Morgunblaðið - 06.10.2001, Side 32

Morgunblaðið - 06.10.2001, Side 32
UMRÆÐAN 32 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ NÚ hefur ríkis- stjórnin kynnt áherslur sínar í skatta- málum. Meðal þeirra breytinga sem þar verða er afnám skatt- lagningar húsaleigu- bóta. Ég hef verið tals- maður þessara breytinga og hér er um mikla félagslega úrlausn fyrir fólk á leigumarkaði að ræða. Námsmenn og öryrkjar Á vorþingi flutti ég frumvarp sem varð að lögum sem stórbætti réttarstöðu námsmanna sem leigja á heimavist eða á námsgörðum. Þessi hópur hafði ekki notið húsa- leigubóta fram að því en með breyt- ingum á lögunum öðlaðist þessi hópur réttindi til húsaleigubóta. Með afnámi skattlagningar húsa- leigubóta munu kjör námsmanna batna stórlega og gera þeim sem af efnaminni heimilum koma auðveld- ara en ella að stunda nám fjarri heimabyggð sinni. Samkvæmt sömu lögum öðluðust fatlaðir á sambýlum rétt til húsaleigubóta sem mun jafn- framt stórbæta kjör þess hóps. Af- nám skattlagningar húsaleigubóta kemur öryrkjum, öldruðum, námsfólki og öðru tekjulágu fólki best. Stórauknar húsaleigubætur Á þessu ári hafa húsaleigubætur verið hækkaðar og aukið til- lit tekið til fjölskyldu- stærðar. Ég hef lagt mikla áherslu á það að við úthlutun húsa- leigubóta sé tekið tillit til félagslegra að- stæðna fólks. Barna- og láglaunafólk fái því hlutfallslega meira en aðrir. Afnám skattlagningar húsaleigubóta hefur verið baráttumál mitt og nú er því takmarki náð. Heildarupphæð húsaleigubóta nemur allt að 700 milljónum í ár. Tekjutap ríkissjóðs við þessa breytingu er metið 150 milljónir á ári og er þá kjarabót leigjenda 150 milljónir á ári. Í Kast- ljósþætti hinn 3. október sl. gumaði Össur Skarphéðinsson af því að áralöngu baráttumáli Jóhönnu Sig- urðardóttur væri nú loksins náð. Um ómerkilegan málflutning er að ræða því það var einmitt í tíð Jó- hönnu sem félagsmálaráðherra að ákveðið var að skattleggja húsa- leigubætur. Heilbrigðari leigumarkaður Afnám skattlagningar húsaleigu- bóta mun leiða til þess að nú munu leigjendur gera aukna kröfu um það að gerðir séu leigusamningar á markaðnum þar sem um miklu hærri fjárhæðir verður að ræða. Hinn „svarti“ markaður mun því vonandi fjara út og að hér verði stunduð heiðarlegri viðskipti á hús- næðismarkaðnum. Ekki má gleyma því að með gerð leigusamninga öðl- ast leigjendur meiri rétt en ella, svo sem þriggja mánaða uppsagnar- frest, þannig að ekki verður hægt að fleygja fólki fyrirvaralaust út úr íbúðum sem það leigir. Einnig mun skattheimta ríkisins batna við þetta. Leigutekjur eru skattlagðar eins og fjármagnstekjur og bera 10% skatt. Þetta var ákveðið til að reyna að koma í veg fyrir „svarta“ leigu. Átak í byggingu leiguíbúða Að mínu frumkvæði hafa lífeyr- issjóðir og Íbúðalánasjóður nú und- irritað viljayfirlýsingu um að á næstu fjórum árum verði byggðar aukalega 600 leiguíbúðir til viðbótar almennum heimildum Íbúðalána- sjóðs vegna leiguíbúða, um 150 íbúðir á ári. Heimildir Íbúðalána- sjóðs vegna lánveitinga til leigu- íbúða eru árlega um 400 íbúðir þannig að hér er um verulega aukn- ingu að ræða. Nú þegar hefur verið undirritað rammasamkomulag við húsnæðissamvinnufélagið Búseta um byggingu og rekstur 300 leigu- íbúða á næstu fjórum árum. Bind ég vonir við það að