Morgunblaðið - 06.10.2001, Side 23

Morgunblaðið - 06.10.2001, Side 23
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 23 HUGSANLEGT er, að rússneska kjarnorkukafbátnum Kúrsk verði lyft af hafsbotni á mánudag en spáð er góðu veðri í Barentshafi næstu daga. Sagði talsmaður björgunarfyr- irtækisins Smit International í gær að kafarar væru nú búnir að festa helminginn af þeim 26 köplum, sem þarf til að lyfta kafbátnum, en hann vegur 20.000 tonn. Talsmaður rúss- neska Norðurflotans sagði, að búist væri við góðu veðri næstu daga og nú tæki það aðeins tæplega fjórar klukkustundir að festa hvern kapal en ekki 12 eins og í upphafi. Kúrsk sökk 12. ágúst fyrir ári eftir að sprengingar urðu um borð og fór- ust þá allir skipverjarnir, 118 að tölu. Kúrsk lyft á mánudag? Múrmansk. AFP. RÚSSAR felldu 25 skæruliða í fjall- lendinu í Suður-Tsjetsjníu í árásum, sem stóðu í sólarhring. Hafði Itar- Tass-fréttastofan það eftir tals- mönnum rússneska hersins í Grosní, höfuðstað héraðsins, í gær. Skæruliðarnir voru felldir í árás- um á landi og úr lofti í Argun- og Vedeno-giljunum, en þar hefur verið mikil miðstöð skæruliða síðan þeir hófu hernaðinn gegn yfirráðum Rússa yfir Tsjetsjníu. Ekkert kom fram um mannfall meðal rússneskra hermanna, en þó sagt, að skæruliðar hefðu gert 16 árásir á stöðvar þeirra þennan sama sólarhring. Tsjetsjnía 25 skæru- liðar felldir Moskvu. AFP. LÖGREGLA í Karachi í Pakistan handtók um tvö hundruð manns eft- ir að til átaka kom í gær við jarð- arför sex sjíta-múslima sem myrtir voru í skotárás á fimmtudag. Hófu syrgjendur að kasta grjóti að lög- reglunni og beitti lögreglan þá táragasi. Má á myndinni sjá hvar einn þeirra, sem særðust í átök- unum við lögregluna, er borinn á brott. Ekkert benti til að átökin í Kar- achi tengdust spennu í Pakistan vegna yfirvofandi hernaðar- aðgerða Bandaríkjamanna í Afgan- istan. AP Blóðugir bardagar í Karachi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.