Morgunblaðið - 08.11.2001, Síða 14
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
14 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
STEFNT er að því að átta
manna vinnuhópur um varð-
veislu og frágang fornminj-
anna við Aðalstræti skili loka-
niðurstöðu fyrir sumarbyrjun
2002. Erindisbréf vinnuhóps-
ins var lagt fram í borgarráði
á þriðjudag. Hlutverk hans er
að gera áætlanir og tillögur
um varðveislu og frágang
fornminja við Aðalstræti,
með það í huga að þær verði
aðgengilegar, áhugaverðar og
þjóni mikilvægu hlutverki í
fræðslu um sögu borgarinnar
og byggðar í landinu.
Formaður hópsins er Anna
Margrét Guðjónsdóttir
menningarfulltrúi og aðrir
meðlimir eru Helga Jónsdótt-
ir borgarritari, Stefán Her-
mannsson borgarverkfræð-
ingur, Þorvaldur S.
Þorvaldsson skipulagsstjóri,
Guðný Gerður Gunnarsdóttir
borgarminjavörður, Margrét
Hallgrímsdóttir þjóðminja-
vörður, Óskar Magnússon,
stjórnarformaður Þyrpingar,
og Sveinn Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðn-
aðarins.
Verkefni hópsins eru m.a.
þau, að finna leiðir til að gera
fornminjar aðgengilegar og
gera áætlun um hvernig megi
tengja þær fræðslu um sögu
borgarinnar og byggðar í
landinu auk þess að gera
áætlun um hvernig megi nýta
fornminjar í þágu menning-
artengdrar ferðaþjónustu. Þá
verður leitast við að fram-
setning verði með þeim hætti
að þeir sem skoða svæðið
skynji að fornminjarnar eru
einstakar. Þá á að samræma
fyrirhugaða nýtingu á reitn-
um og aðgengi að fornminj-
unum og gera áætlun um
hvernig tengja megi forn-
minjarnar öðrum menningar-
verðmætum í Aðalstræti, s.s.
nýtingu í elsta húsi borgar-
innar.
Fornminjarnar styrki
miðborgina
Ennfremur á að gera áætl-
un um hvernig nýta megi
fornminjarnar til að styrkja
miðborgina sem vöggu ís-
lenskrar byggðar. Gert er ráð
fyrir að vinnuhópurinn skili
áfangaskýrslu 1. febrúar 2002
og lokaniðurstöðu fyrir sum-
arbyrjun 2002.
Í greinargerð með erindis-
bréfinu kemur m.a. fram að
borgarráð hafi á síðasta ári
ákveðið að gerð yrði rann-
sókn á fornminjum sem vitað
var um á horni Túngötu og
Aðalstrætis. Rannsóknin var
unnin í tengslum við gerð
deiliskipulags fyrir svæðið og
áhuga á byggingu hótels þar.
Segir ennfremur í greinar-
gerðinni að fornminjarnar
sem grafnar voru upp, séu
meðal merkilegustu minja um
upphaf byggðar í landinu, en
þær séu hluti af híbýlum
landnámsmanna Íslands og
varði því ekki aðeins Reyk-
víkinga heldur landsmenn
alla. Sérstaða þeirra felist
einnig í því að fáar ef nokkrar
þjóðir eigi minjar um fyrstu
búsetu og þannig megi segja
að þær falli í flokk merkustu
minja heims. Á sama stað sé
að finna minjar um upphaf
kaupstaðarins Reykjavík og
iðnaðar í landinu.
„Varðveislu minjanna og
frágangi ber því að sýna sóma
um leið og hafa ber í huga að
þær verði aðgengilegar öll-
um. Þekkingu þeirri, sem afl-
að verður með rannsóknun-
um, ber að miðla til íbúa
landsins, ekki síst barna, og
ferðamanna sem sækja borg-
ina heim en margar kannanir
staðfesta að áhugi á menning-
artengdri ferðaþjónustu vex
stöðugt,“ segir þar ennfrem-
ur.
Átta manna vinnuhópur um fornminjarnar á horni Aðalstrætis og Túngötu
Fornminjarnar verði
aðgengilegar öllum
Miðborg
ÁRNI Þór Sigurðsson, for-
maður skipulags- og bygg-
ingarnefndar Reykjavíkur-
borgar, telur að
hótelstarfsemi á horni Tún-
götu og Aðalstrætis, þar sem
fornminjar frá landnámsöld
hafa verið grafnar upp, sé já-
kvæð fyrir Kvosina og geti
bygging á horninu styrkt
götumyndina í Aðalstræti.
Þessu lýsti hann á fundi um
skipulag og minjavernd á
vegum Félags íslenskra safna
og safnamanna, sem haldinn
var á þriðjudagskvöld.
Ólafur F. Magnússon,
borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
flokksins, lýsir hins vegar
sambúð hótels og fornminj-
anna sem „klúðri“.
