Morgunblaðið - 08.11.2001, Side 23

Morgunblaðið - 08.11.2001, Side 23
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 23 Sjávaréttaveitingastaður við Reykjavíkurhöfn Október - Nóvember - Desember Þín villibráð Mitt jólahlaðborð Okkar skötuveisla Hennar humar- og ostruveisla Mömmu hádegisverður Opnunartími: Hádegi mán. - fös.t 12.00 - 14.30 Kvöld alla daga frá 18.00 stjörnubarinn veitingasalurinn (við Reykjavíkurhöfn) Geirsgötu 9, 101 reykjavik, sími 511 3474 netfang restaurant@restaurant.is heimasíða www.restaurant.is á innimálningu Íslensk gæðamálning miðað við 10 lítra dós í ljósum lit, gljástig 10. TILBOÐ H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Skeifunni 4, Reykjavík s: 568 7878 Snorrabraut 56, Reykjavík s: 561 6132 Stórhöfða 44, Reykjavík s: 567 4400 Austursíðu 2, Akureyri s: 464 9012 Hafnargötu 90, Keflavík s: 421 4790 Dalvegi 4, Kópavogi s: 540 9100 Bæjarlind 6, Kópavogi s: 544 4411 Harpa Sjöfn málningarverslanir 470 kr. 20-40% afsláttur af allri innimálningu Verð á lítra frá Fagleg ráðgjöf og þjónusta fyrir einstaklinga. BRESKA blaðið The Times greinir frá könnun á mataræði barna þar sem fram kemur að eitt af hverjum 20 hafi hvorki neytt ferskra ávaxta né græn- metis á vikutímabili sem athugunin náði til. „Meðalneysla var minni en tveir skammtar á dag, eða þriðjungur þess sem manneldismarkmið segja fyrir um. Er það í samræmi við eldri kann- anir sem sýnt hafa að neysla á ávöxt- um og grænmeti er talsvert fyrir neð- an takmarkið „fimm á dag“ sem talið er draga úr tíðni hjartasjúkdóma og krabbameins.“ 40% „hata“ rósakál Umrædd könnun leiddi ennfremur í ljós að rósakál nýtur minnstrar hylli hjá smáfólkinu. Segir Times að tæp- lega 40% barna hafi sagst „hata“ rósakál og að gulrætur og gular baun- ir falli þeim langbest í geð. Haft er eftir fulltrúa góðgerðasam- taka sem beita sér fyrir krabbameins- rannsóknum og létu gera könnunina sem vitnað er til, að það sé áhyggju- efni hversu mörg börn borði of lítið af ávöxtum og grænmeti. „Athugunin leiddi jafnframt í ljós að erfitt geti reynst að fá börn sem ekki venjist því snemma að borða ferska ávexti og grænmeti að taka upp slíkar neyslu- venjur síðar.“ Tekin voru viðtöl við 2.635 börn í 11 skólum í Englandi og Wales og er nið- urstaðan sú að 11–16 ára börn neyti 6,5 skammta af fersku eða frystu grænmeti á viku og 6,3 skammta af ferskum eða frystum ávöxtum. Könn- unin tók ekki til dósaávaxta og -græn- metis. Fram hefur komið að drengir borði minna af grænmeti og ávöxtum en stúlkur og þegar neysla á ávöxtum er skoðuð eftir tekjum er hún minni í tekjulágum fjölskyldum í Norðaust- ur- og Norðvesturhluta Englands og í Skotlandi. Loks segir að þrátt fyrir fyrr- greinda niðurstöðu sýni landsmeðal- tal að neysla ávaxta hafi aukist um 2⁄3 í Bretlandi frá 1975. Íslensk börn borða „lítið“ af ávöxtum Manneldisráð gerði könnun á mat- aræði íslenskra skólabarna fyrir nokkrum árum og segir á heimasíðu þess að íslensk börn borði af einhverj- um ástæðum „lítið af ávöxtum borið saman við jafnaldra hjá grannþjóðum og miklu minna en æskilegt væri mið- að við hollustu þeirra. Meðalneyslan var aðeins hálfur ávöxtur á dag í könnun [Manneldisráðs] á mataræði skólabarna … en ráðleggingar um hollt mataræði hljóða upp á einn til tvo ávexti – helst meira. “ Eitt af hverjum 20 börnum borðar ekki ferskt grænmeti Reuters Íslensk börn borða aðeins hálfan ávöxt á dag, sem ekki er nóg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.