Morgunblaðið - 06.10.2001, Side 16

Morgunblaðið - 06.10.2001, Side 16
AKUREYRI 16 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ENSKUSKÓLI Enskuskóli á Suður-Englandi. Frábært tækifæri að læra ensku. Viðurkenndur skóli, 100 kennslustundir á mánuði, fæði og húsnæði innifalið. Uppl. í síma 862 6825 Jóna María, eftir kl. 17. FYRSTU grísirnir af innfluttu sæði frá Hamar í Noregi fæddust í Ein- angrunarstöðinni í Hrísey í vikunni. Gotið gekk vel og lifa 14 grísir af 17 og dafna vel, að sögn Kristins Árnasonar bústjóra. Gyltan heitir Lukka og er einnig móðir Eyrúnar sem er í Húsa- dýragarðinum í Reykjavík. Árið 1999 voru 25 gyltur með fangi fluttar inn frá Noregi, ásamt fjórum göltum og á síðasta ári var sæði tekið úr göltunum og gylturnar sæddar með því. Í júní sl. voru fyrstu sæð- isskammtarnir svo fluttir inn frá Nor- egi og var það í fyrsta skipti sem erfðaefni svína voru flutt til landsins í þessu formi. Í vikunni var annar sæð- isskammtur fluttur til landsins og voru þær gyltur sem eftir voru sædd- ar með því. Kristinn sagði að sæði sem tekið væri úr göltum í Noregi í dag væri komið í gyltur í Hrísey dag- inn eftir, en það er flutt inn ófrosið. Þeir grísir sem fæðast í Hrísey eru seldir til íslenskra bænda til kynbóta. Kristinn sagði að þegar allir grísirnir væru farnir úr húsi, yrði sæði flutt inn að nýju og ræktunarstarfinu þannig haldið áfram með besta fáanlega erfðaefni frá Norsvin í Noregi. Hann sagði svínaræktunina hafa skilað bændum miklum bata og lægri framleiðslukostnaði. Vegna meiri vaxtarhraða norska kynsins slátruðu bændur allt að tveimur mánuðum fyrr en áður. Þá væri kjötprósenta í norska kyninu mun hærri en í ís- lenska kyninu og einnig minni fita. Morgunblaðið/Kristinn Árnason Fyrstu grísirnir af innfluttu sæði fæddust í Hrísey í vikunni og hér fá þeir sér sopa hjá móður sinni, gyltunni Lukku. Fyrstu grísirnir af innfluttu sæði fæddir Ræktunarstarf Svínaræktarfélags Íslands í Hrísey gengur vel AKUREYRARKIRKJA: Messa kl. 11 á morgun, sunnudag. Sunnu- dagaskóli kl. 11, fyrst í kirkju en síðan í safnaðarheimili. Fundur í Bræðrafélagi kirkjunn- ar eftir messu í safnaðarheimili. Ingunn Björk Jónsdóttir æskulýðs- fulltrúi flytur erindi. Fyrsti fundur vetrarins hjá Æskulýðsfélagi Akur- eyrarkirkju kl. 17 í kapellu. Boðið upp á pizzu frá Greifanum. Sjálfs- hjálparhópur foreldra unglinga á Akureyri og nágrenni kl. 20.30 á mánudagskvöld í safnaðarheimili. Ath.! Breyttan fundardag! Morgunsöngur kl. 9. á þriðjudag. Mömmumorgunn kl. 10-12 á mið- vikudag í safnaðarheimili. Biblíulestur kl. 20.30 um kvöldið í safnaðarheimili. Trúarleg stef í myndlist, fjögurra kvölda námskeið. Fimmtudagur 11. október. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 á fimmtudag. GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera og guðsþjónusta kl. 11 á morgun. Sameiginlegt upphaf. Foreldrar hvattir til að mæta með börnum sín- um. Kyrrðar- og tilbeiðslustund kl. 18 á þriðjudag. Hádegissamvera í kirkjunni kl. 12 til 13 á miðvikudag. Léttar veitingar á vægu verði í safnaðarsal að helgistund lokinni. Opið hús fyrir foreldra og börn á fimmtudag frá kl. 10 til 12. Æfing barnakórsins kl. 17.30 á fimmtudag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á morgun, sunnu- dag. Bæn kl. 19.30 og almenn sam- koma kl. 20. Heimilasamband kl. 15 á mánudag. Örkin hans Nóa kl. 17 fyrir 6-9 ára börn. KFUM og K: Biblíu- og bænastund kl. 17 á sunnudag. Fundur í TTT- deild kl. 17 á mánudag fyrir drengi og stúlkur 10 til 12 ára. Kirkjustarf SAMNINGAR hafa verið undirrit- aðir milli Akureyrarbæjar og þriggja íþróttafélaga í bænum, Golfklúbbs Akureyrar, KA og Þórs, en í þeim felst að Akureyr- arbær leggur félögunum til fjár- magn til að reka mannvirki og íþróttavelli sem og skrifstofur, en tekur við eignum félaganna á móti. Þannig mun Akureyrarbær kaupa íbúð í golfskála GA sem og véla- og verkfærahús golfsvæðis- ins á 13 milljónir króna, kjallara í félagsheimili Þórs á 37 milljónir króna og íþróttahús KA á 95 millj- ónir króna. Kaupverði verður varið til að greiða niður skuldir félag- anna. Að loknum þessum aðgerð- um nema skuldir