Morgunblaðið - 06.10.2001, Síða 4
FRÉTTIR
4 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
LAUN opinberra starfsmanna og
bankamanna hafa hækkað umtals-
vert umfram laun á almennum
vinnumarkaði á undanförnum árum,
samkvæmt mælingum launavísitölu
Hagstofu Íslands. Munurinn er
fimmtán prósentustig ef litið er til
rúmlega fjögurra síðustu ára, þ.e.a.s.
á tímabilinu frá því í ársbyrjun 1997
fram til miðs árs í ár.
Frá því var skýrt í Morgunblaðinu
í gær að dagvinnulaun opinberra
starfsmanna ríkisins og Reykjavík-
urborgar hefðu hækkað um 10,5% á
fyrrihluta þessa árs, samkvæmt nið-
urstöðum kjararannsóknanefndar
opinberra starfsmanna. Þar kom
einnig fram að kaupmáttur launa
þessara hópa hefur aukist mjög mik-
ið eða um 35–40% á síðustu fjórum
árum eftir því hvort miðað er við
dagvinnulaun eða heildarlaun og að
heildarlaun þeirra hafa hækkað um
53% á tímabilinu.
50% hækkun frá
ársbyrjun 1997
Hagstofan birtir mánaðarlega
launavísitölu sína, en auk þess eru
ársfjórðungslega birtar sérstakar
vísitölur launa á almennum markaði
annars vegar og hjá opinberum
starfsmönnum og bankamönnum
hins vegar. Á ofangreindu tímabili,
þ.e.a.s. frá því í ársbyrjun 1997 og
fram til loka annars ársfjórðungs í
ár, hækkaði launavísitala opinberra
starfsmanna og bankamanna um
50,1%. Vísitala launa á almennum
markaði hækkaði á sama tímabili um
34,96%. Munurinn er rúm fimmtán
prósentustig.
Næstu mælingar þessara vísi-
talna, þ.e.a.s. vegna launaþróunar á
þriðja ársfjórðungi í ár fram til loka
september, er að vænta síðari hluta
þessa mánaðar.
Samkvæmt upplýsingum Hagstof-
unnar eru gögn vegna launa opin-
berra starfsmanna og bankamanna
mun nákvæmari en upplýsingar
vegna launa á almennum markaði og
líkur eru til þess að það geti valdið
vanmati á launabreytingum á al-
mennum markaði.
Laun opinberra
starfsmanna hafa
hækkað umfram al-
mennan markað
FERÐA- og útivistarsýning fjöl-
skyldunnar hófst í Laugardalshöll
í gærkvöldi en hún stendur áfram
yfir í dag og á morgun. Þetta er í
áttunda sinn sem Ferðaklúbb-
urinn 4x4 gengst fyrir þessari
sýningu en hún var síðast haldin
1998.
Björn Þorri Viktorsson, for-
maður klúbbsins, segir að al-
menningur hafi sýnt sýningunni
mikinn áhuga og góð aðsókn hafi
verið í gærkvöldi. „Við höfum
þegar fengið mjög kröftug við-
brögð og við verðum mjög ánægð-
ir ef við fáum samtals 20.000
gesti.“
Björn Þorri segir að aldrei áður
hafi verið sýndir eins margir mis-
munandi jeppar á sýningunni og
ekki hafi eins mikið verið í þá lagt
og nú. Auk þess hafi verið brydd-
að upp á ýmsum nýjungum og
sérstök áhersla lögð á fjölskyld-
una og fjölskylduvæna stemmn-
ingu. Í því sambandi nefnir hann
þrautabrautir fyrir börn, kassa-
bílarallí á planinu fyrir utan
Laugardalshöllina, rennibrautir
og fleira. „Þetta er ekki sýning
aðeins fyrir jeppakarla heldur
eiga allir að geta fundið eitthvað
við sitt hæfi hérna,“ segir hann.
