Morgunblaðið - 06.10.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.10.2001, Blaðsíða 40
SKOÐUN 40 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FORELDRAR bera höfuðábyrgð á vellíðan og velferð barna sinna. Óhætt er að fullyrða að foreldrahlutverkið er ábyrgðarmesta hlut- verk sem nokkur ein- staklingur tekst á hend- ur í lífinu. Hlutverk foreldra gagnvart barni er mikilvægast þegar það er mjög ungt, en minnkar eftir því sem barnið verður eldra þar eð þroski barns til að skilja og nota réttindi sín vex að jafnaði með hverju ári sem líður. Foreldrum ber að taka ákvarðanir fyrir börn sem ekki eru nógu þroskuð til að taka þær sjálf, en foreldrum ber fyrst og fremst að leið- beina og styðja eldri börn þegar taka þarf ákvarðanir sem varða nútíð þeirra og framtíð. Ein mikilvægustu mannréttindi barna er frelsið til að mega tjá sig, láta í ljós skoðun sína og koma sjón- armiðum sínum á framfæri, ekki ein- vörðungu í persónulegum málum, heldur einnig í öðrum málum sem varða börn almennt, svo sem ýmsum málefnum er varða skólann og um- hverfismálum, þ.m.t. skipulagi íbúð- arbyggðar. Í 12. gr. samnings Sameinuðu þjóð- anna um réttindi barnsins er mælt fyrir um þessi grundvallarmannrétt- indi barna en þar segir orðrétt: Aðild- arríki skulu tryggja barni sem mynd- að getur eigin skoðanir rétt til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða, og skal tekið rétt- mætt tillit til skoðana þess í samræmi við aldur þess og þroska. Íslenskum börnum er víða tryggð- ur þessi réttur, réttur til að segja skoðun sína í málum er þau varða. Spurning er hins vegar, hvort þessi réttur barna sé meiri í orði en á borði. Fá börn í raun að segja skoðun sína og er víst að hlustað sé á það sem þau hafa fram að færa? Því miður virðist mér af þeim ábending- um, er borist hafa bæði frá börnum og fullorðn- um, að þessi réttur barna sé engan veginn nægilega virtur. Börn og unglingar hafa sínar eigin hug- myndir um raunveru- leikann sem er að mörgu leyti ólíkur heimi okkar, hinna full- orðnu. Hvernig lítur heimurinn út með aug- um unglings? Það sem unglingurinn sér, heyr- ir, upplifir og þekkir er raunveruleiki hans. Sjónarmið unglingsins mótast eðlilega af þessum veruleika. Við hin fullorðnu berum ábyrgð á lífs- skilyrðum barna og unglinga, en til að geta axlað þá ábyrgð verðum við að afla okkur þekkingar um barnið og unglinginn frá þeim sjálfum. Venjan er sú að leita til sérfræðinga áður en teknar eru mikilvægar ákvarðanir. Börn og unglingar eru vissulega sér- fræðingar á sínu sviði. Okkur ber að hlusta eftir sjónarmiðum þeirra í málum sem varða þau sérstaklega. Það sem skortir hins vegar hér á landi er að börn og unglingar fái al- mennt tækifæri til að láta í ljós skoð- anir sínar á skipulegan hátt í sam- félagsumræðunni, eins og réttur þeirra stendur til. Í grunnskólalögum er t.d. ekki að finna neitt ákvæði sem mælir fyrir um þennan rétt nemenda til að hafa áhrif á skipulag skólastarfs né nokk- uð annað er að innra starfi skólans lýtur. Á nemendum hvílir þó lögboðin skólaskylda og í 2. gr. grunnskólalaga segir m.a. að grunnskólinn eigi að búa nemendur undir líf og starf í lýð- ræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þró- un. Ennfremur er kveðið á um að starfshættir skólans skuli mótast af umburðarlyndi, kristilegu siðgæði og lýðræðislegu samstarfi. Varla getur verið um að ræða lýðræðislegt sam- starf innan skólasamfélagsins nema allir, sem því tilheyra, nemendur