Morgunblaðið - 06.10.2001, Side 46

Morgunblaðið - 06.10.2001, Side 46
MINNINGAR 46 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ GunnþórunnGuðrún Þor- steinsdóttir fæddist í Móbergi á Húsavík 6. maí 1927. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 30. september síðastlið- inn. Hún var dóttir hjónanna Emilíu Sig- urgeirsdóttur, f. 30. janúar 1903 í Uppibæ í Flatey, d. 15. desember 2000, og Þorsteins Gunn- arssonar, f. 3. nóv- ember 1890 í Nausta- vík, d. 15. júní 1961. Systir Gunnþórunnar er María Halldóra Þorsteinsdóttir, f. 7. desember 1930, maki Stefán Jakob Hjalta- son, f. 21. maí 1928. Gunnþórunn var gift Herði Agn- arssyni, f. 12. júní 1920, d. 30. jan- úar 1985. Börn þeirra A) Þorsteinn Agnar Harðarson, f. 2. nóvember 1946, maki Elín Inga Ólafsdóttir, f. 1946. B) Halldóra María Harðar- dóttir, f. 13. september 1949, maki Silja Rún, f. 1989. E) Sigurgeir Smári Harðarson, f. 10. júlí 1955, maki Jóhanna Stefánsdóttir, f. 1957. Börn þeirra Stefán Helgi, f. 1976, Gunnþór, f. 1981, Hörður, f. 1982, Ásþór, f. 1986, Sigrún Lilja, f. 1993. F) Hörður Axel Harðarson, f. 24. október 1963, maki Krist- björg Góa Sigurðardóttir, f. 1972, sonur þeirra Ögri, f. 2000. Systir Gunnþórunnar María og Stefán eiginmaður hennar ættleiddu dótt- ur Gunnþórunnar og Harðar G) Hólmfríði Lindu Stefánsdóttur, f. 19.12. 1959, maki Árni Geir Þór- marsson, f. 1955, börn þeirra María Kristbjörg, f. 1985, og Þór- mar, f. 1988. Gunnþórunn ólst upp á Húsavík og lauk þaðan barnaskólaprófi. Stundaði síðan nám við Hús- mæðraskólann á Laugum í Reykja- dal einn vetur. Hún hóf búskap í Reykjavík ásamt Herði eiginmanni sínum en flutti 1956 til Húsavíkur og bjó þar til dánardags. Gunnþórunn Guðrún verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jón Helgi Gestsson, f. 1943. Börn þeirra I) Brynja, f. 1967, maki Trausti Sverrisson, f. 1969, börn þeirra Helga Jóna, f. 1987, og Halldór Guðni, f. 1991; II) Heiðrún, f. 1969, sonur Jón Hallmar, f. 1998; III) Díana, f. 1974. C) Sigrún Krist- ín Harðardóttir, f. 7.6. 1951, maki I. Eiríkur Marteinsson, f. 1948, börn þeirra I) Guðrún, f. 1967, maki Jón Ólaf- ur Sigfússon, f. 1964, börn þeirra Eiríkur Fannar, f. 1987, og Þórunn Birna, f. 1995. II) Hörður, f. 1970, maki Jóna Krist- jánsdóttir, f. 1973, börn Guðrún Lísa, f. 1989, Krista Eik, f. 2001. III) Heimir, f. 1973, d. 1994. Maki II. Ásmundur Halldórsson, f. 1948, dóttir þeirra Ásrún, f. 1991, sonur Ásmundar, Halldór, f. 1974, d. 1994. D) Emilía Guðrún, f. 8. febr- úar 1953. Börn hennar og Reynis Jónssonar, Patrik Thor, f. 1985, og Nú þegar sumarið er um garð gengið og haustið komið með allri sinni fegurð kveðjum við þig, elsku amma Gugga, hinni hinstu kveðju. Þrátt fyrir veikindi undanfarnar vik- ur og mánuði þá kom dauði þinn mér á óvart, kannski vegna þess að ég var ekki alveg tilbúin að sleppa af þér takinu. Hugurinn hvarflar til æskuáranna þegar við krakkarnir vorum að bralla heima hjá ykkur afa Hödda, bralla úti í garði, í leikjum undir stiganum á Laugarbrekkunni, spila við ykkur, í berjamó eða garfa í kartöflugarðinum með afa. Ferðirn- ar út á flóa með afa, pabba og Hödda, flóinn spegilsléttur á falleg- um sumarkvöldum og afi að kenna okkur krökkunum að veiða á sjós- töng. Fyrstu skrefin mín út á vinnu- markaðinn með afa, þegar ég vann við skipaafgreiðslu með honum, þá á fermingarárinu mínu, þau skref hefði ég varla getað tekið með traustari aðila. Ég rifja einnig upp þau kvöld þegar við krakkarnir fengum að gista á Laugarbrekkunni og hversu tímafrekt var oft að ná okkur niður eftir nammiát og kodda- slag. Síðari árin minnist ég heimsókn- anna sem þó voru vegna fjarlægðar of fáar. Ég var ekki komin inn í hús- ið þegar þú varst farin að reyna að troða öllu mögulegu og ómögulegu í mig, spyrjandi frétta og segjandi fréttir af öðrum fjölskyldumeðlim- um. Þú