Morgunblaðið - 06.10.2001, Síða 27

Morgunblaðið - 06.10.2001, Síða 27
VIKULOK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 27 VETRARÁÆTLUN ÍSLANDSFLUGS Vestmannaeyjar TIL FRÁ Brottf. Koma Brottf. Koma Þriðjud. til föstud. 7:30 8:00 8:15 8:45 Daglega án þri. 12:00 12:30 12:45 13:15 Daglega 16:45 17:15 17:30 18:00 *Bókað hjá Flugfélagi Íslands í síma 570 3030 eða á flugfelag.is og/eða Flugfélagi Vestmannaeyja í síma 481-3255 Sauðárkrókur TIL FRÁ Brottf. Koma Brottf. Koma Mánud.* 7:30 8:10 8:30 9:10 Mið. fös. lau.* 9:30 10:10 10:30 11:10 Daglega án þri. og lau.* 18:30 19:10 19:30 20:10 *Rútuferðir í tengslum við flugið til Siglufjarðar *Bókað hjá Íslandsflugi í síma 453-6888 Vesturbyggð TIL FRÁ (Bíldudalur) Brottf. Koma Brottf. Koma Mán. þri. fim.* 9:45 10:25 10:50 11:30 Mið. fös. lau. sun.* 14:15 14:55 15:20 16:00 *Rútuferðir í tengslum við flugið til Patreksfjarðar og Tálknafjarðar *Bókað hjá Íslandsflugi í síma 456-2152 og/eða 453-6888 Gjögur TIL FRÁ Brottf. Koma Brottf. Koma Mán. fim.* 14:00 14:45 15:05 15:50* Bókað hjá Íslandsflugi í síma 453-6888 Farþega- og vöruafgreiðsla í Reykjavík er hjá Flugfélagi Íslands HÆTTA á segamyndun í blóði eða blóðtappa er talin vera allt að helm- ingi meiri hjá þeim konum, sem taka svokallaða 3. kynslóðar getnaðar- varnarpillu, heldur en hjá þeim, sem taka eldri gerð af getnaðarvarnar- pillu, samkvæmt mati sérlyfjanefnd- ar (CPMP) evrópsku lyfjastofnunar- innar (EMEA). Matið byggist á könnun sem hófst árið 1995 og stend- ur enn yfir. Könnunin byggist upp- haflega á þremur sjálfstæðum far- aldsfræðilegum rannsóknum, sem gáfu til kynna að notkun samsettra getnaðarvarnartaflna, sem innihalda desogestrel eða gestoden, gæti leitt til aukinnar segamyndunar miðað við samsettar töflur, sem innihalda gestagenið levonorgestrel. Hættan mest á fyrsta ári Að sögn Magnúsar Jóhannssonar læknis, en hann er annar tveggja fulltrúa Íslands í nefndinni, er talið að 5–10 konur fái blóðtappa miðað við 100 þúsund mannár ef allar konur eru taldar og að af þeim, sem taka eldri getnaðarvarnartöflur, eru til- fellin 20 miðað við 100 þúsund mannár. „Þannig að af 100 þúsund konum, sem taka 3. kynslóðarpilluna í eitt ár, gætu 30–40 þeirra fengið blóðtappa fyrsta árið en talið er að hættan jafnist út milli eldri og nýrri lyfja eftir því sem árin líða,“ sagði hann. „Hætta á blóðsegamyndun á meðgöngu er hins vegar mun meiri eða um 60 tilfelli miðað við 100 þús. mannár.“ Færri aukaverkanir Fyrstu lyfin af 3. kynslóðar getn- aðarvarnarpillum komu á markaðinn í kringum 1990 og fimm árum síðar voru birtar niðurstöður úr þremur rannsóknum, sem bentu til þess að meiri hætta væri á blóðsegamyndun og blóðreki af nýju pillunum. Magnús sagði að allt frá því fyrsta getnaðarvarnarpillan kom á markað- inn hefði fljótlega komið í ljós að auk- in hætta var á að blóðsegamyndun fylgdi pillunni. „Það sem er nýtt er að þessi nýja gerð, sem átti að vera betri, virðist vera hættulegri að þessu leyti,“ sagði hann. „Kostir nýju töflunnar eru að henni fylgja færri aukaverkanir, svo sem milliblæðing- ar, spenna í brjóstum og ógleði, og þess vegna er hún svona vinsæl.