jafnt sem aðrir, eigi rétt á að taka þátt í mótun þess. Í nýrri aðalnámskrá fyrir grunn- skólann er hins vegar að finna breytt viðhorf í þessu efni. Þar kveður við nýjan tón, sérstaklega í kaflanum um velferð nemenda, og ber sérstaklega að fagna því. Ég hef ítrekað hvatt sveitarstjórn- ir landsins til að leita úrræða, sem tryggja að börn og unglingar verði hafðir með í ráðum þegar teknar eru ákvarðanir í hagsmuna- og réttinda- málum þeirra. Ég tel að sveitar- stjórnir þurfi að þróa með sér aðferð- ir til að leita eftir sjónarmiðum barna og unglinga, sem í sveitarfélaginu búa, með skipulögðum hætti. Þótt þessir ungu íbúar öðlist ekki kosn- ingarétt fyrr en þeir verða 18 ára er engin ástæða til að útiloka þá frá því að hafa áhrif á samfélagið nema síður sé vegna þess að þeir geta ekki með atkvæði sínu valið þá, sem fara með völdin í sveitarfélaginu hverju sinni. Því er nauðsynlegt að raddir þeirra og sjónarmið fái að komast að á ann- an hátt. Í hnotskurn má segja að börnum og unglingum finnist al- mennt ekki nægilega vel hlustað á skoðanir sínar, þ.e. sjónarmið þeirra nái ekki eyrum þeirra sem ákvarð- anir taka. Skeytingarleysi í garð barna birtist ekki síst í þessari mynd. Virðingarleysi fyrir réttindum barna er þó ekki einskorðað við þetta svið. Mörg börn og unglingar hafa komið að máli við mig og rætt um þá vanvirðingu og jafnvel lítilsvirðingu sem algengt er að fullorðnir sýni þeim og eftir því, sem þau sjálf segja, vegna þess að þau séu jú bara krakk- ar. Slík framkoma í garð hinnar ungu og upprennandi kynslóðar er full- orðnum til vansæmdar og þjónar þeim tilgangi einum að skapa úlfúð á milli kynslóðanna í stað gagnkvæmr- ar virðingar. Hún tengist að mínu áliti agaleysi í hinu íslenska þjóð- félagi, sem mönnum hefur orðið tíð- rætt um, ekki síst agaleysi í skólum landsins. Ég get tekið undir þá skoð- un að í þjóðfélagi okkar ríki agaleysi og það á fjölmörgum sviðum mann- lífsins. Ég vil hins vegar benda á þá staðreynd að það erum við, hin full- orðnu, sem erum fyrirmyndir barna okkar og til að vinna bug á ríkjandi agaleysi þurfum við að líta gagnrýn- um augum í eigin barm áður en skömminni er skellt á unga fólkið. Því eftir höfðinu dansa limirnir. Raddir barna verða að eiga greiðari leið inn í samfélagsumræð- una. Þess vegna þarf að upplýsa þau og fræða um réttindi sín og skyldur, það þarf að kenna þeim muninn á réttu og röngu, það þarf að útskýra fyrir þeim af hverju reglur eru settar og hvaða gildi þær hafa, og að þær eru margar hverjar settar til verndar þeim. Ég tel að foreldrar þurfi al- mennt að ræða meira um mál, sem þessi, við börn sín. Það hefur ótvírætt uppeldisgildi að á heimilum fari fram umræður milli barna og fullorðinna, að skoðanaskipti eigi sér þar stað og málin séu rædd út frá sjónarhóli hvers og eins. Slík umræða þroskar, börn og líka fullorðna. Börn þarfnast fyrirmynda, sem leggja áherslu á að kenna þeim tillitssemi, kurteisi, al- menna mannasiði og eðlileg tjáskipti. Innan veggja heimilisins er lagður grunnur að velferð barna, þar er fræ- kornum ástar, umhyggju og virðing- ar sáð. Það sem barninu er fyrir bestu skal ætíð vera leiðarljós for- eldra. Þá er ég þeirrar skoðunar að í skól- um landsins þurfi að leggja meiri áherslu á hin mannlegu samskipti meðal nemenda, kennsla í tjáningu þurfi að fá meira vægi í skólanáminu m.a. til að styrkja sjálfsmynd nem- enda og leggja beri rækt við að kenna þeim hinar lýðræðislegu hefðir þann- ig