Árni sagði að skipulags- og
byggingarnefnd hefði ekki
tekið afstöðu til margvíslegra
athugasemda sem hafa borist
vegna tillögu að deiliskipulagi
fyrir Grjótaþorpið en í und-
irbúningi væru breytingartil-
lögur við deiliskipulagið þar
sem taka þyrfti tillit til at-
hugasemdanna. „En það er
líka augljóst að óhjákvæmi-
legt er að skoða nýju deili-
skipulagstillöguna í ljósi þess
sem hér er sérstaklega til
umræðu. [fornminja] Að
mínu mati þarf að huga að
því hvernig deiliskipulagið
fyrir Grjótaþorp lýsir forn-
leifunum og því, hvernig
varðveita á þær og hvernig
aðgengi verður að þeim. Þá
þarf að huga að því hvort
fornleifarnar kalli á sérstaka
skipulagslega stöðu umfram
það eða til viðbótar því sem
kveðið er á um í þjóðminja-
lögum.“ Árni sagði að deili-
skipulagið gerði líka ráð fyrir
uppbyggingarmöguleikum,
en þar vægju þyngst áformin
um hótel á horni Aðalstrætis
og Túngötu. „Ég tel að hót-
elstarfsemi sé jákvæð fyrir
Kvosina og ef vel tekst til um
hönnun í anda þess sem sýnt
hefur verið, þá geti bygging á
þessu horni styrkt götu-
myndina í Aðalstræti og átt
sinn þátt í að ná fram þeim
markmiðum sem við höfum
mótað í þróunaráætlun mið-
borgarinnar. Ég tel raunar
að uppbygging hótelsins ann-
ars vegar og varðveisla forn-
minjanna hins vegar geti
stutt hvort annað, verið hvort
öðru lyftistöng um leið og það
myndi styrkja miðborg
Reykjavíkur verulega.“
Þarf að endurskoða deili-
skipulagið frá grunni
Ólafur F. Magnússon borg-
arfulltrúi segir að endur-
skoða þurfi deiliskipulagið frá
grunni út frá fornminjunum
sem fundust og segir ekki
nóg að gert þótt reynt hafi
verið að hliðra til í áætlunum
vegna fornminjanna. „Það er
verið að reyna lagfæra hlut-
ina út frá þeirri áætlun að
hafa þarna hótel og mér sýn-
ist að mörgu leyti að það geti
ekki orðið annað en klúður úr
því, þótt reynt sé að gera vel
með því að endurbyggja
margar gamlar byggingar.
Mér sýnist þrengt það mikið
að fornminjunum að þær fái
ekki þann sess sem þær eiga
að skipa á svæðinu, ekki síst
varðandi varðveislu þeirra,
sögulega þýðingu og aðgengi
almennings. Það þarf að end-
urskoða skipulagið því það er
ekki víst að að það sé farsæl
lausn á þessu máli að bæta
það skipulag sem búið var að
setja inn, með hótelbyggingu
og fleira. Ég hef miklar efa-
semdir um að hótelbygging
eigi heima á þessum reit
enda verða fornminjarnar að
hafa algjöran forgang og
skipuleggja verður svæðið út
frá þeim,“ segir Ólafur en
hann segist reiðubúinn að
fylgja skoðun sinni eftir með
tillöguflutningi í borgar-
stjórn.
Árni Þór Sigurðsson um sambúð fornminja og hótelbyggingar í Aðalstræti
Hótelstarfsemi jákvæð fyrir Kvosina
Grjótaþorp Ólafur F. Magnússon varar við „klúðri“
HOLLVINIR Ingólfsbæjar
hafa afhent Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur borg-
arstjóra lista með undir-
skriftum 133 íbúa í
Grjótaþorpi og grennd auk
224 úr öðrum hverfum þar
sem skorað er á borgaryf-
irvöld að hverfa frá áform-
um um byggingar eða ann-
að umrót í suðausturhorni
Grjótaþorps sem þrengi að
Ingólfsbæ og eðlilegri þró-
un svæðisins sem menning-
ar- og sögusetur. Hafa Holl-
vinir Ingólfsbæjar sent
borgarstjóra svohljóðandi
áskorun:
„Við undirrituð viljum
standa vörð um fornleifar
þær sem fundust við Að-
alstræti á liðnu sumri og
teljum þær ómetanleg
menningarverðmæti. Þarna
er stigið fram úr myrkri
aldanna heimili einnar
fyrstu fjölskyldu sem settist
að í landinu og fátt líklegra
en húsráðendur þar á bæ
hafi eins og sögur herma
verið landnámshjónin Ing-
ólfur Arnarson og Hallveig
Fróðadóttir. Slíkri þjóð-
argersemi ber að veita veg-
legan umbúnað. Við skorum
á borgarstjórn Reykjavíkur
að vísa á bug öllum áform-
um um bygginar eða annað
umrót í suðausturhorni
Grjótaþorps sem þrengi að
Ingólfsbæ og eðlilegri þró-
un þessa svæðis sem menn-
ingar- og sögusetur.
