Morgunblaðið - 06.10.2001, Side 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 21
OD
DI
HF
H2
02
6
Nóatúni 4 • 105 Reykjavík • Sími 520 3000 • www.sminor.is
Í dag, laugardag, efnum við til sölusýningar í verslun okkar að
Nóatúni 4. Þar gefst tækifæri til að skoða allt hið nýjasta sem
við bjóðum, m.a. farsíma, þráðlausa síma, eldavélar, baksturs-
ofna, helluborð, gufugleypa, örbylgjuofna, kæliskápa, frystiskápa,
frystikistur, uppþvottavélar, þvottavélar, þurrkara, ryksugur, ýmis
smátæki og margt fleira.
Veittur verður ríflegur staðgreiðsluafsláttur þennan dag.
Ný heimilislýsingardeild kynnt:
Komið og skoðið nýja glæsilega heimilislýsingardeild og finnið
réttu lampana fyrir ykkur. Veggljós, ljósakrónur, loftljós, kastarar,
borðlampar, gólflampar, Tiffany-lampar, halógenlampar, útiljós og
ljósaperur. Þetta fáið þið allt hjá okkur. Við hjálpum ykkur að lýsa
upp tilveruna í vetrarskammdeginu. Góð tilboð í tilefni dagsins.
Látið sjá ykkur og njótið dagsins með okkur.
Það verður heitt á könnunni.
Sölusýning
Í dag frá 10 – 16
GJALDEYRISFORÐI Seðlabank-
ans jókst um 1,5 milljarða króna í
september og nam 37,9 milljörðum
króna í lok mánaðarins (jafnvirði
375 milljóna Bandaríkjadala á
gengi í mánaðarlok). Gengi ís-
lensku krónunnar, mælt með vísi-
tölu gengisskráningar, lækkaði um
2,8% í mánuðinum.
Að því er fram kemur í tilkynn-
ingu frá Seðlabankanum hækkuðu
erlend skammtímalán bankans um
0,8 milljarða króna í mánuðinum
og námu 27,7 milljörðum króna í
lok hans.
Markaðsskráð verðbréf í eigu
bankans námu 5,1 milljarði króna í
septemberlok miðað við markaðs-
verð. Markaðsskráð verðbréf rík-
issjóðs í eigu bankans námu 2,1
milljarði króna.
Kröfur Seðlabankans á innláns-
stofnanir hækkuðu um 2,4 millj-
arða króna í september og námu
43,5 milljörðum króna í lok mán-
aðarins. Kröfur á aðrar fjármála-
stofnanir lækkuðu um 2,5 milljarða
króna í mánuðinum og voru 21,6
milljarðar króna. Nettókröfur
bankans á ríkissjóð og ríkisstofn-
anir hækkuðu um 0,7 milljarða
króna í september og voru nei-
kvæðar um 10,2 milljarða króna,
þ.e. nettóinnstæður ríkissjóðs
námu 10,2 milljörðum króna.
Grunnfé bankans lækkaði í sept-
embermánuði um 0,2 milljarða
króna og nam 32,4 milljörðum
króna í lok mánaðarins.
Gengið
lækkaði
um 2,8% í
september
FYRIRTÆKIÐ Scandsea er nú að hefja rækju-
veiðar í Beringshafi og Okotskhafi við austur-
strönd Rússlands. Veiðarnar verða stundaðar á
tveimur íslenzkum togurum sem fyrirtækið hef-
ur keypt af Þormóði ramma-Sæbergi. Scandsea
er að meirihluta til í eigu Íslendinga, en er að
uppruna sænskt og með höfuðstöðvar í Svíþjóð.
Það stundar alþjóðleg viðskipti með fisk og gerir
út 12 togara og selur afurðir þeirra.
Scandsea International hóf starfsemi fyrir 12
til 13 árum sem fyrirtæki í kaupum og sölu á
fiski og fiskafurðum. Megináherzlan var þá lögð
á kaup á fiski frá fyrrum Sovétríkjunum. Á und-
anförnum árum hefur stöðugt dregið úr mögu-
leikum á viðskiptum á þessu svæði, þótt þeir séu
reyndar að aukast á ný. Vegna þess hefur Scand-
sea þróazt meira og meira út í eins konar útgerð-
arfélag.
