Morgunblaðið - 06.10.2001, Side 34

Morgunblaðið - 06.10.2001, Side 34
34 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÉG er mjög ánægður meðniðurstöðu ráðstefnuLandbúnaðar- og mat-vælastofnunar Samein- uðu þjóðanna, FAO, nú í vikunni. Ég tel að sú gagnrýni sem kom fram á ályktun ráðstefnunnar sé ekki á rökum reist og niðurstaðan sé okkur Íslendingum hagstæð, meðal annars hvað hvalveiðar varðar,“ segir Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra í samtali við Morgunblaðið. Leggja grunn að nýrri nálgun „Ráðstefnur af þessu tagi hafa almennt þá þýðingu að það er ver- ið að leggja ákveðinn grunn að nýrri nálgun í stjórnun fiskveiða með því að taka vistkerfið í sjón- um sem heild inn í myndina. Þetta hefur almennt ekki verið gert, þótt við Íslendingar höfum gert það og reyndar aðrar þjóðir líka. Það hef- ur hins vegar mikla þýðingu til að menn nái sem beztum tökum á fiskveiðistjórn almennt. Fiskveiði- stjórnun sem hefur einskorðazt við hvern stofn fyrir sig hefur gengið misjafnlega af eðlilegum ástæðum og því þarf að skoða vistkerfið í heild,“ segir Árni. Er staðan í heim- inum í dag svo slæm að þörf sé á miklum endurbótum? „Ég vil nú ekki segja að staðan í heiminum sé slæm, en hún gæti al- veg örugglega verið betri. Þá bær- um við meiri afla að landi og þá mettuðum við fleiri munna. Mat- væla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna hefur ein- mitt það hlutverk að tryggja mat- vælaframleiðslu í heiminum og það er hluti af því að koma stjórn á fiskveiðarnar. Ég vil hins vegar ekkert fara að benda á einhver sérstök dæmi, þar sem þarf að taka til hendinni. Það var ekki hlutverk ráðstefnunnar, heldur að leggja almennar línur og að menn næðu samkomulagi um það hvern- ig þeir ætluðu að standa að fisk- veiðistjórnun í framtíð- inni. Ég er mjög ánægður með þessa ráðstefnu. Hún heppnaðist mjög vel, skipulag og tækniumgjörð voru góð og niðurstaðan að mínu mati mjög góð.“ Það hefur komið fram nokkur gagnrýni á yfirlýsingu ráðstefn- unnar. Hvað segir þú um þ „Gagnrýnin hefur komið fram hjá þeim, sem að þetta ætti að vera hvalv stefna. Við urðum varir mjög snemma í undirbún að Japanir héldu að þetta vera hvalveiðiráðstefna. Þa meðal annars til þess að v um að leiðrétta þetta g ýmsum þjóðum, sem töldu ekkert erindi eiga hingað. aldrei hugmyndin að þet hvalveiðiráðstefna heldu stefna um ábyrgar fiskv vistkerfi hafsins. Það þý vegar ekki að ráðstefnan h snert hvalveiðar eins o Ráðstefna Landbúnaðar- og matvælastofnun Morgunblaðið/Golli Árni Mathiesen var forseti ráðstefnu FAO um ábyrgar fiskveiðar. Honum á vinstri hönd er Grímur Valdimarsson, einn deildarstjóra fiskideildar FAO. Gagnr á röku Árni Mathiese telur ályktun r ar fiskve Snerist um orðalag DR. Jacques Diouf, aðalframkvæmda- stjóri Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO), segir sjávar- útveg Íslendinga vera gott dæmi um ábyrga og skynsama stjórnun fiskveiða og að reynsla Íslendinga eigi eftir að reynast öðrum þjóðum dýrmæt í upp- byggingu fiskveiða. Diuof var viðstaddur setningu alþjóðlega ráðstefnu FAO um ábyrgar fiskveiðar í vistkerfi sjávar sem lauk í Reykjavík á fimmtudag. Dr. Jacques Diouf er frá Senegal og var fyrst kjörinn aðalframkvæmdastjóri FAO árið 1993 og var endurkjörinn árið 1999. Hann er sjöundi aðalfram- kvæmdastjóri FAO frá því að stofnunin var sett á laggirnar árið 1945. Hvert er hlutverk FAO í fiskveiðum heimsins? „Segja má að hlutverk FAO sé tvíþætt. Annarsvegar er hið staðlaða hlutverk stofnunarinnar sem felst aðallega í söfn- un hverskonar upplýsinga og töl- fræðilegra gagna um sjávarútveg í heim- inum. Einnig annast stofnunin útgáfu á ýmiskonar upplýsingum, ekki aðeins um fiskafla heldur einnig um markaði, með- ferð og verð á sjávarfangi. Eins ber stofn- unin ábyrgð gagnvart þeim alþjóðasamn- ingum sem gerðir eru um fiskveiðar og hvernig á að