“ Ekki ástæða til að skipta Þrjú lönd, Noregur, Þýskaland og Bretland, ákváðu að opinbera niður- stöðu rannsóknanna og vara við notkun nýju pillunnar og sagði Magnús að mikil skelfing hefði gripið um sig í Bretlandi, þar sem fjöldi kvenna hætti að taka pilluna og urðu margar þeirra barnshafandi án þess að vilja það. Í Þýskalandi bar lítillega á hræðslu en alls ekki í Noregi. Evrópska sérlyfjanefndin fjallaði um niðurstöður rannsóknanna og var sérstökum vinnuhópi sérfræðinga frá ýmsum Evrópulöndum falið að kanna og fylgjast með áhrifum pill- unnar. Er þeirri vinnu nú lokið. Vinnuhópurinn komst að þeirri niðurstöðu að hætta á blóðtappa væri 1,5–2 sinnum meiri af 3. kynslóðar töflunum en þeim töflum sem fyrir voru. „Menn telja nokkuð öruggt að hættan sé mest fyrsta árið sem pillan er tekin,“ sagði Magnús. „Við viljum því leggja áherslu á að engin ástæða er fyrir þær konur, sem taka pilluna af hvorri gerðinni sem er og þola hana vel, að hlaupa til og skipta um tegund. Hættan hefur verið þekkt áratugum saman þótt hún sé aðeins meiri af 3. kynslóðartöflunum. Ávinningur heldur meiri Sigurður Guðmundsson landlækn- ir segir að ástæðulaust sé að gera of mikið úr hættu á segamyndun við töku pillunar. „Áhættan er mest fyrsta árið, sem pillan er tekin, hvor tegundin sem tekin er,“ sagði hann. „Aðalatriðið er að tíðni segamyndun- ar vegna pillunnar er lægri heldur en tíðni segamyndunar sem tengist þungun. Hafa verður í huga að sega- myndun er gríðarlega sjaldgæf og engin ástæða til að taka 3. kynslóð- arpilluna af markaði, þar sem ávinn- ingur af henni er heldur meiri en af gömlu pillunni en konur eiga að vita að áhættan er fyrir hendi til að geta rætt hana við sinn lækni þegar leitað er eftir getnaðarvarnartöflum. Þessi viðvörun frá evrópsku sérfræðingun- um er réttmæt og eðlileg en hún má ekki verða til þess að getnaðarvarn- arpilla sé sett fram sem skelfilegt efni, sem beri að forðast, því það er alls ekki rétt. Fjölskyldustjórnun hefur verið einn meginávinningurinn í lýðheilsu 20. aldarinnar. Við sjáum ekki lengur fjölskyldur þar sem fæð- ast 13 börn og átta þeirra deyja. Kon- ur hafa í dag stjórn á barneignum sínum, geta menntað sig og sótt meira inn á vinnumarkaðinn.“ Meiri hætta stafar af nýju getnaðarvarnarpillunum Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Sjö tegundir af 3. kynslóðar töflum eru á markaði hér á landi. NÝJAR rannsóknir sýna að þeir, sem búa með og umgangast mik- ið reykingafólk, eru fimm sinn- um líklegri til að sýkjast af asma á fullorðinsárum en aðrir. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að þeim sem verða fyrir óbein- um reykingum á vinnustað er tvisvar sinnum hættara við önd- unarerfiðleikum. Afleiðingar óbeinna reykinga, sem börn verða fyrir, hafa verið vel þekktar en til þessa hefur ekki verið hægt að sanna bein tengsl milli óbeinna reykinga og asma hjá fullorðnu fólki. En nú hefur hópur vísindamanna undir stjórn Maritt Jaakkola hjá Finn- ish Institute of Occupational Health í Helsinki lagt fram óyggjandi sannanir fyrir því að óbeinar reykingar eiga þátt í að fólk fær asma á fullorðinsárum. Rannsakaður var 718 manna hópur í suður-Finnlandi, sem aldrei hafði reykt. Þar af greindist 231 með asma á síð- ustu tveimur og hálfu ári. Þeir sem eftir voru, 487 manns, voru hafðir til viðmiðunar. Vís- indamennirnir báru saman hversu miklum óbeinum reyk- ingum hóparnir höfðu orðið fyr- ir á undangengnum tólf mán- uðum og komust að raun um að asmi meðal fullorðinna var mun algengari hjá þeim sem höfðu mátt þola óbeinar reykingar. Óbeinar reykingar valda asma á fullorðinsárum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.