Morgunblaðið - 06.10.2001, Side 10

Morgunblaðið - 06.10.2001, Side 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra gerði hryðjuverkin í Bandaríkjunum og afleiðingar þeirra að meginumtalsefni í fram- sögu sinni á opnum hádegisverð- arfundi á Hótel Borg í gær sem Ólafur Örn Haraldsson, fyrsti þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík, efndi til. Halldór sagði að Íslendingum bæri að vinna með Bandaríkjamönnum og öðrum þjóðum heims í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum og samtökum þeirra. Ísland væri ekki óhultara en aðrar þjóðir gegn hryðjuverk- um. „Við eigum mikið undir því sem lítil þjóð að skapa öryggi. Við höf- um ekki nægan mannafla til þess að ráða við stríðsástand sem upp getur komið. En það er freistandi fyrir svona hryðjuverkamenn að geta tekið heilt þjóðfélag í gíslingu. Við skulum ekki útiloka að það geti gerst. Því verðum við að hugsa okkar öryggis- og varnarmál í nýju ljósi. Það höfum við verið að gera á undanförnum árum,“ sagði Halldór og rifjaði í því sambandi upp her- æfingarnar Norður-Víking sem í tvígang hefðu beinst gegn hryðju- verkastarfsemi. Utanríkisráðherra sagði að Ís- lendingar þyrftu að endurmeta af- stöðu sína til veru Varnarliðsins hér á landi í tilefni hryðjuverk- anna. Ljóst væri að sá lágmarks- viðbúnaður sem bandaríski herinn hefði hér þyrfti að vera áfram. Í viðræðum við bandarísk stjórnvöld sagði Halldór að enn meiri áhersla yrði t.d. lögð á það að orustuþotur yrðu í viðbragðsstöðu á Keflavík- urflugvelli en ekki í Bandaríkjun- um. Bandaríkjamenn hefðu tekið þessa bón til vinsamlegrar athug- unar. Vinstri grænir gagnrýndir Utanríkisráðherra gagnrýndi málflutning Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í þessum efnum sem hann sagði miða við aðstæður eins og þær hefðu verið fyrir hálfri öld þegar Atlantshafsbandalagið varð til og Ísland gerðist þar aðili. Hernaðaraðgerðir sem menn hefðu talað um þá ættu ekki við þær nýju aðstæður og ógnir sem þjóðir heims stæðu frammi fyrir í dag. Halldór lagði á það áherslu að herlaus og lítil þjóð eins og Ísland gæti ekki tekið þátt í baráttunni með sama hætti og stórar og her- væddar þjóðir. Aðalatriðið væri að varðveita samstöðu þjóðanna og samræma aðgerðir gegn hryðju- verkum og annarri alþjóðlegri glæpastarfsemi. Tækifæri til sam- stöðunnar þyrfti að nýta til fulln- ustu til að almenningur gæti búið við öruggara umhverfi. Halldór vitnaði einnig til nýlegr- ar skyndiúttektar bandarísku flug- málastjórnarinnar á öryggismálum í Leifsstöð. „Ef við hefðum ekki haft fyr- irhyggju til að taka öryggismálin í gegn í flugstöðinni værum við al- gjörlega vanbúin að taka á þeim aðstæðum sem nú blasa við. Ef að- staðan hefði reynst slæm á Kefla- víkurflugvelli hefðu Flugleiðir get- að misst leyfi til að fljúga til Bandaríkjanna,“ sagði Hallldór. Ríkisafskipti gætu aukist Auk hryðjuverka og alþjóðamála ræddi Halldór um nýlegar skatta- aðgerðir ríkisstjórnarinnar og sagði þær mikilvægan lið í því að auka bjartsýni með fyrirtækjum og einstaklingum í landinu. Aðgerð- irnar hefðu strax skilað sér á fjár- málamarkaðnum. Að erindi loknu tók Halldór við nokkrum fyrir- spurnum og var m.a. spurður hvort ríkisafskipti myndu aukast í kjölfar hryðjuverkanna. Ráðherrann taldi það ekki ólíklegt, ekki síst afskipti sem miðuðu að því að auka öryggi borgaranna. Þannig væri hik á mönnum að einkavæða Leifsstöð eftir síðustu atburði en spurningin væri hve lengi þetta ástand varaði. Utanríkisráðherra um Ísland og alþjóðasamfélagið Hryðjuverkamenn gætu tekið heila þjóð í gíslingu Morgunblaðið/Ásdís Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra í ræðustól á Hótel Borg í gær. Fundurinn var fjölsóttur og fékk ráðherrann margar fyrirspurnir. ALÞINGI