nýta auðlindir hafsins með því að setja staðla sem taka verður tillit til við samningagerð. Hinn megin þáttur FAO sem snýr að fiskveiðum er að veita aðildarríkjunum aðstoð til að þróa fiskveiðar sínar. Í því felst meðal annars aðstoð við mótun fisk- veiðistefnu og að hún sé í samræmi við al- þjóðasamþykktir. Einnig aðstoðar FAO við að tengja fiskveiðarnar við fiskiðn- aðinn í umræddum löndum og að tengja hann alþjóðamörkuðum fyrir sjávaraf- urðir. Ennfremur veitir FAO sérhæfðari aðstoð, svo sem við þróun veiðanna sjálfra með ráðgjöf um búnað og veið- arfæri, vísindaráðgjöf og ráðgjöf í fisk- vinnslu í landi. Aðstoðin er að mestu bundin við þróunarlöndin til að gera sjáv- arútveg þeirra samkeppnishæfan á al- þjóðamarkaði.“ Fiskveiðar eru mikilvægur þáttur í starfsemi FAO Hversu stór hluti eru fiskveiðar af heildarstarfsemi FAO? „FAO er gríðarlega umfangsmikil stofnun og græðslu, bú ásamt því a úruauðlind æðsta stofn eins og gef fæðuöflun stór og mik stofnunari unnið umfa heiminum, vettvangi, mjög svæð Afka Hver er dag að mat „Staða h okkur vissu fiskveiðiflo fram afrak arnar eru o ekki leyft a ekki markv árum verðu áður en lan verið stigin Ísland er í fararbr Dr. Jacques Diouf, aðalframkvæmdastjóri FAO HÁSKÓLI ÍSLANDS 90 ÁRA Háskóli Íslands á 90 ára afmæli áþessu ári en hann var stofnaðurhinn 17. júní árið 1911 við hátíð- lega athöfn í Alþingishúsinu. Í blaðauka Morgunblaðsins, sem gef- inn var út af tilefni afmælisins um síð- ustu helgi, segir Páll Skúlason, háskóla- rektor, m.a. að með stofnun háskólans hafi verið rennt „styrkum stoðum undir uppbyggingu hins íslenska samfélags sem hlaut fullveldi 1918 og stofnaði eigið ríki, hið íslenska lýðveldi árið 1944“. Þetta eru stór orð sem þó er full ástæða til að taka undir því ekki þarf að efast um að Háskóli Íslands hefur, sem æðsta stofnun landsins á sviði kennslu og rann- sókna, haft gríðarleg áhrif á íslenskt samfélag, þróun þess og viðgang á síð- astliðnum 90 árum. Tilgangurinn með stofnun hans var vissulega háleitur og litaður af sjálfstæðisviðleitni Íslendinga. Hugsjónir frumherjanna miðuðu að því að skapa hér sjálfbært samfélag þar sem ungir og efnilegir Íslendingar gætu afl- að sér þeirrar menntunar sem síðan dygði til að þjóna íslensku þjóðfélagi og tryggja framgang þess. Háskóli Íslands er nú kominn langa leið frá þeim tímamótum sem mörkuðu upphaf hans og hefur að miklu leyti tek- ist að uppfylla þær vonir sem við hann voru bundnar til að byrja með. Deildir skólans voru framan af aðeins fjórar; læknadeild, guðfræðideild, lagadeild og heimspekideild, en starf þeirra miðaðist við að sinna menntun embættismanna, kennara og vísindamanna er störfuðu á vegum ríkis og sveitarfélaga. Nú er skól- inn öflug stofnun með ellefu háskóla- deildir þar sem hægt er að leggja stund á nám á flestum sviðum akademískra fræða. Það starf sem unnið er í háskól- anum er því að stórum hluta grunnur alls atvinnulífs í landinu, auk þess að vera forsenda þeirra rannsókna sem Ís- lendingar framkvæma á ýmsum sviðum. Uppbygging á háskólasvæðinu hefur verið mikil á þessum 90 árum, bæði í hugmyndafræðilegum og veraldlegum skilningi, en með Happdrætti Háskóla Íslands hefur verið aflað fjár til að byggja yfir starfsemina með viðunandi hætti eftir því sem henni hefur vaxið fiskur um hrygg. En þó þróun háskólastarfsins hafi um margt tekist svo vel, er áríðandi á tíma- mótum sem þessum að horfa ekki síður fram á veginn en aftur til fortíðar. Ís- lenskt samfélag hefur á þeim 90 árum sem liðin eru síðan háskólinn var stofn- aður breyst á þann veg að landsmenn gera kröfur til hins besta á öllum sviðum og það á ekki síður við um menntun en annað. Það er því ekki nóg að sinna ytri þörfum háskólans svo sem húsnæðis- málum og tækjakosti, heldur þarf einnig að huga að þeim sem við hann starfa, bæði kennurum og nemendum. Enginn háskóli í heiminum