Morgunblaðið - 06.10.2001, Side 41

Morgunblaðið - 06.10.2001, Side 41
MESSUR Á MORGUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 41 BARNASTARF er annan hvern sunnudag og verður núna í annað skipti á sunnudaginn kl. 11. 10 til 12 ára starf verður á sunnudags- kvöldum kl. 19.30 í grunnskólanum og byrjar nú á sunnudaginn. For- eldra- og barnamorgnar eru á mið- vikudagsmorgnum milli 10 og 12 í kirkjunni og námskeið í Matteusar- guðspjalli byrjar núna á mánudag- inn kl. 18. (Ath. breyttan tíma). Fermingarfræðsla er á þriðjudög- um kl. 13.40. Þá má geta þess að áheitasjóður Strandarkirkju er við Landsbankann í Þorlákshöfn og er númerið 150-0560764. Áheita- og Líknarsjóður Þorlákskirkju er við sama banka og er reikningsnúm- erið 0150-05-61443. Í prestakallinu eru þrjár kirkjur: Þorlákskirkja, Hjallakirkja og Strandarkirkja. Kirkjuvörður og meðhjálpari í Þor- ákskirkju er Halla Kjartansdóttir, í Hjallakirkju Jón Hjartarson og í Strandarkirkju Kristófer Bjarna- son og Þórarinn Snorrason. Org- anisti við kirkjurnar er Robert Darling. Söngfélag Þorlákhafnar annast söng. Sóknarprestur er Baldur Kristjánsson. Kvöldmessa í Hallgrímskirkju Á MORGUN sunnudag 7. október verður, auk morgunmessunnar, kvöldmessa í Hallgrímskirkju kl. 20, en undanfarin ár hafa kvöld- messur verið einu sinni í mánuði yf- ir veturinn. Í þessari fyrstu kvöld- messu vetrarins mun Schola cantorum syngja undir stjórn Harð- ar Áskelssonar. Kórinn syngur þætti úr Missa brevis eftir G.P. Pal- estrina og Mótettu eftir Schütz: So fahr ich hin. Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson leiðir messuna og hefur hugleiðingu. Í messunni gefst kost- ur á að tendra bænaljós, skrá bænir á bænamiða, og nýta sér rými kirkj- unnar til bæna. Yfirbragð kvöld- messunnar er látlaust og kyrrlátt, þar sem söfnuðurinn fær tækifæri til að ganga inn í kyrrð og til- beiðslu, njóta frábærrar tónlistar og samfélags um Guðs orð. Siðfræði og lífvísindi í Hallgrímskirkju NK. sunnudag, 7. okt. hefjast að nýju fræðslumorgnar í Hallgríms- kirkju. Þá mun Salvör Nordal heim- spekingur ræða um efnið siðfræði og lífvísindi. Með örum framförum í lífvísindum og aukinni þekkingu á genamengi mannsins fjölgar sið- ferðilegum álitamálum um hvort og hvernig nýta beri þessa þekkingu. Salvör mun í fyrirlestri sínum ræða ýmis siðferðileg álitamál á þessu sviði og svara fyrirspurnum. Fyr- irlesturinn hefst kl. 10 f.h. Að fyr- irlestrinum loknum, kl. 11, hefst guðsþjónusta og barnastarf. Ferm- ingarbörn taka þátt í guðsþjónust- unni og Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju syngur. Fjölskylduhátíð í Hafnarfjarðarkirkju NK. sunnudag verður haldin fyrsta fjölskylduhátíð vetrarins í Hafn- arfjarðarkirkju, en slíkar hátíðir eru alltaf haldnar fyrsta sunnudag í hverjum mánuði yfir vetrartímann. Þá sameinast báðir sunnudagaskól- arnir í kirkjunni. Að venju hefst há- tíðin með fjölskylduguðsþjónustu kl.11. Þá verða börn borin til skírn- ar í upphafi. Barnakórinn syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur nokkur gömul og ný sunnudaga- skólalög. Síðan tekur við söngur, sögur og leikir. Allir leiðtogar beggja sunnudagaskólanna taka þátt. Prestar sr. Þórhildur Ólafs og sr. Þórhallur Heimisson. Eftir guðs- þjónustuna er boðið upp á kaffi og góðgæti í safnaðarheimilinu og þar heldur hátíðin