fylgdist vel með hópnum þín- um sem var orðinn ansi fjölmennur, og þú varst stolt af honum öllum og hafðir skilning á því að hver yrði að fljúga eins og hann er fiðraður. Aldrei man ég eftir því að þú hafir reynt að marka okkar leiðir í lífinu, þú hafðir þá trú á okkur að þú leyfð- ir okkur án afskipta að móta okkar eigin framtíð og fyrir það erum við þér þakklát. Þú barst ekki þínar til- finningar á torg og á erfiðum stund- um barst þú harm þinn í hljóði. Það átti við bæði þegar afi Höddi dó fyr- ir rétt um 16 árum svo og þegar þú misstir tvo dóttursyni þína, Heimi og Halldór með aðeins fjögurra mánaða millibili en þú kvaddir okk- ur 30. september rétt eins og Hall- dór gerði fyrir sjö árum. Nú þegar þú hefur kvatt þá vant- ar vissa kjölfestu. Það var eðlilegur hluti af tilverunni að geta komið við hjá þér ásamt Jóni Hallmari syni mínum og spjalla um heima og geima, fá fréttir og leyfa þér að troða Jón út af sælgæti og „róa sjó- inn á“. Síðast leit ég inn til þín þegar ég var á Húsavík í júlí. Þrátt fyrir erfið veikindi barstu þig vel og varst hress að vanda, en veikindin höfðu vissulega tekið sinn toll. Samt sem áður hvarflaði ekki að mér að þetta yrði okkar hinsta kveðja. Þegar ég sagði Jóni Hallmari frá því að þú værir komin til guðs og nú værir þú ekki lengur veik – horfði hann ákveðið á mig og sagði að fyrst þú værir ekki lengur veik þá myndir þú koma aftur heim. Trúlega margt til í því, í það minnsta trúi ég því að þú sért nú komin til þinna heimkynna, hafir nú hitt þá sem þú hefur áður misst og þú munir taka á móti okkur hinum þegar við mætum á svæðið, hress að vanda með valin orðatil- tæki, troðir okkur út af góðgæti og spyrjir frétta og segir fréttir af þín- um hópi, rétt eins og áður. Elsku amma, ég trúi því að dauð- inn hafi sótt þig bjartur og líknandi. „Því að hvað er það að deyja ann- að en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns?“ (Spámaðurinn.) Hvíl þú í friði og hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín Heiðrún. Fyrir rúmlega níu mánuðum var fjölskylda okkar saman komin við jarðarför Emmu löngu. Eftir jarð- arförina sátum við systurnar saman og fórum að velta fyrir okkur hver tæki nú við sem höfuð ættarinnar. Við skimuðum yfir ættbálkinn og augu okkar stöðvuðust á ömmu Guggs. Þarna sat hún, greinilega valdamesta konan á svæðinu, í pels og með sólgleraugu. Hún var alveg örugglega líka með töskuna sína, þó ég muni ekki sérstaklega eftir henni. Í töskunni hennar ömmu Guggs var nefnilega mæruverk- smiðja, það vissum við öll barna- börnin og barnabarnabörnin frá unga aldri. Í hvert skipti sem við sáum hana fór hún ofaní töskuna og kom upp aftur með fulla lúku af alls- kyns gotteríi og dreifði yfir okkur rétt eins og var gert á fótboltavell- inum 17. júní. Svo ekki sé nú minnst á orðaforð- ann sem hún bjó yfir. Það eru þrjú, fjögur ár síðan ég fór að spá sér- staklega í orðaforðann, sem mér fannst bráðfyndinn og hefur hreiðr- að um sig hjá fleiri fjölskyldumeð- limum. Henni tókst alltaf að finna á okkur ný nöfn og sum algjör meist- araverk, hún kallaði okkur krakkana aldrei réttu nafni heldur nöfnum eins og Bimbó rokk, Nafna-Rún, Væna, Litli Mar o.s.frv. Sérstaklega man ég eftir einum af mörgum bæj- arleiðöngrum, sem ég fór með henni í, að hún talaði mikið um einhvern Prestley. Ég var svosem ekki með athyglina alveg á sögunni, en heyrði alltaf þetta Prestley aftur og aftur. Þá spurði ég hana nú um hvern hún væri í ósköpunum að tala og þóttist viss um að hún hefði ekki verið að tala um rokkkónginn sjálfan. Nú það var þá ekki flóknara en það að hún var auðvitað að tala um vin sinn séra Björn, prestinn sem bjó einu sinni á Húsavík. Svona voru gullmolarnir hennar, það væri efni í heila orðabók að halda svona áfram. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber steinar tali allt hvað er aldrei skal ég gleyma þér. (Skáld-Rósa.) Elsku amma. Takk fyrir allar gleðistundirnar sem þú gafst okkur. Þín Díana. Elsku langamma. Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér – hvert andartak er tafðir þú hjá mér var sólskinsstund og sæludraumur hár, minn sáttmáli við guð um þúsund ár. (Halldór Kiljan Laxness.) Þinn Jón Hallmar. Elsku amma mín. Nú þegar þú ert farin þá mun ég sakna þín. Ég mun sakna þess að hafa þig ekki lengur hjá okkur á jólunum og geta ekki lengur heimsótt þig og talað við þig. Mér finnst mjög leiðinlegt að þú sért farin en ég er þakklát fyrir allar stundirnar okkar saman og ég veit að nú líður þér vel. „Þó að ég sé lát- inn, harmið mig ekki mað tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert tár ykkar snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöð- um hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ (Höf. ók.) Ég mun alltaf minnast þín. Hvíl þú í friði. Þín Ásrún. Elsku langamma. Nú þegar við höfum misst þig erum við sorgmædd og söknum þín. Við eigum margar góðar minningar um þig, allar heim- sóknirnar og hvernig þú varst alltaf að reyna að troða okkur út af nammi, mömmu ekki til ánægju. Það var gaman að fara með þér í búðir og þá sérstaklega fyrir jólin. Berja- ferðirnar voru líka alltaf á hverju ári og þá var gaman. Þótt þú hafir verið langamma okkar þá fannst okkur þú alltaf vera „gella“ og þú varst dug- leg að taka þig til og vera fín. Flott- ust varstu þó þegar þú varst með enskusletturnar. Þú varst búin að vera veik í sumar og við búin að heimsækja þig á spítalann en núna vitum við að þér er batnað. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þín Helga Jóna og Halldór Guðni. Áhrif þín góða aldrei munu hverfa árin þó líði niður í tímans gröf. (G. Guttormsson) Elsku Gugga, það er ómetanlegt í hinu margbrotna lífi að eiga góða vini, sem maður getur skiptst á skoðunum við, farið til þegar gefur á bátinn og eins í meðbyr. Það er mik- ill auður í eign góðra minninga þeg- ar á ævina líður og vinir sem maður hefur átt samleið með eins og ykkur Herði frænda. Við viljum flytja okk- ar innilegustu þakkir fyrir allt, sem þið hafið verið okkur og biðjum Guð að blessa ykkur á akri eilífs lífs. Þótt söknuður sé mikil hjá okkur, verður ekki svo tómlegt eftir ykkur, því þið skiljið eftir þá hamingju og öryggi, sem ykkar börn veita hvert öðru og okkur áfram. Þannig þökkum við Guggu og Herði þær góðu samveru- stundir, sem við höfum átt með þeim og ósk um guðsblessun. Öllum börnum og aðstandendum vottum við innilega samúð. Reynir, Svala og börn. GUNNÞÓRUNN GUÐRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR ✝ Petrína Jónsdótt-ir fæddist á Kirkjubæ í Skutuls- firði 6. febrúar 1912. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi að- faranótt 17. septem- ber. Foreldrar Petrínu voru Jón Bjarnason trésmiður, f. 2. júní 1872, d. 19. okt. 1954, og Guð- björg Jónsdóttir, f. 23. des. 1864, d. 19. sept. 1960. Eignuðust þau átta dætur og var Petrína yngst þeirra og kveður síðustu úr hópnum. Fram yfir tvítugt dvaldi Petrína á Ísafirði í foreldrahúsum og 1935 giftist hún Sigurði E. Steindórssyni, f. 7. maí 1910, d. 4. mars 1974. Foreldrar hans voru Steindór Ein- arsson og Ásrún Sig- urðardóttir og áttu þau fimm börn. Petr- ína og Sigurður eignuðust þrjú börn; Birgir Einar, f. 17. okt. 1935, d. 4. ágúst 1975. Auður, f. 21. maí 1939, og Hlöð- ver, f. 29. ágúst 1946. Barnabörnin eru sjö og barnabarnabörn- in eru átta. Útför Petrínu fór fram í kyrr- þey. Elsku mamma mín, nú ertu komin til pabba og Bigga bróður. Þú fórst frá okkur svo snögglega og á ég erf- itt með að sætta mig við það. Ég kyssti þig kl. 2 aðfaranótt mánudags og við ákváðum að ég kæmi aftur snemma næsta morgun, en klukkan 4 hafðir þú kvatt þennan heim. Ég veit ég mun finna fyrir að þú ert farin þegar líður að sumri hjá mér á Flórída, því