Morgunblaðið - 06.10.2001, Side 22
ERLENT
22 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti segir að Atlantshafsbandalagið
(NATO) sé undir það búið að taka
„sögulegar ákvarðanir“ varðandi
stækkun þess þegar leiðtogar aðild-
arríkjanna koma saman til fundar í
Prag í nóvember á næsta ári. Fyrr-
um kommúnistaríki í Austur-Evr-
ópu, sem leitað hafa eftir aðild að
bandalaginu sendu í gær frá sér yf-
irlýsingu þar sem m.a. segir að
stækkun NATO muni verða til þess
að auka öryggi íbúa Evrópu og fólks
um heim allan gagnvart hryðju-
verkaógninni.
Leiðtogar tíu fyrrum kommún-
istaríkja í Mið- og Austur-Evrópu,
sem óskað hafa eftir aðild að Atl-
antshafsbandalaginu, komu saman í
Sófíu, höfuðborg Búlgaríu, í gær.
Ríkin, sem um ræðir, eru Búlgaría,
Litháen, Lettland, Eistland,
Króatía, Slóvakía, Slóvenía, Rúm-
enía, Makedónía og Albanía.
Peter Stojanov, forsætisráðherra
Búlgaríu, sagði að fjöldamorðin í
Bandaríkjunum 11. fyrra mánaðar
hefðu orðið til þess að ýta enn undir
nauðsyn þess að NATO yrði stækk-
að frekar til austurs. „Þau högg,
sem Bandaríkin hafa mátt þola í
hjartastað, hafa brugðið nýju ljósi á
nauðsyn þess að sameinast gegn
hinu nýja birtingarformi illskunn-
ar,“ sagði forsætisráðherrann. „Hin
nýju lýðræðisríki Evrópu ættu
áfram að starfa sem bandamenn
NATO í reynd þótt enn hafi þau
ekki bæst í hópinn. Jafnvel þótt
myndað verði hnattrænt bandalag
gegn hryðjuverkaógninni mun það
ekki ná árangri án þess að til reiðu
sé öflugt Atlantshafsbandalag. Eng-
in þjóð er fær um að takast ein síns
liðs á við þessa nýju ógn,“ bætti
hann við.
Þessi skoðun forsætisráðherrans
var áréttuð í yfirlýsingu fundarins
þar sem ríkin tíu lýstu yfir því að
þau myndu taka fullan þátt í „stríð-
inu gegn hryðjuverkaógninni“.
Rússar hafa andmælt áformum
um frekari stækkun NATO til aust-
urs af hörku. Fyrr í vikunni var hins
vegar að skilja á Vladímír Pútín
Rússlandsforseta að dregið hefði úr
andstöðu ráðamanna eystra. Sagði
forsetinn að Rússar og NATO gætu
sameinast í baráttunni við hryðju-
verkamenn. Í höfuðstöðvum NATO í
Brussel hafa viðbrögð manna ein-
kennst af varfærni og haft er á orði
að ummæli Pútíns forseta þarfnist
nánari skýringa.
Robertson lávarður, fram-
kvæmdastjóri NATO, ávarpaði
fundarmenn í Búlgaríu og fagnaði
þeirri eindregnu afstöðu, sem þar
hefði komið fram. „Árásir hryðju-
verkamannanna hafa hvorki orðið til
þess að breyta áformum NATO um
stækkun né heldur gert að verkum
að bandalagið hafi skellt hurðinni í
lás.“ Lávarðurinn bætti hins vegar
við að þau ríki, sem óskuðu eftir að-
ild þyrftu að uppfylla pólitísk og
hernaðarleg skilyrði bandalagsins.
Almennt hefur verið búist við því
að leiðtogar NATO samþykki nýja
áætlun um stækkun bandalagsins á
fundinum í nóvember á næsta ári í
Prag. Pólverjar, Ungverjar og
Tékkar bættust í hóp aðildarþjóð-
anna árið 1999 og hefur nú einkum
verið horft til þess að Eystrasalts-
ríkjunum þremur, Eistlandi, Lett-
landi og Litháen, verði boðið að
sækja um aðild að bandalaginu.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti fagnaði einnig í gær þeim stuðn-
ingi við NATO og Bandaríkin, sem
fram hefði komið á fundinum í Sófíu.
Kvað hann yfirlýsingar leiðtoganna
tíu hafa að geyma „mikilvægan boð-
skap“ í baráttunni við hryðjuverka-
samtök. „Bandaríkin styðja að öll
hin nýju lýðræðisríki Evrópu – frá
Eystrasalti til Svartahafs – sem
styðjast við sama gildismat og við,
fái aðild að NATO,“ sagði forsetinn
m.a. í orðsendingu til fundarmanna.
Sagði hann að Bandaríkjamenn og
bandmenn þeirra í NATO yrðu til-
búnir til að taka „sögulegar ákvarð-
anir“ á leiðtogafundinum á næsta ári
til að hugsjónin um „frið í óskiptri
og frjálsri Evrópu“ gæti orðið að
veruleika.
