Morgunblaðið - 06.10.2001, Side 13
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 13
Handverksmarkaður í dag
L a u g a r d a g 6 . o k t ó b e r í v i n g j a r n l e g u v e r s l u n a r m i ð s t ö ð i n n i í H a f n a r f i r ð i . S j á u m s t !
Reykjavíkurborg stóð fyrir verk-
efninu sem fyrst var kynnt í októ-
ber 2000 og ákvað verkefnisstjórn
að einskorða ekki verkefnið við
borgarstofnanir heldur leita einnig
til fyrirtækja í atvinnulífinu. Alls
bárust 38 umsóknir um þátttöku en
þrjú fyrirtæki heltust úr lestinni.
Verkefnið fór þannig fram að fyr-
irtækin fengu fræðsluefni um inn-
leiðingu sveigjanleika og samræm-
ingu starfs og einkalífs, en efnið var
samið af tveimur breskum vinnu-
markaðsfræðingum. Auk fræðslu
um sveigjanleika á vinnustöðum var
fyrirtækjunum boðið upp á einka-
fundi með ráðgjöfum frá IMG-Gall-
up.
Hildur Jónsdóttir, formaður
verkefnisstjórnar, segir að mikill
áhugi sé fyrir því meðal fyrirtækja
að leita leiða hvernig hægt sé að
ganga skipulega og vitrænt til
verks varðandi sveigjanleika á
vinnustöðum. Það sé gert undir
þeim formerkjum að það gagnist
báðum aðilum og það sé augljós
viðskiptalegur ávinningur hjá fyr-
irtækinu að móta starfsmanna-
stefnu sína með þeim hætti. „Með
þessu móti upplifir fólk líka að það
hefur sjálft meiri stjórn, ekki bara
á vinnunni heldur líka á sínu einka-
lífi þar sem dregið er úr árekstrum
milli einkalífs og starfs.“
Að sögn Hildar var reynsla fyr-
irtækjanna sem tóku þátt í verkefn-
inu mjög góð. Mörg þeirra töldu sig
vera með talsverðan sveigjanleika
en komust að því, þegar þau fóru
að skoða málið kerfisbundið, að þau
voru með meiri sveigjanleika en
þau höfðu gert sér grein fyrir áður.
„En jafnframt lýstu þau líka
áhyggjum sínum yfir því að kannski
hefði sá sveigjanleiki verið að
gagnast sumum í fyrirtækinu en
ekki öðrum. Þetta er líka aðferð til
að gera þetta sýnilegt, gera þetta
hluta af stefnu fyrirtækisins og
tryggja að allir starfsmenn upplifi
að þeir eigi jafnt tilkall til.“
Meðal þeirra aðila sem kynntu
reynslu sína af verkefninu voru fyr-
irtækið Anza, sem sérhæfir sig m.a.
í rekstri tölvu- og upplýsingakerfa,
og ÍTR, Íþrótta- og tómstundaráð
Reykjavíkur. Guðríður Sigurðar-
dóttir, starfsmannastjóri Anza,
sagði ávinning fyrirtækisins af
verkefninu hafa skilað sér í því að
auka afköst starfsmanna og tryggð
þeirra við fyrirtækið, betri starfs-
andi hafi náðst og minna verið um
„skrepp“ og veikindi. Ávinningur
starfsmanna fólst m.a. í minni
streitu, aukinni einbeitingu og af-
köstum og meiri tíma fyrir fjöl-
skyldu, vini og áhugamál.
Svipuð reynsla var af verkefninu
hjá ÍTR og sagði Ragnhildur
Helgadóttir, jafnréttis- og fræðslu-
fulltrúi ÍTR, að sveigjanleikinn hafi
verið meiri innan stofnunarinnar en
menn gerðu sér grein fyrir. Verk-
efnið beindist fyrst og fremst að
starfsfólki Vesturbæjarlaugar, þar
sem vaktavinnukerfið var aðlagað
þörfum starfsfólks, og félagsmið-
stöðvarinnar Miðbergs, þar sem nú
stendur til að bjóða upp á daggæslu
ungbarna til að sinna þörfum
starfsmanna. Að sögn Ragnhildar
er sveigjanleikinn orðinn áþreifan-
legri án þess að vera ítarlega skil-
greindur og segir hún verkefnið
hafa kennt stjórnendum að aðstæð-
ur starfsmanna skipti ekki öllu máli
heldur hvernig hægt sé að koma til
móts við þær, þannig að eðlileg
samfella verði á starfi, fjölskyldulífi
og eigin þörfum starfsmanna.
Lokaráðstefna verkefnisins um hið „gullna jafnvægi“
Sveigjanleiki eyk-
ur starfsánægjuna
Morgunblaðið/Þorkell
Frá lokaráðstefnu verkefnisins um hið „gullna jafnvægi“ sem haldin var í Súlnasal Hótels Sögu.