að þau verði hæfari til að takast á við lífið sem bíður þeirra. Að öllu framansögðu er niðurstaða mín sú að hjá okkur Íslendingum þurfi að verða hugarfarsbreyting ef ekki hugarfarsbylting gagnvart þeim verðmætum og verðleikum, sem í börnum okkar búa, hinni komandi kynslóð. Það læra börnin sem þau búa við. RÉTTUR BARNA TIL AÐ NJÓTA VIRÐINGAR Þórhildur Líndal Höfundur er umboðsmaður barna. Börnum og unglingum finnst almennt ekki nægilega vel hlustað á skoðanir sínar, segir Þórhildur Líndal, þ.e. sjónarmið þeirra ná ekki eyrum þeirra sem ákvarðanir taka. ENN sannast að maður á ekki að oftreysta minni sínu, heldur nenna að fletta upp. Í 1.128. þætti andæfði ég orðasamband- inu að „vinna með“ á undan þol- falli, t.d. „vinna með fólk“. Ég sagðist hafa fjallað rækilega um þetta fyrir nokkru og hefði ég með hjálp próf. Baldurs Jónsson- ar komist að þeirri niðurstöðu, að þetta væri enskættuð sletta. Þetta var ekki rétt, og hefði ég betur nennt að fletta upp. Svo kauðalegt sem það er að vitna rangt í aðra, er þó enn andkanna- legra að sítéra skakkt í sjálfan sig. Í 872. þættir í okt. 1996 stendur: „Með hjálp frá Íslenskri málstöð fékk ég mörg dæmi um „arbejde med“ á dönsku og hvernig þau eru þýdd á ensku.“ Baldur Jónsson var svo vin- samlegur að benda mér á þetta misminni mitt. Birti ég með þökkum mestan hluta bréfs hans til mín: „Góði vinur... Ég var að lesa þátt dagsins og þakka kærlega fyrir hann. Nú er ég búinn að gleyma hvað við höfðum áður spjallað um orða- lagið „að vinna með e-ð“, en ég hefi alltaf haldið að það væri danskættað (arbejde med nog- et). Þessu vildi bregða fyrir í stíl- um, þegar við vorum í skóla, og þá var enskan ekki farin að sækja á til muna. Margt úr skóla- mannamáli síðustu ára er sótt til frænda okkar á Norðurlöndum, og fer ekki allt vel í íslensku. Mig grunar að ýmislegt af þeim varn- ingi komi ekki síður frá Svíþjóð en Danmörku nú orðið – jafnvel Noregi. Til dæmis er algengt í sænsku að arbeta med barn og ég veit ekki annað en það sé góð og gild sænska. En fátt veit ég kauðalegra á íslensku en þýð- inguna „vinna með börn“. Málin eru ekki svo einföld að okkur dugi alltaf að þýða arbeta/ arbejde med ngt á sama hátt, og líklega fer aldrei vel á að „vinna með e-ð (eða e-n)“ á íslensku. Nýlega heyrði ég skólastjóra tala um að „vinna með skóla- stefnuna“ og átti þá við að (fram) fylgja henni eða vinna eftir henni eða samkvæmt henni. Stundum er arbeta med sama og „fást við“ eða „sinna“, stundum merkir það ekki annað en „nota“, og stund- um á best við að grípa til ein- hvers annars. Börn eru t.d. látin fást við leir eða nota liti, þegar sagt er að þau „vinni með leir“ eða „vinni með liti“. Þetta sí- fellda „vinna með“ er orðið eins konar skólakækur, áreiðanlega ættaður frá frændum okkar á Norðurlöndum. Ég tek undir allt sem þú sagðir nema orðið „enskættað“, en ég lít á það sem misritun fyrir „dansk- ættað“, og er auðvelt að lagfæra það, ef þér finnst taka því. Læt þig um þetta og veit að þú gerir betra úr en ég kann þér að ráða.“  Enn og aftur þakka ég hjálp og ljúfmennsku Baldurs Jónssonar fyrir svo utan sleitulaust og árangursríkt málverndarstarf hans.  