Morgunblaðið - 08.11.2001, Page 47
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 47
HINN 8. nóvember
árið 1895, eða fyrir 106
árum, fann þýskur eðl-
isfræðingur að nafni
Wilhelm Conrad Rönt-
gen, fyrstur manna
merkilega geisla sem
hlutu nafnið X. Þeir
voru síðar ýmist kallað-
ir „x-rays“ eða kenndir
við finnandann og kall-
aðir röntgengeislar.
W.C. Röntgen hafði
verið að gera tilraunir
með að hleypa rafeind-
um í gegnum lofttæmd-
an lampa í myrkvuðu
herbergi, þegar hann
tók eftir því að flúor-
plata í nokkurri fjarlægð ljómaði þeg-
ar hann hleypti straumi á. Hann tók
að gera tilraunir með að setja hluti úr
hinum ýmsu efnum á milli lampans
og plötunnar og tók eftir því að hann
sá ekki eingöngu útlínur hlutanna
heldur virtust hin ýmsu efni einnig
hleypa mismiklu af geislunum í gegn-
um sig. Hann prófaði að lokum að
setja höndina á sér í geislann og viti
menn, það birtist mynd af handar-
beinunum á flúorplötunni!
Það liðu aðeins sjö vikur frá upp-
götvun hans þangað til hann birti nið-
urstöður rannsókna sinna í skýrslu
sem bar fyrirsögnina „Varðandi nýja
gerð af geislum“. Orðum hans til
staðfestingar fylgdi með röntgen-
mynd af hönd konu hans. Sú mynd er
talin fyrsta röntgenmyndin, en til
þess að búa hana til þurfti að geisla
höndina hátt í tvær klst. Fréttin af
þessari nýju uppgötvun barst út eins
og eldur í sinu. Fljótlega var skýrsla
W.C. Röntgen prentuð í
Ameríku og aðeins fjór-
um dögum eftir að hún
birtist var tekin þar
röntgenmynd af fótlegg
manns til að staðsetja
byssukúlu.
Þessi nýja gerð af
geislum naut strax mik-
illa vinsælda meðal al-
mennings.Ýmsar hug-
myndir kviknuðu um
notagildi þeirra, svo
sem að breyta mætti
grunnmálmum í gull og
að hægt væri að geisla
skýringarmyndir á
heila námsmanna til að
hjálpa þeim að læra.
Sumum af þessum hugmyndum var
hrint í framkvæmd, til að mynda voru
stofnaðar röntgenmyndastofur þar
sem almenningur gat fengið teknar
röntgenmyndir af fjölskyldunni til að
setja í albúmið heima. Einnig buðu
allar betri skóbúðir upp á skyggningu
til að sjá hvort fætinum liði vel í skón-
um. Sérlega hentug, einkum þegar
börn er eiga í hlut …
W.C. Röntgen hlaut Nóbelsverð-
laun í eðlisfræði árið 1901 fyrir þessa
uppgötvun, sem er af mörgum talin
jafnmikilvæg og uppfinning pensil-
íns. Þrátt fyrir að hann veitti hinni
vísindalegu viðurkenningu viðtöku
neitaði hann alfarið að nota uppgötv-
un sína til að hagnast á henni og lést
sem snauður maður. Þegar litið er til
baka er merkilegt að sjá hvað hann
hefur verið fljótur að gera sér grein
fyrir eiginleikum þessara geisla og
átta sig á mikilvægi þeirra fyrir lækn-
isfræðina.
Þrátt fyrir að rúm öld sé liðin frá
uppgötvun þessara geisla hefur rönt-
genmyndagerð lítið breyst. Tækni-
legar framfarir hafa þó verið örar og
er þar helst að nefna tölvubyltinguna.
Þessar framfarir hafa gert það að
verkum að röntgenrannsóknir verða
stöðugt fjölbreyttari, nákvæmari og
taka sífellt styttri tíma, enda fjölgar
rannsóknum stöðugt ár frá ári. En án
þessara gagnlegu geisla væru lækna-
vísindi alveg örugglega á öðru plani
en þau eru í dag.
„Varðandi nýja
gerð af geislum ...“
Kristín
Pálsdóttir
Höfundur er geislafræðingur.
Geislafræði
En án þessara gagnlegu
geisla, segir Kristín
Pálsdóttir, væru
læknavísindi alveg
örugglega á öðru plani
en þau eru í dag.
SUÐURLANDSBRAUT 54
(BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI SUBWAY)
SÍMI 533 3109
ATH! Nýr opnunartími:
Mán.-fös. kl. 12-18,
lau. kl. 10-16
FIMMTUDAGSTILBOÐ
á jólaskóm fyrir börnin t.d.
