Morgunblaðið - 06.10.2001, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 06.10.2001, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 35 ÖSSUR Skarphéð- insson, formaður Sam- fylkingarinnar, hefur að undanförnu haldið því fram að ég hafi falsað tölur um hag- vöxt í fjárlagafrum- varpi fyrir árið 2002 svo nemi 10 milljörðum króna í landsfram- leiðslu og þar með auk- ið skatttekjur um 3,5–4 milljarða til þess að fegra útkomu ríkis- sjóðs. Byggir hann þessa kenningu sína á því að forsendur frumvarps- ins um hagvöxt og verðbreytingar á árunum 2001 og 2002 eru nokkuð aðrar en í þjóð- hagsáætlun. Hann heldur því einnig fram að ég hafi með þessu gerst brotlegur við lögin um fjárreiður ríkisins. Í þessum málflutningi felast óvenjulega grófar ásakanir um óheiðarleg vinnubrögð, falsanir og lögbrot. Í fréttatilkynningu fjár- málaráðuneytisins fyrr í vikunni er þessi málflutningur hrakinn með öllu og sýnt fram á að forsendur ráðuneytisins leiða til lægri lands- framleiðslu og skatttekna en for- sendur þjóðhagsáætlunar. Þannig er útkoma ríkissjóðs nokkru lakari miðað við þessar forsendur en þær sem fram koma í þjóðhagsáætlun. Þetta er kjarni málsins. Skýr- ingin á þessu er m.a. sú að ráðuneytið gerir ráð fyrir minni hag- vexti í ár en þar kem- ur fram en hins vegar meiri á næsta ári. Aft- ur á móti er verðbólguspá ráðu- neytisins lítið eitt lægri fyrir næsta ár en þjóðhagsáætlun gerir ráð fyrir. Einnig gerir ráðuneytið ráð fyrir nokkrum ávinn- ingi af þeim mikil- vægu skattaumbótum, sem nú hafa verið kynntar, en lágu ekki fyrir við gerð þjóð- hagsáætlunar. Það er ráðuneytinu auðvitað metnaðarmál að forsendur þess séu sem bestar. Allir sem þekkja til þessara mála vita að nákvæmni spásagna um þjóðhagsstærðir er því miður ekki alltaf mikil og óvissan jafnan nokk- ur. Þannig spáði Þjóðhagsstofnun því haustið 1999 að hagvöxtur ársins 2000 yrði 2,7%. Ári síðar var spáin komin í 3,6% en nú telur stofnunin að hagvöxturinn 2000 hafi verið 5%. Engri rýrð er kastað á störf Þjóð- hagsstofnunar þótt á þetta sé bent og jafnframt þá óvissu sem fylgir spám sem þessum. Munurinn á for- sendum ráðuneytisins og þjóðhags- áætlunar er því vel innan skekkju- marka hvernig sem á málið er litið. En hlutur formanns Samfylking- arinnar í þessu máli er hins vegar hraklegur. Málefnaleg gagnrýni er mikilvægur þáttur í lýðræðislegri stjórnmálaumræðu. Innihaldslausar fullyrðingar, sem í daglegu tali nefnast blaður, gengisfella umræð- ur um alvarleg og áríðandi málefni. Slíkt dregur úr virðingu almenn- ings fyrir stjórnmálum og þeim sem við þau fást. Vindhögg formanns Sam- fylkingarinnar Geir H. Haarde Höfundur er fjármálaráðherra. Ásakanir Það er ráðuneytinu auðvitað metnaðarmál, segir Geir H. Haarde, að forsendur þess séu sem bestar. það? einungis m héldu veiðiráð- við það ningnum a ætti að að leiddi ið þurft- gagnvart u sig þá Það var tta væri ur ráð- veiðar í ýðir hins hafi ekki og aðra þætti sem snúa að vistkerfinu, þegar tekið er tillit til fiskveiði- stjórnunar. Það sem er kannski mikilvægast fyrir okkur í niður- stöðunni er það, að það er við- urkennt að fiskveiðar hafi ekki bara áhrif á aðra þætti vistkerf- isins, heldur hafi aðrir þættir vist- kerfisins jafnframt áhrif á fisk- veiðar. Þess vegna þurfi að taka það inn í fiskveiðistjórnunina