Morgunblaðið - 08.11.2001, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 08.11.2001, Qupperneq 18
SUÐURNES 18 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HARÐUR árekstur varð á milli tveggja bíla á Reykjanesbraut, á Strandarheiði, seint í fyrrakvöld. Ekki urðu þó alvarleg slys á fólki. Tilkynnt var um áreksturinn um klukkan 23.20 um kvöldið. Lögregl- an telur allt benda til þess að annarri bifreiðinni sem ekið var á eftir snjó- ruðningstæki hafi verið verið ekið yf- ir á öfugan vegarhelming og hún þannig lent beint framan á bifreið sem kom á móti. Þrír voru í öðrum bílnum en einn í hinum. Tveir voru fluttir á slysa- deild, ökumaður annarrar bifreiðar- innar og tveir farþegar hinnar. Ekki er talið að um alvarleg meiðsl hafi verið að ræða. Rákust sam- an á Strand- arheiði Reykjanesbraut MAÐUR er í haldi lögreglu vegna rannsóknar á þjófnaðar- máli frá því í sumar. Rannsókn málsins er á frumstigi. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Keflavík barst ábending um að þýfi væri að finna í gömlu fiskverkunarhúsi í Njarðvík. Í framhaldi af því fundust á staðnum munir sem ætla má að séu þýfi, meðal annars innrétting úr fellihýsi sem stolið var í Kúagerði í sumar. Fundu þýfi í fiskverk- unarhúsi Njarðvík samkvæmt upplýsingum Sveindísar Valdimarsdóttur, formanns félags- ins. Kjörnefnd mun auglýsa eftir framboðum til prófkjörsins á næst- unni og rennur framboðsfrestur út 27. janúar kl. 19. Kosningarétt við prófkjörið 23. febrúar hafa allir íbúar Reykjanes- bæjar sem verða á kjörskrá í vænt- anlegum bæjarstjórnarkosningum og auk þess allir félagar í Samfylk- ingunni í Reykjanesbæ á aldrinum 16–18 ára. OPIÐ prófkjör verður hjá Samfylk- ingunni í Reykjanesbæ laugardag- inn 23. febrúar næstkomandi. Nið- urstöður fyrir fimm efstu sætin verða bindandi. Samfylkingin hefur unnið að und- irbúningi framboðs fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar á vori kom- anda. Á fjölmennum félagsfundi í vikunni voru ákveðnar prófkjör- sreglur og voru þær samþykktar með öllum greiddum atkvæðum, Prófkjör hjá Sam- fylkingunni í febrúar Reykjanesbær EKIÐ var á sex ára gamlan dreng á Víkurbraut í Grindavík síðastliðinn föstudag. Hann hlaut þungt höfuðhögg og heila- hristing. Slysið mun hafa orðið með þeim hætti, samkvæmt upplýs- ingum lögreglu, að tveir drengir komu hlaupandi að gangbraut- arljósum við Víkurbraut. Sá sem var á undan ýtti á stjórnhnapp gangbrautarljósanna en sá sem á eftir kom fór beint út á götuna. Skall hann á hægra frambretti bifreiðar sem ekið var norður Víkurbraut og lenti síðan á göt- unni. Samkvæmt framburði vitna var bifreiðinni ekki ekið á miklum hraða, en bifreið sem var á leið suður Víkurbraut hafði stansað við gangbrautina, að sögn ökumanns áður en gangbrautarljósin kviknuðu. Ekið á barn á Víkurbraut Grindavík KANÍNURNAR sem börnin hand- sama í Selskógi við Þorbjarn- arfell og víðar í nágrenni Grinda- víkur enda flestar á góðum heimilum. Ekki bera þær þó allar gæfu til að lifa lengi því ýmislegt getur komið fyrir. Sumar kanínur verða svo fræg- ar að komast í skóla þó að ekki sé það til að læra heldur til þess að börnin geti fræðst nánar um þær. Krakkarnir í bekknum 5-F í Grunnskóla Grindavíkur eru sum- ir hverjir duglegir við kan- ínuveiðarnar og þegar blaðamann bar að garði voru fjórar kanínur í heimsókn hjá þeim. Þetta voru þær Doppa, Keli, Steini og Elding en þær éta ýmislegt. Sögðu kanínubændurnir við fréttaritara Morgunblaðsins að þeim þætti sælgæti einna best. Þær elska lakkrís. Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Kanínur í skólanum Grindavík SKELJUNGUR hefur áhuga á að leigja tankarými í olíustöð varnar- liðsins í Helguvík til þess að draga úr flutningi flugvélaeldsneytis um Reykjanesbrautina. Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs hf., segist hafa áhyggjur af tíðum slysum á Reykjanesbraut- inni. Hann segir að bæirnir á Suð- urnesjum þurfi mikið eldsneyti, meðal annars vegna útgerðar. Þar við bætist Keflavíkurflugvöllur, sem sé sá staður á landinu sem noti mest eldsneyti. Því sé töluverður akstur með eldsneyti eftir Reykjanesbraut- inni, sérstaklega á háannatímum flugsins, en Skeljungur sér þotum Flugleiða fyrir eldsneyti. „Ef það verða settar takmarkanir á akstur með eldsneyti um Reykja- nesbrautina verða menn einfaldlega að finna aðrar leiðir,“ segir Kristinn. Rifjar hann það upp að olíubirgða- stöð varnarliðsins í Helguvík sé ein- hver fullkomnasta stöð í Evrópu og hún sé ekki nýtt nema að litlum hluta. Þegar fulltrúar eigenda henn- ar hefðu spurst fyrir um það á síð- asta ári hvort áhugi væri fyrir að nýta stöðina hefði Skeljungur strax lýst miklum áhuga á að leigja þar að- stöðu til þess að hægt væri að dæla eldsneytinu þar upp á tanka og síðan upp á Keflavíkurflugvöll. Það myndi létta mjög á flutningum á Reykja- nesbrautinni. Málið væri til meðferð- ar hjá yfirvöldum. Kristinn segir að ef það yrði nið- urstaðan á Alþingi að banna olíu- flutninga um Grindavíkurveg yrði að flytja olíuna sjóleiðina. Það væri hins vegar mun dýrara og myndi vænt- anlega þýða það að olía og bensín yrðu dýrari í Grindavík. Vilja leigja að- stöðu í Helguvík Reykjanesbraut
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.