Morgunblaðið - 06.10.2001, Side 19

Morgunblaðið - 06.10.2001, Side 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 19 ÞITT HEIMILI Á COSTA BLANCA SPÁNI EUROFORMA sem hefur byggt og selt í 12 ár, heldur sýningu á fasteignum frá sólarströnd COSTA BLANCA. MANUEL TORTOSA býður ykkur hjartanlega velkomin á kynningar- fund um helgina, laugardag 6. og sunnudag 7. okt. á Hótel Loftleiðum kl. 13-17. Íslensk aðstoð. Frítt inn. Símar á Íslandi 865 1650 og 567 3617. Sími á Spáni 00 34 659 906690. Allt vandaðar og fallegar eignir Kr. 4.250.000. Nýtískuleg íbúð í blokk með einu svefnherbergi. Einnig parhús, íbúðir í blokk, raðhús (bungalow“). ÓSEY hf. í Hafnarfirði hefur und- irritað samninga vegna nýsmíða á tveimur 20 metra togskipum til Fær- eyja. Auk þess er Ósey í viðræðum um smíði á fleiri skipum fyrir Fær- eyinga og smíði þriggja stærri skipa fyrir írskar útgerðir. Þetta mun í fyrsta sinn sem stálskip eru smíðuð gagngert á Íslandi fyrir erlenda kaupendur. Kaupendur skipanna eru Hvilv- tenni P.F og Sæborg P.F. Skipin unda nýsmíðin sem Ósey hf. smíðar og afhendir á undanförnum 3 árum. Meðal þeirra smíða má nefna lóðsbát fyrir Hafnfirðinga og fiskiskip fyrir útgerð á Þórshöfn á Langanesi. Skipin eru eins og áður sagði 20 metra löng, 5 metra breið og 2,6 metra djúp. Skipin verða hálfyfirbyggð. Allar togvindur svo og hjálparvindur sem fara um borð í skipin verða smíðaðar hjá Ósey hf. verða smíðuð samkvæmt reglum al- þjóðlega flokkunarfélagsins Det norske Veritas og eru ætluð til tog- veiða. Skipin verða að öllu leyti búin íslenskum búnaði til togveiða og verða afhent tilbúin til veiða. Verk- tími er áætlaður 23 vikur fyrir bæði skipin. Álasund ehf. í Reykjanesbæ hafði milligöngu varðandi samningsmál og sölu skipanna. Þessi tvö skip eru sjöunda og átt- Ósey smíðar skip fyrir Færeyinga STÁLSKIP hf. í Hafnarfirði íhuga nú að selja annan frystitogara sinna, Ými, til Noregs. Vegna þess hefur yfirmönnum í áhöfn skipsins verið sagt upp störfum, en samningur um söluna er ekki endanlega í höfn. Guðrún Lárusdóttir, fram- kvæmdastjóri Stálskipa, segir að ekki sé um annað að ræða. „Þó við séum fyrirtæki númer 19 yfir kvóta- hæstu fyrirtækin, þá er okkar skammtur ekki nóg nema fyrir eitt skip. Það er bara vitleysa að vera að gera út svö skip á aflaheimildir sem eitt getur náð. Ég hef aldrei haft þá skoðun að maður eigi að leigja til sín kvóta eða frá sér, nema bara í skipt- um, svo við tókum þá ákvörðun að reyna að losa okkur við annað skipið út úr landinu og taka kvótann á eitt skip,“ segir Guðrún. Hún segir einnig að horfurnar séu alls ekki það góðar í sjávarútvegin- um að það hvetji til bjartsýni: „Með yfirvofandi vitleysu eins og þetta auðlindagjald er óvissan í greininni svo mikil að maður reynir bara að halda að sér höndum og draga sam- an. Það er alveg hrikalegt að ein- hverjir menn á þingi geti verið að kasta fjöreggi þjóðarinnar á milli sín í einhverjum atkvæðaveiðum. Það er verið að rífast um auðlindagjald og hvort eigi að fara þessa leiðina eða hina, en allt er þetta til að klípa af þeim, sem eru fyrir í greininni. Og mesta vitleysa sem hefur nokkru sinni verið gerð, var þessi Valdi- marsdómur, þegar úreldingarkrafan var afnumin. Nú geta öll skip, sem farin voru út úr kerfinu, komið inn aftur. Úreldingin átti aldrei að fara út. Nú koma ný skip í stórum stíl inn í veiðarnar og mörg án kvóta og veld- ur það bara spennu og vitleysu.“ Guðrún spyr auk þess hvers vegna allir nýliðar séu eitthvað betri í út- gerð en þeir sem hafi gert þetta í 30 til 40 ár og borgað sína skatta og skyldur og rekið þetta með þokka- legum árangri. „Það er alltaf verið að klípa af okk- ur til að ná einhverri sátt. Ég sé ekki að það náist nokkurn tímann einhver sátt. Það eru alltof margir um þessa litlu köku og það eru alltaf fleiri og fleiri að koma inn í þessa köku. Og nú ætla menn að láta fiskvinnslu- stöðvarnar fá kvóta og byggðarlögin og að láta einhverja sveitarstjórnar- menn vera að úthluta aflaheimildum í sínum pólitíska tilgangi er alveg út í hött,“ segir Guðrún Lárusdóttir. „Alltof margir um kökuna“ Stálskip íhuga að selja Ými úr landi GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.