Teg.: HPH-4011
Stærðir: 22-31
Litir: Svartur, grár
Verð áður 3.995
Verð nú 1.995
Teg.: LAU-5442
Stærðir: 19-26
Litur: Svartur
Verð áður 2.995
Verð nú 1.495
ÞAÐ er kunnara en
frá þurfi að segja að við
lifum á tímum örra
þjóðfélags- og tækni-
breytinga. Flestum
veitist erfitt að fylgjast
með þróuninni frá degi
til dags hvað þá að sjá
fyrir þær breytingar
sem líklega munu eiga
sér stað á næstu áratug-
um. Þrátt fyrir að erfitt
sé að segja fyrir um
framtíðina er það samt
sem áður hlutverk
skipulagsyfirvalda að
meta hana við mótun
skipulagsáætlana. Inn-
an fárra vikna verða
auglýstar lögum samkvæmt viðamikl-
ar tillögur að skipulagi, bæði höfuð-
borgarsvæðisins alls og eins Reykja-
víkur til ársins 2024, en skipu-
lagsyfirvöld á svæðinu hafa unnið að
þessum tillögum síðustu misseri.
Mikilvægt er að öflug umræða, þar
sem sem flest sjónarmið koma fram,
eigi sér stað áður en sveitarfélög á
svæðinu samþykkja þessar tillögur.
Dæmi um grundvallarspurningar
sem taka þarf til umræðu eru eftirfar-
andi:
Hvað mun einkenna borgarsam-
félagið eftir aldarfjórðung og
hverjar verða helstu þarfir heimila
og fyrirtækja sem taka þarf tillit til
í skipulagi?
Hvaða breytingar eru áætlaðar í
einstökum borgarhlutum og hvaða
tækifæri hafa íbúar til að hafa áhrif
á þessar skipulagsáætlanir?
Hvað felst í þessum skipulagsáætl-
unum og hve bindandi eru þær?
Til að varpa ljósi á
mögulega þróun höfuð-
borgarsvæðisins og eins
til að efla umræðu um
aukin lífsgæði og gott
borgarumhverfi al-
mennt, stendur Reykja-
víkurborg í samvinnu
við Borgarfræðasetur
fyrir fræðslufundum
fimmtudaginn 8. nóv-
ember sem er alþjóðleg-
ur skipulagsdagur.
Alþjóðlegur skipu-
lagsdagur
Upphaf þessa dags
má rekja til prófessors
Carlos Paolera við há-
skólann í Buenos Aires og ársins 1949
er hann hvatti til þess að einn ákveð-
inn dagur, 8. nóvember, væri gerður
að alþjóðlegum skipulagsdegi. Paol-
era var mikill áhugamaður um að
virkja áhuga almennings á skipulags-
málum. Á síðustu árum hefur verið
haldið upp á alþjóðlegan skipulags-
dag 8. nóvember með kynningum og
umræðufundum í hundruðum borga
og héraða í yfir 30 löndum. Það eru al-
þjóðasamtök skipulagsfræðinga
(IsoCaRP) sem skipulagt hafa
fræðsludagskrá þennan dag um allan
heim. Þetta er í fyrsta skipti sem sér-
stök dagskrá er alþjóðlega skipulags-
daginn hér á landi.
(Þeim sem vilja afla sér frekari
upplýsinga um alþjóðlega skipulags-
daginn er bent á vefslóðina:
www.planning.org/abtaicp/
world.htm)
Fræðslufundir
Reykjavíkurborg í samstarfi við
Borgarfræðasetur stendur fyrir
tveimur fræðslufundum um mögu-
lega þróun höfuðborgarinnar á al-
þjóða skipulagsdeginum 8. nóvember:
1. Morgunverðarfundur á Grand
Hóteli „Öðruvísi borg“, sem er annar
fundurinn í fundaröð Reykjavíkur-
borgar „Borgin í bítið“. Á fundinum
munu þrír frummælendur, þeir Sig-
urður Á. Snævarr borgarhagfræðing-
ur, Halldór Gíslason, hönnunardeild
LHÍ, og Pétur H. Ármannsson, bygg-
ingadeild Kjarvalsstaða, kynna sjón-
armið sín um mögulega þróun höfuð-
borgarinnar út frá hagrænum-,
listrænum- og menningarlegum sjón-
arhornum
2. Þennan sama dag kl. 16:15 verð-
ur opin kennslustund eða seminar um
borgarfræði í Tjarnarsal ráðhússins
„Þróun borga – fræðileg og listræn
sjónarmið“. Þar munu Bjarni Reyn-
arsson, Pétur H. Ármannsson, Hall-
dór Gíslason, Trausti Valsson og Sig-
urborg Kr. Hannesdóttir kynna nám í
borgarfræðum við HÍ og fjalla um
fræðilega og listræna þætti í þróun
borga. Þá verða nýjar hugmyndir og
vinnubrögð um samstarf skipulagsyf-
irvalda og almennings reifaðar á
fundinum. Borgarbúar eru hvattir til
að mætta á þessa fundi og kynna sér
þverfagleg viðhorf um þróun og
skipulag borga.
Framtíð höfuð-
borgarsvæðisins
Bjarni
Reynarsson
Skipulagsdagur
Reykjavíkurborg í sam-
vinnu við Borgarfræða-
setur, segir Bjarni
Reynarsson, stendur
fyrir fræðslufundum
fimmtudaginn 8. nóv.
Höfundur er verkefnisstjóri.