Í hvers konar útgerð eruð þið?
„Við erum töluvert í viðskiptum með fisk og
erum í því skyni með skrifstofur í Murmansk og
Vladivostok í Rússlandi, en þaðan kaupum við
mikið af fiski,“ segir Anders Rosberg, fram-
kvæmdastjóri Scandsea, í samtali við Morg-
unblaðið. „Við gerum út 5 togara í okkar eigu
undir fána Litháen. Þeir stunda veiðar á makríl
og úthafskarfa á Reykjaneshrygg. Við erum líka
með samstarfssamning við rússneskan útgerð-
armann um útgerð þriggja flakafrystitogara,
sem stunda veiðar í Barentshafi með heimildum
frá Rússum. Við stjórnum útgerð þeirra héðan
frá Íslandi. Dótturfyrirtæki okkar, Fiskafurðir,
sér um þessa útgerð, en Bjartmar Pétursson er
framkvæmdastjóri Fiskafurða. Við aðstoðum
Rússana við skipa- og tækjakaup og sjáum um
sölu afurðanna fyrir þá. Loks erum við að hefja
útgerð tveggja rækjutogara, sem við höfum
keypt frá Þormóði ramma-Sæbergi, Siglfirðing
og Svalbarða. Við förum með þá austur í Ber-
ingshaf og Okotskhaf, en við höfum unnið að
þessu verkefni í nærri tvö ár. Nú höfum við feng-
ið tilskilin leyfi frá Rússum og skipin halda á
næstu vikum austur til rækjuveiða. Við höfum
mjög góða samherja í Vladivostok og verðum
auk þess með íslenzka skipstjóra og vinnslu-
stjóra í þessum veiðum. Þegar þessar veiðar
hefjast verðum við alls með 12 skip á veiðum,
ýmist í okkar eigin eigu eða í samvinnu við
aðra.“
Hverjir eiga Scandsea?
„Scandsea var upphaflega einkafyrirtæki, en
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna var fyrsti er-
lendi fjárfestirinn, sem kom inn í fyrirtækið og
nú á SH 20% hlutafjár. Þormóður rammi-Sæberg
á einnig 20%. Auk þess eiga aðrir íslenzkir að-
ilar, meðal annarra Þorsteinn Vilhelmsson og
Jón Sigurðarson, um 15% og því er félagið að
meirihluta í eigu Íslendinga.“
Selur SH eitthvað af fiski frá ykkur?
„Við seljum nokkuð af þeim fiski, sem fer um
okkar hendur gegn um sölukerfi SH. Við seljum
um 50% af karfaafla okkar með þeim hætti. Við
höfum langa reynslu af viðskiptum með fisk og
höfum víða góð sambönd, en það styrkir okkur
að vinna með SH, einkum hvað karfann varðar.
Karfinn fer aðallega til Japan, makríllinn fer til
Austur-Evrópu. Hausaður og heilfrystur þorsk-
ur fer til Danmerkur og Noregs, og þorskflökin
fara til Bandaríkjanna og Bretlands.
Velltan á síðasta ári var 6 milljarðar króna og
starfsmenn eru um 35 víða um heim auk áhafna
skipanna. Fyrirtækið er fjármagnað af sænskum
og íslenzkum bönkum og við erum mjög ánægðir
með samstarfið við íslenzku bankana. Þeir hafa
mun betri skilning á sjávarútvegi en þeir
sænsku,“ segir Anders Rosberg.
Fara með ís-
lenzka togara í
Okotskhaf
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Anders Rosberg, framkvæmdastjóri Scandsea
International. Fyrirtækið er bæði í útgerð
og viðskiptum með fisk.
Scandsea kaupir Svalbarða og Siglfirðing
af Þormóði ramma – Sæbergi