna, sam-
hjálp þess opinbera var ekkert lík því
sem við eigum að venjast í dag. Góðir
nágrannar komu til hjálpar, tveir
synir fóru til tveggja góðra heimila í
sveitinni. Systir Guðrúnar bjó í
Reykjavík, Ingibjörg Sigmundsdótt-
ir, gift Hega Kr. Jónssyni verslunar-
manni, en þau áttu einn son, Sig-
mund Ragnar. Eftir lát systur sinnar
tók Ingibjörg þá ákvörðun að fara
með ungan son sinn á hverju sumri
og koma börnum systur sinnar í
móðurstað eins og henni var unnt og
hjálpa Eyjólfi við bústörf. Veit ég að
þau voru henni öll ævinlega þakklát
fyrir framlag hennar og litu á Sig-
mund Ragnar frænda sinn sem bróð-
ur, það er hann ævinlega einnig
þakklátur fyrir því hann á ekki önn-
ur „systkini“.
Guðmundur kvæntist árið 1942
Sólveigu Jónu Magnúsdóttur, mikil-
hæfri konu, þau eignuðust 5 mann-
vænleg börn sem öll eru gegnir þjóð-
félagsþegnar. Guðmundur missti
konu sína árið 1999 eftir erfið veik-
indi og reyndi það mjög á Guðmund
en hann stóð ekki einn, öll börn hans
voru honum stoð og stytta í þeim
veikindum, einnig voru systkinin af-
ar samhent um að hlúa að föður sín-
um eftir að halla tók undan fæti.
Guðmundur var merkur bóndi og
treyst fyrir mörgum trúnaðarstörf-
um í sveitinni, en því munu aðrir
gera betri skil.
Það var aldrei lognmolla kringum
Guðmund, hann var ávallt hrókur
alls fagnaðar og kunni þá list að
segja vel frá. Guðmundur var snill-
ingur að flytja góðar ræður og eft-
irminnileg er ræða hans í áttræðisaf-
mæli sínu.
Fjölskylda mín sendir börnum
Guðmundar og fjölskyldum þeirra
samúðarkveðjur og biðjum við þeim
Guðs blessunar.
Pálína Sigurjónsdóttir.
Það greip mig tómleiki og sökn-
uður, þegar mér var sagt lát Guð-
mundar Eyjólfssonar, vinar míns og
nágranna og mér fannst hafa mynd-
ast skarð í mannlífsflóru sveitarinn-
ar, sem erfitt yrði að fylla, en minn-
ingin lifir og maðurinn af verkum
sínum.
Guðmundur lifði mesta framfara-
skeið þjóðarinnar, eða frá því að öll
störf í sveitum voru unnin með hand-
verkfærum og til vélaaldar, var sjálf-
ur þátttakandi í þeirri þróun og stóð
lengi í fararbroddi framfara í sveit
sinni.
Guðmundur var fæddur í vestur-
bænum á Húsatóftum 23. maí 1917,
og ólst þar upp ásamt fimm systk-
inum, en þar hefur sama ættin búið
frá 1872. Bærinn var í þjóðbraut og
má segja að vegir hafi legið til allra
átta um Húsatóftaland í gegn um
aldirnar, ferðamanna úr uppsveitun-
um með sína baggahesta, síðar hest-
vagna og loks bíla, og enn liggur
Skeiðavegurinn yfir landið með sinni
iðandi umferð.
Þegar Guðmundur var að alast
upp, var Skeiðavegurinn að komast í
gagnið en byrjað var að leggja hann
árið 1906. Sagt er að fyrsti bíllinn
hafi komið upp að Húsatóftum 1917
og úr því hefja einstaklingar og bif-
reiðastöðvar ferðir til mannflutninga
um Suðurland. Árið 1923 hefja svo
tvær bifreiðastöðvar fastar ferðir að
Húsatóftum og keppa um viðskiptin
við bændur. Húsatóftir voru þá end-
astöð og hefur Guðmundur lýst vel
því mikla álagi og gestanauð, sem
hvíldi á heimili foreldra hans. Þau
voru bláfátæk, en alltaf var biti eða
sopi handa svöngum ferðamanni og
rúm til að hvílast í.
Barnaskóli hafði verið reistur
heima á Húsatóftum árið 1908 og var
jafnframt samkomu- og fundahús
sveitarinnar. Húsatóftir voru þá mið-
stöð sveitarinnar, skólinn með
krakkaskaranum, fundir og svo böll-
in, en símstöð og póstafgreiðsla í
austurbænum. Það var því líf og fjör
á hlaðinu á Húsatóftum – og man ég
þá tíma, því ég var einn vetur þar í
skólanum og fram að nýári 1934, að
Brautarholtsskóli tók til starfa. Við
fórum í risaleik og kýliboltaleik
frammi á túninu hans Eyjólfs og man
ég ekki eftir að hann hafi fundið að
sparkinu á okkur.
