Morgunblaðið - 06.10.2001, Side 33
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 33
Bankastræti 9, sími 511 1135
Í t ö l s k h ö n n u n
www.jaktin.is
Sérverslun með ítalskar vörur fyrir dömur og herra
Glæsilegt tilboð í dag,
Langan laugardag
HVAÐ fær blóm til
að vaxa og dafna? Þau
þurfa næringu, jarð-
veg, birtu og um-
hyggju. Það sama er
hægt að segja um
manneskjuna. Hún
þarf sína næringu. Öll
þörfnumst við að búa
við virðingu og skiln-
ing, að tilheyra hópi
og að framlag okkar sé
einhvers metið.
Klúbburinn Geysir
starfar eftir þessari
hugmyndafræði, að
einstaklingurinn fái að
blómstra sem hluti af
heild.
Einstaklingurinn er gerandi
en ekki þiggjandi
Með tilkomu Klúbbsins Geysis
skapaðist nýr vettvangur fyrir fólk
sem hefur átt við geðræn veikindi
að stríða. Á þessum vettvangi þarf
hver og einn að axla ábyrgð í sam-
eiginlegu starfi með öðrum einstak-
lingum, sem eru að ná fótfestu í líf-
inu eftir erfið veikindi. Að sama
skapi geta þeir notið aðstoðar og
ráðgjafar þjálfaðra starfsmanna.
Geysir er ekki meðferðarstofnun,
heldur klúbbur þar sem félagar
hjálpa sér og öðrum til sjálfshjálp-
ar. Klúbburinn er vinnustaður þar
sem vinnuframlag hvers og eins er
metið að verðleikum.
Þeir sem eiga við geðræn veik-
indi að stríða eiga á hættu að ein-
angrast félagslega, glata sjálfs-
trausti og tapa jafnvel
sjálfsvirðingu sinni. Þátttaka í
starfi Klúbbsins Geysis veitir
klúbbfélögum hlutverk, rýfur fé-
lagslega einangrun og gefur hverj-
um og einum færi á að njóta sín.
Það verður til þess að fólk tekur að
blómstra.
Í Geysi eru um 80 skráðir fé-
lagar. Af þeim koma 45–65 félagar
til starfa í hverjum mánuði og 20–
25 daglega. Á almennum vinnu-
markaði starfa 12 félagar og tveir
stunda nám í skóla. Á öllum vinnu-
stöðum þar sem félagar í Geysi
hafa fengið störf hefur þeim verið
vel tekið. Vinnuveitendur hafa
sömuleiðis lýst mikilli ánægju með
framlag þeirra. Mikilvægast er þó
bætt líðan og aukin sjálfsvirðing fé-
laga, sem þeir öðlast með því að
vera virkir þátttakendur í sam-
félaginu.
K-lykill að framtíðinni
Til að klúbbur eins og Geysir geti
blómstrað þarf góða mold. Moldin
er í þessu tilfelli gott húsnæði þar
sem starfsemi klúbbsins getur fest
rætur. Klúbburinn er nú í bráða-
birgðahúsnæði við Ægisgötu og
leitar því að framtíðarhúsnæði.
Kiwanishreyfingin á Íslandi hef-
ur ákveðið að styðja klúbbinn með
veglegum hætti með því verja hluta
ágóða af sölu K-lykilsins til starf-
semi Geysis. Fénu verður varið til
að kaupa nýtt húsnæði.
K-lykillinn er seldur um allt land
í dag. Við hvetjum þig, lesandi góð-
ur, til að taka vel á móti sölumönn-
um frá Kiwanis og styðja okkur í
verki með því að kaupa K-lykilinn.
Lykillinn að framtíð okkar er í þín-
um höndum.
K-lykill að betra lífi
Anna S.
Valdemarsdóttir
K-lykill
Með tilkomu Klúbbsins
Geysis, segja Anna S.
Valdemarsdóttir og
Ólína H. Guðmunds-
dóttir, skapaðist nýr
vettvangur fyrir fólk
sem hefur átt við geð-
ræn veikindi að stríða.