líka. Deilan snerist um hvaða orðalag ætti að nota. Menn voru ekki sátt- ir við að nota eldra orðalag um ábyrgar fiskveiðar og því varð nið- urstaðan orðalag, sem að mínu mati lýsir viðfangsefninu í þeim heimi sem við búum í í dag og munum búa í í framtíðinni miklu betur og það er vel skilgreint. Það er sérstaklega tekið til í þessari ályktun hver nauðsyn sé á rann- sóknum í þessu sambandi vegna áhrifa fæðuöflunar hinna ýmsu sjávardýra á fiskveiðarnar. Í þess- ari ályktun eru rökin sem við höf- um notað fyrir þörfinni á því fyrir okkur að hefja hvalveiðar. Að því leytinu til held ég að gagnrýnin sé ekki á rökum reist. Það hefði vissulega verið betra hefðu Jap- anir tekið þátt í því að samþykkja ályktunina, en þeir greiddu ekki atkvæði á móti. Það skiptir hins vegar meira máli að Ísland og Noregur ná saman með Bandaríkjunum, Evrópusambandinu og Ástralíu og Nýja-Sjálandi um þessa hluti, það er að segja áhrif vistkerfisins sjálfs á fiskveiðar og nauðsyn þess að taka á þeim málum. Það er hið nýja og mikilvæga í þessari álykt- un og það mun hjálpa okkur í því að koma okkar málstað áfram. Höfum gert mistök í hvalveiðimálum Ég tel að við höfum gert mistök í hvalveiðimálum í fortíðinni. Við mótmæltum hvalveiðibanninu ekki árið 1983 og við hættum vísinda- veiðunum. Við megum ekki gera þau mistök núna að hanga í ein- hverju gömlu orðalagi, þegar við höfum tækifæri til þess að nálgast málið á nýjan hátt og koma því áfram á nýjan hátt. Hið gamla orðalag, sem vísað hefur verið til, hjálpaði okkur ekki þá, og það hefði ekki hjálpað okkur núna og því síður í framtíðinni. Það er nýja nálgunin sem skiptir máli.“ Er þessi ályktun þá gott vega- nesti fyrir þá leiðtogafundi, sem framundan eru. „Já, vissulega er þetta mjög gott veganesti fyrir leiðtogafund- inn um fæðuframboð á Ítalíu og síðar um umhverfismál í Jóhann- esarborg. Báðir þessir fundir eru almennt um þessi mál, annars vegar um fæðu- öflun og hins vegar um umhverfismál. Hugsun- in var að vera með inn- legg í þá fundi, en aldrei að þessi ráðstefna væri hvalveiðiráðstefna þótt niðurstaðan skipti miklu máli fyrir okkur hvað hvalveiðar varð- ar,“ segir Árni Mathiesen. nar Sameinuðu þjóðanna, FAO, um ábyrgar fiskveiðar Morgunblaðið/Þorkell Meðal ráðstefnugesta við setninguna voru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Þorsteinn Geirsson, ráðuneyt- isstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu og Sigríður Snævar, sendiherra Íslands hjá FAO. rýni ekki um reist en sjávarútvegsráðherra ráðstefnunnar um ábyrg- iðar afar mikilvæga Mjög gott veganesti g kemur meðal annars að upp- úfjárræktun og skógrækt, að fjalla um nýtingu allra nátt- da jarðarinnar. FAO er þannig nun fiskveiða í heiminum, sem fur að skilja er stór hluti af mannkyns. Fiskveiðar eru því kilvægur þáttur í starfsemi nnar og á vegum hennar er angsmikið starf allsstaðar í , ekki aðeins á alþjóðlegum heldur er starf hennar einnig abundið.