þetta muni stytta biðlista eftir leiguhúsnæði hér á höfuðborgarsvæðinu til muna og muni jafnframt lækka leiguverð þar sem framboð húsnæðis verður meira. Lágir vextir á leiguíbúðalánum Ákvörðun hefur verið tekin um að hækka ekki vexti á eldri lánum til leiguíbúða. Ennfremur geta sveitarfélög yfirtekið lán á lágum vöxtum sem hvíla á innlausnaríbúð- um og eiga síðan kost á að fá lán til viðbótar þannig að heildarlánstím- inn verði 50 ár eins og á öðrum leiguíbúðalánum. Þá er ákveðið að ríkissjóður niðurgreiði vexti til Íbúðalánasjóðs þannig að hann geti veitt lán með 3,5% vöxtum til bygg- ingar eða kaupa á 400 íbúðum ár- lega sem leigðar verða fólki innan skilgreindra tekju- og eignamarka. Lánin til leiguíbúðanna 600 í átak- inu munu bera 4,5% vexti. Verði eftirspurn eftir lánum til leiguíbúða meiri en 550 á ári munu þau lán Íbúðalánasjóðs bera markaðsvexti. Afnám skatt- lagningar húsaleigubóta Páll Pétursson Skattar Afnám skattlagningar húsaleigubóta, segir Páll Pétursson, kemur öryrkjum, öldruðum, námsfólki og öðru tekjulágu fólki best. Höfundur er félagsmálaráðherra. ÞAÐ reynist okkur mörgum afar erfitt að njóta andartaksins eins og það er. Við erum sífellt með kröfur um það hvernig okkur á að líða og hvernig lífið ætti að vera og hættum þá stundum að sjá fegurðina í kring um okkur. Þannig rænum við okkur sjálf þeirri gleði sem er okkur eig- inleg. Þessum forvitna, opna huga sem við sjáum í börnunum okkar. Baráttan við tígrisdýrið Í nútímasamfélagi þar sem hrað- inn gengur fyrir öllu og álagið er stöðugt er tígrisdýrið sem ógnar lífi okkar ekki lengur úti í skóginum, heldur miklu fremur innra með okk- ur sjálfum. Við erum stöðugt ómeð- vitað að búa okkur undir bardagann sem aldrei kemur svo líkaminn er alltaf í viðbragðsstöðu. Þegar streita er orðin viðvarandi förum við að anda grynnra til að láta fara lítið fyr- ir okkur, halda niðri í okkur andan- um eða hefta öndunina. Við spennum vöðvana – kjálka, handleggi – tilbúin að bíta og berja frá okkur, hættum að hlusta á líkamann og einbeitum okkur að því sem er framundan. Þannig er frumskógarmaðurinn í okkur í viðbragðsstöðu enn í dag. Leiðin í gegnum spennuna Streita getur verið af ýmsum toga. Tilfinningalegt álag eftir missi eða langvarandi erfiðleika, andlegt og líkamlegt álag vegna mikillar vinnu, eftirköst veikinda eða bara langvar- andi skortur á hlátri. Þegar streita hefur verið lengi að malla í líkaman- um er oft ekki nóg að setja slakandi tónlist á og leggjast niður. Við komumst ekki fram hjá spennunni og beint í slökun. Leiðin hlýtur að liggja í gegn um spennuna. Við þurfum að finna það sem er þarna til að geta sleppt því. Heimurinn er ekki öruggur Fyrstu dagana eftir atburðina í Bandaríkj- unum, 11. september síðastliðinn, var ég stöðugt að óska þess að það sem gerðist hefði verið draumur. Um leið fann ég hvernig óttinn við framtíðina þjappaði okkur öllum saman. Mér fannst ég allt í einu vita hvernig öllum liði og hvað þau væru að hugsa. Ég var ekki eins ein og áð- ur og um leið var framtíð mín í óvissu. Eiginlega í fyrsta sinn á æv- inni velti ég því fyrir mér af fullri al- vöru hvort dóttir mín fengi að verða fullorðin. Þá fyrst skildi ég hvað ég hef búið í vernduðum heimi. Þessa fyrstu daga á eftir var ég stöðugt viðkvæm, fann