Sýningin verður opin frá klukk-
an 10 til 22 í dag og frá klukkan
10 til 20 á morgun.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þessi sex hjóla Ford Econoline-fjallabifreið, Icecool, eins og hún heitir, hefur vakið mikla athygli á sýningunni.
Ferða- og útivistarsýning fjölskyldunnar hófst í gær
Vonast til að fá 20.000 gesti
MEÐ gjaldþroti Kexsmiðjunnar
á Akureyri fyrr í vikunni má
segja að ljúki formlega þeim af-
skiptum sem Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna hafði í atvinnu-
málum á Akureyri en til þeirra
var stofnað í kjölfar mikillar
baráttu félagsins og Íslenskra
sjávarafurða um viðskipti með
afurðir Útgerðarfélags Akureyr-
inga.
SH hafði betur
í baráttunni við ÍS
Harður slagur upphófst milli
sölusamtakanna tveggja, SH og
ÍS um áramót 1994–1995 þegar
ÍS bauðst til að flytja höfuð-
stöðvar sínar til Akureyrar gegn
því að bæjarstjórn seldi félaginu
meirihluta hlutabréfa sinna í
ÚA.
SH brást við með því að lofa
80 nýjum störfum á Akureyri
héldi félagið viðskiptum sínum
með afurðir ÚA, svo sem verið
hafði í áratugi þar á undan.
Að undangengnum átakafund-
um samþykkti bæjarstjórn í
febrúar árið 1995 að taka tilboði
SH, en í því fólst m.a. flutningur
á þriðjungi starfseminnar norð-
ur til Akureyrar, eða 30 störf.
Skrifstofa SH var svo opnuð
með viðhöfn í október 1995 og
fluttu nær 100 manns í allt með
fyrirtækinu norður, þ.e. starfs-
menn og fjölskyldur þeirra.
Starfsstöðinni var lokað í
byrjun sumars 1999, en það var
gert eftir að ákveðið var að end-
urskipuleggja starfsemi SH.
Þá keypti SH sælgætisfyrir-
tækið Opal, seldi það Nóa Síríusi
sem flutti það til Akureyrar en
við það sköpuðust 20 störf. Í árs-
lok 1999 var starfsfólki hjá Nóa
Síríusi sagt upp störfum og
starfseminni hætt.
Þá má nefna að SH bauðst til
að greiða stöðu prófessors við
sjávarútvegsdeild Háskólans á
Akureyri og gerði það í þrjú ár,
en hætt var að greiða stöðuna
um síðustu áramót.
Störfum fjölgaði hjá
allmörgum fyrirtækjum
SH átti um tíma aðild að
rekstri Akoplastos og þá urðu að
mati félagsins til 10 störf hjá
Eimskip vegna beinna siglinga
til Evrópuhafna. Félagið mat
það einnig svo að aukin umsvif á
þess vegum á Akureyri hefðu á
tímabili orðið til þess að störfum
hefði fjölgað hjá Slippstöðinni og
Foldu, sem félagið lagði hlutafé
í.
Loks keypti SH fjórðungshlut
í Kexsmiðjunni árið 1996 en þar
störfuðu einnig um 20 manns.
Hlutafé var skrifað niður á síð-
asta ári og minnkaði eignarhlut-
ur SH í félaginu við það. Nú með
gjaldþroti fyrirtækisins lýkur
því afskiptum SH af atvinnulífi á
Akureyri.
Nýlegt gjaldþrot Kexsmiðjunnar
markaði þáttaskil
Afskiptum SH
af atvinnulífi á
Akureyri lokið
SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra segir að hryðjuverkin í
Bandaríkjunum hinn 11. september
sl. kalli á ítarlega skoðun á al-
mannavarnakerfi Íslendinga og
hvort þar þurfi að endurskipuleggja
viðbrögð í neyðarástandi sem kunna
að skapast vegna hryðjuverka.