Ungmennafélagið var stofnað
1908 og unga fólkið hópaðist í félagið,
en ungmennafélögin voru fé-
lagsmálaskóli þess tíma. Guðmundur
varð þar snemma hlutgengur og
gjaldkeri þess um tíma. Og þar fékk
hann þá undirstöðu í félagsstörfum
og ræðumennsku, sem hann bjó að
síðar.
Guðmundur var aðeins 14 ára
gamall þegar hann missti móður sína
og varð stoð og stytta föður síns við
búskapinn. En hugur hans stefndi til
frekara náms en barnaskólalær-
dómsins. Hann fór á Bændaskólann
á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan
árið 1938 eftir tveggja vetra nám.
Rauði krossinn rak í stríðsbyrjun
barnaheimili í Brautarholti yfir sum-
artímann og þar hitti Guðmundur ör-
lagadísina sína, hana Jónu Magnús-
dóttur úr Reykjavík. Sjálfsagt hefur
hann þurft að færa heimilinu mjólk
og aðrar nauðsynjar – allavega
leiddu þessar ferðir hans fram í
Brautarholt til þess að þau trúlofuð-
ust. Man ég hve þau voru glæsilegt
par og dönsuðu vel. Þau giftu sig svo
á sumardaginn fyrsta árið 1942 og
tóku við búinu. Búið var aldrei stórt
en notalegt. Guðmundur stækkaði
túnið, byggði nýtt íbúðarhús og fén-
aðarhús og þau komust vel af. Jóna
bjó honum og börnunum sem urðu
fimm, gott heimili og sjálf var hún
kosin til félagsstarfa í sveitinni, sat í
skólanefnd og var formaður kven-
félagsins um tíma.
Sveitungar Guðmundar fengu
snemma trú á hinum unga bónda til
félagsmálastarfa því hann var kjör-
inn í hreppsnefnd árið 1950 og sat
þar í 12 ár, eða til ársins 1962, að
hann gaf ekki lengur kost á sér. Það
var gott að vinna með Guðmundi,
hann var fastur fyrir og hafði
ákveðnar skoðanir. Hann ritaði oft
fundargerðir hreppsnefndar, góðan
texta og hafði fallega rithönd.
Áður, eða árið 1945, hafði hann
verið kosinn í stjórn búnaðarfélags-
ins og var kjörinn formaður þess
1950. Áræði en jafnframt hagsýni
einkenndu störf Guðmundar sem
formanns. Hann stýrði félaginu af
öryggi og festu og bar umhyggju fyr-
ir því eins og hann ætti það sjálfur.
Tækjakostur félagsins var endurnýj-
aður, jarðvinnslutraktorar keyptir
ásamt jarðvinnsluvélum. Þá keypti
félagið steypuhrærivél og rak sem
kom bændum vel, því mikið var
byggt á þessum tíma. Steypumót
voru keypt og lánuð bændum. Ný
leið til öruggari og betri fóðuröflunar
var reynd, þegar félagið keypti gras-
kökuverksmiðju. Félagið rak verk-
smiðjuna í nokkur ár, en hætti þeim
rekstri þar sem hann bar sig ekki.
Félagið varð stórveldi í tíð Guð-
mundar og átti stóran þátt í aukinni
ræktun og þar með framleiðslu í
sveitinni.
Á þessum tíma voru bændaferðir
algengar á vegum búnaðarfélaga og
búnaðarsambanda. Þetta voru
skemmtilegar ferðir og Guðmundur
leiddi hóp Skeiðabændanna. Hann
hafði sig lítið í frammi á fundum, en
þegar hann kom fram fyrir hönd síns
félags, flutti hann snjallar ræður,
sem tekið var eftir. En árið 1986
sagði hann af sér formennsku í bún-
aðarfélaginu og hafði þá setið í stjórn
þess í 41 ár, þar af 36 ár sem formað-
ur.
Ræktunarsamband Flóa og
Skeiða var stofnað árið 1946 og hófst
þá vélaöld með stórvirkum vélum í
þessum sveitum. Jarðýtur og skurð-
gröfur fóru um og umbyltu landinu –
en svo tóku jarðyrkjuvélar búnaðar-
félagsins við og breyttu mýrum og
móum í iðgrænan töðuvöll. Guð-
mundur kom í stjórn sambandsins
árið 1963 en hætti þar stjórnarsetu
árið 1991 eftir 28 ár.
Árin liðu, börnin uxu úr grasi og
hurfu að heiman, nema Aðalsteinn
sem hóf félagsbúskap með föður sín-
um og tók alveg við búinu 1991.
Síðustu árin urðu Guðmundi
GUÐMUNDUR
EYJÓLFSSON
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram.
Formáli minn-
ingargreina