fyrir sorg yf- ir því að heimurinn þyrfti að vera eins og hann er, öll þessi óskiljanlega grimmd og þjáning, og ég leyfði mér að finna þetta allt. Gat ekki annað. Venjulega hef ég átt auðveldara með að loka á það og herða mig upp, því það getur verið erfitt að sinna dag- legum störfum og vera stöðugt með hjartað blæðandi. Síðan hef ég fund- ið hvernig hrúður leggst smám saman yf- ir sárið, ég er ekki al- veg eins viðkvæm og óttinn er kominn í fel- ur. En heimurinn er ekki öruggur. Það er yfirvofandi stríðs- ástand og við getum ekki lifað eins og strút- ar. Við þurfum að finna leiðir til að lifa með þessari ógn. Tilfinningar styrkjast Allt samfélagið kennir okkur að forðast erfiðar tilfinningar og býður okkur upp á ótal möguleika til að dreifa huganum þegar eitthvað óþægilegt raskar jafnvægi okkar. En það er samt í eðli tilfinninga að styrkjast ef við reynum að forðast þær. Um leið og við tökum á móti þeim með opnum huga breytast þær úr stórfljóti í leikandi læk. Það er mjög mikilvægt að læra að lifa með tilfinningum sínum. Annars tökum við sífellt á lífinu eins og eilífðarung- lingar. Það getur komið sér vel að njóta leiðsagnar í gegn um frumskóg okk- ar eigin skugga. Skugginn er allt sem við höfum ekki fundið fyrir í okkur sjálfum og getur verið bæði gleði og sorg. Á þessu sviði bjóðast okkur margar leiðir og ýmsar þeirra bæta hver aðra upp. Ráðgjöf, hug- leiðsla, jóga, nudd, hópvinna, skap- andi starf. Líföndun er ein þeirra leiða sem bjóðast og er þessari grein m.a. ætlað að gefa örlitla innsýn í til- gang, bakgrunn og árangur af lífönd- un. Um líföndun Líföndun er einföld tækni þar sem við einbeitum okkur að önduninni til að losa um spennu og stíflur sem hafa myndast í líkama okkar. Eins og kom fram hér að framan þá kem- ur það fljótt niður á önduninni þegar við erum undir álagi. Við heftum öndunina, förum að anda grunnt og spennum upp ákveðin svæði í líkam- anum. Þessi spenna myndast oft í tengslum við ákveðna tilfinningu sem við viljum ýta niður eða bæla. Við beinum athyglinni frá líkaman- um og hættum því fljótt að taka eftir þessari spennu. Það þýðir ekki að hún hverfi. Við bara venjumst henni. Þegar við förum að anda djúpt og taktfast á þann hátt sem gert er í líf- öndun förum við að finna þessa spennu, hvar hún liggur og stundum hvað hún hefur að fela. Og þá upp- götvum við líka oft að andartakið er aldrei óþægilegt, tilfinningar eru hvorki góðar né slæmar, þær bara eru þarna. Að framtíðin og fortíð eru bara til í huganum. Aðeins það sem er núna er raunverulegt. Að sigra dauðann Ef við veljum að ýta öllu óþægi- legu niður og kæfa það í fæðingu er- um við líka að velja að kæfa lífið áður en við erum búin að anda því að okk- ur til fulls. Er lífið þess virði að lifa því ef við hættum að finna fyrir því? Hver er þá munurinn á lífi og dauða? Það má segja að með því að finna það sem er séum við að sigra dauðann, tilfinningadauða sem gerir lífið ekki þess virði að lifa því. Ef öll okkar orka fer í að berjast á móti því sem er óþægilegt þá er ekkert pláss fyrir lífið. Það getur krafist kjarks að horfast í augu við skuggann, sorgina, óttann. Ég held að ef fleiri tækju það skref þá væri minna um notkun geð- deyfðarlyfja og lyfja yfirleitt og örugglega meira um hlátur og gleði. Farðu á