er betri en þeir kenn- arar sem við hann starfa og að hæfustu kennurunum dragast bestu nemendurn- ir, jafnvel um langan veg. Ef Háskóli Ís- lands á að standa undir nafni sem rík- isháskóli er sér að mestu um að sinna rannsóknarþörf og menntun heillar þjóðar verður að búa þannig um hnútana að framúrskarandi fólk á öllum sviðum sjái sér hag í að helga honum starfs- krafta sína. Einungis þannig er viðun- andi framþróun æðstu menntastofnunar landsmanna tryggð. Í því sambandi er einnig vert að minn- ast á stöðu Landsbókasafns Íslands, Há- skólabókasafns, sem byggt hefur verið yfir af miklum myndarskap. Gott bóka- safn er frumforsenda háskólastarfsins, en þótt ýmsar deildir geti státað af ágætum bókakosti í sínum fræðum, er ástandið í öðrum deildum óviðunandi og jafnvel þannig að innkaupum á nauð- synlegustu undirstöðuritum er mjög ábótavant. Það þarf því töluvert átak til að Háskólabókasafnið standi undir nafni og geti orðið að þeirri styrku und- irstöðu sem slík söfn eiga að vera skóla- starfinu. Það vekur eftirtekt að samtök kvenna áttu drjúgan þátt í því að koma háskólanum á laggirnar, en konum var tryggður réttur til menntunar, emb- ætta og námsstyrkja sama ár og hann var stofnaður. Konur áttu því frá upp- hafi sögu háskólanáms á Íslandi sama rétt og karlmenn, sem er óvenjulegt því í flestum löndum Evrópu höfðu karlar haft aldalangt forskot á þessu sviði. Ár- ið 1987 urðu kvennemendur fyrst fleiri en karlnemendur, en nú eru konur rúm 60% nemenda háskólans. Ofangreindar staðreyndir hafa þó ekki dugað til að tryggja framgang kvenna í stjórnkerfi háskólans því í dag eru einungis 11,3% prófessora við háskólann konur en hlutfallið hækkar aðeins, eða í 26,2%, ef litið er til heildarfjölda kennara við skólann. Samkvæmt úttekt Þorgerðar Einarsdóttur á vinnumatskerfi há- skólamanna, sem vitnað er til í blað- auka Morgunblaðsins, er ljóst að „menntun skilar konum ekki jafnháum stöðum og körlum og að þær sitja í lægri stöðugildum meðan jafnvel minna menntaðir karlar færast upp virðing- arstigann“. Hátt hlutfall kvenna í námi hefur því enn sem komið er ekki skilað konum upp á æðri stig kennslu eða rannsókna í Háskóla Íslands. Miðað við þær hagstæðu forsendur sem konur nutu við stofnun skólans er þetta mjög miður og brýnt að vinna þannig að þró- un háskólastarfsins að konur gegni þar ábyrgðarstöðum í samræmi við mennt- un sína og hæfileika ekki síður en karl- menn. Háskólinn þarf að vera í forystu á öllum sviðum, ekki síður á sviði jafn- réttis en öðrum. Það sem mestu varðar er þó sú stað- reynd að eðli háskólastarfs er með þeim hætti að þróun þess lýkur aldrei. Há- skóli þar sem ekki er þörf á framförum er staðnaður og getur tæpast sinnt hlutverki sínu sem skapandi hreyfiafl innan samfélagsins. Frá því háskólinn var stofnaður hafa landsmenn sýnt Há- skóla Íslands mikinn velvilja og styrkt hann með ráðum og dáð. Vera má að nú sé sá tími kominn er landsmenn þurfa að rifja upp hin háleitu gildi er lágu að baki stofnun hans í upphafi og miðuðu að því að gera Íslendinga að fullveðja og sjálfstæðri þjóð er hefði alla burði til að rækta sinn eigin mannauð. Til þess að svo megi verða þarf að styrkja há- skólastarfið enn frekar og efla æðri námsstig í sem flestum greinum þannig að rannsóknir og orðræða fræðasam- félagsins sé ekki einungis samkeppn- isfær á alþjóðavettvangi heldur geti einnig þjónað þeim þörfum sem mótast af sérstöðu íslensks samfélags til hins ítrasta. Því, eins og Björn M. Ólsen, fyrsti rektor háskólans, benti á í ræðu sinni, hinn 17. júní 1911, eru „góðir há- skólar gróðrarstöðvar menntalífs hjá hverri þjóð sem er, sannkallaðar upp- eldisstofnanir þjóðarinnar í besta skiln- ingi. Út frá góðum háskólum ganga hollir andlegir straumar til hinna ungu menntamanna og frá þeim út í allar æð- ar þjóðarlíkamans“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.