Fundur leiðtoga tíu ríkja sem óska eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu
Stækkun NATO veitir
vernd gegn hryðjuverkum
Sófíu. AFP. Associated Press.
Bandaríkjaforseti styður aðild
allra nýrra lýðræðisríkja í Evrópu
LANGAN tíma mun taka að koma á
friðsamlegri sambúð helstu þjóð-
anna í Kosovo, Albana og Serba, og
mikill ágreiningur er um framtíð-
arstöðu héraðsins. Þetta kom
glöggt fram í máli þriggja gesta
sem voru hér á landi í tæpa viku í
boði utanríkisráðuneytisins, þeirra
Lizabetu Palokaj, Bedri Elezi og
Sladjans Ilic. Hinn síðastnefndi er
Serbi en hin tvö albönsk. En jafnvel
slík skilgreining getur orðið tilefni
deilna. Albanarnir segja að Ilic ætti
að kalla sig „Kosovar“ sem er gamla
heitið á héraðsbúum, notað af Al-
bönum. Þá yrði auðveldara fyrir Al-
banana, sem eru í miklum meiri-
hluta í Kosovo, að treysta
Serbunum, segja þau.
Ilic rekur litla útvarpsstöð í suð-
urhluta Kosovo og Elezi starfar hjá
annarri slíkri skammt frá. Palokaj
starfar á hinn bóginn fyrir Öryggis-
og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE,
sem ásamt utanríkisráðuneytinu
greiddi kostnaðinn við ferð þre-
menninganna hingað til lands.
Þau voru m.a. í starfsþjálfun hjá
Ríkisútvarpinu og segjast afar
ánægð með þá reynslu, einnig
kynntu þau sér útvarpsrekstur á
Selfossi þar sem aðstæður eru líkari
þeim sem þau starfa við. Yfir 80 út-
varpsstöðvar eru í Kosovo og flestar
mjög litlar en alls búa tæpar tvær
milljónir manna í héraðinu að því
best er vitað.
„Við viljum þakka Davíð Loga
Sigurðssyni, starfsmanni ÖSE, og
utanríkisráðuneytinu kærlega fyrir
framtakið og við erum mjög ánægð
með ferðina,“ segir Lizabeta fyrir
hönd þeirra. Þau þekktust lítið sem
ekkert fyrir ferðina en eru sammála
um að þrátt fyrir deilurnar í hér-
aðinu og atburði síðustu ára hafi
samskiptin hér gengið vel. „Við
munum hittast aftur,“ segir Liza-
beta og Bedri segir að þeir Sladjan
muni heimsækja hvor annan.
Það sem gerir friðsamleg sam-
skipti og heimsóknir erfiðar er
gagnkvæmt hatur sem birtist meðal
annars í því að enn er mikið um
morð á Serbum sem hafa margir
flúið héraðið. Talið er að allt að
10.000 albanskir Kosovobúar hafi
verið myrtir á meðan átökin milli
serbneska hersins og NATO stóðu
yfir 1999. „Þrír af nágrönnum mín-
um voru myrtir, stungnir til bana,“
segir Elezi. Margir eiga um sárt að
binda en nú er aðalvandi al-
þjóðlegra stofnana og herja NATO
að tryggja öryggi Serba.
„Sjálfur er ég með
góða samvisku“
Sladjan segist hafa átt albanska
vini í bænum Pec áður en átökin
hófust og bendir á að útilokað sé
fyrir hann að ferðast þangað með
eðlilegum hætti vegna andúðar-
innar á serbneskumælandi fólki og
minnir á að ekkert sé vitað um af-
drif meira en þúsund Kosovo-Serba,
sem horfið hafa síðan 1999. Hann
segir að báðir aðilar hafi framið
grimmdarverk en hafnar því að
hægt sé að sakfella heila þjóð fyrir
það sem einstaklingar úr röðum
hennar hafi gert. „Ef til vill gerðu
Serbar meira af sér en Albanar en
sjálfur er ég með hreinan skjöld og
get með góðri samvisku horft í aug-
un á Albönum,“ segir hann.
Flestir Albanar vilja að Kosovo
verði sjálfstætt og ekki lengur hluti
Júgóslavíu. „Við höfðum í meira en
tvo áratugi beðið Bandaríkjamenn
og vesturveldin um að skakka leik-
inn í Kosovo og hjálpa okkur gegn
Serbum,“ segir Elezi. „Þegar NATO
ákvað að hefja stríð gegn Serbum
og sendi her til Kosovo var um leið
verið að segja að héraðið væri ekki
hluti af Júgóslavíu, málið væri ekki
innanríkismál Serbanna.“
Kosið verður til héraðsþings í
nóvember en ekki er enn ljóst hvort
flokkabandalag serbneska minni-
hlutans tekur þátt í þeim. Sladjan
segist þó halda að þeir muni gera
það. Serbar hunsuðu í fyrra sveit-
arstjórnakosningar.