áfram. Kirkjurútan gengur samkvæmt venju og rúta fer frá Hvaleyrarskóla kl. 10.55. Regnbogamessa í Dómkirkjunni VERIÐ velkomin til regnboga- messu í Dómkirkjunni nk. sunnu- dag kl. 13. Regnbogamessan er ný og litrík messa fyrir fjölskylduna. Dómkirkjan verður skreytt í öllum regnbogans litum að innan. Í sög- unni um hann Nóa karlinn og Örk- ina hans, segir frá því þegar guð setti regnbogann á himininn sem sáttmálsmerki sitt við mannfólkið. Litir regnbogans fela í sér sterka trúarlega merkingu, sem við fræð- umst um á sunnudaginn. Dómkór- inn mun sjá um að leiða sannkallan regnbogasöng undir stjórn Mar- teins Hunger dómorganista. Góður og litsterkur gestur lætur sjá sig og sögu verður varpað upp á hvíta tjaldið. Við hverjum alla til að koma og taka þátt í þessari líflegu messu, sem er aldeilis fyrir augað. Hér er gáta sem gott yrði að fá svar við í regnbogamessunni: Hver er sá veggur víður og hár veglegum sett- ur röndum. Gulur, rauður, grænn og blár, gerður af meistara hönd- um? ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Guðsþjónusta kl. 14:00. Organ- isti Kári Kárason Þormar, sem nú tekur við starfi organista Áskirkju. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11:00. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnum sínum. Organisti Pálmi Sigur- hjartarson. Guðsþjónusta kl. 14:00. Messukaffi Bolvíkinga. Pálmi Matthías- son. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11:00. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriks- son. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Barna- og fjölskyldu- samkoma kl. 13:00. „Regnboga- messa“. Krakkar í vesturbæ og miðbæ hvattir til þátttöku. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarf kl. 11:00. Messa kl. 11:00. Altarisganga. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organ- isti Árni Arinbjarnarson. Ólafur Jóhanns- son. GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðsþjónusta kl. 10:15. Organisti Kjart- an Ólafsson. Sr. Ólafur Jens Sigurðs- son. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslumorgunn kl. 10:00. „Siðfræði og lífvísindi“: Sal- vör Nordal, heimspekingur. Messa og barnastarf kl. 11:00. Umsjón barna- starfs Magnea Sverrisdóttir. Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju syngur. Org- anisti Lára Bryndís Eggertsdóttir. Sr. Sig- urður Pálsson prédikar og þjónar ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Kvöld- messa kl. 20:00. Schola cantorum syngur. Organisti Hörður Áskelsson. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Umsjón Pétur Björgvin Þor- steinsson og Guðrún Helga Harðardótt- ir. Messa kl. 14:00. Organisti Douglas A. Brotchie. Sr. Tómas Sveinsson. LANDSPÍTALI Hringbraut: Helgistund kl. 10:30. Rósa Kristjánsdóttir, djákni. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Messa og barnastarf kl. 11:00 á þjónustudegi safnaðarins. Áhersla lögð á þátttöku leikmanna í starfi kirkj- unnar. Baldvin Frederiksen flytur hug- vekju ásamt Svölu Sigríði Thomsen, djákna. Leikmenn annast lestur og bænagjörð. Þórunn Sigþórsdóttir syngur einsöng. Prestur Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Barnastarfið hefst í kirkjunni en síðan fara börnin með Gunnari og Bryndísi inn í safnaðar- heimili. Kaffisopi í safnaðarheimili á eft- ir. LAUGARNESKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11:00. Eygló Bjarnadóttir, meðhjálpari kirkjunnar, er að ljúka guð- fræðinámi og syngur nú sína fyrstu messu og prédikar. Er það liður í loka- áfanga til embættisprófs. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir stýrir sunnudagaskól- anum með sínu öfluga liði. Fulltrúar les- arahóps Laugarneskirkju flytja ritningar- lestra. Þorvaldur Halldórsson er með- hjálpari og Sigríður Finnbogadóttir ann- ast messukaffið á eftir. Messa kl. 13:00 í dagvistarsalnum Hátúni 12. Ey- gló Bjarnadóttir þjónar ásamt Þorvaldi Halldórssyni, Margréti Scheving og hópi sjálfboðaliða. (Sjá síðu 650 í Texta- varpi.) NESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Prestur sr. Frank M. Halldórsson. Organisti Reynir Jónasson. Molasopi eftir messu. Sunnudagaskólinn kl. 11:00. 8–9 ára starf á sama tíma. Kvöldmessa kl. 20:00. Þorvaldur Halldórsson annast tónlistarflutning og leiðir söng. Prestar sr. Frank M. Halldórsson og sr. Örn Bárð- ur Jónsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Bjóðum börnin sérstaklega velkomin til skemmtilegrar samveru. Organisti Viera Manasek. Prestur sr. Birgir Ásgeirsson. Verið öll hjartanlega velkomin. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Stund með börn- unum í upphafi guðsþjónustunnar, síð- an fara þau í safnaðarheimilið þar sem þau fá fræðslu og leik við hæfi. Fjöl- breytta tónlistina leiða nýráðnir tónlist- arstjórar safnaðarins þau Anna Sigríður Helgadóttir og Carl Möller. Allir hjartan- lega velkomnir til þátttöku. Í lok guðs- þjónustunnar verður farið að Tjörninni þar sem börnin gefa fuglunum brauð. Heitt á könnunni í Safnaðarheimilinu. Hjörtur Magni Jóhannsson. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðs- prestur þjónar fyrir altari og prédikar. Kirkjukórinn syngur undir stjórn organ- istans Pavel Manések. Sunnudagaskól- inn kl. 11.00 í safnaðarheimilinu. Söng- ur, sögur og leikir. Barn borið til skírnar. Kaffi og ávaxtasafi eftir guðsþjónusturn- ar. Léttmessa kl. 20.00. Páll Rósin- krans flytur úrval gospellaga ásamt und- irleikara sínum Óskari Einarssyni. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og flytur hugleiðingu. Ungt fólk les ritningargrein- ar og flytur bænir. Kaffi og ávaxtasafi og spjall á eftir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Organisti Sigrún Þórsteinsdóttir. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Fjölskyldumessa kl. 11. Prestur sr. Magnús B. Björnsson. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Kór Digraneskirkju B hópur. Leiðtogar sunnudagaskóla taka þátt í messunni. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Messa kl. 11:00. Altarisganga. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Djákni: Lilja G. Hallgríms- dóttir. Organisti Lenka Mátéová. Kór Fella- og Hólakirkju syngur. Barnaguðs- þjónusta á sama tíma í safnaðarheim- ilinu í umsjón Elínar Elísabetar Jóhanns- dóttur. GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti: Hörður Bragason. Kór Grafarvogskirkju syngur. Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Prestur: Sr. Bjarni Þór Bjarnason. Um- sjón: Ása Björk. Undirleikari: Guðlaugur Viktorsson. Barnaguðsþjónusta kl. 13:00 í Engjaskóla. Prestur: Sr. Bjarni Þór Bjarnason. Umsjón: Ása Björk. Und- irleikari: Guðlaugur Viktorsson. Prest- arnir. HJALLAKIRKJA: Lofgjörðarguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjón- ar. Barnakór Snælandsskóla syngur og leiðir léttan safnaðarsöng. Stjórnandi Heiðrún Hákonardóttir. Undirleikari Lóa Björk Jóelsdóttir. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Barnaguðsþjónusta í Linda- skóla kl. 11 og í Hjallakirkju kl. 13. Við minnum á bæna- og kyrrðarstundir á þriðjudögum kl. 18. Prestarnir. KÓPAVOGSKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11:00. Stúlknakór Kársnes- skóla syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Undirleik í guðsþjónust- unni annast Ragnheiður Bjarnadóttir sem spilar á píanó og María Marteins- dóttir sem leikur á fiðlu. Sr. Ægir Fr. Sig- urgeirsson. SELJAKIRKJA: Krakkaguðsþjónusta kl. 11.00. Söngur, saga og nýr límmiði. Guðsþjónusta kl. 14:00. Sr. Valgeir Ást- ráðsson prédikar. Organisti er Gróa Hreinsdóttir. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Morg- unguðsþjónusta kl. 11. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Líf og starf Páls post- ula, 4. hluti. Friðrik Schram kennir. Sam- koma kl. 20. Maríusystur frá Þýskalandi prédika og selja bækur eftir samkom- una. Einnig verður mikil lofgjörð og fyr- irbænir. FRÍKIRKJAN VEGURINN: Fjölskyldu- samkoma kl. 11. Bænastund kl. 19.30. Samkoma kl. 20. Guðlaug Tómasdóttir prédikar. Brauðsbrotning, lofgjörð og fyr- irbænir. Allir hjartanlega velkomnir. FÍLADELFÍA: Brauðsbrotning kl. 11:00, ræðumaður Vörður L. Traustason. Al- menn samkoma kl. 16:30, lofgjörðar- hópur Fíladelfíu leiðir söng. Ræðumaður Mike Fitzgerald. Allir hjartanlega vel- komnir. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudag kl. 19.30 bænastund, kl. 20 heimilasam- bandsdagur, Valgerður Gísladóttir talar. Allir hjartanlega velkomnir. KFUM og KFUK v/Holtaveg: Samkoma á Holtavegi 28 kl. 17:00 . Hún verður helguð kaffihúsi KFUM og KFUK í Aust- urstræti 20 sem hefur hlotið nafnið Ömmukaffi. Hjónin sem sjá um veitinga- reksturinn, Sue og Kjartan Ólafsson verða kynnt og sagt verður frá hvað framundan er í hinu nýja kaffihúsi og miðbæjarstarfinu. Kjartan Jónsson byrj- ar með bæn og nokkrum orðum. Síðan mun sr. Jóna Hrönn Bolladóttir tala út frá yfirskriftinni: „Baráttan undirbúin skref fyrir skref“ (Neh. 2). Starf fyrir börn á öllum aldri á sama tíma. Matsala eftir samkomuna. Vaka kl. 20:30. Lofgjörð – boðun – fyrirbæn. Allir velkomnir. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík – Kristskirkja í Landakoti: Sunnudaga: Hámessa kl. 10.30: Messa á ensku kl. 18.00. Laugardaga kl. 14.00: Barnamessa. Alla virka daga: Messa kl. 18.00. Einnig messa kl. 8.00 suma virka daga (sjá nánar á tilkynn- ingablaði á sunnudögum). Reykjavík – Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudaga: Messa kl. 11.00.Laugar- daga: Messa á ensku kl. 18.30. Virka daga: Messa kl. 18.30. Riftún í Ölfusi: Sunnudaga: Messa kl. 17.00. Miðvikudaga: Messa kl. 20.00. Hafnarfjörður – Jósefskirkja: Sunnu- daga: Messa kl. 10.30. Miðviku-daga: Skriftir kl. 17.30, messa kl. 18.30. Karmelklaustur: Sunnudaga: Messa kl. 08.30. Virka daga: Messa kl. 8.00. Keflavík – Barbörukapella: Skólavegi 38: Sunnudaga: Messa kl. 14.00. Sunnudaga 14. október: Messa kl. 16.00 á pólsku. Fimmtudaga: skriftir kl. 19.30. Bænastund kl. 20.00. Grindavík: Sunnudaginn 7. október: Messa kl. 18.00 í Kvennó, Víkurbraut 25. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: Samkoma á morgun kl. 16. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: Guðsþjónusta kl. 11 f.h. Gunnar Krist- jánsson, sóknarprestur. REYNIVALLAKIRKJA í Kjós: Guðsþjón- usta kl. 11 f.h. Gunnar Kristjánsson, sóknarprestur. LANDAKIRKJA í Vestmannaeyjum: Kl. 11 barnaguðsþjónusta með miklum söng, leik, sögum, bæn og gleði. Allir hjartanlega velkomnir. Kl. 14 messa með altarisgöngu. Fermingarbörn lesa úr ritningunni. Sr. Baldur Gautur Bald- ursson þjónar fyrir altari og sr. Kristján Björnsson prédikar. Kór Landakirkju. Kaffisopi og spjall eftir messu. Kl. 15.20 guðsþjónusta í kapellunni á Hraunbúðum. Kl. 16 guðsþjónusta dagsins í Landakirkju útvarpað á Útvarpi Vestmannaeyja. Kl. 20 æskulýðsfundur. Algjör óvissa er um hvort óvissuferðin verður farin. Verið við öllu búin og vel klædd. Mánudagur Kl. 17 æskulýðs- starf fatlaðra, eldri hópur. Mikil gleði, leikur og söngur. LÁGAFELLSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti Jónas Þórir. Barnaguðsþjónusta í safn- aðarheimilinu kl. 13 í umsjá Þórdísar Ás- geirsdóttur djákna, Sylvíu Magnúsdóttur guðfræðinema og Jens Guðjónssonar menntaskólanema. Jón Þorsteinsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Hafnarfjarð- arkirkja, fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00. Börn borin til skírnar. Barnakór- inn syngur undir stjórn Helgu Loftsdótt- ur. Söngur, sögur og leikir. Allir leiðtogar taka þátt. Prestar sr. Þórhildur Ólafs og sr. Þórhallur Heimisson. Eftir guðsþjón- ustuna er boðið upp á kaffi og góðgæti í safnaðarheimilinu. Kirkjurútan gengur samkvæmt venju og rúta fer frá Hvaleyr- arskóla kl.10.55. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnasam- koma kl. 11. Umsjón Sigríður Kristín, Edda, Hera og Örn. Guðsþjónusta kl. 13. Ath. breyttan messutíma í vetur. Organisti Þóra Vigdís Guðmundsdóttir og prestur sr. Sigríður Kristín Helgadótt- ir. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjukór Víði- staðasóknar syngur. VÍDALÍNSKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta verður í Vídalínskirkju sunnudaginn 7. október kl. 11:00. Skólakór Flata- skóla syngur undir stjórn Áslaugar Ólafs- dóttur. Sunnudagaskólinn yngri og eldri deild falla inn í guðsþjónustuna. Til þessarar guðsþjónustu hefur verið boð- ið sérstaklega þeim börnum sem verða fimm ára á þessu ári. Verður þeim af- hent að gjöf bókin „Kata og Óli fara í kirkju“. Það er von okkar að sem flestir foreldrar sjái sér fært að koma til guðs- þjónustunnar með börnum sínum og öðrum úr fjölskyldunni. Er þeim tilmæl- um beint í raun til allra foreldra og þá ekki síst foreldra fermingarbarnanna, en börnin eru nú að hefja fræðslu til undirbúnings fermingar að vori. Sr. Hans Markús Hafsteinsson og Nanna Guðrún Zoëga djákni þjóna við athöfnina. Org- anisti: Jóhann Baldvinsson. Mætum vel og gleðjumst öll saman. Prestarnir. BESSASTAÐASÓKN: Sunnudagaskól- inn í Álftanesskóla kl. 13:00. Rúta ekur hringinn. Prestarnir. KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskólinn hefst laugardaginn 6. október kl. 11:00, í Stóru-Vogaskóla. Nýtt og skemmtilegt efni að venju. Mætum vel og verum með frá upphafi. KÁLFATJARNARKIRKJA: Guðsþjónusta verður sunnudaginn 7. október kl. 14:00. Kór kirkjunnar leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Frank