Anna er framkvæmdastjóri en Ólína
verkefnastjóri hjá Klúbbnum Geysi.
Ólína H.
Guðmundsdóttir
SÍBS hefur „átt“,
samkvæmt leyfi við-
komandi ráðuneytis,
fyrsta sunnudag í októ-
ber allar götur síðan
1939. Dagurinn var áð-
ur fyrr óspart nýttur til
fjáröflunar með sölu
merkja og blaðs, hús úr
húsi, eins og algengt
var á árum áður þegar
um fjáröflun félagasam-
taka var að ræða. Fjár-
öflunarleið af slíku tagi
hefur nú mestan part
aflagst hér á landi.
Einnig hefur SÍBS-
dagurinn frá upphafi
verið nýttur til kynn-
ingar á þeirri starfsemi sem rekin er
á vegum sambandsins.
SÍBS var stofnað af berklasjúk-
lingum í október 1938 á Vífilsstöðum.
Fram til ársins 1974 stóð skammstöf-
unin fyrir Samband íslenskra berkla-
sjúklinga en á því ári var nafninu
breytt í Samband íslenskra berkla-
og brjóstholssjúklinga, skamstöfun
óbreytt. Berklaveiki var ótrúlega
skæð hér á landi á fyrrihluta síðustu
aldar eða allt þar til lyf fengust sem
dugðu til að uppræta berklasmitun og
sýkingu. Varla var nokkur sú fjöl-
skylda í landinu sem ekki átti vanda-
mann eða vin í hópi berklasjúklinga.
Sláandi var að endurinnlagnir þeirra
sem útskrifuðust af berklahælunum
voru tíðar, í mörgum tilvikum vegna
slæmra lífsskilyrða sem leiddu gjarn-
an til þess að veikin blossaði upp á ný.
Af ofangreindu er vel skiljanlegt að
eitt aðalmarkmið SÍBS var í upphafi
að bæta hag þeirra sem útskrifuðust
af berklahælunum og var að því unnið
með ýmsum hætti. Stærsta verkefnið
í því sambandi var að koma upp
vinnuheimili fyrir berklasjúklinga
þar sem áhersla skyldi m.a. lögð á at-
vinnulega þjálfun og félagslega upp-
byggingu, fræðslu og formlega
menntun. Þessu markmiði var náð
rúmum sex árum eftir stofnun sam-
bandsins með opnun Reykjalundar
hinn 1. febrúar 1945.
Þegar þörf berkla-
sjúklinga fyrir þjónustu
á Reykjalundi tók að
minnka á sjötta og sjö-
unda áratug síðustu
aldar ákvað SÍBS að
byggja þar upp alhliða
endurhæfingu á grunni
þeirrar reynslu, þekk-
ingar og aðstöðu sem
fyrir hendi var á staðn-
um. Tilgangur SÍBS í
dag er sá m.a. að sam-
eina innan vébanda
sinna fólk með berkla,
hjartasjúkdóma,
lungnasjúkdóma, astma
og ofnæmi og svefnháð-
ar öndunartruflanir og
vinna að því að heilbrigðisþjónusta og
félagsleg aðstaða þessa fólks sé sem
fullkomnust. Sú spurning heyrist hví
SÍBS sem í dag nær fyrst og fremst
til ofangreindra sjúklingahópa haldi
jafnframt uppi víðtækri endurhæf-
ingarþjónustu fyrir aðra hópa. Svarið
er einmitt fólgið í ofangreindri
ákvörðun forsvarsmanna SÍBS varð-
andi framtíðarrekstur Reykjalundar
eftir að draga tók úr þörf berklasjúk-
linga sem leiddi til þess að á Reykja-
lundi þróuðust ýmis endurhæfingar-
svið sem í dag eru: svið fyrir
gigtsjúka, fyrir geðsjúka, fyrir þá
sem hafa orðið fyrir áfalli í miðtauga-
kerfi, fyrir fólk sem á við langvinn
verkjavandamál að stríða, fólk sem
glímir við ofþyngd, börn og ungmenni
sem ekki hafa náð eðlilegum þroska,
auk sérstakra endurhæfingarsviða
fyrir annars vegar hjartasjúklinga og
hins vegar lungnasjúklinga. Á hverju
sviði er starfsmannateymi og hafa
þau í áranna rás náð að þróa með
ágætum aðferðir og tækni í endur-
hæfingu innan hvers sviðs.