ÖSE annast undirbúning kosning-
anna og samkvæmt reglunum er
Serbum tryggður tíundi hluti þing-
sætanna; ef þeir hafna þátttöku
munu alþjóðlegar stofnanir tilnefna
þingmenn úr röðum Serba. En vitað
er að pólitískur klofningur er í röð-
um Albana um mörg mál. Gæti farið
svo að einhverjir flokkanna leituðu
liðsinnis serbneskra þingmanna til
að fá meirihluta á þinginu?
Elezi segist ekki geta ímyndað
sér að það gerist, svo mikið djúp sé
á milli deiluaðila. En hin tvö eru
ekki jafnviss, tíminn muni leiða í ljós
hvort slíkt samstarf verði mögulegt.
Þau ræða framtíðina og jafnt Pal-
okaj sem Elezi eru sannfærð um að
Kosovomenn muni fá sitt sjálfstæði
á endanum þegar búið sé að kjósa
þingið þótt Lizabeta sé ekki viss um
að það verði strax. Þingið muni út-
kljá stöðu héraðsins gagnvart um-
heiminum, „það gera Albanar, Serb-
ar, Tyrkir og aðrir íbúar í Kosovo,“
segir Bedri.
En Ilic er efins og segir að hver
sem úrslitin verði muni Hans
Hækkerup, fulltrúi SÞ og æðsti
embættismaður bráðabirgða-
stjórnar SÞ í Kosovo (UNMIK), hafa
síðasta orðið. Bandaríkjamenn
hugsi um eigin hagsmuni á svæðinu
og vesturveldin hafi ekki áhuga á
öðru en stöðugleika á Balkanskaga.
Þess vegna sé ekki líklegt að þau
styðji sjálfstæði Kosovo, sérstaklega
eftir fall Milosevic og átökin í Make-
dóníu.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Albanarnir Bedri Elezi og Lizabeta Palokaj og t.h. Serbinn Sladjan Ilic.
Palokaj starfar hjá ÖSE í Kosovo en hinir hjá útvarpsstöðvum í héraðinu.
„Munum hittast aftur“
Kosovobúar
kynna sér
íslenskt útvarp
og ræða saman
GEÐRÆNIR kvillar eru með-
al helstu orsaka sjúkdóma og
fötlunar í heiminum en heil-
brigðisyfirvöld gera lítið í að
berjast við vandann, að því er
segir í skýrslu frá Alþjóðaheil-
brigðismálastofnuninni, WHO,
er kom út í gær.
Skýrslan fjallar um stöðu
heilbrigðismála árið 2001 og er
aðaláherslan lögð á geðheilsu.
Sagt er að einn af hverjum
fjórum jarðarbúum eigi ein-
hvern tíma á ævinni við geð-
ræn veikindi að stríða. Tvö af
hverjum þrem löndum verji á
hinn bóginn aðeins einum af
hundraði allra útgjalda vegna
heilbrigðismála til að bæta
geðheilsu. Gera megi ráð fyrir
að um 450 milljónir manna
þjáist af geð- og taugasjúk-
dómum og þurfi einnig að
kljást við „fordóma, mismunun
og afskiptaleysi“ í samfélag-
inu.
„Margir þjást í hljóði, marg-
ir þjást einir síns liðs,“ segir
Gro Harlem Brundtland,
framkvæmdastjóri WHO, í
skýrslunni.
Aukin
áhersla á
geðheilsu
Genf. AFP.
LÖGREGLAN í Makedóníu hætti í
gær við áform sín um að taka aftur
í sínar hendur öll völd í héruðum
norðarlega í landinu þar sem fólk af
albönsku bergi brotið er meirihluti
íbúa. Ákvörðun yfirvalda kom eftir
að fulltrúar vesturveldanna þrýstu
á um það að Makedóníustjórn virti
það samkomulag sem gert var við
albanska skæruliða seint í ágúst.
Solana segir kosningar í
Kosovo skipta sköpum
Þeir Javier Solana og Chris Patt-
en, æðstu erindrekar Evrópusam-
bandsins í utanríkismálum, heim-
sóttu höfuðborgina Skopje í gær og
lögðu fast að makedónskum yfir-
völdum að fara sér hægt.
Solana kom einnig við í Pristina í
Kosovo í gær en í nóvember mun
íbúum héraðsins gefast tækifæri til
að kjósa sér eigið þing. Solana sagði
kosningarnar skipta sköpum fyrir
framtíð Kosovo, sem lotið hefur
stjórn Sameinuðu þjóðanna frá því
að loftárásum NATO á Serba lauk
vorið 1999.
Lýsti Solana þeirri von sinni að
ofbeldi setti ekki svip á kosning-
arnar en grunnt hefur verið á því
góða með Kosovo-Albönum og þeim
Serbum, sem enn eru búsettir í hér-
aðinu.
Yfirvöld í Makedóníu
láta undan þrýstingi
Skopje. AP.