Íslendinga, 127. löggjaf- arþing, var sett við hátíðlega athöfn að venju sl. mánudag, fyrsta dag októbermánaðar. Þingið mun standa óvenju stutt að þessu sinni, eða til loka apríl þar sem ætlunin er að gefa frambjóðendum í sveitarstjórn- arkosningum 25. maí nk. rúman tíma til þess að kynna sig og helstu stefnumál fyrir kjósendum. Þingsetningin sjálf var með hefð- bundnu sniði og voru henni gerð góð skil í fjölmiðlum. Minna fór þó fyrir fréttaflutningi af árvissum viðburði í tengslum við þingsetninguna; nefni- lega hlutun um sæti þingmanna. Það er býsna sérkennilegt að verða vitni að því þegar þingmenn koma einn af öðrum upp að rit- arapúltinu og draga númer og þar með um sæti. Greinilegt er að tals- verð spenna liggur í loftinu – með hverjum ætli ég sitji? Skyldi vera gott fótapláss? Sést ég vel frá myndavélunum? Helstu tíðindin að þessu sinni fól- ust kannski í því að nú má finna þingflokk Frjálslynda flokksins í heilu lagi á öðrum bekk til hægri frá ræðustól Alþingis. Þar röðuðust Sverrir Hermannsson og Guðjón Arnar Kristjánsson saman, hlið við hlið, og voru víst ansi sáttir við út- komuna. Hvort formlegir þing- flokksfundir verða haldnir á þessum slóðum í framtíðinni, skal ósagt látið en hið minnsta má flokka þennan út- drátt undir ansi hreint skemmtilega tilviljun. Önnur tíðindi felast í sessunaut- um þeim tveimur sem saman dróg- ust beint vinstra megin við ræðu- stólinn á milli þeirra Einars Más Sigurðarsonar (S) og Hjálmars Árnasonar (B). Það eru nefnilega tveir forkólfar Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon formaður flokksins og Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður. Sagan segir að ræðumenn forðist nú fyrir alla muni að líta niður og til vinstri á þá fé- laga, sem kunnir eru fyrir mikla víg- fimi í mælskulistinni, því nú sé þeim í lófa lagið að stökkva upp hvenær sem er og grípa til andsvara. Þeir vopnabræður þóttu þegar gefa tón- inn fyrir það sem koma skal í um- ræðum um fjárlagafrumvarpið á fimmtudag, með hnitmiðuðum pill- um úr sætum sínum, svo mjög raun- ar að úr forsetastól komu föðurlegar áminningar um frammíköll og þess háttar. Sem sagt, lofar allt mjög góðu fyrir veturinn. Af fjölmiðlaumræðunni að dæma, virðast ýmsir telja sem stefnuræða og umræður um hana séu gam- aldags fyrirbæri og miður skemmti- legar. Ég vil mótmæla þessu, enda þótt eflaust mætti ýmsu breyta að forminu til í því skyni að skerpa á umræðunni. Davíð Oddsson, for- sætisráðherra, hélt mjög sterka stefnuræðu að þessu sinni og kom víða við. Úr fjölmiðlastúkunni sýnd- ist hann afar landsföðurlegur þar sem hann ræddi jöfnum höndum vá- leg tíðindi og jákvæð, en hreyfði líka við brýnum málefnum á borð við málefni geðsjúkra og aðgang lands- manna að heilbrigðisþjónustunni. Stjórnarandstaðan var ekki eins- leit í umræðum um stefnuræðuna. Þannig þótti Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, gera sér sérstakt far um að sýnast ábyrg- ur stjórnmálaforingi og fórst það raunar ágætlega úr hendi. Síðan kom að flugeldasýningunni frá leið- toga Vinstri grænna, sem venju samkvæmt henti skrifaðri ræðu eft- ir fáeinar sekúndur og leiftraði eftir það um leið og hann beindi spjótum sínum að forystusveit stjórnarflokk- anna. Lokaorðin voru mælt af mik- illi innlifun: „Menn sem hafa setið svo lengi við völd eða völdin hafa leikið þannig að allt sem gerist, stórt og smátt sem ekki lýtur þeirra ýtrasta vilja, reiti þá til reiði, þeir þurfa að fara að hvíla sig. Því fyrr sem ríkisstjórn Davíðs Oddssonar fer frá völdum því betra.