þá hlakkaði ég alltaf mikið til að geta komið og eytt sumrinu með þér hér á Íslandi, en allt breytist og allt tekur enda. Ég á dásamlegar æskuminningar frá heimili okkar á Sólvallagötu 66, þar sem við bjuggum þar til ég flutt- ist ung til Bandaríkjanna. En ég átti svo elskulega foreldra og gátu ég og mín fjölskylda komið til Íslands eins oft og við vildum og gátum og því er ég mjög þakklát og líka fyrir að geta haldið sambandi við fjölskyldu og gamla vini. Ég mun aldrei gleyma þeim tíma er þú komst og varst hjá okkur á veturna. Það voru nú ekki margar konur sem fóru með mæður sínar komnar á níræðisaldur að versla í flottustu tískuverslunum og allar sölustúlkurnar að undrast yfir hvað þú varst fín og sæt og fékkst þér alltaf fín tískuföt. Það var engin furða að Lou kallaði þig „classy lady“. Ég minnist þess þegar hann var að kalla á þig í mat. Komdu að borða, og sestu niður, og seinna um kvöldið, viltu kaffisopa? og góða nótt. Lou sem getur ekkert talað íslensku, en þetta kenndir þú honum. Og var hann mjög stoltur að geta sagt þetta við þig á íslensku. Síðustu árin hafa verið þér erfið og hefur þú því þurft að dvelja á sjúkra- húsum, þar sem þú naust innilegrar umhyggju alls starfsfólks sem við er- um mjög þakklát fyrir, bæði á Felli í Skipholti og Vífilsstöðum. Elsku mamma mín, ég mun sakna þín, en ég veit þér líður nú vel hjá pabba og Bigga og öllu skyldfólki sem hefur tekið vel á móti þér. Í Guðs friði, mamma mín. Þín dóttir, Auður. Mánudagsmorgunninn 17. sept- ember var fallegur morgunn, sólskin og blár himinn og talsverður vindur. Ég var úti með hundinn okkar á göngu kringum Seltjarnarnesið og horfði á öldurnar brýtur á skerjun- um hvítfrussandi og stórkostlega fal- legar. Þessi sýn minnti mig á mynd sem þau hjónin Sigurður föðurbróðir minn og Petrína gáfu okkur hjónum í brúðargjöf. Myndin er í mörgum bláum litum þar sem hvítfrussandi öldur brýtur á skerjum. Ýmsar minningar komu upp í hugann minn eins og gengur þegar vindurinn blæs í gegnum mann og hjálpar til við að hreinsa hugann. Ég var rétt komin inn úr dyrunum þegar móðir mín hringdi og sagði að Petrína hefði dáið um nóttina. Við systkinin töluðum um hversu notalegt það var að vera barn í návist Petrínu. Hún var hæversk og beið eftir svörum og kom fram við okkur sem jafninga. Þetta varð til þess að við ósjálfrátt urðum að bremsa og hugsa um að vera kurteis áður en við svöruðum. Þetta var okkur auðvelt því frá Petrínu skein alltaf blíða og notaleg umhyggja sem gleymist ekki. Í gegnum árin fór Petrína á sjúkrahús eins og gengur og eftir eina sjúkrahúsavist dvaldi hún hjá foreldrum mínum í nokkra daga til að jafna sig. Þá fengu mágkonurnar móðir mín og Petrína góðar stundir saman útaf fyrir sig og gátu spjallað í ró og næði. Að sögn móður minnar voru þetta mjög notalegir dagar. Við byrjuðum búskap okkar í íbúð sem þau hjónin áttu við Sólvallagötu. Það var okkur mikil hjálp og það sem var svo notalegt var að þeim hjónum þótti sjálfsagt að leigja okkur íbúð sína. Þar fór vel um okkur og á þeim tíma kom í heiminn frumburður okk- ar Kristján Geir. Þau tóku alltaf vel á móti okkur, bæði þegar þau bjuggu á Látrastönd og þar áður á Sólvallagötu, með hægu fasi og umhyggju. Þau hjónin voru traust og greiðvikin sem gott var að leita til með hvað sem var. Sigurður var alltaf hress og stutt var í gleði og grín við hvaða tækifæri sem var. Petrína var hæg og þolinmóð í fasi og kom fram við alla með virðingu og hlýju. Það var svo gott að hafa þau nálægt sér og það er notalegt að eiga góðar minningar um þau hjónin Sig- urð og Petrínu. Með þessum örfáu minningarorð- um viljum við senda börnum þeirra og fjölskyldum innilegar samúðar- kveðjur og biðjum guð að geyma minningu þeirra hjóna. Ásrún Kristjánsdóttir og Guðjón Vilbergsson. PETRÍNA JÓNSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.