Upp úr 1990 fór að verða ljóst að
húsnæðisleg aðstaða þjálfunardeilda
hamlaði framgangi endurhæfingar á
Reykjalundi og var reynt að mæta því
með ýmiskonar hagræðingu húsnæð-
is. Ljóst var þó að slík bjargráð dygðu
skammt. Því var tekin á sínum tíma
sú sameiginlega ákvörðun stjórna
SÍBS og Reykjalundar að koma upp
rúmgóðu, sérhæfðu þjálfunarhúsi.
Það var 1. október 1999 sem forseti
Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tók
fyrstu skóflustunguna að bygging-
unni. Hönnun hússins tók sinn tíma
því að það er býsna sérstakt varðandi
innréttingar og tæknibúnað. Húsið er
2.700 fermetrar og í því eru m.a. tvær
laugar, sundlaug og þjálfunarlaug,
stór þjálfunarsalur og margvísleg
önnur aðstaða.
Byggingaframkvæmdir hafa nán-
ast árvisst verið í gangi á Reykjalundi
frá upphafi staðarins. Almenningur
hefur stutt og styrkt SÍBS til að gera
þessar framkvæmdir mögulegar.
Munar þar mest um þátttöku fólks í
Happdrætti SÍBS. Það er ánægjulegt
að geta fullyrt að sú þátttaka í happ-
drættinu hefur skilað sér til baka til
þjóðarinnar, og meira til, í formi end-
urhæfingarframboðs Reykjalundar
til landsmanna síðastliðin 56 ár. Stuð-
ingur fólks kom einnig vel fram í
landssöfnun sem hófst í október 1998
í tilefni fyrirhugaðrar byggingar
þjálfunarhússins og hafði skilað í sjóð
um 50 miljón krónum þegar upp var
staðið. Leitað verður síðar til þjóð-
arinnar á ný um stuðning því að þjálf-
unarhúsið er mikil framkvæmd og
byggingarkostnaður eftir því og
meiri en nemur ráðstöfunarfé SÍBS
næstu árin.
Byggingin með sinni nútímalegu
aðstöðu er framlag til málefna efnd-
urhæfingar á nýrri öld, landsmönnum
öllum til heilla og gagns.
Hlutdeild SÍBS í endur-
hæfingu á nýrri öld
Haukur
Þórðarson
Endurhæfing
SÍBS-dagurinn hefur
verið nýttur til kynn-
ingar á starfsemi, segir
Haukur Þórðarson,
sem sambandið rekur.
Höfundur er formaður SÍBS.
lyndi verði algengasta heilsuvanda-
mál heims innan fárra ára. Reyndar
er það talið algengasta orsök örorku
í heiminum og sennilega algengasta
orsök sjálfsvíga. Geðraskanir valda
meira vinnutapi og samfélagslegum
kostnaði en aðrir sjúkdómar hér á
landi.
Nú er svo komið að heilbrigðisyf-
irvöld á Vesturlöndum ætla að skera
upp herör gegn þessum vanda og
kominn tími til. Eftir sem áður mun
fólk veikjast en hver og einn getur
gert eitthvað til að bæta ástandið.
Oft þarf ekki annað en sýna náung-
anum smá hlýju og virðingu, hlusta
og aðstoða svolítið í stað þess að líta
undan.