“ Það er nefnilega það. Vaskleg framganga Guðjóns Guð- mundssonar (D) vakti nokkra at- hygli í umræðunni og raunar kom Guðjón tíðum í ræðustól í vikunni og skaut föstum skotum að stjórn- arandstöðunni fyrir ábyrgðarleysi í efnahags- og atvinnumálum. Guðjón er alla jafna ekki áberandi sem ræðumaður, en mikill misskilningur er að það sé eini mælikvarðinn á hæfi fulltrúanna á löggjaf- arsamkundunni. Guðjón þykir afar vinnusamur í nefndum þingsins, en ætlar nú greinilega að sækja í sig veðrið með orðið að vopni. Það veit á gott fyrir þingvetur komandi.      Spennandi sætaskipan og efnilegt upphaf þingstarfa EFTIR BJÖRN INGA HRAFNSSON ÞINGFRÉTTAMANN bingi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Þeir sitja saman á fremsta bekk vinstra megin við ræðustólinn. Einar Már Sigurðarson, Ögmundur Jónasson og Steingrímur J. Sigfússon. ALLS fimmtán manns; níu karlar og sex konur, taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnar- nesi fyrir bæjar- og sveitarstjórna- kosningarnar næsta vor. Tveir hafa lýst því yfir að þeir gefi kost á sér í fyrsta sæti listans, þ.e. þau Jónmundur Guðmarsson fjárfest- ingarstjóri og Ásgerður Halldórs- dóttir deildarstjóri. Tveir gefa kost á sér í annað sætið, þau Inga Her- steinsdóttir bæjarfulltrúi og Ingi- mar Sigurðsson deildarstjóri, og einn gefur kost á sér í þriðja sætið; Sigrún Edda Jónsdóttir fjármála- stjóri. Prófkjörið fer fram laugardag- inn 3. nóvember nk. en framboðs- frestur er liðinn. Fjórtán gáfu kost á sér áður en framboðsrestur rann út en eftir það tilnefndi kjörnefnd einn fulltrúa til viðbótar, Sólveigu Pálsdóttur bókmennafræðing. Kosningin verður rafræn, þ.e. kos- ið verður með snertiskjá á tölvu og er það í fyrsta sinn hér á landi sem boðið er upp á rafræna kosningu í prófkjöri. Fyrir þá sem ekki treysta sér í rafræna kosningu verður einnig boðið upp á kosningu með hefðbundnum kjörseðlum. Eftirfarandi hafa boðið sig fram til að taka þátt í prófkjörinu: Árni Halldórsson framkvæmdastjóri, Ásgerður Halldórsdóttir deildar- stjóri, Bjarni Torfi Álfþórsson, Guðmundur Helgi Þorsteinsson, Gunnar Lúðvíksson, Inga Her- steinsdóttir, Ingimar Sigurðsson deildarstjóri, Sólveig Pálsdóttir bókmenntafræðingur, Jón Jónsson, fyrrv. framkvæmdastjóri, Jón- mundur Guðmarsson fjárfestingar- stjóri, Lárus B. Lárusson flugmað- ur, Magnús Örn Guðmundsson, Olga Ingólfsdóttir nemi, Sigrún Edda Jónsdóttir fjármálastjóri og Þórhildur Albertsdóttir fjármála- stjóri. Þrír bæjarfulltrúar gefa ekki kost á sér Fimm sæti af sjö í bæjarstjórn Seltjarnarness eru skipuð sjálf- stæðismönnum. Þrír þeirra ætla ekki að gefa kost á sér aftur, þau Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri, Erna Nielsen bæjarfulltrúi og Jens Pétur Hjaltested bæjarfulltrúi. Tveir þeirra gefa áfram kost á sér, þau Inga Hersteinsdóttir og Jón- mundur Guðmarsson. Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi 15 gefa kost á sér í prófkjör Tveir sækjast eftir efsta sæti listans ALLS bárust 13 tilboð í Hrúta- fjarðará sem boðin var út til næstu þriggja sumra, en tilboðin voru opnuð á miðvikudagskvöld. Hæsta tilboðið hljóðaði upp á 8,4 milljónir króna á ári, næstu þrjú árin og fyrir því tilboði fór Stóreign fasteignasala, Jón Sandholt. Vesturgata 15 ehf. bauð 8,2 milljónir á ári. Þetta er mikil hækkun frá því sem var, en ársleigan fyrir ána var 5,2 milljónir. Næstur kom Brynjólfur Markússon, leigutaki Víðidalsár og Laxár í Dölum, með 7,15 milljónir, Þröstur Elliðason, leigutaki Breiðdalsár, með 6,6 milljónir, Jón Þór Júlíusson, leigutaki Úlfarsár, 6 milljónir, Pétur Pétursson, leigutaki Vatnsdalsár, 5,8 milljónir, SVFR, Ásgeir Ásmundsson og Trausti Magnússon, með 5,5-5,6 milljónir og aðrir minna. Verðlag hækkar í öfugu hlut- falli við veiði samkvæmt þessum tölum, því áin hefur verið á nið- urleið og gaf aðeins um 130 laxa á nýliðinni vertíð. Hæsta tilboð í Hrútu 8,4 milljónir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.