LOKARÁÐSTEFNA verkefnisins „Hið gullna jafnvægi“ var haldin á föstu-
dag en markmið verkefnisins var að stuðla að jafnvægi vinnu og einkalífs
meðal starfsmanna fyrirtækja og um leið að gera fyrirtækjunum kleift að
nýta mannauð sinn betur með því að auka sveigjanleika á vinnustað. Verk-
efnið hefur staðið yfir í eitt ár og á þeim tíma hafa alls 35 stofnanir Reykjavík-
urvíkurborgar og fyrirtæki í reykvísku atvinnulífi tekið þátt í verkefninu. Á
ráðstefnunni voru niðurstöður fyrirtækjanna reifaðar og kom í ljós að þau
telja að aukinn sveigjanleiki færi þeim betri ímynd meðal starfsmanna, við-
skiptavina og almennings, auki á starfsánægju á vinnustað, dragi úr fjar-
vistum, minnki starfsveltu og auki tryggð viðskiptavina við fyrirtækið.
HALLDÓR Ásgrímsson utan-
ríkisráðherra segir ekki ljóst
hvort endanlega verði gengið
frá því hver verði forstöðumað-
ur Eftirlitsstofnunar EFTA
(ESA) á fundi utanríkisráðherra
EFTA-landanna í Luxemburg
eftir helgina. Ekki hefur verið
full samstaða um ráðninguna, en
Halldór segir ekkert tilefni til
að gera of mikið úr þessu máli.
Norðmenn hafa sótt það fast
að Einar Bull, sendiherra Norð-
manna hjá Evrópusambandinu,
verði forstöðumaður ESA og
taki við af landa sínum Knut Al-
mestad. Í norskum fjölmiðlum
hefur verið gengið svo langt að
tala um að Norðmenn vilji ekki
að „útlendingur“ stýri ESA.
Halldór sagðist telja að of
mikið hefði verið gert úr þessu
máli. Aðalatriðið væri ekki hver
stýrði ESA. „Það sem mestu
máli skiptir í sambandi við ESA
er að stofnunin njóti trausts.
Hún er úrskurðaraðili í mikil-
vægum málum sem snerta öll
ríkin. Stofnunin þarf að njóta
fyllsta trausts hjá Evrópusam-
bandinu. Það er aðalatriðið í
mínum huga og ég vænti þess
að við getum unnið að málefnum
þessarar stofnunar í þeim anda
áfram.“
Halldór sagði að viðræður
stæðu yfir milli landanna um
hvernig best væri að haga
verkaskiptingu innan ESA.
Hann sagði það misskilning að
það skipti einhverjum sköpum
hvers lenskur forstöðumaður
ESA væri. „Við þurfum fyrst og
fremst á því að halda að úr-
skurðir stofnunarinnar séu virt-
ir, bæði í viðkomandi löndum og
hjá Evrópusambandinu,“ sagði
Halldór.
Utanríkisráðherra um ráðningu
forstöðumanns ESA
Ekki aðalatriði
hver stýrir ESA
Ekkert miðar í
sjúkraliðadeilunni
EKKERT þokaðist í átt að sam-
komulagi í kjaradeilu sjúkraliða og
ríkisins á fundi deilenda í gær, að
sögn Kristínar Á. Guðmundsdóttur,
formanns Sjúkraliðafélags Íslands.
Segir hún allt stefna í annað þriggja
daga verkfall sjúkraliða hjá ríkinu og
tveimur sjálfseignarstofnunum hinn
15. október nk.
Auk þess segir Kristín að í und-
irbúningi sé atkvæðagreiðsla meðal
allra starfandi sjúkraliða á landinu
um það hvort boða eigi til allsherj-
arverkfalls sjúkraliða í nóvember,
þ.e. þriggja þriggja daga verkfalla.
Segir hún atkvæðaseðla munu ber-
ast sjúkraliðum í næstu viku en um
fimmtán hundruð manns eru félagar
í Sjúkraliðafélagi Íslands.
Næsti fundur sjúkraliða með rík-
inu hefur verið boðaður á þriðjudag
en á mánudag hyggjast sjúkraliðar
ræða við samninganefnd launa-
nefndar sveitarfélaga.
Nokkuð um
árekstra og slys
NOKKUÐ bar á árekstrum, eigna-
tjóni og slysum í umferðinni í
Reykjavík í gær, án þess að nokkur
hlyti þó alvarleg meiðsl.
Þriggja bíla árekstur varð á
Hringbraut við Njarðargötu í gær-
morgun með þeim afleiðingum að
tveir meiddust lítillega. Þá var ekið
yfir fót gangandi vegfaranda á
Njálsgötu og var hann fluttur á
slysadeild. Við Brynjólfsgötu við Há-
skólabíó var einnig ekið á gangandi
vegfaranda og hann fluttur á slysa-
deild með sjúkrabifreið. Meiðsl vou
þó talin minniháttar.