staði sem þú óttast „Viðurkenndu leynda galla þína. Nálgastu það sem vekur þér ónot. Hjálpaðu þeim sem þú heldur að þú getir ekki hjálpað. Slepptu því sem bindur þig. Farðu á staði sem þú óttast,“ segir Pema Chödrön í bók sinni, „Staðirnir sem þú óttast – leið- sögn í óttaleysi á erfiðum tímum“. Við gætum jafnvel reynt að skoða óttann og sorgina sem kemur upp þegar við lesum blöðin og lært þann- ig að lifa með tilfinningunum okkar. Farðu á staði sem þú óttast Guðrún Arnalds Líföndun Við erum sífellt með kröfur á það hvernig okkur á að líða, segir Guðrún Arnalds, og hvernig lífið ætti að vera og hættum þá stundum að sjá fegurð- ina í kringum okkur. Höfundur er nuddari, hómópati og leiðbeinandi í líföndun. KALLI er geðveikur töffari og Sigga er geð- veik gella. Svo á hún geðveika skó og er geð- veik í stærðfræði. Nonni er geðveikur. Nokkuð sleipur í stærðfræði og á ósköp venjulegum skóm. Stundum er hann há- vær og algjör orku- bolti. Þess á milli er hann sem lamaður. Augun tóm. Slefar. Ef það væri hjartað sem tæki svona maníuköst og missti svo úr slög þess á milli væru nú aldeilis aðgerðir settar í gang og allir segðu „aumingja hann“. Það er nú ýmislegt gert en betur má ef duga skal. Smiðurinn og bílstjórinn Rómverski ræðismaðurinn Appius Claudius Caesus sagði fyrir einum 2300 árum að sérhver maður væri sinnar gæfu smiður. Þessi málshátt- ur, „hver er sinnar gæfu smiður“, hefur verið tekinn upp í ýmsum lönd- um og er ósköp smart, bara vitlaus. Það er nefnilega fullt af fólki sem þarf aðstoð til að öðlast einhverja gæfu. Þú segir þetta ekkert við fár- veikt fólk, ég tala nú ekki um fárveik börn. Margt annað er ekki alveg eins og það á að vera. Samkvæmt einhverri könnun telja um 80% ökumanna sig vera góða bílstjóra eða „vel fyrir of- an meðallag“. Miðað við mína reynslu telja þessi sömu 80% að 50% ökumanna séu algjörir kjánar í um- ferðinni. Það er sama hvernig á það er litið, þetta stemmir ekki. Ekki alveg heil- brigt. Þó líði ár og öld Það var heldur ekki heilbrigt hvernig hugs- að var um fólk með geð- sjúkdóma fyrir aðeins rúmum hundrað árum. Oft var það geymt í úti- húsum eða fært í hlekki svo það yrði ekki til vandræða. Það var fyrst er Þorgrímur Johnsen héraðslæknir vakti athygli á ömur- legum aðbúnaði geð- sjúkra í ársskýrslu sinni árið 1871 að eitthvað var að gert og 36 árum síðar var Klepps- spítali opnaður. Meðferðarúrræði voru heldur frumleg og ekkert sér- lega mannvæn í fyrstu en um 1950 komu fram ný lyf og þá fyrst fór fólk að eiga möguleika á að útskrifast af geðsjúkrahúsi. Ég endurtek, útskrif- ast af geðsjúkrahúsi. Kaupmáttur niður og kostnaður upp Rýrnun kaupmáttar vegna skertr- ar starfsorku, oft á tíðum örorku- bætur, kostnaður við lyfjakaup og barátta við fordóma fylgja því að veikjast af geðsjúkdómum. Kostnað- ur samfélagsins er talinn í milljörð- um þegar allt er tekið með. Þau hjá heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt- inu telja að 22% landsmanna þjáist af geðröskunum af einhverju tagi. Sagt er að 1–2% manna veikist af geðklofasjúkdómi og ívið fleiri af geðhvarfasýki. Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin – WHO – telur að þung- Þýðandi og þulur var Þröskuldur Þráinsson Arnar Valgeirsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.