Vin – Dvöl – Laut
Rauði kross Íslands rekur athvarf
fyrir geðfatlaða á Hverfisgötu 47 í
Reykjavík sem heitir Vin. Það hóf
starfsemi 1993 og Reykjavíkurborg
hefur á undanförnum árum lagt til
húsnæðið endurgjaldslaust. Gesta-
komur aukast ár frá ári og er stað-
urinn fastur punktur í tilveru
margra. Síðan hefur Rauði krossinn
staðið að opnun tveggja athvarfa í
samstarfi við fleiri aðila, Dvöl í
Kópavogi og Laut á Akureyri. Önnur
félög sem veita athvarf og þjónustu
eru t.d. Geðhjálp, Klúbburinn Geysir
og Geðverndarfélag Íslands. Allir
hafa þessir staðir heldur betur sann-
að gildi sitt og Rauðakrossdeildir á
landsbyggðinni eru að skoða hvað
hægt er að gera fyrir geðfatlaða þar.
Ungliðahreyfing RKÍ og sjálfboða-
liðar koma mikið við sögu í rekstri
húsa Rauða krossins.
Listafólk og
ferðalangar
Í Vin hef ég uppgötvað að í hverri
manneskju býr fræði- eða listamað-
ur. Þarna er fólk sem semur bækur,
myndlistarfólk og fólk sem hreinlega
er gangandi alfræðiorðabækur. Oft
hef ég orðið agndofa þegar ég kemst
að því hvað fólk er að gera á sama
tíma og ég hélt að það væri dormandi
heima hjá sér.
Á þessum stað er t.a.m. leshring
haldið úti yfir vetrarmánuðina. Það
er ekkert léttmeti sem þar er krufið
til mergjar heldur bækur eins og At-
ómstöðin og Gísla saga Súrssonar.
Ferðaklúbbur er starfræktur og far-
ið hefur verið til Svíþjóðar, auk ferða
innanlands, nú síðast í fimm daga
ferð um Vestfirði þar sem farið var á
slóðir Gísla og hver einasti krókur og
kimi skoðaður í hverju einasta safni
sem á vegi okkar varð. Ég leyfi mér
að segja að þessi Vestfjarðaferð hafi
sparað ríkinu heilmikla peninga því
innlögn er ekki á dagskrá hjá nein-
um eftir svona glimrandi ferðalag.
Gleði og alvara
Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn
er 10. október. Oft hefur verið litið á
þennan dag sem „dag geðsjúkra“.
Það er auðvitað ekki rétt og tími til
kominn að almenningur fari að huga
að sínu geðheilbrigði, sé litið til þess
sem komið hefur fram. Margar
bókaverslanir munu t.a.m. stilla
fram bókum þessu tengdum í byrjun
október og margt velviljað fólk mun
aðstoða til þess að gera uppákomur
hinar glæsilegustu.
Sl. föstudag stóðu Rauði kross Ís-
lands og Félagsþjónustan í Reykja-
vík fyrir málþingi í Norræna húsinu
um þjónustu við geðfatlaða utan
stofnana.
Miðvikudaginn 10. október verður
samkoma í Iðnó með tónlist, pall-
borðsumræðum o.fl.
Laugardaginn 13. okt. verður
ganga frá Hlemmi að Ingólfstorgi og
hátíð slegið upp á torginu. Tónlist-
arveisla verður á Gauk á Stöng þar
sem fluttur verður kórsöngur, rokk
og (nánast) allt þar á milli.
Óhætt er að segja að þessa daga
verði eitthvað fyrir alla og ekki veitir
af að lífga upp á tilveruna þegar vet-
ur gengur í garð, þótt ekki megi
samt gleyma alvöru málsins. Drífum
okkur í bæinn og verum með í að
rækta okkar geð. Erum við ekki öll
„englar alheimsins“?
Einhvern tíma, fyrir löngu, mis-
mælti þula sig og sagði: „Þýðandi og
þulur var Þröskuldur Þráinsson.“
Kom mörgum til að brosa. Stundum
þarf ekki mikið til að láta fólki líða
betur.
Höfundur er starfsmaður í Vin,
athvarfi fyrir geðfatlaða.
Geðheilbrigði
Drífum okkur í bæinn,
segir Arnar Valgeirs-
son, og verum með í að
rækta okkar geð.
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
RIFJÁRN
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44 Sími 562 3614
Rifjárn
fyrir
parmesan,
hnetur,
súkkulaði
o.fl.
Verð 1.495