“ astageta fiskveiðiflotans er alltof mikil staða fiskveiða í heiminum í ti FAO? hinna villtu fiskistofna veldur ulega áhyggjum. Afkastagetan ota heims er alltof mikil um- ksturgetu fiskistofnanna. Veið- of miklar og fiskistofnunum er að endurnýjast. Ef við drögum visst úr afkastagetunni á næstu ur staðan orðin mjög alvarleg ngt um líður. Það hafa þegar n skref í þessa átt með alþjóð- legum samþykktum og verkefni næstu ára er að þessum samþykktum verði fylgt eftir. Margar þjóðir stunda ennþá ólög- legar og eftirlitslausar veiðar og þær verður að stöðva. Hlutverk FAO er að vera vettvangur skoðanaskipta hvað þetta varðar og að koma áleiðis upplýs- ingum og gögnum. Það er hinsvegar að lokum í höndum aðildarríkjanna að fylgja eftir settum reglum.“ Reynsla Íslendinga er dýrmæt „Því má hinsvegar ekki gleyma að margar þjóðir eru í fararbroddi þegar kemur að sjálfbærri nýtingu fiskistofn- anna, þar á meðal Ísland. Meðal annars var ráðstefnunni valinn staður á Íslandi því fiskveiðar Íslendinga eru gott dæmi um ábyrga fiskveiðistjórnunarstefnu. Það sést best á að því að Ísland er auðugt land og þar þekkist ekki fátækt. Þó að Íslend- ingar byggi afkomu sína nánast eingöngu á fiskveiðum ganga þeir vel um stofna sína og ofveiða þá ekki. Það er einnig at- hyglisvert að sjá samvinnu stjórnvalda við fiskiðnaðinn í landi en þar mæta stjórnvöld miklum skilningi á mikilvægi sjálfbærrar nýtingar fiskistofnanna. Þessi reynsla Íslendinga er mjög dýrmæt þeim ríkjum sem eru skemur á veg komin í fiskveiðistjórnun sinni og búa í dag við aðrar aðstæður. Ég vona að hinn mikli fjöldi ráð- stefnugesta víðsvegar að úr heiminum snúi heim margs vísari um hvernig fisk- veiðum er stjórnað á ábyrgan og skyn- saman hátt og um leið bætt lífskjör heillar þjóðar. Yfirlýsing ráðstefnunnar verður lögð fyrir leiðtogafund FAO um fæðuöryggi síðar í haust og ég vona að þar verði ákveðið að fylgja niðurstöðum hennar eftir.“ Morgunblaðið/Ásdís Dr. Jacques Diouf, aðalframkvæmda- stjóri Matvæla- og landbúnaðarstofn- unar Sameinuðu þjóðanna. roddi HALLDÓR Ásgrímsson utanrík- isráðherra segir óvíst hvort þær 170 milljónir sem áætlað var að færi í að standa straum að kostn- aði við fund utanríkisráðherra NATO næsta vor dugi. Hann segir að unnið sé að nákvæmari kostnaðaráætlun. Eftir hryðju- verkin í Bandaríkjunum hafa kröfur um öryggisgæslu almennt verið hertar. „Þessi fundur kostar allmikið og það er verið að vinna að ná- kvæmari kostnaðaráætlun. Ég óttast að þessi fjárhæð sé of lág. Við erum að endurskoða þessar tölur með hliðsjón af þeim kröf- um sem þarf að gera vegna ör- yggis. Þarna koma utanríkisráð- herrar 46 landa og við þurfum að uppfylla ákveðna staðla.“ Halldór sagði að það væri mik- ilvægt fyrir okkur að vekja at- hygli á Íslandi og góðu öryggi hér. Bandarísk flugmálayfirvöld hefðu t.d. kynnt sér öryggismál á Keflavíkurflugvelli og verið mjög ánægð með hvernig staðið væri að málum þar. Aukin öryggisgæsla í heiminum „Öryggisgæsla er að aukast alls staðar í heiminum um þessar mundir og ég á von á því að þess muni sjást merki að því er varðar alla alþjóðlega fundi. En við höf- um enga ástæðu til að ætla að þessi fundur hafi einhverja sér- stöðu í því sambandi.“ Aðspurður hvort reiknað væri með miklum mótmælum í tengslum við fundinn sagði Hall- dór að fundir NATO hefðu farið vel fram og kvaðst ekki muna eftir teljandi mótmælum í tengslum við þá. Mótmælendur hefðu fyrst og fremst beint sjón- um sínum að Alþjóðaviðskipta- stofnuninni, Alþjóðabankanum og fundum leiðtoga stærstu iðnríkja heims. Hugsanlegt að kostnaður verði meiri 170 milljónum varið til NATO-fundar næsta vor
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.