Morgunblaðið - 08.11.2001, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 08.11.2001, Qupperneq 27
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 27 O D D IH F H 63 81 Nóatúni 4 • 105 Reykjavík Sími 520 3000 www.sminor.is Ljós í miklu úrvali fyrir heimilið. TALIBANAR sýndu í gær brak sem þeir sögðu að væri úr bandarískri þyrlu sem þeir hefðu skotið niður í vikunni sem leið. Brakið var haft til sýnis fyrir utan gömlu forsetahöll- ina í miðborg Kabúl. Arabíska fréttasjónvarpið Al- Jazeera birti myndir af brakinu og sagði að einn sona hryðjuverkafor- ingjans Osama bin Ladens, Hamza, hefði verið á meðal þeirra sem skoðuðu það. Hamza er til vinstri á myndinni. Bandaríska varnarmálaráðu- neytið sagði að þyrlan hefði hrapað í slæmu veðri og talibanar hefðu ekki grandað neinni bandarískri þyrlu. Sonur bin Ladens skoðar þyrlubrakið Reuters HERMENN talibanastjórnarinnar í Afganistan skjóta Hazara-Afgana sem reyna að flýja frá Afganistan, að því er flóttafólk, sem komist hefur til Pakistans, greinir frá. Hazara-Afgan- ar eru af mongólskum uppruna og eru Shiita-múslimar, sem eru í minnihluta í Afganistan. Þúsundir þeirra búa nú við sára fátækt í útjaðri borgarinnar Quetta í suðvesturhluta Pakistans, nálægt afgönsku landamærunum. Þeir segjast hafa flúið frá Afganist- an vegna loftárása Bandaríkjamanna, alvarlegra þurrka, en umfram allt vegna ofsókna herstjórnarinnar í landinu. Þeir rúmlega tíu Afganar sem rætt var við höfðu allir sögur að segja af morðum, mannréttindabrot- um og ofsóknum. Sumir sögðu frá fjöldamorðum. Ovr Mohd, 65 ára, flúði til fjalla undan ofsa hermanna talibana. Þegar hann sneri aftur heim fann hann þrjá syni sína látna, þeir höfðu verið skotnir. Hann segir þá hafa verið skotmark vegna þess að þeir voru Hazarar að uppruna, en Hazarar hafa skipað sér í sveit með andstæðingum talibana, Norðurbandalaginu. „Þegar við ákváðum að fara frá Afganistan sáum við talibana ráðast á fólk sem var á flótta. Fólkið hópaðist saman á veginum og ætlaði burtu og það var skotið. Við höfum séð þetta,“ sagði Mohd. „Ég sá fimmtíu manns sem voru myrtir fyrir augum mínum. Þetta voru konur, börn og karlmenn.“ Mohd sagði þessi morð hafa verið framin fyrir mánuði. „Ég hata talib- ana fyrir að gera svona lagað.“ Talsmaður Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna staðfesti að fólk úr röðum Hazara og annarra minni- hlutahópa hefði verið myrt undanfar- in ár, en einnig hefðu borist fregnir af því að Hazarar hefðu hefnt sín á föng- um sem þeir hefðu tekið úr röðum tal- ibana. „Það er erfitt að fá fréttir, sem berast frá Afganistan núna, staðfest- ar. En það er svo sannarlega ástæða til að rannsaka þetta mál nánar.“ Sagðir myrða flóttafólk Quetta í Pakistan. AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.