Því hefur verið haldið
fram að sátt væri meðal
íbúa í hverfinu um þau
áform að reisa hótel og bíla-
geymslu yfir og undir forn-
minjunum, en undirskrift-
arskjölin bera öðru vitni.“
Mótmæla
öllu umróti
sem þrengi
að Ing-
ólfsbæ
ÞESSA viku hefur staðið
yfir þemavika í Laugarnes-
skóla með því að vikið hef-
ur verið frá hefðbundinni
stundaskrá og unnið þess í
stað að fjölbreyttum verk-
efnum um sólkerfið og
geimferðir.
Nemendur 1.– 4. bekkjar
hafa starfað saman í vinnu-
hópum og fræðst m.a. um
tímatal, myndun og sér-
stöðu Jarðar, lært um sól-
ina og tunglið og margt
fleira.
Nemendur 5. – 7. bekkjar
störfuðu saman að verk-
efnum um tunglið, sólkerf-
ið, geimferðir og stjörnu-
merki og á morgun,
föstudag, munu allir nem-
endur skólans sýna verk-
efnin sem þeir hafa glímt
við í vikunni.
Vinnan fór fram á mörg-
um vinnustöðvum sem sett-
ar voru upp í skólanum og
voru leikfimihús skólans,
smíðastofur auk kennslu-
stofa í gær undirlögð af
rannsakandi nemendum,
sem ýmist voru að smíða
líkan af reikistjörnum í
réttum hlutföllum, æfa
geimdans eða klippa út sól-
ir svo eitthvað sé nefnt.
Nokkrir eldhressir strák-
ar, þeir Ágúst Pálsson og
Róbert Eyþórsson báðir 10
ára og Rúnar Guðbjartsson
11 ára voru önnum kafnir
við smíðar á stjörnumerkj-
um úti í smíðastofu, svo
varla sást til sólar fyrir
saginu sem gekk undan
þeim. Hins vegar var ekk-
ert sem skyggði á sólirnar
sem nokkrir yngri nemend-
anna voru að búa til í stofu
10, sem eiga að fara í óróa
með tungli, sól og Jörð.
Þau Marteinn Sindri
Jónsson 12 ára í 7.K og
Viktoría Halldórsdóttir 11
ára í 6.S höfðu m.a. verið
að fjalla um tónlist í geimn-
um og skýrðu frá vinnunni.
Þau áttu að semja tónlist
um nokkur orð að eigin
vali og segir Marteinn að
sinn hópur hafi valið orðin
„hringur“, „flott“ og „loft-
steinar“. „Síðan áttum við
að nota hljóðfæri til að
túlka orðin. Við notuðum
symbal, píanó, selló,
trommur, sílófón og
hrossabrest,“ sagði hann.
„Áður hélt ég að geim-
tónlist stæði fyrir eitthvað
stórt og mikilfenglegt eins
og í Star Wars og það hef-
ur ekkert breyst, en við
höfum lært mikið um plán-
eturnar.“
Viktoría var ekki lengi
að svara því hver væri eft-
irlætisplánetan hennar, en
það er Venus vegna þess að
„Venus byrjar á V og ég
líka,“ sagði hún. Aðspurð
um tónlist og geiminn
sagði hún tónlistina geta
tjáð margt. „Hún getur
verið bæði róleg og „lítil“
eins og Plútó og dimm og
köld eins og Plútó líka af
því stjarnan er svo langt í
burtu.“
Hún sagðist gjarnan vilja
flytja til einhverrar reiki-
stjörnu og var ekki lengi
að máta spyrjandann þegar
hún var spurð hvað hún
myndi taka með sér í geim-
ferðina. „Stóra borg á
stærð við Lundúni.“
Sólkerfið í
smíðum í Laug-
arnesskóla
Laugarnes
Morgunblaðið/Golli
Þessar sólir eru klipptar út og verða síðar óróaskraut ásamt jörð og tungli.
Viktoría og Marteinn
Sindri í Laugarnesskóla.
MARKMIÐ sem sett
voru þegar Hitaveitan,
Rafmagnsveitan og
Vatnsveitan voru sam-
einuð í Orkuveitu
Reykjavíkur hafa náðst
samkvæmt nýrri úttekt
PriceWaterhouseCoop-
er. Úttektin var gerð að
beiðni borgarfulltrúa
Sjálfstæðismanna. Í
skýrslunni kemur fram
að rekstrarhagnaður
hefur aukist um 1200
milljónir frá 1998, laun
hafa hækkað og launa-
munur kynja minnkað.
Þá hefur starfsmönnum
fækkað um 10 af hundr-
aði. Samkvæmt skýrsl-
unni er það mat Pri-
ceWaterhourseCoopers
að þjónustustig Orku-
veitunnar hafi hækkað
og bent er á að raf-
magnsverð hafi lækkað
um 13%, heitt vatn um
3,5% og kalt vatn um 7%
á tímabilinu, sem verði
að teljast góður árangur
miðað við þau markmið
sem sett voru með sam-
einingunni.
Markmið
Orku-
veitunn-
ar hafa
náðst
Reykjavík