Herluf- sen organista. Barn borið til skírnar. Sr. Hans Markús Hafsteinsson þjónar við athöfnina. Mætum vel og eigum góða stund í kirkjunni okkar. Prestarnir. GRINDAVÍKURKIRKJA: Nú er barna- starfið hafið í kirkjunni og verður bæði fjölbreytt og skemmtilegt í vetur. Margir nýir leiðbeinendur hafa verið ráðnir til starfa, ungt fólk með eldlegan áhuga á barnastarfi. Sunnudagaskólinn byrjar sunnudaginn 7. okt. kl. 11. Foreldrar eru hvattir til að fjölmenna með börnin sín. Sóknarnefndin. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Börnin fá afhent það efni sem notað verður í vetur. Foreldrar hvattir til að mæta með börnunum. Sóknarprestur. NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Börnin fá afhent það efni sem notað verður í vetur. Foreldrar hvattir til að mæta með börnunum. Sóknarprest- ur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta og sunnudagaskóli kl. 11 árd. Undirleikari Helgi Már Hannesson. Prestur sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Kór Keflavíkurkirkju leiðir söng. Organisti Hákon Leifsson. Meðhjálpari Laufey Auður Kristjánsdóttir. VÍKURKIRKJA: Vetrarstarf kirkjuskólans hefst í dag, laugardag, kl. 11.15 í Vík- urskóla. Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Kór Víkurkirkju leiðir söng undir stjórn Krisztinu Szklenár organista. Fermingarbörn, foreldrar þeirra og for- ráðamenn eru hvött til að mæta. Helgi- stund á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Hjallatúni eftir guðsþjónustuna í umsjón sóknarprests, kórs og organista Víkur- kirkju. SELFOSSKIRKJA: Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Súpa og brauð eftir messu. Morguntíð sungin þriðjudaga til föstudaga kl. 10. Kaffi og brauð að henni lokinni. Krakkaklúbbur 1.–3. bekkur kl. 16.10–17 þriðjudaga. For- eldrasamvera miðvikudaga kl. 11. Krakkaklúbbur 4. bekkur og eldri kl. 16.10 miðvikudaga. Sóknarprestur. ÞORLÁKSKIRKJA: Fjölskyldumessa/ sunnudagaskóli kl. 11. Sóknarprestur. KOTSTRANDARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14 á vegum Hveragerðissóknar þar sem Hveragerðiskirkja er lokuð vegna viðgerðar. Jón Ragnarsson. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnudag kl. 11. Sóknarprestur. HAUKADALSKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Sóknarprestur. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa og altaris- ganga kl. 11. Sóknarprestur. EGILSSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11 í umsjá sr. Sigfúsar J. Árnasonar pró- fasts. Organistar og kórar af Austurlandi leika og syngja. Sunnudagaskólinn fer á sama tíma í heimsókn í Áskirkju í Fellum – mætið kl. 10.30 við Egilsstaðakirkju. Mánudagur: Kyrrðarstund kl. 18. Sókn- arprestur. ÁSSÓKN í Fellum: Barna- og fjölskyldu- guðsþjónusta í Áskirkju, regnboga- messa, sunnudag kl. 11. Börnin fá sunnduagaskólabækurnar afhentar. All- ir velkomnir. Sóknarprestur. Guðspjall dagsins: Jes- ús læknar á hvíldardegi. (Lúk. 14 ). Vetrarstarfið í Þorlákshafnar- prestakalli Þorlákskirkja í Þorlákshöfn. Kirkjustarf Lágafellskirkja. Mánudagur: Fjölskyldu- samvera fyrir foreldra og börn þeirra frá kl. 13.30–15.30 í safnaðarheimilinu, Þver- holti 3, 3. hæð. Al-Anon fundur í kirkjunni kl. 21. Hvammstangakirkja. Barnamessa kl. 11. Safnaðarstarf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.