Matthías Eggertsson, góðvin- ur þessa þáttar, lætur ekki af varðstöðu sinni um móðurmálið. Ég birti bréf hans óstytt og hef sama málsmekk og Matthías: „Góði Gísli! Í minningargreinum í Morg- unblaðinu segir stundum frá því að fólk hafi „slitið samvistir“. Mér er jafnvel kunnugt um að við prófarkalestur hjá blaðinu hafi í þessu sambandi „samvist- um“ verið breytt í „samvistir“. Mér finnst að eðlilegra sé að segja (og skrifa): „slíta samvist- um“, rétt eins og að „slíta talinu, slíta trúlofuninni, slíta samband- inu“, þ.e. að sögnin að slíta taki með sér þgf. þegar óefnisbundn- ir eða óáþreifanlegir hlutir eru á ferðinni en þf. þegar um efnis- bundna og áþreifanlega hluti sé að ræða, svo sem að „slíta spott- ann, kaðalinn, dráttartaugina o.þ.h.“. Mig langar að heyra álit þitt á þessu og gjarnan í þætti þínum í Morgunblaðinu. Með vinsemd og virðingu.“ Eftir á að hyggja. Gæti „sam- vistum“ verið aukafallsliður? Við segjum t.d. að vera samvistum við einhvern. Þetta væri þá kannski háttarþágufall. En samt skulum við hafa þá reglu að gera ekki einföld mál flókin, reyna heldur að einfalda þau sem flókin eru.  Prestur er ættað úr grísku presbyteros = eldri (gamall í grísku presbys). Þetta varð í lat- ínu presbyter, í ítölsku prete, í frönsku prêtre og í ensku priest, ef þeir voru kaþólskir eða gyð- ingar. Englendingar notuðu hins vegar clergyman um presta ríkiskirkjunnar. Sams konar skipting er í þýsku: Priester og Geistlicher. Prestar háum himni frá helga dóma segja, en skyldi þeim ekki bregða í brá, blessuðum, nær þeir deyja. (Sigurður Breiðfjörð, 1798–1846.)  Ekki reyndist sú tilgáta rétt í þætti 1.128, að Stefán Már, sonur Einars Benediktssonar skálds, væri fyrstur síns nafns hérlendis á síðari öldum. Hann var fæddur 1906. Hallgrímur Pétursson í Kópavogi segir mér að maður að nafni Már Pétursson (einnefni) fæddist 1904 norður á Tjörnesi, en var lengst ævinnar í Vest- mannaeyjum. Umsjónarmaður færir Hallgrími bestu þakkir fyr- ir upplýsingarnar. ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1.130. þáttur OPIÐ Í DAG, LAUGARDAG, FRÁ KL. 12-14 Glæsileg og mikið endurnýjuð neðri sérhæð með sérinngangi í tvíbýli á frábærum stað við Laugardalinn. Tvö svefnherb. Góðar stofur með að- gengi út á verönd. Ný eldhúsinnrétting og tæki. Parket á gólfum. Hús og lóð í góðu ástandi. Verð 15,8 millj. 1770 SUNNUVEGUR SÚLUNES - GBÆ REYNIHVAMMUR - BÍLSKÚR - KÓP. Mjög gott parhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. 3 rúmgóð svefnherb. Þrjár stofur. Parket. Góðar innr. Byggt 1988. Stærð 184,8 fm + 28 fm bíl- skúr. Hús í góðu ástandi. Áhv. 7,6 millj. Verð 20,8 millj. Góð staðsetning. 1722 Rúmgóð og vel skipulögð 182 fm neðri sérhæð í tvíbýli með innb. bílskúr. 4 svefnherb. Góðar stofur, sólstofa. Rúmgott eldhús. Massíft parket og flísar. Sérgarður og verönd. Verð 18,4 millj. Eign í mjög góðu ástandi. 1721 Mjög góð 2ja herb. íb. á 1. hæð með sérinngangi og verönd í tvíbýli við Lágholtsveg. Parket og flísar. Góðar innréttingar. Þvottahús í íbúð. Verð 9,2 millj. Góð staðsetning. 1730 VESTURBÆR TRÖNUHJALLI - KÓP. ÁSVALLAGATA Rúmg. 4ra herb. íb. á 2. hæð í 3ja íbúða stigahúsi. 2 rúmg. svefnherb. 2 saml. stofur. Stærð 90 fm. Verð 12,4 millj. ATH. Skipti á 2-3ja herb. íb. á 1. hæð mögul. 1739 Falleg og rúmg. 3ja herb. íb. á efstu hæð í litlu fjölb. Tvö rúmg. svefnherb. Þvottahús innaf eldhúsi. Góð stofa, suðursvalir. Parket og flísar. Stærð 92,4 fm. Áhv. 6,1 millj. byggsj. Verð 12,4 millj. 1762 ARNARTANGI - MOS. Einbýlishús á einni hæð sem er innst í lokuðum botnlanga með frábæru útsýni. 3-4 svefnherb. 2 stofur. Stærð 166 fm + 33 fm bílskúr. Hús sem þarfnast standsetningar. Verð 16,5 millj. Mikið útsýni. 1764
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.