Kveðst hún í samtali við Morgun-
blaðið stefna að því að láta kanna
stöðu þessara mála hjá Almanna-
vörnum hér á landi. Það verkefni
heyri undir dómsmálaráðuneytið.
„Ég stefni að því að halda fund í
næstu viku með Almannavörnum,
embætti Ríkislögreglustjóra og
Geislavörnum ríkisins til að ræða
þessi máli í víðu samhengi. “
Tilefni þessara orða Sólveigar er
nýleg frétt Morgunblaðsins þess
efnis að norska ríkisstjórnin hygg-
ist leggja til á þingi, að komið verði
á fót sérstakri stjórnardeild, sem fái
það hlutverk fyrst og fremst að
berjast gegn hryðjuverkum í land-
inu. Er sú tillaga byggð á niðurstöð-
um nefndar, sem skipuð var af
norska dómsmálaráðherranum árið
1999, og hafði m.a. það hlutverk að
skoða öryggisráðstafanir og viðbún-
að í þjóðfélaginu vegna meiriháttar
áfalla eða slysa og hugsanlegra
skemmdarverka eða hryðjuverka
gegn olíu- og gasiðnaðinum, orku-
verum, fjarskiptum, öryggi í flutn-
ingum og meðferð geislavirkra
efna.
Norska nefndin skilaði ítarlegri
skýrslu um þetta efni á síðasta ári
en þar er m.a. lagt til að verkefni
sem tengjast öryggi og viðbúnaði
vegna hryðjuverka eða skemmdar-
verka verði undir einu ráðuneyti til
að tryggja heildarstefnumótun.
Vinnu við að framkvæma tillögur
nefndarinnar var hins vegar flýtt
vegna hryðjuverkanna í Bandaríkj-
unum og hyggst norska stjórnin
leggja frumvarpið um nýja stjórn-
ardeild fram í vetur.
Innt eftir því hvort ástæða sé til
þess að stofna sérstaka stjórnar-
deild hér á landi sem taki einkum á
hryðjuverkamálum segir Sólveig að
umrædd verkefni heyri nú þegar
undir hið íslenska dómsmálaráðu-
neyti.
Afleiðingar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum
Skoða þarf viðbrögð
almannavarnakerfis
GEIR H. Haarde fjármálaráðherra
telur víst að skattalækkanirnar sem
ákveðnar hafa verið muni hafa mikil
og jákvæð áhrif á verðmæti ríkisfyr-
irtækja sem stendur til að selja og
þar með á gengi bréfa í þeim. ,,Enda
hefur Landsbankinn til dæmis
hækkað nú þegar mjög mikið. Það er
augljóst mál að við það að skattpró-
sentan lækkar úr 30% í 18%, og það
sem félagið heldur eftir hækkar úr
70 í 82% þar með, eykst tekju-
streymið í félaginu um það bil um
17% og bara það eitt gefur vísbend-
ingu um stærðargráðuna, sem þarna
er um að tefla,“ segir fjármálaráð-
herra.
Munu skila sér mjög
vel í söluhagnaði ríkisins
,,Ef maður síðan reiknar þetta út
frá áætluðu verðmæti félaganna er
alveg ljóst að þessar skattabreyting-
ar munu skila sér mjög vel í sölu-
hagnaði ríkisins, ef að líkum lætur,“
segir hann.
Í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta
ár er gert ráð fyrir sölu á eignarhlut
ríkissjóðs í fyrirtækjum fyrir sam-
tals 20 milljarða kr. Þar er einkum
um að ræða áframhaldandi sölu á
eignarhlut ríkisins í Landssímanum
og eignarhlutar í viðskiptabönkun-
um.
Aðspurður segir fjármálaráðherra
of snemmt að breyta þessum áætl-
unum um sölutekjur í frumvarpinu,
,,en það gæti alveg komið til þess“,
segir hann.
Fjármálaráðherra um áhrif skattabreytinganna
Verðmæti óseldra fyr-
irtækja ríkisins eykst