Golfklúbbs Ak- ureyrar 17 milljónum króna, Þórs um 20 milljónum og KA 25 millj- ónum. Fjárveitingar til að reka aðstöðuna Íþróttafélögin munu samkvæmt samningnum greiða rekstrarkostn- að vegna aðstöðunnar og fá til þess fjáveitingar frá Akureyrarbæ. GA fær 1,1 milljón króna til að reka fasteignir, 4 milljónir vegna reksturs golfvallarins og 800 þús- und vegna skrifstofuhalds. Þór verður úthlutað 1,2 milljónum króna vegna reksturs fasteigna og KA 13,5 milljónum króna. Bæði fé- lögin fá fjárveitingu upp á 2 millj- ónir vegna íþróttavalla og 5,5 milljónir vegna skrifstofuhalds og bókhaldsvinnu. Ýmis skilyrði eru sett af hálfu bæjarins varðandi rekstrarstyrk- ina sem lúta m.a. að ábyrgri fjár- málastjórn, en samkvæmt samn- ingnum er bænum heimilt að hafa eftirlit með bókhaldi félaganna auk þess sem skila þarf ársfjórðungs- lega uppgjöri til fjármálastjóra ÍBA. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri sagði að vilji forsvarsmanna bæjarins með þessum samningum væri sá að félögunum væri gert kleift að sinna íþróttastarfsemi, sem ekki væri rekin í formi at- vinnustarfsemi, og vísaði þar til meistaraflokka þar sem launa- greiðslur eða ígildi þeirra viðgang- ast. Sú krafa er því gerð að slíkum rekstri verði haldið utan við samn- inginn, t.d. með því að stofna hlutafélög svo að tryggt sé að bær- inn styrki ekki starfsemi af því tagi. Félögin verði rekin með hagnaði Við undirritun samningsins í vikunni skuldbundu félögin sig til að reka starf sitt með hagnaði frá gildistöku samningsins sem er 1. janúar á næsta ári en þeir gilda til loka árs 2007. Þá er þeim einnig skylt að ráðstafa hagnaði ein- stakra deilda til að mæta tapi ann- arra en verði það ekki gert er bænum heimilt að draga úr fjár- framlögum sínum. Samningur Akureyrarbæjar við GA, KA og Þór Morgunblaðið/Kristján Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, var kampakátur við undirskrift samninga við íþróttafélögin. Með honum á myndinni eru Jón Heiðar Árnason, formaður Þórs, Helga Steinunn Guðmundsdóttir, for- maður KA, og Þórhallur Sigtryggsson, formaður GA. Bærinn kaupir eignir og greiðir niður skuldir BLÁSARAKVINTETT Reykjavík- ur ásamt gesti sínum, Philip Jenkins píanóleikara, heldur tónleika í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit kl. 20 á sunnudagskvöld. Fyrr um daginn eða kl. 15 verða tónleikar í Dalvík- urkirkju en í dag, laugardag, verða tónleikar á sal Borgarhólsskóla á Húsavík og hefjast þeir kl. 16. Þrennir tónleikar „ÞAÐ fylgir því góð tilfinning að láta gott af sér leiða,“ sagði Anna Dögg Sigurjónsdóttir, en hún og eig- inmaður hennar, Þóroddur Hjalta- lín, ákváðu þegar þau giftu sig síð- astliðið sumar að afþakka brúðargjafir en bentu þeim sem vildu gleðja þau á brúðkaupsdaginn á söfnunarkassa. Upp úr kassanum komu 103.500 krónur sem þau hjón- in afhentu Hetjunum, félagi aðstand- enda langveikra barna á Akureyri og nágrenni. Peningarnir fara í sjóð sem ætlaður er til að styrkja fjöl- skyldur sem lent hafa í erfiðleikum vegna veikinda barna sinna og mun gjöfin án efa nýtast vel. Anna Dögg sagði að hugmyndin hefði kviknað fyrir nokkrum árum þegar frændi Þórodds gifti sig en hann og kona hans hefðu þá safnað fé í stað brúðargjafa og afhent félagi krabbameinssjúkra barna. „Við ákváðum þá að ef við myndum ein- hvern tíma gifta okkur ætluðum við að gera þetta líka. Svo kom að því að við giftum okkur í ágúst og það var alveg yndislegur dagur. Við erum alsæl með að geta á þennan hátt lát- ið langveik börn njóta hans með okkur,“ sagði Anna Dögg. Hún sagði að þau söknuðu þess alls ekki að fá hefðbundnar brúðkaupsgjafir. „Okkur þykir betra að geta á þenn- an hátt orðið öðrum að liði fremur en að eiga flott matarstell.“ Styrktu langveik börn með andvirði brúðargjafanna Góð tilfinning að láta gott af sér leiða Morgunblaðið/Rúnar Þór Brúðhjónin, Þóroddur Hjaltalín og Anna Dögg Sigurjónsdóttir, afhenda stjórn Hetjanna, Bergþóru Stefánsdóttur, Maríu Stefánsdóttur og Ingu Lóu Birgisdóttur, f.h. félags langveikra barna á Akureyri og nágrenni, gjafabréf með andvirði brúðargjafa sinna. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.